Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Amerísk tónlist flutt á ísMús ísMús-hátíðartónleikar hafa verið haldnir árlega frá 1992. Á morgun, föstudaginn 21. apríl kl. 20, hefjastfjórðu ísMús-hátíðartón- leikar Ríkisútvarpsins í Hallgrímskirlgu. Þórný Jóhannsdóttir skoðaði efnisskrána og ræddi við hj ómsveitarstj órann Lukas Foss. ÍSMÚS-dagskrá Ríkisútvarpsins ber að þessu sinni yfírskriftina Americana! Varpað verður ljósi á fjölbreytta tónlistarhefð þeirra þjóða og þjóðarbrota er byggja heimsálfuna Ameríku: Allt frá inúít- um í norðri til indíána í suðri. Kynnt verður jafnt fagurtónlist sem al- þýðutónlist, og tónlist fyrri alda og samtímans. Verkin á tónleikunum á föstu- dagskvöld eru fjögur. Misa Criolla eftir Ariel Ramirez, E1 Salon Mexico eftir Aaron Copland, Adagio fyrir strengi eftir Samuel Barber og Chichester Psalms eftir Leonard Bemstein. Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur öll verkin á tónleikun- um auk einsöngvara og kóra. Á tónleikunum sameinast tveir virtir kórar ungs söngfólks, alls um 170 manns. Annars vegar Hamra- hlíðarkórinn, og hins vegar Kon- sertkórinn frá Whitefísh Bay í Wis- consin-fylki í Bandaríkjunum, sem kemur hingað gagngert af þessu tilefni. í tilkynningu frá Ríkisút- varpinu segir: „Saman flytja kór- Morgunblaðið/Jón Svavarson. UNGIJR nemur, gamall tem- ur. Lukas Foss og Olafur Frið- rik Magnusson á æfingu. amir eina háleitustu tónsmíð Leon- ards Bemsteins, Chichester Psalms, fyrir kór, einsöngvara og sinfóníu- hljómsveit." En stórviðburður tón- leikanna er tvímælalaust koma hljómsveitarstjórans og tónskálds- ins Lukas Foss, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til íslands. Rýmum fyrir nýjum tækjum Þvottavélar/Þurkarar ■ Eldavélar H Smátæki fleira oq fleira ... Fyrstir koma - fyrstir fá ALLT AÐ' iwmm Ogfið laugardag frá 10-18 — Ofnar Helluborð Suðurlandsbraut 16, sími 588 0500. Foss, sem er Bandaríkjamaður, hef- ur verið í fararbroddi í bandarísku tónlistariífí í áratugi. Foss segir að skipta megi efnis- skránni í tvennt; „tvö verk eru með suður-amerískum og mexíkóskum áhrifum," segir Foss. „E1 Salon Mexico eftir Copland er óskaplega erfítt verk, en yndislegt að sama skapi. Og þótt öfugsnúið virðist þá má segja að E1 Salon Mexico sé besta mexíkóska tónverkið sem samið hefur verið en er þó ekki eftir Mexíkóa. Þetta tónverk hafði óskaplega mikil áhrif á mig og jafn- vel enn meiri á Bemstein." Misa Criolla er eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez og byggir að hluta til á tónlistararfí frum- byggja. íslensku einsöngvararnir Bergþór Pálsson og Þorgeir J. Andrésson taka þátt í flutningi Misa Criolla. Sagt er að Misa Cri- olla sé vitni um margbreytileika þessarar víðfeðmu heimsálfu þar sem það er hvorki evrópskt né Suð- ur-Amerískt, en þar mætist austrið og vestrið. Getur verið erfitt að gera tónskáldum til hæfis Þótt Foss sé enn búsettur í New York og starfi þar segist hann vera hættur að vinna fyrir eina hljóm- sveit eingöngu; „núna tilheyri ég öllum heiminum, ekki aðeins einni hljómsveit. Mér fínnst það meira gaman. Ég ferðast óskaplega mikið og stjóma hljómsveitum vítt og breitt um Evrópu." „Verk Bemsteins er mjög melód- ískt og ákaflega spennandi taktlega séð. Það er svona einhvers konar blanda af tónsmíðum Bemsteins. Þama mætast tvær hliðar á tónlist- armanninum: Hliðin sem hann not- aði meðal annars í vinsælli verkum sínum svo sem söngleiknum West Side Story og hliðin sem hann beitti í háleitari tónleikaverkum sínum.“ Foss er samtíðarmaður Bem- steins: „Ég þekkti Bemstein vel í fímmtíu ár,“ segir Foss. „Allt frá því að ég var fímmtán ára því við vorum með sömu tónlistarkennar- ana, og við unnum mikið saman, ég stjómaði og hann spilaði eða öfugt. Bemstein var mjög góður í að semja tónlist sem var undir ólík- um áhrifum. Hann gat blandað saman þjóðlegri tónlist, djass, söng- leikjum og fleiru í einu verki en það heppnaðist hjá honum því það var honum eðlilegt." — En hvað er það sem þú stefnir að í hljómsveitarstjóm? „Ég stefni að því að fara með verkin eins og tónskáldin myndu gera. Yfirleitt er leið tónskáldsins sú besta en stundum getur verið erfítt að fínna út hver sú leið er. Ég get sagt eina sögu af því: Það var síðast þegar ég stjómaði Chic- hester Psalms og þá var Bemstein í salnum. Eftir tónleikana kom hann til mín og sagði: „Ég var ekki ánægður með hvemig þú fórst með verkið mitt. Það var alltof hratt hjá þér.“ „Of hratt,“ sagði ég. „Hvern- ig má það vera. Ég fór eftir þínum takti.“ „Nei, nei. Af hveiju hlustað- ir þú ekki á plötumar mínar?“ spurði hann mig. „En það var ein- mitt það sem ég gerði,“ svaraði ég. En þá rann upp ljós fyrir Bem- stein. „Já, nú skil ég, þú hefur hlust- að á eldri útgáfuna." Þetta sýnir hvemig flutningshraði verksins get- ur breyst í eyrum tónskáldsins og þannig getur verið erfítt að gera því til hæfís. En það sem ég reyni að gera er að ná því fram sem tónskáldin gera; setja tónlistina fram eins og hún kom til þeirra og skilja hvað liggur að baki sköpun þeirra." Ólafur Friðrik Magnusson sópran er aðeins 12 ára gamall og syngr einsöng í Chichester Psalms. Hann hefur sungið í kór í þijú ár og hef- ur verið að læra einsöng í tvö. Nú er hann í drengjakómum í Laugar- neskirkju. Hann segist ekki vita hvað röddin sín verið lengi í sópr- an; „kannski tvö til þijú ár í viðbót en það er mismunandi hvemig rödd- in þroskast hjá strákum þegar þeir fara í mútur. Sumir losna við svo- kallaðar söngmútur og röddin þroskast bara.“ Ólafur segir að sér fínnist Chic- hester Psalms vera mjög skemmti- legt verk. „Það er mjög sérstök stemmning í því.“ Fagrir munir íKHÍ ER íslenska handverkið ekki löngu útdautt? Sú skoðun hefur verið nokkuð útbreidd á undan- förnum árum en Ingólfur Gísli Ingólfsson lektor í smíðadeild Kennaraháskóla íslands segir að þetta sé að breytast. „Það er ekki nauðsyn að taka svo sterkt til orða,“ segir Ingólfur. „En gamla handverkið er vissulega ekki nógu útbreitt. Það sem við erum að gera hér er að endur- vekja og viðhalda gömlu hand- verki.“ Ingólfur segir að nauðsynlegt sé að þjálfa fólk bæði verklega og fagurfræðilega. „Góður hand- verksmaður, verður að hafa til- finninguna fyrir efninu; þekkja eigindir og lögmál þess. Hann verður einnig að vera með fagur- Morgunblaðið/Ragnar Axelsson. fræðina á sinu valdi til að geta gert gott og fallegt handverk. En sú skilgreining sem ég nota á handverk er sá hlutur sem bæði er gleðilegt að horfa á og að meðhöndla." í smíðadeild Kennaraháskóla íslands er kennd leður-, málm- og trésmíði auk hönnunar og fagteikningar. Einnig fá nem- endur kynningu í eldsmíði, plasti ogsmelti. í smíðadeild KHÍ er reynt að nota íslenskan við og Ingólfur segir að hann sé óskaplega skemmtilegt efni. Opið hús í Smíðadeild Kennaraháskólans verður í Bolholti 37 í dag frá kl. 13-17. 1 I > t > \ i i i i I i i i i i i I i i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.