Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Th hamingju með afmælið
kæra iHjördís ‘Bjartmas
-Ratsche
EIN
VÖNDUÐUSTU
FELLIHÝSI &
PALLHÚS
FRÁ USA SEM VÖL ER Á
GÍSU 1ÓNSSON HF
Bíldshöfða 14 S. 587 66 44
Fyrsta sending kemur i byrjun mai. Þú færð ekki betri hús!
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Þakkir til
verslunar Einars
Farestveit
HULDA Guðjónsdóttir
hringdi til að þakka versl-
un Einars Farestveit í
Borgartúni fyrir frábæra
þjónustu.
Hún átti hárblásara sem
bilaði og var kominn úr
ábyrgð og ekki svaraði
kostnaði að gera við hann.
En verslunin gaf henni
nýjan í staðinn sem þeir
voru alls ekki skyldugir til
að gera. Þetta fannst
Huldu þakkarvert.
Sviptur
kosningarétti
ÆGIR Emilsson, Hátúni 6
í Keflavík, hringdi og var
afar óánægður þvi hann
var sviptur kosningarétti
gagnvart utankjörstaðaat-
kvæðagreiðslu.
Hann var staddur ásamt
áhöfn skips, sem hann er
á, á Siglufirði og kaus þar
á fímmtudegi fyrir kosn-
ingar. Hann var látinn
senda það á eigin kostnað
í umslagi suður til Reykja-
víkur kl. 11 að morgni
sama dags. Síðan er hann
kemur heim í frí af sjónum
fær hann bréfíð sent aftur,
þ.e. með kjörseðlinum í.
Svörin sem hann fékk voru
þau að bréfíð hefði ekki
borist sýslumanni Kefla-
víkur fyrr en á mánudegi
eftir kosningar.
Ægir segist vita um
fleiri sem hefðu sömu sögu
að segja í áhöfninni.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
GYLLT gleraugu með tví-
skiptu lituðu gleri töpuðust
fýrir utan Ömmu Lú sl.
miðvikudagskvöld fyrir
páska. Eigandinn getur
ekki án þeirra verið og bið-
ur skilvísan fínnanda að
hafa samband strax í síma
27949 eftir kl. 18.
Gleraugu töpuðust
GYLLT kvengleraugu töp-
uðust i Kringlunni mið-
vikudaginn 12. apríl sl.
Skilvís fínnandi vinsam-
lega hafí samband í síma
676041 eða 691225.
íbúar í
Smáíbúðahverfi
GULGRÆNT og fíólublátt
flallahjól hvarf að kvöldi
páskadags eða aðfaranótt
annars páskadags þar sem
það stóð ólæst fyrir utan
Lautarsmára 33. Hjólið
var orðið lúið en mjög auð-
þekkjanlegt og af gerðinni
Giant Escaper. Allir þeir
sem hafa séð þetta hjól en/
beðnir um að láta vita í
síma 643938.
Myndavél tapaðist
YASHICA-myndavél í
gráu hulstri tapaðist á skír-
dag annaðhvort fyrir utan
Austurberg 16-20 eða á
bílaplani fyrir framan Skó-
verslun Kópavogs í
Hamraborg. Eigandinn
saknar filmunnar sérstak-
lega og biður skilvísan
finnanda að hafa samband
við Maríu í síma 77799.
Keli er týndur
ÞETTA er mynd af Kela
en hann fór að heiman
laugardaginn 15. apríl sl.
og ratar ekki heim. Keli
býr í Furulundi 3,
Garðabæ, sími 659089,
Guðrún. Ef þú hjálpar hon-
um að komast heim færð
þú fundarlaun.
Kettlinga
vantar heimili
VIÐ erum íjögur kisu-
systkini, síamsblönduð
sem vantar gott fólk og
heimili sem vill taka við
okkur. Við erum kassavön,
skemmtileg og blíð. Þeir
sem vilja skoða okkur
hringi í síma 40824.
Skussi er týndur
ÞETTA er hann Skussi
sem er 4ra ára, stór, gelt-
ur, gulbröndóttur fress-
köttur, eyrnamerktur með
rauða hálsól og gult nafn-
spjald. Hann fór að heiman
iaugardaginn 15. apríl sl.
Skussi býr í Teigaseli 2 og
er fólk vinsamlega beðið
um að svipast eftir honum
í kjöllurum og bílskúrum.
Nánari upplýsingar í síma
73237.
Aðalfundur
Tæknivals hf. 1994
Aöalfundur Tæknivals hf. er hér meö boðaður
þriðjudaginn 9. maí 1995. Fundurinn verður haldinn
í Húnabúð Skeifunni 17, 3. hæð kl. 20.00.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins
til samræmis við ný lög um hlutafélög.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Reikningar félagsins fyrir árið 1994 liggja frammi
á skrifstofu félagsins.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
SKÁK
llmsjön Margeir
Pétursson
leiki. í staðinn fyrir þetta
átti hvítur tvo glæsilega
vinningsleiki: 20. Rc6!! og
20. Rf5!!. Ef svartur þiggur
drottningarfómina verður
hann mát: 20. — Dxd2 21.
Re7+ - Kh8 22. Hf8 mát.
ÞESSI staða kom upp í
áskorendaflokki á Skákþingi
íslands um páskana. Ólafur
B. Þórsson (2.175) hafði
hvítt og átti leik, en Kristján
Eðvarðsson (2.115)
var með svart. Svart-
ur er manni undir en
virðist vera að vinna 7
hann til baka með
góðri stöðu. •
SJÁ STÖÐUMYND
Þeir Magnús Pálmi Öm-
ólfsson og Júlíus Friðjóns-
son unnu sér rétt til þátt-
töku í landsliðskeppninni i
nóvember.
Ólafur skilaði mann-
inum til baka og eftir
20. Df4?? - cxd4 21.
bxc4 — e5 átti svart-
ur peði meira. Skák-
inni lauk á endanum
með jafntefli eftir 36
HÖGNIHREKKVÍSI
JíeiCaðu Cíf pitt
Helgin 5. - 7. maí
Leiðb. Suzanne
og Coldon DeWees
( Rambha og Paritosh )
CJíeiCaðu íífpitt
er einstœtt námskeið sem getur hjálpað þér
við að skynja Ijósið í lífi þínu og birt þér lengingu við heilandi
nœrveru leiðbeinenda þinna.
* Markmið námskeiðsins er að opna líkamann, hugann og
hjartað fyrir hinni óefnislegu vídd heilandi kœrleikans.
Rambha er miðill og miðlar frá fræðsluaflinu Monseria.
Cttugíeiðsíu- oy cfianting fq)ö(d
með Kambha og Paritosh verður þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00
Einkatúnar í djúpnuddi og miðlun.
Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2.hæð
Skráning s: 588 9181 og 588 4200. Hjá Sesselju s: 565 0095
Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri
Víkveiji skrifar...
ORRI, góa og einmánuður eru
liðin og harpa tekur völdin í
dag. Dagatalið segir okkur að í dag
sé sumardagurinn fyrsti með öllum
þeim væntingum sem deginum
fylgja. í Sögv daganna er eftirfar-
andi húsgangur rifjaður upp:
Þorri og Góa grálynd hjú
gátu son og dóttur eina:
Einmánuð sem bætti ei bú
og blíða Hörpu að sjá og reyna.
xxx
OFT hefur verið talað um að
tvær þjóðir búi í þessu landi
og þá gjaman verið átt við margvís-
legan aðstöðumun þeirra sem búa
á Suðvesturhominu annars vegar
og úti um land hins vegar. Á þeim
vetri sem nú kveður hafa þessi orð
átt betur við en oft áður hvað veður-
far áhrærir.
Viku eftir viku geisaði stórhríð á
norðanverðu landinu meðan vetur-
inn þótti rétt í meðallagi harður,
og kannski tæplega það, á landinu
sunnanverðu.
Hörmungarnar í snjóflóðunum á
Súðavík 16. janúar og skömmu síð-
ar á Reykhólum eru fólki enn í
fersku minni.
í mörgum byggðarlögum grúfði
stöðug óvissa um yfírvofandi hættu
vikum saman yfir fólki. Það er erf-
itt að setja sig í spor Ma á þessum
stöðum sem með litlum fyrirvara
gátu þurft að flýja heimili sín og
leita á náðir vina eða vandamanna
á öruggari svæðum.
Skrifari heyrði talað um fjöl-
skyldu sem hafði „flóttatöskuna"
tilbúna í forstofunni með því nauð-
synlegasta ef- rýma þyrfti húsið
skyndilega. Margir vilja nú að lokn-
um löngum og ströngum vetri losna
við fasteignir sínar og komast ann-
að, en kaupendur virðast ekki aðrir
en hugsanlega opinberir sjóðir og
sveitarfélög.
Samgöngur voru stopular lang-
tímum saman, kostnaður við mokst-
ur og ruðning meiri en yfírleitt áður
og þeir sem unnu þessi störf lögðu
sig oft í hættu við að halda vegum
um heiðar og skriður opnum. Fjöl-
miðlar birtu fréttir af fólki sem
komst ekki út úr húsum sínum að
morgni nema með því að moka
snjónum inn í húsin og bræða hann
í baðkörunum. Einnig um að þök
Mðarhúsa væru að sligast undan
snjóþyngslunum og útihús hefðu
lagst saman undan farginu.
xxx
SKRIFARI dagsins hefur nokkr-
um sinnum verið staddur í
sjávarþorpum á norðanverðu land-
inu á sumardaginn fyrsta og hefur
fylgst með skrúðgöngum skóla-
bamanna á staðnum á þessum
bjarta -degi vors og vonar. Þó snjór
hafí verið niður undir byggð, túnin
enn grá og lítið minnt á sumar
annað en augu barnanna og merk-
ingin á almanakinu hefur þessi dag-
ur á sér einstakan blæ.
Þó enn sé hann á norðan er sum-
arið á næsta leiti og þá verða litlu
staðirnir, sem fyrr er minnst á, fal-
legri en nokkru sinni. Það finnst
örugglega mörgu því dugmikla fólki
sem staðina byggir þrátt fyrir allt.