Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Th hamingju með afmælið kæra iHjördís ‘Bjartmas -Ratsche EIN VÖNDUÐUSTU FELLIHÝSI & PALLHÚS FRÁ USA SEM VÖL ER Á GÍSU 1ÓNSSON HF Bíldshöfða 14 S. 587 66 44 Fyrsta sending kemur i byrjun mai. Þú færð ekki betri hús! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til verslunar Einars Farestveit HULDA Guðjónsdóttir hringdi til að þakka versl- un Einars Farestveit í Borgartúni fyrir frábæra þjónustu. Hún átti hárblásara sem bilaði og var kominn úr ábyrgð og ekki svaraði kostnaði að gera við hann. En verslunin gaf henni nýjan í staðinn sem þeir voru alls ekki skyldugir til að gera. Þetta fannst Huldu þakkarvert. Sviptur kosningarétti ÆGIR Emilsson, Hátúni 6 í Keflavík, hringdi og var afar óánægður þvi hann var sviptur kosningarétti gagnvart utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu. Hann var staddur ásamt áhöfn skips, sem hann er á, á Siglufirði og kaus þar á fímmtudegi fyrir kosn- ingar. Hann var látinn senda það á eigin kostnað í umslagi suður til Reykja- víkur kl. 11 að morgni sama dags. Síðan er hann kemur heim í frí af sjónum fær hann bréfíð sent aftur, þ.e. með kjörseðlinum í. Svörin sem hann fékk voru þau að bréfíð hefði ekki borist sýslumanni Kefla- víkur fyrr en á mánudegi eftir kosningar. Ægir segist vita um fleiri sem hefðu sömu sögu að segja í áhöfninni. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GYLLT gleraugu með tví- skiptu lituðu gleri töpuðust fýrir utan Ömmu Lú sl. miðvikudagskvöld fyrir páska. Eigandinn getur ekki án þeirra verið og bið- ur skilvísan fínnanda að hafa samband strax í síma 27949 eftir kl. 18. Gleraugu töpuðust GYLLT kvengleraugu töp- uðust i Kringlunni mið- vikudaginn 12. apríl sl. Skilvís fínnandi vinsam- lega hafí samband í síma 676041 eða 691225. íbúar í Smáíbúðahverfi GULGRÆNT og fíólublátt flallahjól hvarf að kvöldi páskadags eða aðfaranótt annars páskadags þar sem það stóð ólæst fyrir utan Lautarsmára 33. Hjólið var orðið lúið en mjög auð- þekkjanlegt og af gerðinni Giant Escaper. Allir þeir sem hafa séð þetta hjól en/ beðnir um að láta vita í síma 643938. Myndavél tapaðist YASHICA-myndavél í gráu hulstri tapaðist á skír- dag annaðhvort fyrir utan Austurberg 16-20 eða á bílaplani fyrir framan Skó- verslun Kópavogs í Hamraborg. Eigandinn saknar filmunnar sérstak- lega og biður skilvísan finnanda að hafa samband við Maríu í síma 77799. Keli er týndur ÞETTA er mynd af Kela en hann fór að heiman laugardaginn 15. apríl sl. og ratar ekki heim. Keli býr í Furulundi 3, Garðabæ, sími 659089, Guðrún. Ef þú hjálpar hon- um að komast heim færð þú fundarlaun. Kettlinga vantar heimili VIÐ erum íjögur kisu- systkini, síamsblönduð sem vantar gott fólk og heimili sem vill taka við okkur. Við erum kassavön, skemmtileg og blíð. Þeir sem vilja skoða okkur hringi í síma 40824. Skussi er týndur ÞETTA er hann Skussi sem er 4ra ára, stór, gelt- ur, gulbröndóttur fress- köttur, eyrnamerktur með rauða hálsól og gult nafn- spjald. Hann fór að heiman iaugardaginn 15. apríl sl. Skussi býr í Teigaseli 2 og er fólk vinsamlega beðið um að svipast eftir honum í kjöllurum og bílskúrum. Nánari upplýsingar í síma 73237. Aðalfundur Tæknivals hf. 1994 Aöalfundur Tæknivals hf. er hér meö boðaður þriðjudaginn 9. maí 1995. Fundurinn verður haldinn í Húnabúð Skeifunni 17, 3. hæð kl. 20.00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins fyrir árið 1994 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 SKÁK llmsjön Margeir Pétursson leiki. í staðinn fyrir þetta átti hvítur tvo glæsilega vinningsleiki: 20. Rc6!! og 20. Rf5!!. Ef svartur þiggur drottningarfómina verður hann mát: 20. — Dxd2 21. Re7+ - Kh8 22. Hf8 mát. ÞESSI staða kom upp í áskorendaflokki á Skákþingi íslands um páskana. Ólafur B. Þórsson (2.175) hafði hvítt og átti leik, en Kristján Eðvarðsson (2.115) var með svart. Svart- ur er manni undir en virðist vera að vinna 7 hann til baka með góðri stöðu. • SJÁ STÖÐUMYND Þeir Magnús Pálmi Öm- ólfsson og Júlíus Friðjóns- son unnu sér rétt til þátt- töku í landsliðskeppninni i nóvember. Ólafur skilaði mann- inum til baka og eftir 20. Df4?? - cxd4 21. bxc4 — e5 átti svart- ur peði meira. Skák- inni lauk á endanum með jafntefli eftir 36 HÖGNIHREKKVÍSI JíeiCaðu Cíf pitt Helgin 5. - 7. maí Leiðb. Suzanne og Coldon DeWees ( Rambha og Paritosh ) CJíeiCaðu íífpitt er einstœtt námskeið sem getur hjálpað þér við að skynja Ijósið í lífi þínu og birt þér lengingu við heilandi nœrveru leiðbeinenda þinna. * Markmið námskeiðsins er að opna líkamann, hugann og hjartað fyrir hinni óefnislegu vídd heilandi kœrleikans. Rambha er miðill og miðlar frá fræðsluaflinu Monseria. Cttugíeiðsíu- oy cfianting fq)ö(d með Kambha og Paritosh verður þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00 Einkatúnar í djúpnuddi og miðlun. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2.hæð Skráning s: 588 9181 og 588 4200. Hjá Sesselju s: 565 0095 Misstu ekki af þessu einstæða tækifæri Víkveiji skrifar... ORRI, góa og einmánuður eru liðin og harpa tekur völdin í dag. Dagatalið segir okkur að í dag sé sumardagurinn fyrsti með öllum þeim væntingum sem deginum fylgja. í Sögv daganna er eftirfar- andi húsgangur rifjaður upp: Þorri og Góa grálynd hjú gátu son og dóttur eina: Einmánuð sem bætti ei bú og blíða Hörpu að sjá og reyna. xxx OFT hefur verið talað um að tvær þjóðir búi í þessu landi og þá gjaman verið átt við margvís- legan aðstöðumun þeirra sem búa á Suðvesturhominu annars vegar og úti um land hins vegar. Á þeim vetri sem nú kveður hafa þessi orð átt betur við en oft áður hvað veður- far áhrærir. Viku eftir viku geisaði stórhríð á norðanverðu landinu meðan vetur- inn þótti rétt í meðallagi harður, og kannski tæplega það, á landinu sunnanverðu. Hörmungarnar í snjóflóðunum á Súðavík 16. janúar og skömmu síð- ar á Reykhólum eru fólki enn í fersku minni. í mörgum byggðarlögum grúfði stöðug óvissa um yfírvofandi hættu vikum saman yfir fólki. Það er erf- itt að setja sig í spor Ma á þessum stöðum sem með litlum fyrirvara gátu þurft að flýja heimili sín og leita á náðir vina eða vandamanna á öruggari svæðum. Skrifari heyrði talað um fjöl- skyldu sem hafði „flóttatöskuna" tilbúna í forstofunni með því nauð- synlegasta ef- rýma þyrfti húsið skyndilega. Margir vilja nú að lokn- um löngum og ströngum vetri losna við fasteignir sínar og komast ann- að, en kaupendur virðast ekki aðrir en hugsanlega opinberir sjóðir og sveitarfélög. Samgöngur voru stopular lang- tímum saman, kostnaður við mokst- ur og ruðning meiri en yfírleitt áður og þeir sem unnu þessi störf lögðu sig oft í hættu við að halda vegum um heiðar og skriður opnum. Fjöl- miðlar birtu fréttir af fólki sem komst ekki út úr húsum sínum að morgni nema með því að moka snjónum inn í húsin og bræða hann í baðkörunum. Einnig um að þök Mðarhúsa væru að sligast undan snjóþyngslunum og útihús hefðu lagst saman undan farginu. xxx SKRIFARI dagsins hefur nokkr- um sinnum verið staddur í sjávarþorpum á norðanverðu land- inu á sumardaginn fyrsta og hefur fylgst með skrúðgöngum skóla- bamanna á staðnum á þessum bjarta -degi vors og vonar. Þó snjór hafí verið niður undir byggð, túnin enn grá og lítið minnt á sumar annað en augu barnanna og merk- ingin á almanakinu hefur þessi dag- ur á sér einstakan blæ. Þó enn sé hann á norðan er sum- arið á næsta leiti og þá verða litlu staðirnir, sem fyrr er minnst á, fal- legri en nokkru sinni. Það finnst örugglega mörgu því dugmikla fólki sem staðina byggir þrátt fyrir allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.