Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Dæmi um breytingar á vaxtabótum Útreikningur vaxtabóta 1994 Hjón Einstaklingur Einstaklingur Einst. foreldri Hámark vaxtabóta 203.584 125.054 125.204 163.885 Skuldir í árslok 4.000.000 4.000.000 3.500.000 4.000.000 Tekjuskattsstofn 3.000.000 1.800.000 1.800.000 1.800.000 Hrein eign 5.100.000 3.500.000 4.000.000 3.500.000 Vaxtagjöld í reit 87 425.000 350.000 350.000 350.000 Skerðing vaxtagj. v. 90% reglu 42.500 35.000 35.000 35.000 Vaxtagjöld sem mynda stofn til vaxtabóta 382.500 315.000 315.000 315.000 Skerðing vegna tekna -180.000 -108.000 -108.000 -108.000 Skerðing vegna eigna 0 -45.406 -101.178 -45.406 Skerðing niður í hámark vaxtabóta 0 -36.540 0 0 Vaxtabætur ársins 202.500 125.054 105.822 161.594 Útreikningur vaxtabóta 1995 Hjón Einstaklingur Einstaklingur Einst. foreldri Hámark vaxtabóta 232.064 140.328 140.328 180.472 Skuldir í árslok 4.000.000 4.000.000 3.500.000 4.000.000 Tekjuskattsstofn 3.000.Ó00 1.800.000 1.800.000 1.800.000 Hrein eign 5.100.000 3.500.000 4.000.000 3.500.000 Vaxtagjöld í reit 87 425.000 350.000 350.000 350.000 Skerðing vaxtagj. v. 7% reglu 145.000 70.000 105.000 70.000 Vaxtagjöld sem mynda stofn til vaxtabóta 280.000 280.000 245.000 280.000 Skerðing vegna tekna -180.000 -108.000 -108.000 -108.000 Skerðing vegna eigna 0 -37.728 -66.963 -37.728 Skerðing niður í hámark vaxtabóta 0 0 0 0 Vaxtabætur ársins 100.000 134.272 70.037 134.272 Breyting frá 1994 til 1995 vegna breyttra reglna og nýrrar skattvísitölu Hjón Einstaklingur Einstaklingur Einst. foreldri Lækkun stofns til vaxtabóta -102.500 -35.000 -70.000 -35.000 Skerðing vegna tekna, óbreytt 0 0 0 0 Skerðing vegna eigna minnkar 0 7.677 34.215 7.677 Skerðing niður í hámark vaxtabóta 0 36.540 0 0 Breyting á vaxtabótum -102.500 +9.218 -35.785 -27.323 Breytingin stýrist bæði afbreyttum skerðingarreglum og breyttu hámarki bótanna sjalfra. Fjölskylduskemmtun í Vinabæ, Skipholti 33, í dag, sumardaginn fyrsta kl. 15 Undrastúlkan BELLA (Edda Björgvinsdóttir) er kynnir og henni til aðstoðar verður Túrhilla Júhanson fró Færeyjum Vitgrönnu löggurnar tvær, Jón og Jón-Jón (Gísli Rúnar og Randver Þorláksson), fara yfir umferSarmerkin og sýna töfrabrögð. HeiSursgestur er Eiríkur Fjalar (Laddi), sem tekur lagiö og undirleikari hans er hinn eint og sanni Dengsi. Söngelsku trúSarnir Skossa og Skotta (Soffia Vagnsdóttir og Guðrún ÞórSardóttir) skemmta meS söng og hljóSfæraslætti. RaddbandiS bregSur á leik meS börnunum. ^ TöframaSurinn taugaveiklaSi (Björgvin Franz) fremur ósvikinn galdur. Söngsystur taka lagiS. Q GötuleikhúsiS verSur á sveimi um ganga hússins meS eldgleypa, stultudansara og fleiri grallaraspóa. ^ ASgangur er ókeypis fyrir alla og lukkumiSar eru seldir á staSnum meS góSa vinninga. Þingsfúkan og Vinabær vonast til a& sjá sem flest börn og foreldra fagna sumri í Vinabæ, Skipholti 33 (Tónabíó) í Reykjavík klukkan þrjú á sumardaginn fyrsta. Húsið opnaS kl. 14.30. Gleðilegt sumar! Villiköttur frá Freyju SÆLGÆTIS- GERÐIN Freyj'a hefur sett á mark- að nýja fram- leiðslu; villikött- inn, súkkulaði, sem er svipað að stærð og lögun og Freyju-staur. Ysta lagið er ljóst mjólkursúkkulaði með hrísi, síðan er samskonar kex og notað er í staurana og innst er kara- mellukrem. Villi- kötturinn kostar 75 kr. -».♦..♦ Rýmingarsala á búsáhöldum í DAG, sumardaginn fyrsta, verður haldin rýmingarsala á búsáhöldum í Hagkaup, Skeifunni. Á boðstólum verða m.a. eldföst glerform frá 489 kr., bökunarform frá 159 kr., ísskál- ar 4 stk. á 549 kr., 20 stk. matar- stell frá 1.995 kr., stakir matardisk- ar á 279 kr., glös, Guzzini-plast- vara, glervara, trévara o.m.fl. Um áramótin gengu í gildi nýjar reglur um útreikning á vaxtabótum Flestir fá lægri vaxtabætur en á síðasta ári Þrátt fyrir svipaða eigna- og skuldastöðu munu nýjar reglur færa fólki lægri vaxtabætur en í fyrra NÝ LÖG um útreikning vaxtabóta við álagn- ingu 1995 tóku gildi 30. desember 1994. Vaxtagjöld af skuldum vegna öfl- unar húsnæðis til eigin nota að frádregnum vaxtatekjum af eign- arskattskyldum verðbréfum eru, eins og í fyrra, grunnur til út- reiknings bótanna, en núna drag- ast ennfremur aðrar vaxtatekjur frá_ þessum grunni. í fyrra gátu vaxtabætur numið allt að 90% af grunninum upp að ákveðnu hámarki (sjá töflu 1), en 90% þakið fellur niður við álagn- ingu núna. Hámark vaxtabóta hækkar (sjá töflu 2) 1995 og eft- ir sem áður skerðast vaxtabætur um 6% af tekjuskattsstofni og vegna hreinnar eignar, þannig að skerðing bóta hefst við neðri mörk en bætur falla alveg niður við efri mörk. Skerðing vaxtabóta vegna hreinnar eignar hefur verið aukin nokkuð milli áranna með þreng- ingu eignamarka og eru neðri mörk hjá einstaklingi/einstæðu foreldri nú 3.092.937 kr., en efri mörk 4.948.699 kr. Neðri mörk hjá hjónum eru 5.127.077 kr. og efri mörk 8.203.323 kr. Veigamikil breyting Guðlaugur Guðmundsson, endurskoðandi hjá Löggiltum endurskoðendum hf., segir veiga- mestu breytinguna fel- ________________ ast í því að 90% þakið Bitnar mejra við alagnmgu 1994 falli . . - niður en í stað þess komi ■ TO,KI þak á bæturnar sjálfar a9ar teKjur sem miðast við 7% af —————— eða meðalstöðu, minnka einnig möguleikar fólks til að fá vaxta- bætur af tiltölulega stuttum lán- um og einnig ef skuldirnar eru greiddar upp.“ Guðlaugur telur að breytingin muni bitna meira á lágtekjufólki en öðrum, þar sem fólk með lágar tekjur er líklegra til að lenda í vanskilum með skuldir sínar og þurfa að greiða vanskilakostnað og háa raunvexti, en vanskila- kostnaður lendi í flestum tilvikum utan stofns til vaxtabóta eftir núgildandi reglum. Meðfylgjandi töflur, sem Guð- laugur vann, sýna muninn á út- reikningi vaxtabóta í fyrra og núna. „I dæmunum reyndum við að draga fram nokkuð af áhrifum breyttra reglna á þá sem hafa þunga greiðslubyrði af skuldum, e.t.v. lent í vanskilum, þurft að greiða háa raunvexti og hugsan- lega innheimtukostnað. Greini- legt er að 7% þakið getur komið illa við fólk með erfiða fjárhags- stöðu og útreikningur bótanna er mjög viðkvæmur fyrir breytingum á hreinni eign, t.d. getur hálf milljón til eða frá skipt töluverðu máli. Þótt dæmin séu einfölduð mynd af raunveruleikanum, gefa þau hugmynd um áhrif breyttra útreikningsreglna að gefnum ákveðnum forsendum.“ Kemur illa við þá sem greiða háa raunvexti skuldum (í reit 45 á framtali). „Breytingin veldur verulegri lækkun vaxtabóta hjá flestum vegna þess að stofn til útreikn- ings samanstendur bæði af vöxt- um og verðbótum skuldanna og við það minnka möguleikar til vaxtabóta eftir því sem lánin eld- ast og hlutur verðbóta í árlegri greiðslubyrði verður meiri. Þar sem hið nýja þak miðast við stöðu skulda í árslok, en ekki ársbyijun Guðlaugur segir að þótt skerð- ing vaxtabóta vegna hreinnar eignar hafi verið aukin með þrengingu eignamarka, dragi 7% þakið og þannig lækkaður stofn úr skerðingu vegna eignastöðu. í nýju reglunum er tvennt sem stuðlar að auknu jafnræði milli skattþegna. Skattfrjálsar tekjur starfsmanna alþjóðastofnana ________ koma nú inn í útreikn- ing skerðingar vaxta- bóta vegna tekna, og hins vegar það að skatt- frjálsar arðstekjur og frádráttur vegna fjár- festingar einstaklinga í atvinnu- rekstri eru ekki dregin frá tekjum við slíkan útreikning.“ Guðlaugi virðist fólk ekki hafa kynnt sér nýju reglurnar nægi- lega ennþá. „Breyttar reglur um útreikning vaxtabóta munu efalít- ið draga úr útgjöldum ríkissjóðs 1995, en ekki er víst að allir skatt- borgarar kætist þegar þeir fá álagningarseðlana að liðlega þremur mánuðum liðnum.“ Bamaafmæli AFMÆLISVEISLUR fyrir yngstu börnin er ágætt að byija snemma, kl. 13 eða 14 og láta þær ekki vara lengur en tvær til þijár klukkustundir. Þetta er ráðlagt í umfjöllun um barnaafmæli í nýút- komnu tölublaði Uppeldis. Þar er bent á að lítil börn hafa ekki út- hald til að taka þátt i veislum í langan tíma og þær geti því farið úr böndunum, ef þær dragast á langinn. Ráðlagt er að hafa ákveðið þema í veislunni. „Til dæmis er hægt að mála alla eins og kisur og búa til kisueyru á höfuð, hafa afmælisköku eins og kisu, mála trúðsandlit og búa til þannig hatta o.s.frv. eftir áhugasviði og aldri barnsins.“ Ekki er ráðlagt að bjóða of mörgum börnum. „Takið mið af því hversu mikið pláss er í hús- næðinu fyrir marga fjörkálfa." Leikir Leikir njóta alltaf vinsælda í afmælisveislum barna og í Upp- eldie r mælt með því að fyrir veisluna sébúið að ákveða í hvaða leiki á að fára og mælst er til að foreldrar eýa stálpuð börn taki að sér að sýórna þeim. „Með eldri krökkum er hægt að spila, til dæmis Bingó og fara í stutta spurningakeppni. Hafið leikina mátulega marga og eitthvað til taks fyrir þá sem ekki þora að vera með, t.d. litabækur og liti, púsluspil og bækur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.