Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hestadagur Gaflarans HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sörli í Hafnarfirði heldur Hestadag Gaflarans laugar- daginn 22. apríl nk. á Sörla- stöðum við Kaldárselsveg. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá á svæðinu þennan dag. Keppt verður m.a. í hestaknattspymu, glæfrareið og skíðaskeið, þrautakeppni verður og sýnd verða giæsi- hross og kynbótahross. Loks verður hundasirkus. Þeir sem koma fram em á öllum aidri og ferfætlingamir em ekki allir af hestakyni. Sýningamar verða tvær, klukkan 14 og 21. Fiskihag- fræði og sljórn fisk- veiða Endurmenntunarstofnun Há- skólans gengst fyrir námskeiði um fiskihagfræði og stjóm fiskveiða í byijun næstu viku. Leiðbeinendur verða Rögn- vaidur Hannesson og Ragnar Ámason, prófessorar í fiski- hagfræði. Ragnar Árnason segir, að námskeiðið sé á sama gmnni og námskeið, sem þeir Rögn- valdur vom með fyrir um tveimur ámm, en námsefnið hafí verið nokkuð endumýjað. „Það verður tekið á öllum aðalatriðum fískihagfræði og fískveiðistjómunar og reynt að útskýra fyrir þátttakendum hvemig hlutimir hanga saman. Hvað það er sem veldur því, að óheftar fískveiðar sólunda tekjum þjóðarinnar af fískveið- um og hvemig hægt er að standa að því að varðveita þennan arð. Við fjöllum um skiptingu fískveiðiarðsins með- al þjóðarinnar án þess þó að taka siðferðilega afstöðu. Námskeiðið er sniðið fyrir upp- lýstan leikmann sem hefur áhuga á sjávarútvegsmálum,“ segir Ragnar Ámason. Námskeiðið verður haldið í Tæknigarði 24. og 25. apríl, kl. 13-17 báða dagana. Ráðstefna um kvenna- málefni ÍSLENSKA UNESCO-nefndin stendur dagana 21.-22. apríl fyrir evrópskri ráðstefnu um málefni kvenna í verkefnaáætl- un UNESCO. Er þetta í fyrsta sinn sem UNESCO-ráðstefna er haldin hér á landi. Ráðstefn- an verður á Scandic Hótel Loft- leiðum, þingsal 8. í fréttatilkynningu segir m.a. að tilgangur ráðstefnunn- ar sé að Qalla um stöðu kvenna í Evrópu og hvernig tekið er á málefnum kvenna í verkefnaá- ætlun UNESCO fyrir næstu ár. Einnig verði fjallað um undirbúning fyrir kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kína á komandi hausti. Gítarleikur á Kaffi List SPÆNSKI gítarleikarinn Manuel Babiloni leikur á Kaffí List við Klapparstíg í kvöld, fímmtudag, kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Sor, Tarrega, Tur- ina, Fortea, Ásencio og Al- beniz. STJÓRIMARMYNDUIM Morgunblaðið/Þorkell VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands veitti Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokks umboð til stjórnarmyndunar í gærmorgun. Formlegar stjómarmyndunarviðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar Búist við að viðræður skili niðurstöðu í næstu viku ÞINGMENN Framsóknarflokks hittust í gær á stuttum fundi til að fjalla um form sljórnarmyndunarviðræðnanna við Sjálf- stæðisflokk. Halldór Ásgrímsson þiggur hér ráð frá Jóni Kristjánssyni, samþingmanni sínum á Austurlandi. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Smuguveiðafundur ýtir á stjómarmyndun FORMLEGAR stjórnarmyndun- arviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófust í gær eftirað Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands veitti Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun umboð til stjómar- myndunar. Davíð og Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, telja raunhæft að mynda stjómina snemma í næstu viku. Fyrsti fundur flokkanna var haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 12 á hádegi og sátu hann Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Ás- grímsson og Guðmundur Bjama- son, formaður og varaformaður Framsóknarflokks. Gert var hlé á viðræðunum vegna jarðarfarar Péturs J. Thor- steinssonar sendiherra og þing- flokksfundar Framsóknarflokks- ins. Síðdegis hittust formenn og varaformenn flokkanna aftur í Stjórnarráðinu ásamt lögmönnun- um Hreini Loftssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Davíðs í forsætis- ráðuneytinu, og Jóni Sveinssyni, sem var aðstoðarmaður Stein- gríms Hermannssonar er hann var forsætisráðherra. Jón og Hreinn munu sjá um að ritstýra stjórnar- sáttmála flokkanna. í gærkvöldi vora vinnunefndir flokkanna og sérfræðingar að störfum. Góður andi Bæði Davíð og Halldór sögðu að viðræðunum hefði miðað vel í gær. „Eg tel raunhæft að ljúka þessu í næstu viku en það ræðst á morg- un [fímmtudagj og á föstudag," sagði Halldór Ásgrímsson. Hann sagði að í gær hefði verið farið yfir alla helstu málaflokka og lagður grunnur að stjómarsátt- mála. Hann sagði aðspurður að nokkur mál væra viðkvæm en eft- ir viðræður dagsins sýndist sér að hægt yrði að leysa þau. Þegar Halldór var spurður hvaða kröfur Framsóknarflokkurinn gerði um að ná fram af sínum kosninga- málum, svaraði hann að kröfur væru uppi af hálfu beggja flokka og verið væri að samræma þær. Halldór sagði aðspurður að lítið hefði verið rætt um sjávarútvegs- mál í gær. „Það eru náttúrlega kröfur víða um breytingar. En þessir hagsmunir stangast á og það hefur alltaf verið erfitt að fínna málamiðlun í þessum málum. Þetta er ekki fyrst og fremst spuming um flokkana heldur að halda frið milli ólíkra hagsmuna í landinu og það verður verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem nú verður mynduð að halda þennan frið. Og það verður vandasamt verk eins og alltaf áður,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Málefnastaða liggi fyrir á föstudag Davíð Oddsson sagði að mjög góður gangur hefði verið í viðræð- um flokkanna. „Við eram nú að safna gögnum um einstaka þætti og sjá hvar samræma þurfí sjónar- mið flokkanna,“ sagði hann. „Ég sé ekki annað en það gangi allt saman vel.“ Davíð sagði að haldið yrði áfram viðræðum allan daginn í dag. „Á föstudaginn held ég að við ættum að sjá hvort við verðum komnir fyrir endann á málefnavinnunni,“ sagði hann. Davíð sagðist ekki sjá neina sérstaka ásteytingarsteina í við- ræðunum. „Það eru auðvitað mis- munandi áherzlur í ýmsum mál- um, sem menn lagfæra," sagði hann. Davíð sagði að ef ekki kæmu upp sérstök vandamál, væri hægt að mynda stjórnina öðrahvora- megin við helgina. Hann bjóst þó ekki við að hann gæti lagt fram tillögu sína að ráðherralista Sjálf- stæðisflokksins strax á boðuðum þingflokksfundi á morgun, föstu- dag. Á þeim fundi yrði fyrst og fremst rætt um málefnastöðuna. Alþingi verður lögum sam- kvæmt að koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kosningar. Dav- íð sagðist búast við að þingið gæti komið saman 15. maí og set- ið fram á uppstigningardag, sem er 25. maí. Afgreiða þyrfti mál m.a. viðvíkjandi samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og framkvæmd GATT-samningsins. HALLDÓR Asgrímsson formað- ur Framsóknarflokksins segir að væntanlegar viðræður ís- lendinga, Norðmanna og Rússa um Smuguveiðar setji nokkra tímapressu á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fundurinn um Smuguveið- arnar er fyrirhugaður um mán- aðamótin. „Það er eitt af því sem setur nokkra tímapressu á okkur að ljúka þessu verki, að hægt verði að koma þar fram með eðlilegum hætti og sam- ræmdri stefnu ríkissíjórnar,“ sagði Halldór í gærkvöldi. Hann hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að koma ekki samhent fram varðandi úthafs- veiðimál íslendinga og hann sagðist því telja mjög nauðsyn- legt að sú ríkisstjórn sem taki við við hafi eina stefnu í þeim málum og tali einu máli. HaJldór settur inn í stöðu mála Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að málin hefðu verið rædd talsvert á viðræðufundum flokkanna í gær. Hann upplýsti að þá um kvöldið myndu sérfræðingar úr forsætis- og sjávarútvegsráðu- neytunum setjast niður með Halldóri Ásgrímssyni og setja hann inn í stöðu mála gagnvart Noregi og Rússlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.