Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hestadagur
Gaflarans
HESTAMANNAFÉLAGIÐ
Sörli í Hafnarfirði heldur
Hestadag Gaflarans laugar-
daginn 22. apríl nk. á Sörla-
stöðum við Kaldárselsveg.
Boðið verður upp á fjöl-
breytta dagskrá á svæðinu
þennan dag. Keppt verður m.a.
í hestaknattspymu, glæfrareið
og skíðaskeið, þrautakeppni
verður og sýnd verða giæsi-
hross og kynbótahross. Loks
verður hundasirkus.
Þeir sem koma fram em á
öllum aidri og ferfætlingamir
em ekki allir af hestakyni.
Sýningamar verða tvær,
klukkan 14 og 21.
Fiskihag-
fræði og
sljórn fisk-
veiða
Endurmenntunarstofnun Há-
skólans gengst fyrir námskeiði
um fiskihagfræði og stjóm
fiskveiða í byijun næstu viku.
Leiðbeinendur verða Rögn-
vaidur Hannesson og Ragnar
Ámason, prófessorar í fiski-
hagfræði.
Ragnar Árnason segir, að
námskeiðið sé á sama gmnni
og námskeið, sem þeir Rögn-
valdur vom með fyrir um
tveimur ámm, en námsefnið
hafí verið nokkuð endumýjað.
„Það verður tekið á öllum
aðalatriðum fískihagfræði og
fískveiðistjómunar og reynt að
útskýra fyrir þátttakendum
hvemig hlutimir hanga saman.
Hvað það er sem veldur því,
að óheftar fískveiðar sólunda
tekjum þjóðarinnar af fískveið-
um og hvemig hægt er að
standa að því að varðveita
þennan arð. Við fjöllum um
skiptingu fískveiðiarðsins með-
al þjóðarinnar án þess þó að
taka siðferðilega afstöðu.
Námskeiðið er sniðið fyrir upp-
lýstan leikmann sem hefur
áhuga á sjávarútvegsmálum,“
segir Ragnar Ámason.
Námskeiðið verður haldið í
Tæknigarði 24. og 25. apríl,
kl. 13-17 báða dagana.
Ráðstefna
um kvenna-
málefni
ÍSLENSKA UNESCO-nefndin
stendur dagana 21.-22. apríl
fyrir evrópskri ráðstefnu um
málefni kvenna í verkefnaáætl-
un UNESCO. Er þetta í fyrsta
sinn sem UNESCO-ráðstefna
er haldin hér á landi. Ráðstefn-
an verður á Scandic Hótel Loft-
leiðum, þingsal 8.
í fréttatilkynningu segir
m.a. að tilgangur ráðstefnunn-
ar sé að Qalla um stöðu kvenna
í Evrópu og hvernig tekið er á
málefnum kvenna í verkefnaá-
ætlun UNESCO fyrir næstu
ár. Einnig verði fjallað um
undirbúning fyrir kvennaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna
sem haldin verður í Kína á
komandi hausti.
Gítarleikur
á Kaffi List
SPÆNSKI gítarleikarinn
Manuel Babiloni leikur á Kaffí
List við Klapparstíg í kvöld,
fímmtudag, kl. 21.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir Sor, Tarrega, Tur-
ina, Fortea, Ásencio og Al-
beniz.
STJÓRIMARMYNDUIM
Morgunblaðið/Þorkell
VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands veitti Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokks umboð til stjórnarmyndunar í gærmorgun.
Formlegar stjómarmyndunarviðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar
Búist við að viðræður skili
niðurstöðu í næstu viku
ÞINGMENN Framsóknarflokks hittust í gær á stuttum fundi
til að fjalla um form sljórnarmyndunarviðræðnanna við Sjálf-
stæðisflokk. Halldór Ásgrímsson þiggur hér ráð frá Jóni
Kristjánssyni, samþingmanni sínum á Austurlandi.
Halldór Ásgrímsson
formaður Framsóknarflokksins
Smuguveiðafundur
ýtir á stjómarmyndun
FORMLEGAR stjórnarmyndun-
arviðræður Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hófust í gær
eftirað Vigdís Finnbogadóttir for-
seti íslands veitti Davíð Oddssyni
formanni Sjálfstæðisflokksins í
gærmorgun umboð til stjómar-
myndunar. Davíð og Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, telja raunhæft að mynda
stjómina snemma í næstu viku.
Fyrsti fundur flokkanna var
haldinn í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu klukkan 12 á hádegi
og sátu hann Davíð Oddsson og
Friðrik Sophusson varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, Halldór Ás-
grímsson og Guðmundur Bjama-
son, formaður og varaformaður
Framsóknarflokks.
Gert var hlé á viðræðunum
vegna jarðarfarar Péturs J. Thor-
steinssonar sendiherra og þing-
flokksfundar Framsóknarflokks-
ins. Síðdegis hittust formenn og
varaformenn flokkanna aftur í
Stjórnarráðinu ásamt lögmönnun-
um Hreini Loftssyni, fyrrverandi
aðstoðarmanni Davíðs í forsætis-
ráðuneytinu, og Jóni Sveinssyni,
sem var aðstoðarmaður Stein-
gríms Hermannssonar er hann var
forsætisráðherra. Jón og Hreinn
munu sjá um að ritstýra stjórnar-
sáttmála flokkanna. í gærkvöldi
vora vinnunefndir flokkanna og
sérfræðingar að störfum.
Góður andi
Bæði Davíð og Halldór sögðu
að viðræðunum hefði miðað vel í
gær.
„Eg tel raunhæft að ljúka þessu
í næstu viku en það ræðst á morg-
un [fímmtudagj og á föstudag,"
sagði Halldór Ásgrímsson.
Hann sagði að í gær hefði verið
farið yfir alla helstu málaflokka
og lagður grunnur að stjómarsátt-
mála. Hann sagði aðspurður að
nokkur mál væra viðkvæm en eft-
ir viðræður dagsins sýndist sér að
hægt yrði að leysa þau.
Þegar Halldór var spurður hvaða
kröfur Framsóknarflokkurinn gerði
um að ná fram af sínum kosninga-
málum, svaraði hann að kröfur
væru uppi af hálfu beggja flokka
og verið væri að samræma þær.
Halldór sagði aðspurður að lítið
hefði verið rætt um sjávarútvegs-
mál í gær. „Það eru náttúrlega
kröfur víða um breytingar. En
þessir hagsmunir stangast á og
það hefur alltaf verið erfitt að
fínna málamiðlun í þessum málum.
Þetta er ekki fyrst og fremst
spuming um flokkana heldur að
halda frið milli ólíkra hagsmuna í
landinu og það verður verkefni
þeirrar ríkisstjórnar sem nú verður
mynduð að halda þennan frið. Og
það verður vandasamt verk eins
og alltaf áður,“ sagði Halldór Ás-
grímsson.
Málefnastaða liggi
fyrir á föstudag
Davíð Oddsson sagði að mjög
góður gangur hefði verið í viðræð-
um flokkanna. „Við eram nú að
safna gögnum um einstaka þætti
og sjá hvar samræma þurfí sjónar-
mið flokkanna,“ sagði hann. „Ég
sé ekki annað en það gangi allt
saman vel.“
Davíð sagði að haldið yrði áfram
viðræðum allan daginn í dag. „Á
föstudaginn held ég að við ættum
að sjá hvort við verðum komnir
fyrir endann á málefnavinnunni,“
sagði hann.
Davíð sagðist ekki sjá neina
sérstaka ásteytingarsteina í við-
ræðunum. „Það eru auðvitað mis-
munandi áherzlur í ýmsum mál-
um, sem menn lagfæra," sagði
hann.
Davíð sagði að ef ekki kæmu
upp sérstök vandamál, væri hægt
að mynda stjórnina öðrahvora-
megin við helgina. Hann bjóst þó
ekki við að hann gæti lagt fram
tillögu sína að ráðherralista Sjálf-
stæðisflokksins strax á boðuðum
þingflokksfundi á morgun, föstu-
dag. Á þeim fundi yrði fyrst og
fremst rætt um málefnastöðuna.
Alþingi verður lögum sam-
kvæmt að koma saman eigi síðar
en tíu vikum eftir kosningar. Dav-
íð sagðist búast við að þingið
gæti komið saman 15. maí og set-
ið fram á uppstigningardag, sem
er 25. maí. Afgreiða þyrfti mál
m.a. viðvíkjandi samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið og
framkvæmd GATT-samningsins.
HALLDÓR Asgrímsson formað-
ur Framsóknarflokksins segir
að væntanlegar viðræður ís-
lendinga, Norðmanna og Rússa
um Smuguveiðar setji nokkra
tímapressu á myndun nýrrar
ríkisstjórnar.
Fundurinn um Smuguveið-
arnar er fyrirhugaður um mán-
aðamótin. „Það er eitt af því
sem setur nokkra tímapressu á
okkur að ljúka þessu verki, að
hægt verði að koma þar fram
með eðlilegum hætti og sam-
ræmdri stefnu ríkissíjórnar,“
sagði Halldór í gærkvöldi. Hann
hefur gagnrýnt ríkisstjórnina
harðlega fyrir að koma ekki
samhent fram varðandi úthafs-
veiðimál íslendinga og hann
sagðist því telja mjög nauðsyn-
legt að sú ríkisstjórn sem taki
við við hafi eina stefnu í þeim
málum og tali einu máli.
HaJldór settur inn
í stöðu mála
Davíð Oddsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði að
málin hefðu verið rædd talsvert
á viðræðufundum flokkanna í
gær. Hann upplýsti að þá um
kvöldið myndu sérfræðingar úr
forsætis- og sjávarútvegsráðu-
neytunum setjast niður með
Halldóri Ásgrímssyni og setja
hann inn í stöðu mála gagnvart
Noregi og Rússlandi.