Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bjarni Þ.
Bjarnason
fæddist í Reykjavík
15. nóvember 1924.
Hann lést 11. apríl
síðastliðinn. Bjarni
var sonur hjónanna
Ragnhildar Jóns-
dóttur frá Núpi í
Eyjafjallasveit og
Bjarna Einarssonar
frá Holtahólum á
Mýrum. Hann var
6. í röðinni af sjö
bræðrum og eru nú
þrír þeirra á lífi,
Guðjón Steinar,
Baldur og Sigurður Gísli.
Látnir eru Sverrir, Guðbrand-
ur og Haraldur. Fyrri kona
Bjama var Svava Jónsdóttir,
f. 26. júlí 1928, d. 9. febrúar
1974, og eignuðust þau sex
böm: 1) Láras, f. 28. apríl
1947, d. 6. júní 1950. 2) Jón
Halldór, f. 30. júlí 1949, kvænt-
ur Elísabetu Elíasdóttur og
eiga þau þrjú börn. 3) Ragn-
hildur, f. 26. apríl 1951, gift
Birgi Reynissyni og eiga þau
- tvær dætur. 4) Láms, f. 18.
ÞEGAR maður er lítill er allt í
kringum mann svo stórt. Faðmur-
inn hans afa var einn af þessum
stóru hlutum. En ólíkt öllu öðru sem
minnkaði eftir því sem við stækkuð-
um hélt þessi faðmur áfram að vera
stór og bjóða upp á sömu hlýju og
umhyggju og alltaf. En nú er hann
afi okkar farinn og eftir situr sár
söknuður eftir hlýju hans, hlátri og
væntumþykju.
Alltaf var manni tekið fagnandi
þegar við heimsóttum Vallhólmann.
Afi sat þá yfírleitt í eldhúshorninu
sínu eða í homi sjónvarpssófans.
Rabbaði hann þá við mann á létt-
ari nótunum milli þess sem hann
renndi vasagreiðunni í gegnum hár-
ið og bauð gotterí sem helst vpr
með tilboðsmiða, því það var lang-
besta nammið.
Á sumrin í góðu veðri gastu ver-
ið viss um að hitta afa úti í garði
þar sem hann sat í sólbaði með 3
efstu tölumar hnepptar frá skyrt-
unni og sötraði rauðvfn. Amma
grillaði og hann státaði sig af garð-
inum, bamabörnunum og það fór
ekki framhjá neinum að honum lík-
aði lífíð vel.
Síðasta sumar fórum við öll á
ættarmót með afa. Þar var hann í
essinu sínu með öll bömin sín í
kringum sig. Var hann þar manna
hressastur, sprellaði, söng og hélt
uppi gleði fram eftir nóttu. Fóru
svo allir glaðir heim og var mikið
talað um þessa ferð þegar við kom-
um heim.
Það eru margir sem eiga eftir
að sakna hans afa. Því það var
ekki aðeins ijölskylda hans sem
fékk að njóta gjafmildi hans, góð-
vildar og gleði. Heldur einnig fjölda-
margir ættingjar og vinir. Afí var
sterkur persónuleiki sem víst er að
mun ekki gleymast þótt hann sé
farinn því: „Ástlaus erum við dauð-
leg, ódauðleg þegar við elskum."
(Karl Jaspers).
Við viljum að endingu minnast
afa okkar með eftirfarandi línum:
Elsku besti afi minn, nú kalla ég til þíft
og bið þess heitt og vona að þú heyrir
orðin M(n.
Eg man þegar ég var lítil, þú tókst mig í
þinn faðm,
hélá mér fast og lengi svo ég umhyggju
þína fann.
Þú áttir gnótt að gefa af gleði og af ást,
og þegar Ieitað var hjálpað þú ekki á liði
þínu lást.
En núna ertu farinn og þín ég sakna sárt,
þó veit ég það og vona að þú finnir frið og
sátt.
Elsku amma, megir þú fínna
huggun og sátt í sorg þinni.
'Ágústa og börn, Kristín María,
Elías Ami og Bjami Þorgeir.
október 1954,
kvæntur Hrafn-
hildi Sigurðardótt-
ur og eiga þau þrjú
böm. 5) Svava, f.
21. maí 1964, gift
Sveinbirni Imsland
og eiga þau fjögur
böm. 6) Bjarni, f.
27. janúar 1967,
sambýliskona hans
er Kristín Þor-
steinsdóttir og
eiga þau eina dótt-
ur. Barnabama-
börn eru tvö.
Bjarni hóf nám í
gullsmíði hjá Óskari Gíslasyni
gullsmið, stundaði nám við Iðn-
skólann í Reykjavík, 1942-46,
lauk sveinsprófi í greininni og
starfaði að henni alla tið síðan.
Síðustu árin í samstarfi við
Þórarin Gunnarsson gullsmið
á Hverfisgötu 49 í Reykjavík.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna
er Ingibjörg Magnúsdóttir.
Utför Bjarna fer fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn
21. apríl, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Okkur hjónum var brugðið þegar
Inga hringdi til okkar sunnudaginn
9. apríl og sagði að Bjarni hefði
verið fluttur á sjúkrahús íjársjúkur.
Við áttum bágt með að trúa að
þetta væri svona alvarlegt, eins og
kom á daginn, því að að kvöldi
sunnudags var sagt að litlar líkur
væru á því að hann myndi lifa þetta
af. Á föstudeginum hafði verið mjög
létt yfir Bjarna, því hann var að
undirbúa ferð sína og Ingu til
Homafjarðar. Þar ætluðu þau að
dvelja yfír páskahátíðina hjá börn-
um og bamabömum. En ekkert
varð af þeirri ferð heldur komu
bömin suður til að vera við dánar-
beð föður síns. Það er margs að
minnast um góðan vin og meðeig-
anda til fjörutíu ára. Við byijuðum
samstarf 1955, fyrst á Bergstaða-
stræti 3, síðan á Laugavegi 28, en
síðan keyptum við húsnæði á Hverf-
isgötu 49, þar sem við höfum verið
með verkstæði síðastliðin 24 ár. Það
var árið 1944 sem við Bjami kynnt-
umst. Þá vorum við báðir í Iðnskól-
anum í Reykjavík í gullsmíðanámi,
hann var ári á undan mér. Bjami
nam hjá Óskari Gíslasyni gullsmið.
Fljótlega að námi loknu fluttu þau
Svava heitin, fyrri kona Bjama, að
Árnanesi í Homafírði. Þar hafði
Bjami verið í sveit á unglingsárum.
Með þeim fluttu hjónin Bjami Hall-
mundsson og Hjördís Pétursdóttir.
Þeir nafnar höfðu báðir verið í námi
hjá Óskari Gíslasyni gullsmið. Það
var erfítt fyrir ung hjón að fá hús-
næði í Reykjavík í þá daga. Þau
höfðu fengið húsið í Árnanesi til
afnota en það var í mikilli niður-
níðslu og þurfti þvf mikillar lagfær-
ingar við. Þegar austur kom var
tekið til hendinni við standsetningu
á húsakynnum og tókst svo vel til
að standsetja húsakynnin í Áma-
nesi að sveitingur þeirra kölluðu
húsið Glæsibæ. Þar kom fram
hversu mikill hagleiksmaður Bjami
var á málm, tré og fleira. Þegar
Bjami kom aftur suður til Reykja-
víkur bar fundum okkar saman að
nýju. Þá var hann nýbúinn að fá
aðstöðu hjá Jóni Dalmarssyni gull-
smið, en ég var hins vegar með
húsnæði á Bergstaðastræti 3. Það
var mikil gæfa fyrir mig að fá svona
góðan og traustan dreng sem félaga
og meðeiganda. Bjarni var afbragðs
gullsmiður, það lék allt í höndunum
á honum, það virtist ekkert ómögu-
legt í gullsmíðinni hjá Bjarna. Oft
var það sem hann smíðaði sér tæki
og tól til að flýta fyrir smíðinni, ef
það átti að smíða fleiri en eitt stykki
af gerð. Við hjónin þökkum Bjama
og Svövu öll góðu árin sem við átt-
um saman í Auðbrekkunni. Við
byggðum saman húsið í Auðbrekku
23, árið 1958 ásamt vinum okkar
MINIMINGAR
Guðna og Guðnýju og margar
skemmtilegar minningar eigum við
frá þeim tíma. Alltaf var stutt í
hláturinn hjá Bjarna og margar
góðar sögur sagðar af austurbæjar-
strákunum í Arnanesi, þá var oft
mikið hlegið því Bjarni hafði mjög
góða frásagnarhæfileika. Það var
mikil sorg hjá öllum þegar Svava
heitin lést svo skyndilega, árið
1974, ung móðir, aðeins 46 ára,
tekin frá eiginmanni og börnum.
En Bjami stóð sig í þessu eins og
svo mörgu sem hann hefur þurft
að takast á við. Bjarni var mikill
gæfumaður er hann kynntist seinni
konu sinni, Ingibjörgu Magnúsdótt-
ur, sem hefur reynst börnunum hin
besta móðir og barnabörnunum ein-
stök amma. Það var gaman að sjá
hvað þau Inga og Bjami vom sam-
rýnd og nutu hverrar stundar er
þau voru saman.
Elsku Inga mín, Jón, Ragnhildur,
Lárus, Svava og Bjami. Blessuð sé
minning um góðan dreng. Guð
blessi ykkur öll á þessari erfiðu
stundu.
Ásta og Þórarinn.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns Bjarna Þorgeirs Bjarna-
sonar með örfáum orðum. Fráfall
hans bar skjótt og óvænt að.
Eflaust hefur hann sjálfur kunnað
því vel. Hann hefði ekki viljað stríða
lengi við heilsuleysi, eða vera upp
á aðra kominn, hann sem alltaf var
veitandinn og vildi öllum hjálpa.
Ég sé hann fyrir mér sýsla eitt
og annað með litlu afabörnunum
sínum sem vom hans stolt og yndi
og ég minnist hans einnig á gleði-
stundum fjöiskyldunnar þegar hún
var öll saman komin. Ætíð tengj-
ast þessar stundir gleði og hlýju.
Hann var Ijúfmenni og öðlingur,
gleðimaður, elskaður og virtur,
ekki aðeins af sínum nánustu held-
ur af öllum sem honum kynntust
og urðu honum samferða einhvers-
staðar á lífsleiðinni eins og undirrit-
aður sem kynntist honum fyrir 35
ámm. Fyrst sem nágranni og vinur
barna hans og síðar sem tengda-
sonur.
Minningar em margar og mikl-
ar, gleðistundir í Vallhólmanum,
ferðir austur og vel heppnað ættar-
mótið í sumar þar sem við vorum
öll saman komin ásamt öllum ætt-
ingjunum. Þá naut hann sín glaður
og reifur.
Bjarni minn, þökk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir okkur öll í gegn-
um árin.
Elsku Inga mín, guð styrki þig
í sorgum þínum. Þú hefur misst
mikið eins og við öll, en minningin
lifir um ljúfan mann og góðan.
Birgir Reynisson.
Nú kallið er komið og eins og
svo oft var það fyrirvaralítið og
aðdragandinn stuttur. Tíminn eins
og stöðvast um stund.
Manni fínnst eins og það geti
ekki verið að hann sé dáinn, hann
sem ávallt var svo hress og kátur.
En þegar Bjarni var annars vegar
varð aldurinn aldrei annað en af-
stæður. Léttleikinn sem fylgdi hon-
um varð til þess að maður gerði
sér ekki grein fyrir því hvað hann
var í rauninni orðinn gamall.
Þegar við Svava dóttir hans urð-
um vinkonur í gaggó kynntist ég
stórfjölskyldunni í Vallhólmanum.
Þar var alltaf opið hús og tóku
Bjarni og Inga fagnandi öllum þeim
sem komu. Það var því oft líf og
fy'ör þar sem setið var og spilað og
spjallað um heima og geima að
ógleymdum gamansögum Bjarna
af mönnum og málefnum.
Eftir því sem við urðum eldri,
fækkaði heimsóknunum í Vall-
hólmann en það var sama hvort
liðu mánuðir eða ár milli heim-
sókna, alltaf voru viðtökurnar jafn
innilegar.
Minnisstætt er afmælið hennar
Svövu sem haldið var á Hornafirði
síðastliðið vor. Þar voru systkinin
og fjölskyldur þeirra mætt ásamt
Bjarna og Ingu. Og eins og venju-
lega var glaumurinn og gleðin alls-
ráðandi þá sem fyrr þegar ég hitti
þau. Bjarni eldri fór þar með vísu-
helminga sem Lárus og Bjarni
yngri sáu um að botna og varð úr
því ein sprenghlægileg vitleysa.
Bjarni tók síðan lagið fyrir okkur
og spilaði á gítarinn af mikilli inn-
lifun og alkunnri snilld. Og eins
og áður varð aldurinn afstæður,
allir voru jafningjar.
Elsku Svava mín, Inga og þið
öll, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra. Megi góður
Guð gefa ykkur styrk til að lifa
með sorginni. Brosum í gegnum
tárin og minnumst hans með gleði
— annað hefði sá Bjarni Þorgeir
sem ég þekkti ekki viljað.
Heiða Jóna Hauksdóttir
og fjölskylda.
Kæri Bjarni, það er sárt að þurfa
að kveðja þig núna, þegar allt átti
að vera svo skemmtilegt. Páskar
framundan og ferð á Hornafjörð,
til að hitta börn, tengdabörn og
barnabörn. Fyrir hugskotssjónum
renna minningar marga áratugi
aftur í tímann, þegar ég kom í fjöl-
skylduna. Á heimili þínu var alltaf
líf og fjör, allir vildu þar vera og
alltaf jafn velkomnir. Það þurfti
ekki stórt húsnæði til að laða fólk
að. Það má segja að það sem þín
fjölskylda gerði vorum við þátttak-
endur. Það þótti ekki skrítið hvað
börn löðuðust að þér, alltaf hress
og kátur, enda fannst börnum okk-
ar Sigga bróður fjölskyldurnar
tvær nánast sem ein. Það er margs
að minnast, ferða vítt og breitt, svo
sem í Borgarfjörð um verslunar-
mannahelgi til að vera í námunda
við unglingana okkar á skátamóti.
Helgi við Hítarvatn í slagviðri.
Föst á Klaustri vegna sandstorma
á Mýrdalssandi, en það var alveg
sama hvar verið var og við hvaða
aðstæður, þú varst alltaf í góðu
skapi. Enda vildu börnin okkar
Sigga bróður alltaf fá að vera þar
sem þú og þín fjölskylda voruð. í
gegnum tíðina fannst mér þið
bræðurnir, Siggi og þú, vera nán-
ast sem einn maður. Alltaf talað
um báða ef annar var nefndur. Það
er því stórt skarð fyrir skildi, nú
þegar þú ert farinn yfir móðuna
miklu. Við eigum eftir að minnast
þín oft í huganum svo og upphátt,
allra gleðistundanna. Hvað þú
hafðir gaman af okkar barnaböm-
um, ekki síður en þínum eigin,
enda fannst þeim að ef Bjarni
frændi var nefndur, þá væri' gam-
an. Eiginkonurnar þekkti ég báðar
og geri ég ekki þar upp á milli.
Heimilin voru jafn elskuleg, Auð-
brekkan og Vallhólminn. Þar var
gott að vera með ykkur Ingu í
garðinum ykkar, grilla, með með-
læti, sem öllum þótti gott.
Kæri Bjarni, við vitum að það
er vel tekið á móti þér, af þeim sem
á undan fóru.
Mér er svo sem sama þó
sig hún veröld ygli
mínum bát á mínum sjó
mína Ieið ég sigli.
(Gunnl. P. Sigurbjörnsson.)
Við vottum Ingu, börnum,
barnabörnum og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð í sorgum
þeirra.
Hjördís, Sigurður, Guðrún,
Sigrún, Steinar, Ragnhildur
og fjölskyldur.
Kvaddur er í dag hjartkær
tengdafaðir minn og vinur Bjarni
Þ. Bjarnason.
Það var fyrir um 16 árum sem
ég kynntist Bjarna, það var þegar
ég og Lárus sonur hans fórum að
vera saman. Þá strax sýndi hann
mér hjartahlýju sína og gleði.
Seinna er ég flutti sem tilvon-
andi tengdadóttir inn á heimili hans
og Ingu, tóku þau mér opnum örm-
um. Þá bjuggu fyrir í húsinu þeirra
í Vallhólma, börn, tengdabörn og
bamabörn, sem lýsti best hversu
mikill fjölskyldumaður hann var.
Á mannmörgu heimilinu ríkti
gleði, gestrisni og greiðasemi hús-
BJARNIÞ.
BJARNASON
bænda réð þar ríkjum. Margur vin-
ur og vandamaður gat þangað leit-
að og sumir átt þar húsaskjól til
lengri eða skemmri tíma. Bjarni
var gleðinnar maður, naut lífsins
og tilverunnar til hinstu stundar
og við sem vorum í kringum hann
nutum þess þannig að í samvistum
við hann mku áhyggjur og amstur
daganna út í veður og vind.
En nú er komið að leiðarlokum.
Léttleiki og glens Bjarna heyrir nú
minningum til. Söknuðurinn er sár,
en minningar um góðan, um-
hyggjusaman vin og tengdaföður
munu fylgja mér um ókomin ár.
Elsku Inga, Nonni, Ranka, Lalli,
Svava, Bjarni og fjölskyldur, megi
minning um góðan eiginmann,
ástríkan- föður, tengdaföður, afa
og langafa veita ljósi í líf ykkar
allra.
Við sem eftir lifum huggum okk-
ur við að Bjarni er nú í góðum
höndum og segjum: „Jesús, bróðir
vor og frelsari. Þú þekkir dánar-
heiminn. Fylgdu vini vomm, þegar
vér getum ekki fylgst með honum
lengur. Miskunnsami faðir, tak á
móti honum. Heilagi andi, huggar-
inn, vertu með oss. Amen.“
Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Mig langar til að minnast hans
tengdapabba með nokkram orðum.
Ég kynntist Bjarna fyrir fjórum
árum. Það var vor þegar mig bar
fyrst að garði í Vallhólma 18. Dyrn-
ar voru opnaðar upp á gátt og
húsbóndinn bauð mér brosandi að
ganga í bæinn. Ég fann að ég var
svo sannarlega velkomin, þá og
allar götur síðan.
Það sem ég tók strax eftir var
þessi mikla hlýja sem einkenndi
Bjarna og gestrisni. Ég var hálf-
feimin í fyrstu, en feimnin hvarf
fljótt, það var ekki hægt að vera
feimin við hann Bjarna, alltaf svo
stutt í hláturinn sem var svo smit-
andi og sem hreif mann með sér,
hann var sannkallaður húmoristi.
Á lífsleiðinni verður á vegi
manns fjöldinn allur af fólki, sumir
standa upp úr og hafa áhrif á
mann og fylgja alla tíð í huganum
þó séu löngu gengnir, það á við
um Bjarna. Lífsfjör hans, góðlæti,
glaðlyndi og örlæti áttu fáa sína
líka.
Mér fannst tengdapabbi lifa
mjög ríku lífí, hann átti stóra fjöl-
skyldu og stórt hjarta.
Fjölskyldan var honum allt, enda
naut hann þess að fá „krakkana",
bamabörnin og barnabarnabörnin
í heimsókn og það var gagn-
kvæmt. Það leið varla sá dagur að
hann afi heilsaði ekki upp á sonar-
dótturina á neðri hæðinni og hún
trítlaði á móti honum með útrétta
arma. Þau voru miklir vinir. Henni
þótti svo ósköp vænt um hann afa
sinn, hennar missir er mikill, en
mamma og pabbi hjálpa henni að
halda í minninguna um Bjarna afa.
Síðustu dagana var kominn
ferðahugur í Bjama, þau Inga voru
á leiðinni austur á Höfn á skírdag
til að heimsækja fólkið sitt þar. Þau
ætluðu að dvelja þar yfír páskana
eins og þau gera svo oft. Hann var
búinn að vera sérstaklega léttur
og kátur, veturinn að baki og sum-
arið framundan. En leiðin lá ann-
að. Ekki hélt ég að ég myndi fylgja
honum tengdapabba til hinstu hvílu
þessa páska, mér fannst hann eiga
svo mikið eftir.
Ég á eftir að sakna þess að heyra
ekki lengur óminn af gömlum
Dixieland og dillandi hlátur hans.
Það líður langur tími áður en ég
venst því að hann afi heilsi ekki
upp á okkur mæðgurnar um tíu-
leytið á morgnana eins og hann
var vanur að gera.
Mér þótti nærvera hans svo sjálf-
sögð, en lífið gaf og lífíð tók. Bjarni
minn, takk fyrir allt og allt, minn-
ing þín er ljós í lífi mínu.
Inga mín, Siggi bróðir, Nonni,
Ranka, Lalli, Svava og Bjarni minn,
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Kristín Þorsteinsdóttir.