Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 51 FRÁ Jógastöðinni Heimsljósi. Morgunblaðið/Emilía kaffísala Vífíls. { eftirmiðdeginum kl. 15.30 mun svo Myndlistarskóli Garðabæjar opna nemendasýningu í Stjörnuheimilinu. Fj ölskylduhátíð í Tónabæ FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Tónabæ á sumardaginn fyrsta. Húsið opnar kl. 15 og mun hljóm- sveitin Aggi Slæ og Tamlasveitin leika fyrir gesti. Grillað verður fyrir gesti og sýnt úr leikritinu Tíu litlir negrastrákar eftir Aghötu Christie. Einnig verður boðið upp á andlits- málun, karokee og m.fl. Húsið lokar kl. 17.30. Allir velkomnir. Jógastöðin Heimsljós flutt JÓGASTÖÐIN Heimsljós, móður- stöð Kripalujóga á íslandi, flutti 19. apríl sl. í nýtt húsnæði í Ár- múla 15, 2. hæð. Jógastöðin hefur aukið við starfsemi sína og mun auk jógatíma og námskeiða koma til með að bjóða upp á nudd og ýmiss konar einkameðferð. ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir, ásamt ýmsum félögum, fjölbreyttri dagskrá á sumardaginn fyrsta. Um kl. 10 mun Skátafélagið Hraunbúar standa fyrir skrúðgöngu frá skátaheimilinu við Hraunbrún að Hafnarfjarðarkirkju þar sem haldin verður skátamessa. Hið árlega handknattleikspróf Æskulýðsráðs, Grænjaxlamótið, verður haldið í íþróttahúsinu í Kapla- krika. Mótið er ætlað nemendum í 8. bekk grunnskólanna í Hafnarfírði. Mótið hefst kl. 10 og er áætlað að því ljúki um kl. 16. Sparisjóður Hafn- arfjarðar gefur verðlaun á mótinu. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar hefst kl. 13. Hlaupið verður á Víði- staðatúni. Undanfari verður með yngstu keppendunum og mun Fijáls- íþróttadeild FH sjá um framkvæmd á hlaupinu. Keppt verður í fjölmörg- Blómamessa í Víðistaðakirkju í VÍÐISTAÐAKIRKJU í Hafnarfirði verður haldin Blómamessa í dag, sumardaginn íýrsta, og hefst athöfn- in kl. 14. Þetta er í annað sinn sem þessi háttur er hafður á þennan dag. Kirkjan verður skreytt blómum. Víðistaðakórinn ásamt barnakór annast sönginn. Blómasalan hf. leggur til blómin og Blómabúðin Dögg sér um blóma- skreytingarnar eins og í fyrra sinnið. Að lokinni messu stendur Systra- félag Víðistaðasóknar fyrir kaffísölu í safnaðarheimili en sumardagurinn fyrsti hefur ávallt verið sérstakur hátíðisdagur sóknarinnar, segir í fréttatilkynningu. Sumarkaffi í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar og kvenna- deildin Urtur halda sína árlegu kaffi- sölu í Félagsheimilinu í Kópavogi frá kl. 3-5 á sumardaginn fyrsta. Hlaðborð með gimilegum kökum verður á boðstólum. ® SVMARGLEÐI Barnabókaráðs (Islandsdeild IBBÝ) verður haldin í Norræna húsinu 20. apríl á sumar- daginn fyrsta og hefst kl. 15. Á dag- skrá er afhending viðurkenninga Barnabókaráðsins fyrir framlag til barnamenningar, sumarsaga verður lesin og leikið og sungið úr leikriti Herdísar Egilsdóttur Gegnum holt °g hæðir. Flytjendur eru börn og unglingar úr Mosfellsbæ undir stjóm Bjarneyjar Lúðvíksdóttur. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ■ NÁMSKEIÐ í skapandi við- horfasjón, sem kennd er undir heit- 'nu Avatar, verður haldið 22.-23. apríl og ætti að nýtast öllu áhuga- fólki um sjálfstýringu. Kennarar yerða Soffía L. Karlsdóttir sem ásamt Margarethe Vervolf frá Hollandi er löggiltur Avatar kennari. Laugardaginn 22. apríl verður haldið opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða aðstöðuna, fara í jógatíma á tveggja klst. fresti, taka þátt í slagorðakeppni og síðan samverustund um kvöldið. Aðgangur er ókeypis og einnig verður frítt í jóga vikuna þar á eftir. um aldurshópum í karla- og kvenna- flokki. Allir keppendur fá verðlauna- peninga frá Eimskip að hlaupi loknu. Sigurvegarar í flokkum fá farandbik- ar sem gefínn er af Hafnarfjarðarbæ. Nánari upplýsingar um hlaupið veita Gísli, s. 5651209, og Ragnheiður, s. 5650796. Á sumardaginn fyrsta verða haldnir útitónleikar á Víðistaðatúni þar sem hljómsveitum sem notfæra sér æfingaraðstöðu Æskulýðsráðs koma fram. Hljómsveitimar Botn- leðja sem vann músíktilraunir og Stólía sem lenti í öðru sæti í keppn- inni verða á þessum tónleikum ásamt öðrum hafnfirskum bískúrsböndum. Tónleikamir hefjast kl. 15 og eru allir velkomnir. í Bæjarbíói verður fjölskyldu- myndin Flintstones sýnd kl. 14 og kl. 16. Bíóið er opið öllum meðan húsrúm leyfir og er ókeypis inn. Hátíðahöld í Garðabæ MIKIÐ verður um að vera í Garðabæ á sumardaginn fyrsta og munu skát- ar úr Skátafélaginu Vífli sjá um dagskrá alla helgina. Klukkan 11 verður fánaathöfn við Garðakirkju og strax að henni lokinni verður skátamessa í Garðakirkju. Skátar munu standa heiðursvörð og vígðir verða nýliðar inn í félagið. Ræðumaður dagsins verður Andrés B. Sigurðsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Klukkan 14 leggur skrúðgangan af stað frá mótum Hofstaðarbrautar og Karlabrautar og mun lúðrasveitin Svanur sjá um allir gangi í takt. Skátar úr Vífli munu ganga fyrir göngunni með fánaborg. Gengið verður að skátaheimilinu og þar verður mikið um dýrðir. Lúð- rasveitin Svanur leikur nokkur lög, gestir boðnir velkomnir og skemmti- dagskrá hefst. Ebbi og lukktríóið flytur nokkur létt lög og skátaflokk- ar sýna skemmtiatriði. Þrautarbraut og koddaslagur verða á sínum stað og allir gestir geta fegnið andlits- málningu. Að auki verður hin árlega Dagskrá í Hús- dýragarðinum Á SUMARDAGINN fyrsta verður leikritið Lofthræddi örninn hann Örv- ar sýnt í Húsdýragarðinum kl. 15. Verkið er einleikur sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu, á Smíðaverk- stæðinu og víðar í vor. Leikari er Björn Ingi Hilmarsson. Leikritið er fyrir alla fjölskylduna. Fuglavemdunarfélag íslands verð- ur með kynningu og fræðslu á íslensk- um fuglum frá kl. 13-17. Fuglsham- ir verða til sýnis t.d. Spói, Fýll, Lang- vía, Óðinshani, Lóuþræll, Rita og Stormsvala. Farið verður í gönguferð- ir um garðinn og næsta nágrenni kl. 14 og 16 og fuglalíf skoðað. Gott er að hafa með sér sjónauka. Kaffisala Skógarmanna KAFFISALA Skógarmanna hefst kl. 14 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffí- salan verður til styrktar sumarbúð- unum í Vatnaskógi sem Skógarmenn KFUM hafa starfrækt í yfír 70 ár. Að þessu sinni mun allur ágóð renna til fyrirhugaðra framkvæmd; við nýjan svefnskála í Vatnaskóg sem leysa mun af hólmi gamla vinnu skúra frá Búrfellsvirkjun sem notað ir hafa verið sem gistiaðstaða ti bráðabirgða síðustu 25 árin. í dag verður einnig hægt að skr; börn til sumardvalar í Vatnaskógi. Ferðalög og útivist 1995 í Perlunni KYNNING og sýning verður í Perl- unni dagana 20.-23. apríl er bei yfírskriftina Ferðalög og útivist 1995. Allt að 40 aðilar kynna hins ýmsu möguleika á ferðalögum, gist- ingu, veitingum og afþreyingu í öll- um landshlutum. Á sýningunni gefst gestum kostur á að smakka afurðir sem einkenna landshlutana og má sem dæmi nefna; hreindýrakjöt, humar, hákarl, osta, ígulkerahrogn og margt fleira. Þá verður sýning á hinum ýmsu ferða- tækjum s.s. rútum, vélsleðum og ekki má gleyma fyrrum þarfasta þjóninum hestinum og stendur til að teyma undir börnum um helgina. Sýningin verður opnuð af Halldóri Blöndal, samgönguráðherra, og opn- unartíma verða fímmmtudag kl. 13.30-18, föstudag 21. apríl kl. 16-20, laugardag 22. apríl kl. 13-18 og sunnudag 23. apríl frá kl. 13-18. Gardena býður gleðilegt sumar/ fcGARDENA Hátíðarhöld í Hafnarfirði Góð kaup í RÚMFATALAGERNUM! |ig zag sæng jáassÉtó**— Rúm með tveimur skúffum L.'j U/ : ■ yr. w? \ Skrifborð með hvítum hillum Kommóða 3 skúffur Lampi 2 Ijósastillingar ODYRUSTU rimlagluggatjöldin á íslandi 50 cm x 160 cm 60 cm x 160 cm 70 cm x 160 cm 80 cm x 160 cm 90 cm x 160 cm 100 cm x 160 cm 110 cm x 160 cm 120 cm x 160 cm 130 cm x 160 cm 140 cm x 160 cm 150 cm x 160 cm 160 cm x 160 cm Vaxdúkar Matar- og kaffistell fyrir fjóra livítir barnasokkar Fallegir sokkar barnastærðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.