Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 51

Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 51 FRÁ Jógastöðinni Heimsljósi. Morgunblaðið/Emilía kaffísala Vífíls. { eftirmiðdeginum kl. 15.30 mun svo Myndlistarskóli Garðabæjar opna nemendasýningu í Stjörnuheimilinu. Fj ölskylduhátíð í Tónabæ FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Tónabæ á sumardaginn fyrsta. Húsið opnar kl. 15 og mun hljóm- sveitin Aggi Slæ og Tamlasveitin leika fyrir gesti. Grillað verður fyrir gesti og sýnt úr leikritinu Tíu litlir negrastrákar eftir Aghötu Christie. Einnig verður boðið upp á andlits- málun, karokee og m.fl. Húsið lokar kl. 17.30. Allir velkomnir. Jógastöðin Heimsljós flutt JÓGASTÖÐIN Heimsljós, móður- stöð Kripalujóga á íslandi, flutti 19. apríl sl. í nýtt húsnæði í Ár- múla 15, 2. hæð. Jógastöðin hefur aukið við starfsemi sína og mun auk jógatíma og námskeiða koma til með að bjóða upp á nudd og ýmiss konar einkameðferð. ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir, ásamt ýmsum félögum, fjölbreyttri dagskrá á sumardaginn fyrsta. Um kl. 10 mun Skátafélagið Hraunbúar standa fyrir skrúðgöngu frá skátaheimilinu við Hraunbrún að Hafnarfjarðarkirkju þar sem haldin verður skátamessa. Hið árlega handknattleikspróf Æskulýðsráðs, Grænjaxlamótið, verður haldið í íþróttahúsinu í Kapla- krika. Mótið er ætlað nemendum í 8. bekk grunnskólanna í Hafnarfírði. Mótið hefst kl. 10 og er áætlað að því ljúki um kl. 16. Sparisjóður Hafn- arfjarðar gefur verðlaun á mótinu. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar hefst kl. 13. Hlaupið verður á Víði- staðatúni. Undanfari verður með yngstu keppendunum og mun Fijáls- íþróttadeild FH sjá um framkvæmd á hlaupinu. Keppt verður í fjölmörg- Blómamessa í Víðistaðakirkju í VÍÐISTAÐAKIRKJU í Hafnarfirði verður haldin Blómamessa í dag, sumardaginn íýrsta, og hefst athöfn- in kl. 14. Þetta er í annað sinn sem þessi háttur er hafður á þennan dag. Kirkjan verður skreytt blómum. Víðistaðakórinn ásamt barnakór annast sönginn. Blómasalan hf. leggur til blómin og Blómabúðin Dögg sér um blóma- skreytingarnar eins og í fyrra sinnið. Að lokinni messu stendur Systra- félag Víðistaðasóknar fyrir kaffísölu í safnaðarheimili en sumardagurinn fyrsti hefur ávallt verið sérstakur hátíðisdagur sóknarinnar, segir í fréttatilkynningu. Sumarkaffi í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar og kvenna- deildin Urtur halda sína árlegu kaffi- sölu í Félagsheimilinu í Kópavogi frá kl. 3-5 á sumardaginn fyrsta. Hlaðborð með gimilegum kökum verður á boðstólum. ® SVMARGLEÐI Barnabókaráðs (Islandsdeild IBBÝ) verður haldin í Norræna húsinu 20. apríl á sumar- daginn fyrsta og hefst kl. 15. Á dag- skrá er afhending viðurkenninga Barnabókaráðsins fyrir framlag til barnamenningar, sumarsaga verður lesin og leikið og sungið úr leikriti Herdísar Egilsdóttur Gegnum holt °g hæðir. Flytjendur eru börn og unglingar úr Mosfellsbæ undir stjóm Bjarneyjar Lúðvíksdóttur. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ■ NÁMSKEIÐ í skapandi við- horfasjón, sem kennd er undir heit- 'nu Avatar, verður haldið 22.-23. apríl og ætti að nýtast öllu áhuga- fólki um sjálfstýringu. Kennarar yerða Soffía L. Karlsdóttir sem ásamt Margarethe Vervolf frá Hollandi er löggiltur Avatar kennari. Laugardaginn 22. apríl verður haldið opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða aðstöðuna, fara í jógatíma á tveggja klst. fresti, taka þátt í slagorðakeppni og síðan samverustund um kvöldið. Aðgangur er ókeypis og einnig verður frítt í jóga vikuna þar á eftir. um aldurshópum í karla- og kvenna- flokki. Allir keppendur fá verðlauna- peninga frá Eimskip að hlaupi loknu. Sigurvegarar í flokkum fá farandbik- ar sem gefínn er af Hafnarfjarðarbæ. Nánari upplýsingar um hlaupið veita Gísli, s. 5651209, og Ragnheiður, s. 5650796. Á sumardaginn fyrsta verða haldnir útitónleikar á Víðistaðatúni þar sem hljómsveitum sem notfæra sér æfingaraðstöðu Æskulýðsráðs koma fram. Hljómsveitimar Botn- leðja sem vann músíktilraunir og Stólía sem lenti í öðru sæti í keppn- inni verða á þessum tónleikum ásamt öðrum hafnfirskum bískúrsböndum. Tónleikamir hefjast kl. 15 og eru allir velkomnir. í Bæjarbíói verður fjölskyldu- myndin Flintstones sýnd kl. 14 og kl. 16. Bíóið er opið öllum meðan húsrúm leyfir og er ókeypis inn. Hátíðahöld í Garðabæ MIKIÐ verður um að vera í Garðabæ á sumardaginn fyrsta og munu skát- ar úr Skátafélaginu Vífli sjá um dagskrá alla helgina. Klukkan 11 verður fánaathöfn við Garðakirkju og strax að henni lokinni verður skátamessa í Garðakirkju. Skátar munu standa heiðursvörð og vígðir verða nýliðar inn í félagið. Ræðumaður dagsins verður Andrés B. Sigurðsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Klukkan 14 leggur skrúðgangan af stað frá mótum Hofstaðarbrautar og Karlabrautar og mun lúðrasveitin Svanur sjá um allir gangi í takt. Skátar úr Vífli munu ganga fyrir göngunni með fánaborg. Gengið verður að skátaheimilinu og þar verður mikið um dýrðir. Lúð- rasveitin Svanur leikur nokkur lög, gestir boðnir velkomnir og skemmti- dagskrá hefst. Ebbi og lukktríóið flytur nokkur létt lög og skátaflokk- ar sýna skemmtiatriði. Þrautarbraut og koddaslagur verða á sínum stað og allir gestir geta fegnið andlits- málningu. Að auki verður hin árlega Dagskrá í Hús- dýragarðinum Á SUMARDAGINN fyrsta verður leikritið Lofthræddi örninn hann Örv- ar sýnt í Húsdýragarðinum kl. 15. Verkið er einleikur sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu, á Smíðaverk- stæðinu og víðar í vor. Leikari er Björn Ingi Hilmarsson. Leikritið er fyrir alla fjölskylduna. Fuglavemdunarfélag íslands verð- ur með kynningu og fræðslu á íslensk- um fuglum frá kl. 13-17. Fuglsham- ir verða til sýnis t.d. Spói, Fýll, Lang- vía, Óðinshani, Lóuþræll, Rita og Stormsvala. Farið verður í gönguferð- ir um garðinn og næsta nágrenni kl. 14 og 16 og fuglalíf skoðað. Gott er að hafa með sér sjónauka. Kaffisala Skógarmanna KAFFISALA Skógarmanna hefst kl. 14 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffí- salan verður til styrktar sumarbúð- unum í Vatnaskógi sem Skógarmenn KFUM hafa starfrækt í yfír 70 ár. Að þessu sinni mun allur ágóð renna til fyrirhugaðra framkvæmd; við nýjan svefnskála í Vatnaskóg sem leysa mun af hólmi gamla vinnu skúra frá Búrfellsvirkjun sem notað ir hafa verið sem gistiaðstaða ti bráðabirgða síðustu 25 árin. í dag verður einnig hægt að skr; börn til sumardvalar í Vatnaskógi. Ferðalög og útivist 1995 í Perlunni KYNNING og sýning verður í Perl- unni dagana 20.-23. apríl er bei yfírskriftina Ferðalög og útivist 1995. Allt að 40 aðilar kynna hins ýmsu möguleika á ferðalögum, gist- ingu, veitingum og afþreyingu í öll- um landshlutum. Á sýningunni gefst gestum kostur á að smakka afurðir sem einkenna landshlutana og má sem dæmi nefna; hreindýrakjöt, humar, hákarl, osta, ígulkerahrogn og margt fleira. Þá verður sýning á hinum ýmsu ferða- tækjum s.s. rútum, vélsleðum og ekki má gleyma fyrrum þarfasta þjóninum hestinum og stendur til að teyma undir börnum um helgina. Sýningin verður opnuð af Halldóri Blöndal, samgönguráðherra, og opn- unartíma verða fímmmtudag kl. 13.30-18, föstudag 21. apríl kl. 16-20, laugardag 22. apríl kl. 13-18 og sunnudag 23. apríl frá kl. 13-18. Gardena býður gleðilegt sumar/ fcGARDENA Hátíðarhöld í Hafnarfirði Góð kaup í RÚMFATALAGERNUM! |ig zag sæng jáassÉtó**— Rúm með tveimur skúffum L.'j U/ : ■ yr. w? \ Skrifborð með hvítum hillum Kommóða 3 skúffur Lampi 2 Ijósastillingar ODYRUSTU rimlagluggatjöldin á íslandi 50 cm x 160 cm 60 cm x 160 cm 70 cm x 160 cm 80 cm x 160 cm 90 cm x 160 cm 100 cm x 160 cm 110 cm x 160 cm 120 cm x 160 cm 130 cm x 160 cm 140 cm x 160 cm 150 cm x 160 cm 160 cm x 160 cm Vaxdúkar Matar- og kaffistell fyrir fjóra livítir barnasokkar Fallegir sokkar barnastærðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.