Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Bakkaðu að Geiri minn hér er nóg efni ístjórn.
Danskeppni barna og unglinga í Blackpool
Islenskt par komst í verð-
launasæti á fyrsta degi
Blackpool. Morgunblaðið.
FYRSTI keppnisdagurinn í viku-
langri danskeppni í Blackpool var á
mánudag. Fyrsta daginn lenti ís-
lenskt par í þriðja sæti í keppni í
sömbu í flokki 12-15 ára og á þriðju-
dag komust tvö íslensk pör í úrslit
í flokki 12 ára og yngri.
A mánudag var keppt í tveimur
flokkum í samkvæmisdönsum; 12
ára og yngri kepptu í Vínarvalsi og
12-15 ára kepptu í sömbu.
Höfnuðu í þriðja sæti
í flokki 12 ára og yngri voru 66
pör skráð, þar af 10 íslensk. 9 þeirra
komust áfram í 2. umferð (48 pör),
3 pör í 3. umferð (24 pör) og eitt
þeirra fór í undanúrslit, þau Gunnar
Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður
Eiríksdóttir.
í flokki 12-15 ára voru 178 pör
skráð, þar af 17 íslensk. 14 þeirra
fóru áfram í 2. umferð (120 pör), 5
pör fóru í 3. umferð (48 pör) og 2
pör fóru í 4. umferð og þaðan í
undanúrslit. Þetta voru Benedikt
Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir
og Sigursteinn Stefánsson og Elísa-
bet Sif Haraldsdóttir. Þau síðast-
nefndu fóru í úrslit og höfnuðu í
þriðja sæti á eftir tveimur slóvensk-
um pörum.
Lentu í 4. og 6. sæti
Á þriðjudag kepptu 12 ára og
yngri í suður-amerískum dönskum;
cha, cha, sömbu, rúmbu og jive.
Alls voru 82 pör skráð til leiks, þar
af 10 íslensk. Af þeim komust 7
áfram í 2. umferð (48 pör), 3 pör
komust í 3. umferð (24 pör) og 2
þeirra komust í undanúrslit og svo
alla leið í úrslit. Þau Gunnar Hrafn
Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks-
dóttir höfnuðu í 4. sæti og Haraldur
Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magn-
úsdóttir í 6. sæti. Það voru Bretar
sem hrepptu fyrsta og annað sæti
og Danir það þriðja.
í 6. sæti í landakeppni
Landakeppni 12-15 ára var á
þriðjudag. Sjö lið tóku þátt og fóru
Slóvenar með sigur af hólmi. Islend-
ingar höfnuðu í 6. sæti, einungis 0,2
stigum á eftir Finnum og var keppn-
in mjög spennandi.
Eldri krakkarnir kepptu í Vínar-
valsi og komst eitt ísienskt par í 24
para úrslit. 12-13 ára kepptu í tangó
og quickstep og komust þar 2 pör í
24 para úrslit.
Fertugum Höfðingjanum fagnað
FJÖRUTÍU ára afmæli Höfðingj-
ans var fagnað í gær, en það er
annar tveggja bókabíla Borgar-
bókasafnsins. Höfðinginn, sem er
af Volvo-gerð, gegndi hlutverki
strætisvagns fram á unglingsár,
en varð fyrsti bókabíllinn árið
1968. Dóra Thoroddsen, deildar-
stjóri á Borgarbókasafninu, segir
að bíllinn hafi þá þótt vel farinn,
enda hafði hann ávallt ekið um
malbikaðar götur, en aldrei átt
erindi í ófrágengin úthverfi.
„Hann var ekinn yfir milljón kíló-
metra þegar við fengum hann og
hefur farið nokkra hringina síð-
an,“ sagði Dóra. „Síðari ár hefur
stundum reynst erfitt að fá vara-
hluti, en ailtaf tekist. Það bendir
ekkert til þess að Höfðinginn setj-
ist í helgan stein á næstunni, en
þegar þar að kemur vildi ég
gjarnan að hann færi á Árbæjar-
safnið. Ef ekki, þá verður hann
jarðaður með viðhöfn, eftir mikla
þjónustu við borgarbúa."
Morgunblaðið/Emilía
SVEINN Sveinsson, bílsljóri, Dóra Thoroddsen, deildarsljóri, og
Bjarni Björnsson, bílstjóri, við fertugan Höfðingjann. Eins og sjá
má er stýrið hægra megin í Höfðingjanum, enda fékk Borgarbóka-
safnið hann til afnota þegar Strætisvagnar Reykjavíkur endurnýj-
uðu vagna sína um leið og hægri umferð var komið á 1968.
Stjörnufræði og svarthol
Lítið svarthol í
vetrarbraut okkar
KENNINGIN um að-
dráttaraflið segir
okkur, að þegar
um er að ræða efnismassa
þarf ákveðinn hraða til
þess að losna frá aðdrátt-
arafli hans, sagði Steinn.
„T.d. ef koma á geimfari
á braut í kring um jörðina
þarf 7 kílómetra á sek-
úndu, um það bil, en til
þess að geimfarið sleppi
frá yfírborði jarðar þarf
það að komast upp í ellefu
kílómetra á sekúndu. Eftir
kenningunni: „Því meiri
sem efnismassinn er því
meiri hraða þarf til þess
að losna frá honum.“ Nú
er það þannig að eftir af-
stæðiskenningu Einsteins
þá er hámarkshraði í heim-
inum, það er ljóshraðinn. Á
átjándu öld var bent á að
ef nógu mikill efnismassi væri
kominn á sama stað slyppi ljós
ekki einu sinni frá honum. Af-
stæðiskenningin staðfesti þessa
kenningu og prófessor Wheeler
við Princeton-háskóla skýrði þetta
fyrirbæri „black hole“ eða svart-
hol á íslensku. Það er náttúrlega
samkvæmt orðanna hljóðan — ef
ljósið sleppur ekki þá er allt svart."
Hvers vegna er verið að rann-
saka þessa hluti núna?
„Fyrst búið var að koma fram
með kenningu um þetta fyrirbæri
þá fóru stjörnufræðingar að leita
að því. Þetta er eitt af aðalvið-
fangsefnum stjörnufræðinnar í
dag, það sem alla stjörnufræðinga
dreymir um að fínna. Fyrir 40
árum fundust fyrirbæri sem á
ensku kallast „quasar", litlir
punktar sem líta út eins og stjörn-
ur og sést á þeim að þeir eru stað-
settir langt fyrir utan okkar vetr-
arbraut.
Líklegasta kenningin er að „qu-
asar“ séu gífurlega stór svarthol
og ljósið frá þeim myndist þegar
gas streymir í svartholið og glóir
þar fyrir utan, í sínum ofboðslega
hita. Menn trúa því að þegar vetr-
arbrautir myndast þá myndist
svarthol fyrst í miðju þeirra og
svo myndist stjörnurnar þegar
gasið streymir inn. Alls staðar í
alheiminum e_r mjög þunnt gas í
andrúminu. í nálægum vetrar-
brautum hefur slokknað á þessum
„quasar", en gasið er ----------
allt komið í stjörnur.
Þá er spumingin hvort
hægt sé að finna svart-
holið enn í miðjunni á
vetrarbrautum. Þau eru ““““
talin vera misstór, massi allt frá
milljón sinnum sólarmassa upp í
þúsund milljón sinnum sólar-
massa. Eitt er víst að í vetrar-
braut okkar er svartholið lítið —
ef það er þá til staðar.
Til að kanna hvort svarthol eru
í nálægum vetrarbrautum verður
að skoða stjörnumar. Aðdráttarafl
í kringum svartholið er það mikið
að stjörnur þjappast um það.
Stjömumar leita inn á við og safn-
ast saman á braut í kringum svart-
holið. Vetrarbrautirnar eru langt
í burtu og það er ekki auðvelt að
sjá hvernig stjörnurnar liggja fyr-
ir, en á síðustu árum hafa nýir
sjónaukar, eins og Hubble-sjón-
aukinn, sem geimvísindastofnun
Bandaríkjanna rekur, gert mynd-
ina skýrari."
Hvert er þitt viðfangsefni í
umræddum rannsóknum?
„Ég þróa tölvulíkan af því
hvernig brautir stjarnanna breyt-
ast þegar svarthol myndast í miðj-
unni og þannig hvemig stjörnu-
þyrpingar með svartholum í ættu
að líta út. Ég er með í hópi rann-
sóknarmanna sem flestir em frá
Steinn Sigurðsson
► Steinn Sigurðsson er ungur
stjarneðlisfræðingur og doktor
í eðlisfræði frá Caltech-háskól-
anum í Kaliforníu. Hann starfar
við Cambridgeháskólann í Bret-
landi og tekur um þessar mund-
ir þátt í, með hópi vísindamanna
frá Bandaríkjunum, að rann-
saka svarthol í himingeimnum,
en slíkar rannsóknir eru meðal
meginviðfangsefna ýmissa vís-
indamanna í stjörnufræði nú
um stundir.
Stjörnufræðin
er í stöðugri
þróun
Bandaríkjunum. Vísindastofnun
Bandaríkjanna gaf okkur aðgang
að mjög öflugum tölvum til að
hanna nýjar leiðir til að gera slík
líkön sem fyrr greindi frá. Hug-
myndin er að við finnum nýjar
aðferðir til að nota tölvurnar.
Aðferðir sem við þróum eru svo
notaðar, vonum við, til ýmissa
nýtilegra hluta. Til dæmis notar
Ford-bílaverksmiðjan aðferð sem
einn samstarfsmaður minn fann
upp til að hanna bílvélar sem
menga minna og eyða minna bens-
íni en þær sem fyrir eru.
Þessi rannsóknarvinna sem ég
tek þátt í hefur staðið í tvö ár og
á eftir að standa í a.m.k. þijú ár
í viðbót. Þá verður afraksturinn
skoðaður og staðan endurmetin.
Gagnið að því að finna svona
svarthol er frekar fræðilegt.
Kenningar í eðlisfræði, sem mörg
--------- tækni byggist á, eru
ekki alveg fullsannaðar,
en við vitum að ef ein-
hver veikleiki er í kenn-
ingunum er líklegast að
við finnum hann í marg-
földum mæli við öfgafullar að-
stæður. Þær gerast ekki öfgafyllri
en í umræddum svartholum. Ef
við finnum nýjar kenningar þá
má gera sér vonir um aðra tækni."
Hvað er efst á baugi í stjömu-
fræðinni að öðru leyti núna?
„Stjömufræði er í stöðugri þró-
un. Efst á baugi eru nýjar niður-
stöður sem komu frá gervihnött-
um og nýjum stórum sjónaukum.
Meðal þeirra er t.d. vitneskja um
nýjar reikistjörnur í kringum aðrar
sólir. Einnig má nefna að nýtt
fyrirbæri fannst í okkar vetrar-
braut sem talið er vera nifteinda-
stjarna sem er að gleypa í sig stóra
sólstjörnu. Tvær nýjar systur okk-
ar vetrarbrautar fundust mjög
nálægt henni en i hvarfi. Sú minni
er að rekast á okkar vetrarbraut,
en áreksturinn verður sem betur
fer ekki fyrr en eftir u.þ.b. 300
milljónir ára. Mesta spennufregn-
in síðasta ár var þegar uppgötvað-
ist að halastjaman Shoemaker-
Levy myndi senn rekast á Júpiter.
Þeim atburði fylgdust margir
með.“