Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 13

Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Silli VERÐLAUNAHAFARNIR, sem fengu sérstaka viðurkenningu fyrir úrvalsmjólk, ásamt samlagsstjóra og kaupfélagsstjóra. Mj ólkur samlagið rekið með hagnaði Húsavík - Aðalfundur Mjólkursam- lags Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík var haldinn nýlega. Varð hagn- aður á rekstri þess á liðnu ári tæpar 8 milljónir en árið áður varð um 5 milljóna kr. tap samkvæmt upplýs- ingum mjólkurbússtjórans Hlífars Karlssonar. Innvegin mjólk hjá samlaginu var 6.366.769 lítrar og varð þar um 10% aukning milli ára. Innleggjendum fjölgaði um einn og eru þeir nú 106 talsins. Flokkun mjólkur varð mjög góð miðað við gerlatölu, í fyrsta flokk fóru 99,68%, í annan flokk 0,30% og í þriðja flokk 0,02% sem er sér- staklega góð útkoma. Á fundinum hélt Guðbjöm Árna- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda, fróðlegt erindi um markaðsmál mjólkur og kjötvörur og svaraði fyrirspurnum bænda um þau mál. Fyrir framleiðslu á úrvals- mjólk fengu 25 bændur sérstakar viðurkenningar. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson ÞAÐ VORAR hægt. en örugglega á Skagaströnd og eru snúru- staurar og gróður farnir að gægjast undan snjónum. Fyrirhuguð kántrýhátíð um verslunarmannahelgina Skagaströnd - Það vorar hægt en örugglega á Skagaströnd. Ýmsir velta þó fyrir sér hvort sumarið muni duga til að bræða allan snjóinn sem er í þorpinu eða hvort hér muni verða „hvítt“ sumar. Einnig eru til þeir sem helst vildu hafa snjóinn áfram því girðingar, snúrustaurar og tijá- gróður eru mjög illa farin er það kemur undan snjónum. Má segja að veturinn hafi lagst þungt á marga girðinguna í orðsins fyllstu merkingu. Bjartsýnis- og framkvæmda- maðurinn Hallbjöm Hjartarson er þó ekki í vafa um að sumarið verði gott og að allur spjór verði farinn að minnsta kosti fyrir verslunarmannahelgina því þá er áætlað að halda kántrýhátið. Ýmsar uppákomur verða á há- tíðinni og er unnið að skipulagn- ingu hennar nú um stundir þó enn sé langt í land með að full- gera dagskrána sem boðið verð- ur upp á. Þeir sem miimast fyrri kántrýhátíða hlakka til að taka þátt í þeirri næstu. Biðröð nær óþekkt fyrirbæri í fiskiþorpi Gmndarfirði - Það þótti tíðindum sæta i Grundarfirði í gær þegar löng biðröð myndaðist við eitt einbýlis- húsið. Náði hún út á götu, en biðrað- ir eru því nær óþekkt fyrirbæri í litl- ' um sjávarplássum. Bankabiðraðir eru óþekktar og sjaldan meira en tveir sem bíða við kassann í matvöruverslununum. Telja margir það einn af kostum þorpslífsins að þurfa aldrei að standa í biðröð. Biðröðin sem myndaðjst í gær átti sér rætur í skemmtanafíkn þorpsbúa, en framundan er árleg vorgleði staðarins. Þessi skemmtun er svo vinsæl að fólk leggur það á sig að mynda biðröð til að ná í miða og seldist allt upp á skömmum tíma. Á skemmtuninni er söngdagskrá þar sem innfæddir syngja dægurlög við undirleik hljómsveitar heimamanna. g \u~/LU/o lægra vo\u \ h en í fyrra vegna hagstícðra ^ ^ Irmkaupa )| {ENGtABÖRNiN« k Bcmkastrœtl 10 • áml 552-2201 ^ VÆÆÆÆÆÆÆMWÆMk r NOATUN Ódýrt og gott ReýW. tolaWakí®' m/heW 299£ Reýkt ,o\alJakV<* 598r K\ötPV'sf. (tfsVí PV'sa» 498:" Sattað tolaWakjW m/be'«rt 2991" vtfjS* 99-* frá Blðnduósi NÝJUNG Á MARKAÐNUM ! Nýtt álegg úr úrvals folatdakjöti Paprikupylsa 99 mm Veiðipylsa 99 Ölpylsa 99 bréfið Sveppapylsa 99 bréfið Hádegispylsa 99; cn, nýtt FOLALDAKJÖT Folalda ðúf/asb 599.* Pr.kg. bréfið Yúko VÖFLUMIX 169.- Fofalda snitzei 699: Folalda hakk 199r, Folalda f///e °9 lundir 899»« 3 kg. Nrossakjöt sj!}tad í fötu 399.. 133. p,'k9- Sumarið nálgast! THERHDS Gasgrill á hjólum 9.995.- THERHDS Ferða gasgrill 2.995.- (Án gaskuts) (An gaskúts) NOATUN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456 HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 4062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.