Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 17

Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 17 ÚR VERIIMU Netabátarnir sex af Selvogsbanka kærðir til sjávarútvegsráðuneytis og Rannsóknarlögreglu Fleygja fiski þó eftirlitsmenn séu um borð FISKISTOFA kærði í gær skip- stjóra sex netabáta til sjávarút- vegsráðuneytisins fyrir að henda þorski fyrir borð á Selvogsbanka um síðustu helgi. Þeir verða einnig kærðir til Rannsóknarlögreglu. Veiðieftirlitsmenn sáu sjómennina fleygja fiskinum og náðu því einn- ig á myndband. Veiðieftirlitsmenn fóru með fjórum þessarra báta í gær og héldu tveir þeirra upptekn- um hætti þó eftirlitsmennirnir væru um borð, að sögn fiskistofu- stjóra. í reglugerð um veiðar í atvinnu- skyni sem byggist á lögum um stjórn fiskveiða er sjómönnum gert skylt að hirða og koma með að landi allan þann afla sem mark- aður er fyrir. Þó er heimilt að sleppa lifandi þorski og ufsa styttri en 50 sentímetrar að lengd og ýsu undir 45 sentímetrum. Undanþág- an gildir um físka sem fást á hand- færi. Einn skipstjóri hefur borið þessa undanþágu fyrir sig en Þórð- ur Asgeirsson fískistofustjóri segir að það standist ekki þar sem þeir séu á netaveiðum. Telur Þórður að yfirgnæfandi meirihluti þeirra fiska sem fer fyrir borð drepist og segir einkennilegt að halda því fram að það sé góð leið til að byggja upp ungviðið. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur heimild til að svipta báta veiðileyfi sem ger- ast brotlegir við umrædda reglu- gerð. Ef dómstólar dæma mennina brotlega er heimild til að beitar sektarviðurlögum. Meira en talið var Segir Þórður að þetta dæmi bendi til að það sé algengara en starfsmenn Fiskistofu hafi hingað til talið að afla sem markaður er fyrir sé fleygt fyrir borð. Hann segist hins vegar ekki geta ímynd- að sér hvað fari þessa leiðina í heildina yfir landið. Fiskistofustjóri segir erfitt að stöðva kvótasvik. Þetta sé alþjóð- legt vandamál. Flestar þjóðir hefðu farið þá leið að fjölga eftir- litsmönnum og herða viðurlög við brotum. Nefnir hann sem dæmi að Kanadamenn, sem orðin er minni fiskveiðiþjóð en íslendingar, séu með 1.000 veiðieftirlitsmenn, fjölda eftirlitsskipa og jafnvel flug- vélar. Þá hafi þeir lögfest mjög hörð viðurlög við brotum. Segir Þórður að það eftirlitskerfi sem hér hefur verið byggt upp hafi ekki þann fælingarmátt sem æski- legt væri. m :;w>- Hent fyrir borð ÞORSKI fleygt fyrir borð á Sel- vogsbanka. Myndin er tekin af myndbandi sem veiðieftirlits- menn tóku er þeir fylgdust með bátunum sex. Á myndunum að ofan sést fiskurinn á lofti og síð- an skvettan þegar hann lendir í sjónum. Á myndinni hér til hliðar sést hluti af „afla“ eftirlitsbáts- ins. Fiskarnir voru goggaðir upp þegar siglt var í kjölfar bátanna. I JÍalundÁÓsi á Cánuvi&UAekcU Stærðir: 35-46. Lítur: Hvítt/svart/biátt Stæröir: 28-39 Litur: Hvitt/grænt/svart Stærðir: 35-46. Litir: Svart og beige Stæröir 35-46. Litir: Hvitt/blátt og svart/rautt 2 10 01 Verð: "1 795,- Verð frá: 2495,- Verð: 1 995,- Verð: 2995,- Stæröir: 22-34. Litir: Hvitt/bleikt og hvítt/blátt Litir: Hvítt/fjólublátt/svart og hvitt/blátt/svart Stæröir: 28-46. Litur: Hvítt/blátt STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: S.WAAGE SKÓVERSLUN, KRINGLUNNl. S.WAAGE SKÓVERSLUN, DOMUS MEDICA. TOPPSKÓRINN, VELTUSUNDI 1. ÚTILÍF, GLÆSIBÆ. HUMMELBÚÐIN, ÁRMÚLA 38. ELLINGSEN, GRANDAGARÐI 2. SKÓHÖLLIN, jlEYKJAVÍKURVEGI 50, HFJ. SKÓBÚÐ KÓPAVOGS, HAMRABORG. UJtsölustaÖirT| LANDIÐ: ÓÐINN VERSLUN, AKRANESI. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, BORGARNESI. VERSLUNIN FELL, GRUNDARFIRÐI. VERSLUNIN LAUFIÐ, BOLUNGARVÍK. SKÓVERSLUN LEÓS, ÍSAFIRÐI. KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, BLÖNDUÓSI. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, SAUÐÁRKRÓKI. Stæröir: 36-46. Litur: Blátt/hvítt/svart SIGLÓSPORT, SIGLUFIRÐl. TOPPMENN OG SPORT, AKUREYRI. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK. LÆKURINN, NESKAUPSTAÐ. SPORTBÚÐ HÁKONAR, ESKIFIRÐI. KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, EGILSSTÖÐUM. ORKUVER, HÖFN. SKÓBÚÐ SELFOSS, SELFOSSI. SKIPAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS, ÞORLÁKSHÖFN. AXELÓ. LÁRUSSON, VESTMANNAEYJUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.