Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 25
LISTIR
VERK eftir Else Marie Jakobsen.
Flóttmn austur
KVIKMYNPm
Rcgnboginn
AUSTURLEIÐ „WAGON
EAST“ ★ >/2
Leiksljóri: Peter Markle. Aðalhlut-
verk: John Candy, Richard Lewis,
Ed Lauter. Carolco. 1994.
BANDARÍSKI grínvestrinn eða
farsinn Austurleið í Regnboganum
er þekktastur fyrir að vera síðasta
heila myndin sem kanadíski grin-
leikarinn John Candy lék i og hún
er tileinkuð minningu hans. Candy
leikur drykkfelldan leiðsðgumann
og grænmetisætu með heldur dapra
fortíð að baki (fyrir þá sem þekkja
sögu Donnerhópsins), sem fylgir
flokki vesturfara aftur austur. Þeir
hafa gefist upp á vestrinu, fundist
það fyrir neðan allar hellur reynd-
ar, og vilja ólmir fara aftur í menn-
inguna í austrinu.
Úr þessu spinnur leikstjórinn
farsakennt grín sem leiðist þó ekki
alveg út í fáránleikafyndni Mel
Brooks og hans líka. Einstaka at-
riði eru fyndin en önnur og mun
fleiri koma síst á óvart. Ekki er
frumleikanum fyrir að fara því það
er eins og velflest í myndinni hafi
einhverntímann, einhvérstaðar ver-
ið gert áður. Grínið felst í því að
snúa útúr ýmsum hefðbundum þátt-
um sem einkennt hafa villta vestrið
í bíómyndum og kemur gamli has-
armynda-aukaleikarinn Ed Lauter
þar við sögu sem vondi svartklæddi
kúrekinn er reynir að koma ferða-
löngunum fyrir kattarnef af ástæð-
um sem of langt yrði upp að telja
hér. Lauter fer skemmtilega með
næstum ódrepandi grínfígúruna og
stelur auðveldlega senunni. Einnig
er þarna enn ein útgáfan af klikk-
aða ameríska hershöfðingjanum
sem stígur ekki í vitið en eins og
áður sagði þá er flest hér endurunn-
ið.
Candy er í sama formi og löngum
áður. Hann lék yfirleitt í myndum
sínum, og þessi er engin undantekn-
ing, mann sem fáir vilja hafa með
sér en vinnur samúð fólksins í
kringum sig og ekki síst áhorfenda.
Brandarinn um Donnerhópinn er
líka notaður sem háalvarlegur kafli
í lífí hans og hvaða erindi á það nú
í farsa af þessu tagi?
Þannig er þetta mislit mynd sem
nær aldrei neinu verulegu flugi.
Ljóst er þó að margir koma til með
að sakna John Candys.
Arnaldur Indriðason
Norsk text-
fllistakona
talar um
verk sín
NORSKA textíllistakonan Else
Marie Jakobsen heldur fyrir-
lestur um verk sín og sýnir lit-
skyggnur í stofu 101 í Odda, í
dag 11. maí kl. 20.30 á vegum
Textílfélagsins og Kirkju-
listahátíðar 1995.
Else Marie Jakobsen er ein
af þekktustu listamönnum
Norðmanna. Hún er fædd í
Kristiansand 1927 og hefur rek-
ið þar eigin vinnustofu frá 1950.
Hún hefur tekið þátt i mörgum
samsýningum í Evrópu og hald-
ið margar einkasýningar. Hana
hefur lengi langið til þess að
koma til Islands og halda sýn-
ingu á verkum sínum og nú
hefur draumurinn ræst.
Verk hennar eru sýnd í Lista-
safni Akureyrar 6.-27. maí í
tengslum við Kirkjulistaviku í
Akureyrarkirkj u. Þar eru sýnd
textíl- og grafíkverk, bæði ver-
aldleg og kirkjuleg. Verk með
trúarlegum mótívum, ofnar alt-
aristöflur og grafíkmyndir,
verða sýnd í Hallgrímskirkju í
Reykjavík dagana 3.-18. júní á
Kirkjulistahátíð 1995.
Colman fellihýsi
Colman cedar fellihýsið, verð kr.
498.000 á götuna fyrir utan skrán-
ingu. Innifalið í verði: miðstöð,
varadekk, tvö gardinusett fyrir
rúm, tröppur, hlífar fyrir varadekk
og gashylki.
Algjör byltlng í verði
Tilboðssala til 31. maí nk.
Opið kl. 10 til 18 virka daga
og kl. 10 til 15 laugardaga.
Texon pallhýsi
Vagnhöfða 25
Sími 5873360
Parket 02 dúkar
á tilboði!
✓
I tilefni af gjöf sænska fyrirtækisins Tarkett á íþróttagólfi Laugardagshallarinnar,
bjóðum við dúka og margar tegundir parkets frá Tarkett á tilboði þann tíma sem
heimsmeistarakeppnin í handknattleik stendur yfir.
Parket 1 urvali.
Tilboð frá kr. f .995.- pr fm
Dukar 1 urvali
Tilboó frá kr. 990.-
HARÐVIÐARVAL HF.
Krókhálsi 4 llOReykjavik Sími: 567 1010