Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Ekki vaka eftir mér... ég er að fara út að leika Jæja þá, kannski svolítinn hádegis-körfubolta.
svolítinn miðnætur-körfubolta.
JHftcgnufrtafeifc
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Stigaútreikning*-
ur í danskeppni
Frá Níels Einarssyni:
EINS og mörgum er Ijóst hefur
áhugi á dansi aukist mjög hirl síð-
ari ár. Danskeppnum innanlands
hefur fjölgað og samfara því eykst
hópur þeirra sem stunda dans-
íþrótt með keppni í huga. Einnig
tekur stór hópur dansara þátt i
erlendum danskeppnum. Mæli-
kvarði árangurs og hver staða ein-
stakra dansara er sést á úrslitum
í einstökum danskeppnum.
Nauðsynlegt er að dómgæsla
sé í höndum kunnáttumanna, því
dansararnir skoða niðurstöður og
verk dómaranna sér til stuðnings
og leiðbeiningar um áhersluatriði
fyrir næstu keppni. Þannig eru
skilaboð frá dómurunum skoðuð
og vinnutilhögun breytt í samræmi
við niðurstöðumar. Það sem hér
er verið að undirstrika er að í
danskeppnum er þörf á að þeir
menn sem sjá um dómarastörf séu
með þekkingu á þessu sviði dans-
ins, ekki einhverjir, sem sjaldan
sjá danskeppni á alþjóðlegum
mælikvarða né starfa á þessu sviði
dansins. Dómarar þurfa einnig að
vera a.m.k. 5, svo að vægi hvers
og eins sé ekki hærra en 20%.
Góðir dómarar geta ráðið úrslitum
um framtíð dansins á íslandi.
Fjöldi dansa í hverri keppni ætti
að vera fimm, sérstaklega í frjálsu
riðlunum, sem eru í alþjóðlegum
staðli, og pörin þurfa alla þá
reynslu sem hægt er að öðlast til
að standa betur á erlendum mót-
um.
Hérlendis fá börn yngri en 15
ára aldrei að keppa í Paso Doble
og vínarvalsi á danskeppnum
Dansráðs íslands. Erlendis verða
þau að keppa í þessum dönsum.
Þetta fyrirkomulag og keppni í
tveim dönsum í fijálsu er álíka
gáfulegt og að æfa körfubolta með
loftlausa tuðru. Þannig byggjum
við ekki afreksmenn.
Til fróðleiks
Hvernig niðurstöður í dans-
keppnum reiknast er spurning sem
allflestir þátttakendur vita ekki
svör við.
Til frekari fróðleiks, þá er oft-
ast stuðst við og notað það sem
kallað er „Skating System“, kerfí
sem notað er út frá skautaíþrótt-
inni.
í þessu kerfi eru 11 reglur.
Regla 1 fjallar um val í næstu
umferð, þar eru merkingar dómara
taldar og val í næstu umferð reikn-
aðar út frá merkingafjölda.
Regla 2, dönsurum skal gefíð
sæti af hveijum dómara.
Regja 3 raðar niður sætum
dómarana 1 = fyrsta sæti o.s.frv.
Regla 4 segir að ekki megi gefa
tveim pörum sama sæti.
Regla 5 segir til um hreinan
meirihluta, þ.e. meira en 50%
merkingar dómara.
Regla 6, hvernig skal reikna
sæti miðað við mismikinn meiri-
hluta merkinga í sama sæti, þegar
tvö eða fleiri pör eru með meira
en 50% merkinga dómara þá ræðst
sæti af hærri summu merkinga í
viðkomandi sæti.
Regla 7, jöfn stig meirihluta.
Dæmi: Tvö pör hafa þijár merk-
ingar í fyrsta og annað sæti, ef
par A er með 1+4+2+2+5 þá eru
þijár merkingar í fyrsta og annað
sæti, summan þar er því 5, par B
er með 2+2+5+5+2 þá eru þijár
merkingar í sama sæti en þar er
summan 6 og því fær par A fyrsta
sæti.
Regla 8 varðar skort á meiri-
hluta í tilteknum dansi, þá er við-
komandi dansi deilt á þau pör sem
ekki ná meirihluta.
Regla 9 fjallar um að summa
af samanlögðum sætum í sjálfum
dönsunum ræður oftast endanleg-
um úrslitum. Ef summa hjá tveim
eða fleiri pörum er jöfn þá er farið
í eina flóknustu reglu danskeppn-
innar, reglu 10, sem ræður í mörg-
um tilfellum hvaða sæti viðkom-
andi par fær, þ.e. tvö pör eru með
jafna summu. Hér á eftir er um
að ræða sæti í viðkomandi döns-
um, eftir útreikning frá dómurum,
burtséð frá fjölda dómara.
Dæmi: Par A 1+1+5+6, summa
13, par B 6+3+1+3, summa einn-
ig 13. Hvernig verður endanleg
niðurstaða? Par A er með tvo ása
og sigrar því í þessu dæmi. Séu
pörin enþá jöfn eftir að búið er
að skoða reglu nr. 10, t.d. par A
1+1+3+3 og par B 3+3+1+1, þá
er farið eftir reglu 11, sem telur
stigagjafir hvers dómara og sá
sem fær oftar lægri einkunn er
sá sem fær viðkomandi sæti.
í 10-dansa keppnum er stuðst
við sömu reglur, en þar er hver
dans dæmdur einn og sér niður í
úrslit. Því er oft að par sem ekki
kemst í úrslit í öllum dönsum er
ekki dottið úr keppni, því parinu
eru gefin stig í hverri umferð.
Dæmi: Par sem keppir í 24 para
úrslitum fær 18 stig og par sem
keppir í undanúrslitum fær 9,5
stig. Þessi stig eru notuð við út-
reikning þegar kemur að niðurröð-
un í sæti. Þannig gæti því niður-
staðan verið í t.d. átta dönsum.
Niðurstaða dansa í eftirfarandi
dæmi eru að 1 = fyrsta sæti í
viðkomandi dansi.
Par A: 1+1+2+3+4+4+9,5+18
summa 42,5 stig.
Par B: 6+6+6+6+5+5+5+5
summa 44 stig sem er hærri
summa en hjá parinu sem ekki fór
í úrslit í öllum dönsunum.
NÍELS EINARSSON,
Reykjavíkurvegi 72, Hafilarfirði.
A!lt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari þar að lútandi.