Morgunblaðið - 03.06.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.06.1995, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Urskurður félagsmálaráðuneytis S veitarstj ómarseta útilokar ekki störf FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ skar nýlega úr um að það sam- ræmdist almennt setu í bæjarstjóm að gegna samtímis starfi bæjar- verkfræðings eða ýmissa annarra starfa á vegum sveitarfélags. Ráðuneytið úrskurðaði um þetta að beiðni Jóhanns G. Bergþórsson- ar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Hafnarfírði, en fýrr á þessu ári spruttu miklar deilur vegna um- sóknar hans um stöðu bæjarverk- fræðings í Hafnarfírði. Var deilt um hvort það samrýmdist sveitar- stjómalögum að bæjarverkfræðing- ur sæti í bæjarstjóm. Nýlega aug- lýsti Hafnarfjörður sambærilegt starf og býst Jóhann við að sækja um starfíð. Jóhann segist ekki geta túlkað úrskurðinn öðruvísi en að ráðuneyt- ið fallist á hans sjónarmið, þ.e. að seta í bæjarstjórn útiloki ekki að menn frá öðmm störfum á vegum sveitarfélaga. „Svar félagsmálaráðuneytisins sýnir að ég var ekki að brjóta lög þegar ég sótti um stöðuna og það hefði ekki vérið lögbrot að veita mér hana,“ segir Jóhann. 16 störf tilgreind Jóhann óskaði eftir því við félags- málaráðuneytið í mars að það skæri úr um hvaða störf á vegum sveitar- félaga samrýmdust setu í bæjar- stjórn og tilgreindi 16 störf. Þau voru bæjarstjóri, bæjarritari, bæjarlögmaður, bæjarverkfræðing- ur, fjármálastjóri bæjarins og stofn- ana hans, rafveitustjóri, hafnar- stjóri, skólafulltrúi eða fræðslu- stjóri, félagsmálastjóri, bæjarend- urskoðandi, framkvæmdastjóri hús- næðisnefndar, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi, verkstjóri á vegum bæjarins, tæknimenn og arkitektar í stjómunarstörfum á vegum bæjar- ins, enda þótt um sjálfstæð fyrir- tæki væri að ræða og skólastjórar gmnn- og framhaldsskóla bæjarfé- lagsins. I niðurstöðu ráðuneytisins segir að það telji að þessi störf séu al- mennt samrýmanleg setu í svietar- stjórn, en skoða þurfí í hvetju til- felli hvort almennar neikvæðar hæfísreglur eigi við. Athugasemdir em þó gerðar um tvö þessara starfa, bæjarendur- skoðanda og einnig forráðamenn fyrirtækja og stofnana á vegum bæjarins og það kannað sérstaklega hveijir geti setið í sveitarstjóm og sinnt þessum störfum. Spennandi starf Fyrr í þessum mánuði auglýsti Hafnarijarðarbær eftir umsóknum um starf forstöðumanns fram- kvæmda- og tæknisviðs, sem sam- svarar starfí bæjarverkfræðings, og segist Jóhann búast við að sækja um starfíð. „Þetta er spennandi starf," segir hann. Álit ráðuneytisins var lagt fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar á fímmtudag og segir Jóhann að bréf hans hafí ekki verið rætt, einungis lagt fram. ENDURGERÐ þvottalauganna í Laugardal var opnuð við hátíð- lega athöfn í gær. Kvennakór Reykjavíkur söng nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, opnaði sögu- sýningu um þvottalaugarnar. Fjallað er um sögu þvottalaug- anna í máli og myndum á sýning- argrind á grunni þvottahúss frá árinu 1901. „Almenningsþvottahúsið“ í Laugarnesinu gegndi mikilvægu hlytverki í heimilishaldi Reyk- víkinga um árabil. Þvottakonur fóru lengst af gangandi rúmlega þriggja kílómetra leið frá miðbæ Reykjavíkur í þvottalaugarnar. Ekki voru byrðarnar heldur léttar, bali, fötur, þvottaklappur, Þvottalaug- ar á göml- um grunni þvottabretti, sápa, kaffikanna, bolli og matarbakki til viðbótar við sjálfan þvottinn og hafa fullf- rískar konur eflaust verið orðnar heldur veglúnar þegar komið var á áfangastað. Eftir 10 til 15 tíma erfiðsvinnu tók svo við önnur þrekraun. Gangan heim með blautan þvottinn. Þvottamir kostuðu ófáar kon- ur lífíð. Þijár konur létust af bmnasámm eftir að þær féllu í þvottahverinn í laugunum á ár- unum 1894 til 1901. Eftir að barnshafandi kona hrasaði í laugina árið 1901 fóru bæjaryfir- völd að huga að öryggi þvotta- kvennanna. Hlaðnar voru upp laugar og festar á þær boga- grindur til að koma í veg fyrir að fólk félli í hverina árið 1902. Rætur Hitaveitu Reykjavíkur liggja í laugunum. Eftir að borað var eftir heitu vatni við þvotta- laugarnar á árunum 1928 til 1942 var lagt heitt vatn í um 70 hús í Reykjavík. Elsta dælustöð Hita- veitu Reykjavíkur stendur enn við laugarnar. Laugaveitan var undanfari þess að ráðist var í hinar miklu hitaveitufram- kvæmdir í upphafí fimmta ára- tugarins. Ekki búist við erfiðleikum vegna símakerfisbreytinga Allar símstöðvar stafrænar í september „SÍMAKERFISBREYTINGARNAR eru ekki ósvipaðar umferðarbylting- unni árið 1968 þegar skipt var yfír í hægri umferð á einni nóttu,“ sagði Bergþór Halldórs- son, yfírverkfræð- ingur Pósts og sima. „Sá munur er á þessum skipt- um að það verður ekki lífshættulegt að gera mistök eft- ir breytingamar hjá okkur. Við eig- um raunar ekki von á neinum stór- felldum erfíðleikum og búumst við að menn lagi sig fljótt að nýjum háttum. Ég minni á að slysum í umferðinni fækkaði umtalsvert árið eftir umferðarbyltinguna," sagði Bergþór. Bergþór sagði að stofnunin hafi lagt mikla áherslu á að fjárfesta í góðum símsvörunartækjum sem taki við hringingum í gömlu númerin. Hann telur þó hugsanlegt að álagið á nýjum gjaldfijálsum símsvörunar- búnaði verði mjög mikið en varla svo mikið að illa fari. Hann kveðst aftur á móti hafa mestar áhyggjur af notendum fax- tækja sem enn hafí ekki skipt um nafngjafa í tækjum sínum. Símsvör- un sé vönduð ef hringt er frá útlönd- um en P&S geti ekki gert neinar ráðstafanir vegna faxtækja. . Mjög auðvelt hefur reynst að und- irbúa kerfísbreytingarnar að sögn Bergþórs og ástæður þess eru m.a. tækniframfarir og stöðug þróun ís- lensks símkerfis. Nær allar símstöðv- ar séu nú stafrænar og segir Berg- þór að auðveldara hafí reynst að framkvæma breytingamar í staf- ræna kerfínu en í hinu hliðræna. Bergþór Halldórsson Morgunblaðið/Kristinh MEÐ EINNI skipun á aðaltölvu stjórnstöðvar sjálfvirkrar sím- stöðvar Pósts og síma var gamla símnúmerakerfið kvatt á mið- nætti í nótt og nýtt kerfi tekið í notkun. Vandað hefur verið til undirbúnings og þegar á hólminn var komið í nótt var ekki búist við að þyrfti meira en eina skipun á tölvu til að kveðja gamla símkerfíð og taka í notkun hið nýja. Mjög skammt er í þau tímamót að allar símstöðvar verði búnar staf- rænu símkerfí. Punkturinn verði settur yfir i-ið í september á nokkrum stöðum í landinu. ísland verður þannig að sögn Bergþórs fyrsta landið í Evrópu, jafnvel í heimin- um, að setja upp 100% stafrænt símkerfi. Fyrsta skrefíð í þá átt að þróa nútíma símakerfí var stigið með átaki Pósts og síma á fyrri hluta áttunda áratugarins sem hafði það markmið að gera alla síma sjálfvirka í land- inu. Það tókst árið 1985. „Sú stað- reynd að öllum handvirkum símum hafði verið útrýmt reyndist vera for- Fyrst í Evrópu með 100% stafrænt kerfi senda hagræðingar hér í stofnun- inni,“ sagði Bergþór. „Fyrsta stafræna símstöðin var svo sett upp í Reykjavík árið 1984 og þeim fjölgaði smám saman til ársins 1991. Þá var ákveðið að gera átak í því að setja upp stafrænt sím- kerfí í öllum símstöðvum. Með breyt- ingunum í haust verður kerfíð jafng- ott fyrir alla í landinu." Samkeppni í símamál- um í Evrópu litast nú orð- ið af baráttu stórra fjar- skiptafyrirtækja eða síma- stjórna annarra landa um _________ markaðshlutdeild að mati Bergþórs. Það einkennir einnig samkeppni þeirra að þau ráðist i ríkari mæli yfír landamæri ríkja í þessum tilgangi. „Við það að við erum komnir með svo fullkomið símkerfí sem raun ber vitni þá stöndum við miklu betur í því að veijast hugsan- legri erlendri ásókn,“ sagði Bergþór. Hægt að láta skrá hringingar FYRIRTÆKI og stofnanir með beint innval í símakerfum sínum geta nú óskað eftir því við Póst og síma að stofnunin skrái allar hringingar inn í fyrirtækið. Berg- þór Halldórsson, yfirverkfræðinig- ur Pósts og síma, segir að tölvu- nefnd hafí heimilað stofnuninni að framkvæma slíka skráningu í maí. Bergþór sagði í samtali við Morgunblaðið að einn megintil- gangur skráninganna væri sá að hægt verði að fengnum dómsúr- skurði að rekja símtöl vegna hvers konar hótana, s.s. sprengjuhótana. Þannig megi líta á skráninguna sem ákveðið öryggisatriði. Hann fullyrðir að hvorki lögregluyfírvöld né fyrirtæki muni fá aðgang að skránum nema með dómsúrskurði. Þá verði því einnig haldið leyndu hveijir láti skrá hringingar til sín. Bergþór viðurkenndi að Póstur og sími hafí lengi barist fyrir því að fá heimild til að skrá meira og minna öll símtöl sem fari um sím- stöðvar stofnunarinnar. Slík skráning muni m.a. gera það að verkum að hægt verði að skera ótvírætt úr um það að síma- gjöld séu innheimt með eðlilegum hætti. Starfsfólki fjölgað á öllum vöktum hjá 03 BUIST er við miklu álagi hjá 03, upplýsingaþjónustu Pósts og síma, næstu daga vegna síma- númerabreytinganna. Soffía Sveinsdóttir og Guð- björt Erlendsdóttir, varðstjórar hjá 03 og starfsmenn upplýsinga- þjónustunnar til 30 ára, sögðu að starfsmenn á 03 fengju að jafnaði um 16 þúsund hringingar á degi hveijum. Þær töldu þó að hringingar yrðu mun fíeiri frá og með deginum í dag. Soffía telur heppilegt að breyt- ingarnar taki gildi um hvíta- sunnuhelgina. Starfsfólk vonist þannig til að fyrstu dagamir verði „tiltölulega rólegir“. Hún kveðst aftur á móti hafa meiri áhyggjur af fyrsta virka degin- um eftir breytingarnar en þá opni vinnustaðir og fyrirtæki eða stofnanir með ný aðalnúmer. í huga starfsfólksins á 03 er Morgunblaðið/Kristinn SOFFÍA Sveinsdóttir og Guð- björt Erlendsdóttir. þriðjudagurinn stóri dagurinn sem beðið sé eftir. Tölvusérfræðingar hafa unnið dag og nótt við að uppfæra skrár upplýsingaþjónustunnar. Nýja símanúmeraskráin hefur verið prufukeyrð á tölvum samhliða þeim sem notuð eru á 03. Þar hafa villur verið lagfærðar og ýmis vandamál leyst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.