Morgunblaðið - 03.06.1995, Side 45

Morgunblaðið - 03.06.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ Goðsagnir Holiywood á frímerki PÓSTÞJÓNUSTAN í Bandaríkjun- um gaf út frímerki til minningar um Marilyn Monroe á afmælisdag hennar 1. júní. Það er hið fyrsta í röð frímerkja sem gefín verða út undir yfirskriftinni „Goðsagnir Hollywood". Næst í röðinni er frí- merki til minningar um Lusille Ball, en tíu ár eru liðin frá því að hún féll frá. Áður verður hins vegar gefið út frímerki af djassistanum Louis Armstrong. Frímerkið af Marilyn Monroe kom út í 400 milljónum eintaka, en frímerki af Elvis Presley seldist á sínum tíma í hálfum milljarði ein- taka. Yfirmaður Póstþjónustunnar brosti yfir þessum samanburði og sagði: „Við getum alltaf gefíð út fleiri." Það mátti sjá mörg þekkt andlit við afhjúpun frímerkisins, þar á meðal var leikkonan Zsa Zsa Gabor. Að venju voru heljar ræðuhöld í tilefni dagsins, þar sem sagðar voru sögur af Monroe í gamansömum tón. Þar kom meðal annars fram að hún hafi verið fræg fyrir að mæta oft og iðulega of seint á töku- stað. Á þeim tíma var leikstjórinn Billy Wilder spurður að því hvemig hann færi að því að umbera óstund- vísi Monroe og svaraði: „Ég gæti fengið Tillie frænku í hlutverkið, - hún myndi mæta á hverjum degi klukkutíma áður en tökur hæfust, - en þá kæmi enginn á myndina." FORREST Gump er kominn í hlaupaskóna, en verður eitt- hvað af hlaupinu? Lætur Forrest aftur á sér j kræla? I HÖFUNDUR Forrests Gumps, Winston Groom, hefur nýlokið við handrit að framhaidi myndarinnar. Það ber yfirskriftina Gump & Co, en samkvæmt heimildum Varíety hafa áhrifamenn í kvikmyndaiðnað- inum efasemdir um að hún muni nokkurn tíma ná á breiðtjaldið. Ástæðan er meðal annars sú að flestir lykilmennirnir sem stóðu á bak við Forrest Gump, þar á meðal ieikstjórinn Robert Zemeckis og •eikarinn Tom Hanks, séu lítt hrifn- ir af hugmyndinni. FÓLK í FRÉTTUM WILLEM Dafoe hefur slegist í hóp með Ralph Eiennes og Juli- ette Binoche í væntanlegri stríðs- mynd Saul Zaentz „Breski sjúkl- ingurinn" en leikstjóri verður Anthony Minghella. Myndin er gerð eftir skáldsögu Michael Ondaatje og fjallar um samband hjúkrunarkonu og bresks sjúkl- ings með alvarleg brunasár í heimsstyijöldinni síðari. Dafoe lék nýlega í myndinni „Tom & Viv“ og leikur um þess- ar mundir í leikritinu „Loðni apinn“ í New York. Hann mun næst fara með stórt hlutverk í hasarmyndinni „Sigur“, sem byggð er á skáldsögu Josephs Conrads, sem verður frumsýnd í nóvember. Tökur á „Breska sjúklingnum“ hefjast fyrstu vik- una i ágúst. WILLEM Dafoe er einna kunnastur fyrir frammi- stöðu sína í Platoon. SVIPAST um á æfingu Ferðaleikhússins, frá vinstri: Michael Jón Clarke, tónlistarstjóri, Nuno M.C., Hrafnhildur Björnsdótt- ir, Eggert Kaaber, Guðjón Bergmann, Anita og Kristín G. Magnús, leikstjóri. Ferðaleikhúsið færir Jósep í skrautkápuna ÆFINGAR eru nú í fullum gangi á söngleiknum Jósep og hans undraverðu skrautkápu eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Það er Ferðaleikhúsið sem setur söngleikinn upp í Tjamarbíói og áætlað er að sýningar hefjist í byijun júlí. Með aðalhlutverk fara Eggert Kaaber, leikari, og Hrafn- hildur Bjömsdóttir, sem nýlega útskrifaðist úr Söngskóla Reykja- víkur. Kristín G. Magnús er leik- stjóri sýningarinnar, Michael Jón Clarke tónlistarstjóri og David Greenall danshöfundur. Söngleik- urinn er framburður Rice ogLloyd Webbers frá árinu 1968. Sagan er tekin úr Mósebók og fjallar um Jósep, einn af tólf sonum Jakobs. Bræður Jóseps öfunda hann vegna þess að hann er í uppá- haldi hjá Jakob og selja hann sem þræl til Egyptalands. Þar kemst hann til metorða hjá faraó og fær tækifæri til að gera upp sakirnar við bræður sína. Til gamans má geta þess að tónlist söngleiksins er afar fjölbreytt, allt frá franskri kaffihúsatónlist og poppi til kalypsó-tónlistar og rokks. Mörkinni 6, sími 588 5518. Mörkinni 6, sími 588 5518. OPIÐ FRÁ KL. 10-18 í DAG Dúndurtilbod á tilboðsslánni Verið velkomin Heitt á könnunni FLYTUR Verslunin er flutt af Laugavegi 21 I Mörkina 6. Sumarúlpur Kápur, stuttar og síöar Hattar og alpahúfur - tt/ær stærðir LAUGARDAGUR 3. JUNI1995 m Kirkjulistahátíð 1995 3. júní kl. 14.00 Setning hátiðarinnar. Sr. Sigurbjöm Einarsson biskup setur hátíðina og Póra Kristjánsdóttir, for- maður Listvinafélags Hallgn'mskirkju flytur ávarp. Bamakórar úr Reykjavíkurprófastsdæmum frumflytja nýja sálma eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Kristján Val Ingótfsson. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson opnar myndlistarsýningar. 3. júní kl. 15.00 Myndlistarsýning barna. Opnun myndlistarsýningar bama úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Tema sýningarinnar er englar. Sýningin stendur til 18. júní. 3. júní kl. 15.00 Myndlistarsýning Else Marie Jakobsen. Opnun sýningar textfllistakonunnar Else Maríc Jakobsen frá Krístiansand í Noregi. Sýnd verk með trúarlegum mótívum, myndvcfnaður og grafík- myndir. Sýningin stendur til 18. júní. 4. júní kl. 20.00 Fran^ois-Henri Houbart. Orgeltónleikar Franfois-Henri Houbart. Lcikin eru frönsk orgelverk frá fjórum öldum. 5. júní kl. 20.00 Heimur Guðríðar, frumsýning. Nýtt leikrit eftir Steinunni Jóhannesdóttur, Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóltur í kirkju Hallgríms frum- sýnt. Leikendur Helga Bachmann, Helga E. Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri Steinunn Jóhannesdóttir, leikmynd og búninga gerir Elín Edda Ámadóttir. Tónlistin er í höndum Harðar Áskelssonar. 6. júní kl. 20.00 Tónleikar. Tónleikar Samkórs Reykjavíkurprófastsdœmis eystra og Sinfónluhljómsveitar áhugamanna. Einsöngvarar eru Sigríður Gröndal sópran, Þorgeir J. Andrésson tenór og Sigurður Skagfjörð barítón. Á dagskránni er Messa í G-dúr eftir Franz Schubert og norræn kórtónlist. 8. júníkl. 20.00 Engleskyts. Sópransöngkonan Anne-Lise Bemtsen og Nils Henrik Asheim organisti frá Noregi flytja gamla alþýðusálma f nýrri útsetningu. 9. júní kl. 20.00 Edgar Krapp. Orgeltónleikar Edgar Krapp frá Þýskalandi. Leikin eru verk eftir J.S.Bach og róinantísk orgeiverk frá Þýskalandi. U.júníkl. 17.00 Gillian Weir. Orgeltónleikar Gillian Weir frá Englandi. Hún leikur fjölbreytta orgeltónlist frá Englandi og megin- landinu. 11. júní kl. 20.00 Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðriðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sjá 5. júní. 15. júní kl. 20.00 Requiem og Litanía Mozarts. Requiem KV 626 og Litanía KV 243 eftir W.A.Mozart í flutningi Sólrúnar Bragadóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur, Gunnars Guðbjömssonar og Magnúsar Baldvinssonar, Mótettukórs Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjóm Harðar Áskelssonar. Við sálumessuna er dansatriði eftir Nönnu Ólafsdóttur, dansað af íslenska dans- flokknum. Leikmynd og búninga hannaði Sigurjón Jóhannsson. Athugið takmarkað sætaframboð. 16. júní kl. 20.00 Requiem og Litanía Mozarts. sjá 15. júní. lS.júní kl. 20.00 Requiem og Te Deum Olssons. Requiem op.13 og Te Deum eftir Otto Olsson í flutningi Charlottu Nilsson sópran, Inger Blom alt, Lars Cleverman barítón og Anders Lotenlzson bassi, Gustav Vasa Oratoriekör og hljóðfæraleikurum úr Kungliga Hovkapellet frá Svíþjóð undir stjóm Anders Ohlson. Öll hátíðin fcr fram í Hallgrimskirkju Forsala aðgöngumiða fer fram í kirkjunni kl. 16.00 til 18.00. Miðapantanir í síma 551 9918

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.