Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________FRÉTTIR Hátíðahöld á sjósókn- arstöðum um land allt Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson Sjómenn í slysavarnaskóla SLYSAVARNASKÓLI sjómanna erjjessa dagana með námskeið fyrir sjómenn við suðurströndina. I gær var Sæbjörg í Grinda- vík og þar sóttu 54 sjómenn fjögurra daga grunnnámskeið og 17 til viðbótar sérstakt tveggja kvölda námskeið fyrir smábát- asjómenn. Sæbjörgin verður í Vestmannaeyjum á sjómannadag og í næstu viku verða haldin þar slysavarnanámskeið fyrir sjó- menn. Síðan verður förinni haldið áfram austur um land. AÐ VENJU verður á öllum sjó- sóknarstöðum á landinu efnt til hátíðardagskrár nú um helgina í tilefni af Sjómannadeginum 11. júní. Suðurnes Á Suðumesjum verður mest um að vera í stærsta sveitarfélaginu, Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Dagskrá Sjómannadagsins hefst þar kl. 10 með athöfn sem haldin er til heiðurs þyrlusveit Vamarliðs- ins, sem unnið hefur mörg björgun- arafrek á hafi úti á undanförnum áram. Kl. 11 er sjórnannamessa í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá verða ræðuhöld, róðrarkeppni, k'oddaslag- ur, björgunarsund, reiptog og fleira. Þyrla Landhelgisgæzlunnar verður með björgunarsýningu kl. 16. Akranes Á hádegi í dag verður hið árlega Akraneshlaup. Á sama tíma fer fram stórt sundmót í bænum, list- sýningar em í gangi og boðið verð- ur í skemmtisiglingu. Á sunnudeginum verða fánar dregnir að húni kl. 8. Messað verð- ur kl. 11 í Akraneskirkju. Að lok- inni messu verður lagður blóm- sveigur að minnismerki sjómanna á Akratorgi. Hátíðardagskráin verður með hefðbundnu sniði og má þar nefna atriði eins og reiptog, kapp- róður, tunnuhlaup og kraftakeppni. Dansleikur verður í Hótel Ósk. Isafjörður Á ísafírði hefst dagskrám í dag kl. 13 með hópsiglingu frá Ásgeirs- bakka og á Siíndahöfn verður kapp- róður, kararóður, koddaslagur og tunnuhlaup. Messu verður í Hnífsdalskapellu kl. 9 á sunnudag og kl. 11 í ísafjarð- arkapellu. Aðalhátíðardagskráin fer fram í íþróttahúsinu í Torfnesi, þar sem ávörp verða haldin, sjómenn heiðraðir, efnt til keppni í netabæt- ingum og pokahlaupi. Siglufjörður Kappróður verður við Togara- bryggju á Siglufírði í dag en á morgun kl. 12.30 verður farið í skemmtisiglingu. Sjómannadags- messa verður við minnismerkið um drukknaða sjómenn kl. 14 og skömmu síðar hefst skemmtidag- skrá á Roaldsplani. Harmoniku- sveitin leikur, ræða dagsins haldin, sjómenn heiðraðir og aðrir fastir liðir. Húsavík Húsvíkingar halda daginn hátíð- legan báða daga helgarinnar og hefst dagskráin kl. 13 í dag í íþróttahöll bæjarins. Árshátíð sjó- manna verður í félagsheimili Húsa- víkur kl. 20 í kvöld. Fánar verða að venju dregnir að húni kl. 8 á sunnudagsmorgun, og sjómannadagsguðsþjónusta hefst kl. 11 í Húsavíkurkirkju. KI. 13 verður farið í skemmtisiglingu um Skjálfanda og að henni lokinni hefj- ast hefðbundnir sjómannadagsleikir við höfnina. Aldraðir sjómenn verða heiðraðir og verðlaun afhent. Að auki verður boðið upp á þijár bíó- sýningar fyrir böm, sem hefjast kl. 15, 17 og 19. Neskaupstaður Dagskráin hefst í dag með seinni umferð sjóstangveiðimóts. Eftir hádegið fer síðan fram firmakeppni hestamannafélagsins Blæs, björg- unarsveitaræfing með þátttöku þyrlusveitar Varnarliðsins, auk hefðbundinna skemmtiatriða. Kl. 21 hefjast útitónleikar í portinu við Egilsbúð með hljómsveitunum Yu- kon og Siva. Fjörið heldur slðan áfram á dansleik í Hótel Egilsbúð. Á Sjómannadaginn verða fánar dregnir að húni kl. 8:30 og kl. 9 halda skip og bátar í hópsiglingu. Vestmannaeyjar í Vestmannaeyjum verður há- tíðadagskráin í Friðarhöfn og hefst hún í dag kl. 13. Þar verður efnt til kappróðurs, keppni í pokahnýt- ingu, lyftararalls, sýningar á Sig- mundarsleppibúnaðinum og knatt- spymukeppni verður milli skips- hafna. Kl. 20 verður sjómannahóf í Alþýðuhúsinu og Höfðanum, þar sem dansinn dunar langt fram á sjálfan Sjómannadaginn. Sjómannadagurinn í Reykjavík Fjölbreytt dagskrá við Reykjavíkurhöfn FJÖLBREYTT dagskrá verður í Reykjavík á sjómannadaginn. Auk ræðuhalda verður keppt í hefð- bundnum sjómannadagsgreinum eins og reiptogi, kappróðri og koddaslag. Dagskráin hefst kl. 8 á sunnu- dagsmorgunn, þegar fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykja- víkurhöfn. Kl. 11 hefst minningar- guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, minnist dmkknaðra sjó- manna. Sr. Jakob Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Blómsveigur verður lagður á leiði óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. Útihátíðaliöld við höfnina Mikið verður um dýrðir við Reykjavíkurhöfn. Boðið verður í skemmtisiglingu kl. 13 með skemmtiferðaskipinu Ámesi frá Faxagarði. Ávörp verða flutt kl. 14 og ræðumenn verða Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra, Arthur Bogason formaður Sambanda smá- bátaeigenda, Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Is- lands og Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og formaður Sjó- mannadagsráðs sæmir aldraða sjó- menn heiðursmerki Sjómannadags- ins. Þyrla Landhelgisgæzlunnar sýnir björgun og björgunarsveitir SVFÍ sýna ýmis atriði varðandi björgun og björgunarbúnað. Koddaslagur, flekahlaup og kappróður skipshafna verður einnig meðal skemmtiatriða. Stórt tjald verður á svæðinu, þar sem boðið verður upp á kaffí, kök- ur, gos og sælgæti. Á Sjómannadaginn verður opið hús á dvalarheimilum aldraðra sjó- manna í Reykjavík og Hafnarfírði milli kl. 13.30 og 17 á sunnudag og frá kl. 9 til 16 á mánudag. Þar verður sýning og sala á handunnum munum Hrafnistufólks. í,Á Sjómannadaginn verður líf og fjör í Árbæjarsafni. Ef veður leyfír verður nýtt stakkstæði tekið í notk- un og saltfískur breiddur út. Til að fullkomna stemmninguna verða sagðar góðar gamlar sjóarasögur og sjómaður hnýtir net á staðnum. Kl. 14 og 16 verður keppt í sjó- stakkahlaupi og flekahlaupi í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal og kl. 16 verður bryggju- ball á bryggjunni. Af Öræfa- jökli á snjóbretti SEX MANNA hópur áhugamanna um útivist og fjallgöngu kleif Or- æfajökul og gekk á Hvannadals- hnjúk, hæsta tind íslands, um síð- ustu helgi. Það væri sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að einn fjallgöngu- mannanna, hinn tólf ára gamli Erlendur Þór Magnússon, renndi sér niður af tindinum á snjóbretti og alveg niður í 200 m hæð. Faðir Erlendar, Magnús Dan Bárðarson, sem var með í för, dregur í efa að yngri fjallgöngumaður hafi náð að ganga alla leið upp á Hvanna- dalshnjúk, í 2119 m hæð. Hann kveðst heldur ekki vita til þess að Morgunblaðið/Magnús Dan Bárðarson nokkur maður hafi rennt sér niður af Öræfajökli á snjóbretti. Erlend- ur sagði að erfiðasti hluti ferðar- innar hefði verið uppgangan. „Það var miklu auðveldara að fara nið- ur,“ sagði Erlendur sposkur. Hann kveðst hafa farið mjög varlega og segir að það hafi verið „bara gaman“ að húrra niður jökulinn. Andlát JÓHANNES BJARNASON JÓHANNES Bjama- son verkfræðingur lést fimmtudaginn 8. júní sl., 74 ára að aldri. Jóhannes fæddist í Knarramesi í Mýrar- sýslu þann 18. júlí 1920, sonur hjónanna Ástu Jónsdóttur og Bjama Ásgeirssonar ráðherra. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og f.hl. prófí í almennri verkfræði frá Univers- ity of Manitoba 1941. Jóhannes lauk prófi í iðnaðar- og vélaverkfræði frá MeGill University í Montreal 1943 og landbúnaðar- vélaverkfræði frá Iowa State Col- lege 1944. Hann stundaði fram- haldsnám í framkvæmdastjórn og iðnrekstri við New York University 1950-51. Jóhannes var framkvæmdastjóri Orku hf. 1944-47, hann stofnaði Steypustöðina hf. 1947 og var framkvæmdastjóri hennar jafn- framt því að reka eigin verkfræði- stofu árin 1947-50. Jóhannes und- irbjó byggingu og framvarp til laga um áburðarverksmiðju og sat í stjómskipaðri nefnd til að ljúka rann- sóknum og undirbún- ingi að sementsverk- smiðju. Hann var verk- fræðingur hjá Áburð- arverksmiðjunni hf. 1951-54, yfírverk- fræðingur og aðstoð- arverksmiðjustjóri 1954-58 og ráðgjafar- verkfræðingur frá 1958. Jóhannes var ráðgefandi verkfræð- ingur Sementsverksmiðju ríkisins 1958-73 og stundaði jafnframt al- menn verkfræðistörf. Hann sat í stórn Áburðarverksmiðju ríkisins 1977-81 og í fóðuriðnaðamefnd 1976-80. Eftirlifandi eiginkona Jóhannes- ar er Margrét Sigrún Ragnarsdótt- ir, fædd í Reykjavík 7. nóv. 1924. Þau gengu í hjónaband 18. jan. 1947. Börn þeirra eru Ásta Ragn- heiður f. 16. okt. 1949, Guðrún f. 22. des. 1950, Ragnar f. 9. okt. 1956 og Bjarni f. 9. des. 1960. Umsókn Jóhanns gagn- rýnd af meirihlutanum UMSÓKN Jóhanns G. Bergþórsson- ar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, um starf forstöðu- manns framkvæmda- og tæknisviðs bæjarins er gagnfynd af flokksfélög- um hans sem segjast ekki telja starf- ið fara saman við setu í bæjarstjórn. Jóhann segist ekki munu segja af sér embætti bæjarfulltrúa fái hann starfið. Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir að ekki færi saman að gegna starfi forstöðu- manns framkvæmda- og tæknisviðs og að sitja í bæjarstjóm sem bæjar- fulltrúi. „Það stangast á við mín við- horf,“ sagði hann. „Bæjarbúar eiga að geta leitað til embættis bæjar- verkfræðings á sem hlutlausastan hátt.“ Sagði Magnús að á fundi meirihluta bæjarstjómar í síðasta mánuði hafi verið rætt um þau mál sem upp hafa komið undanfarið ár. Þegar ráðuneytin úrskurðuðu að vísa bæri frá kærumálum meirihlutans hafi verið ákveðið.að reyna að slíðra sverðin og láta verkin tala. „Þá lýsti Jóhann því yfir að hann mundi ekki sækja um stöðu bæjarverkfræðings. Þetta var 11. maí síðastliðinn,“ sagði Magnús. Magnús sagði að vera kynni að aðstæður í fámennum sveitarfélög- um á landsbyggðinni væru slíkar að sami aðili yrði að gegna embætti en sæti jafnframt í sveitarstjóm. „Um bæjarfélag eins og Hafnarfjörð með um 17 þúsund íbúa gegnir allt öðru máli,“ sagði hann. „Og á höfuðborg- arsvæðinu þar sem stjómsýslan er umsvifameiri, spyr maður hvort flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að sneiða hjá vafasamri braut. Lögfræðingar sem leitað hefur verið til telja að þetta gangi ekki upp.“ Fordæmi um allt land Jóhann G. Bergþórsson sagði að það væru einkaskoðanir Magnúsar að bæjarfulltrúi ætti ekki jafnframt að gegna stöðunni. Það lægi fyrir niðurstaða félagsmálaráðuneytisins um að þetta væri heimilt. „Þá má minna á fordæmi, því þannig hefur málum verið fyrirkomið í Kópavogi, Akureyri og vítt og breitt um landið, fyrir utan önnur sambærileg störf í kerfinu," sagði Jóhann. Jóhann sagði að setja mætti spurningamerki við það hvort væri réttara út frá siðferðilegu sjónarmiði að marka sér stefnu eins og Magnús hefur gert eða virða hvorki skriflega né munnlega samninga. „Það var gert samkomulag um það að ég gegndi stöðunni án skilmála við stjómarmyndun 9. júní 1994. Enda hafði ég þá sótt um og var almennt talinn hæfastur níu umsækjenda." Met stöðuna pólitískt Jóhann sagðist ekki gefa neinar yfirlýsingar um hvort hann muni hætta að styðja meirihluta bæjar- stjómar ef hann fengi ekki stöðuna. „Eg met stöðuna pólitískt hverju sinni þegar hún kemur upp,“ sagði hann. „Menn hljóta að spyija sig ef allar ytri aðstæður eru í lagi hvaða áhrif það hefur á samstarf manna. Það má líka spyija hvað gerist ef ég fæ stöðuna?" Ellefu umsóknir bárust um starfið og hafa þær verið lagðar fram í bæjarráði. Umsækjendur eru auk Jóhanns, Brynjar Bijánsson bygg- ingaverkfræðingur, Ármann Jóhann- esson byggingaverkfræðingur, Hall- dór Hannesson byggingaverkfræð- ingur, Kristinn Ó. Magnússon bygg- ingaverkfræðingur, Sigurður Har- aldsson byggingaverkfræðingur, Guðmundur Ámundason bygginga- verkfræðingur, Guðmundur Elíasson rekstrarverkfræðingur og Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt. Tveir um- sækjenda óskuðu nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.