Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 7
FRÉTTIR
Tímanum
dreift á
kvöldin
BREYTINGAR hafa verið gerðar
á útgáfu- og dreifingu dagblaðsins
Tímans og mun það eftirleiðis
verða prentað milli klukkan 19 og
20 á kvöldin og dreift til áskrif-
anda á höfuðborgarsvæðinu um
23.30. Til áskrifenda á Akureyri
á Tíminn að vera kominn í morg-
unsárið næsta dag.
Um þijár vikur eru síðan blaðið
hóf tilraunir með breyttan útgáfu-
tíma og verður endanleg ákvörðun
um fyrirkomulag dreifíngar tekin
eftir um mánaðartíma.
Horft til Norðurlands
Hrólfur Ölvisson, framkvæmda-
stjóri Tímans, segir einn helsta
tilganginn með þessum breyting-
um að þjóna m.a. lesendum á
Norðurlandi betur en áður hefur
verið og eigendur blaðsins telji
nýbreytni í því fólgna fyrir lesend-
ur að fá það í hendur undir hátta-
tímann á kvöldin á höfuðborgar-
svæðinu. Þar sé um ónýttan mark-
að að ræða. Ekki felist sparnaður
í þessum breytingum heldur við-
bótarkostnaður, en menn geri sér
vonir um annan ávinning þegar
til lengri tíma er litið.
Hrólfur kveðst' viðurkenna að
horft sé mjög til þess lesendahóps
norðan heiða sem kaupir dagblað-
ið Dag á Akureyri reglulega.
Ótímabært sé að ræða um hugs-
anlegar áherslu- eða útlitsbreyt-
ingar hjá Tímanum í kjölfarið, en
slíkt verði skoðað með hægð. Að-
spurður um breytingar á starfs-
mannahaldi, segir Hrólfur, að sem
sakir standa verði það óbreytt en
ekki sé hægt að útiloka breytingar
á ritstjórn eða í dreifingu blaðsins.
-----» ♦ ♦-----
Dæmdur fyrir
sölu á tælensk-
um Levi’s
MAÐUR, sem seldi fatnað frá
Tælandi með Levi’s vörumerkinu
hér á landi, var í gær dæmdur í
Hæstarétti til að greiða 250 þús-
und króna sekt til ríkissjóðs. Þá
voru 693 flíkur gerðar upptækar
til ríkissjóðs.
Maðurinn dreifði auglýsingu í
hús á ísafírði og Bolungarvík um
fatamarkað í félagsheimilinu í
Hnífsdal 30. og 31. ágúst í fyrra.
í dreifibréfinu kom m.a. fram að
á markaðnum yrðu í boði föt fýrir
alla aldurshópa. Þá sagði: „Levi’s
buxumar eru nákvæmar eftirlík-
ingar af 501 gallabuxum. Sam-
bærileg gæði en ekki nema helm-
ingsverð.“ Lögreglan stöðvaði
sölustarfsemina 31. ágúst og lagði
hald á varning sem var enn óseld-
ur.
Brot á samkeppnislögum
Þá kom fram fyrir dómi að
maðurinn flutti varninginn sjálfur
inn og að hann var framleiddur í
Tælandi. Hæstiréttur benti á að
þegar merkingar á fatnaðinum í
eigu mannsins væru bornar saman
við skráð vörumerki Levi Strauss
& Co. í Bandaríkjunum væri ljóst
að ýmist væri um að ræða notkun
vörumerkjanna sjálfra, lítt eða
ekki breyttra, eða hreinar eftirlík-
ingar af þeim. Slíkt bijóti í bága
við samkeppnislög.
Hæstiréttur taldi 250 þúsund
króna sekt til ríkissjóðs hæfílega
refsingu, auk greiðslu á samtals
150 þúsund króna málskostnaði.
Þá voru 693 flíkur gerðar upptæk-
ar. Dóminn kváðu upp hæsta-
réttardómararnir Hrafn Bragason,
Garðar Gíslason og Gunnlaugur
Claessen.
og
í Skeljungs.
í dag kl. 10
Skeljungur býdur til
Grillmeistarar grilla SS pylsur.
Börnin ía litabækur mcð skogaraliunuin.
Frútopiuhopurinn kemur 1 heimsokn.
Börnin fa Kjörís
ITÉÉil
v:-"
im
Helixbíilinn spittir i og er til sýnis
Bylgjan er a staðnum, i beinni.
Starfsmenu verslunarinnar kynna vöruúrvalið
Starísnienn Skogræktar ríkisins mætii með
plöntur og verða með faglega ráðgjöf.
Skógrækt með Skeljungi
Skeljungsbúðin
Suöurlandsbraut 4 • Sími 560 3878
Opið mán. - fös. kl. 9.00-18.00, laug. kl. 10.00-14.00
LukJkugrill
Skeljungs
2 heppnir fá Sterling gasgrill
Klippið út miðann hér fyrir neðan, skrifið nafnið ykkar og simanúmer og afhendið
rrúðann þegar þið komið í Skeljungsbúðina.
Við drögum úr lukkupottinum kl. 15 í tlag. Hringt verður í hina heppnu.
Niifn
Sími