Morgunblaðið - 10.06.1995, Page 20
20 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
ERLEIMT
JACQUES Santer, forseti fram-
kvæmdastj órnar Evrópusam-
bandsins, leggnr áherzlu á mál
sitt á blaðamannafundi í Brussel
í gær. Santer kynnti þar þau mál,
sem framkvæmdastjórnin myndi
leggja áherzlu á í næstu viku, á
fundi sjö stærstu iðnríkja heims.
Þau eru annars vegar fjölgun
starfa og hins vegar samhæfing
efnahagsstefnu og bætt eftirlit
með frammistöðu ríkja í efnahags-
málum. Santer var tregur til að
nefna dæmi um framkvæmd síðar-
nefnda þáttarins, en taldi þó að
starf Evrópusambandsins gæti
orðið fordæmi að víðtækari sam-
hæflngu efnahagsstefnu á heims-
vísu. Forsetinn lagði áherzlu á að
samhæfing efnahagsstefnu væri
ekki annað en almenn skynsemi
og benti meðal annars á að ekki
mætti nota gengi gjaldmiðla sem
vopn í viðskiptum.
Eystrasaltsríki gera Evrópusamninga
Fá fyrirheit um
fulla ESB-aðild
Brussel. Reuter.
EYSTRASALTSRÍKIN, Eistland,
Lettland og Litháen, stíga skrefi
nær fullri aðild að Evrópusamband-
inu á mánudag, er undirritaðir
verða í Brussel svokallaðir Evrópu-
samningar, sem fela í sér aukaaðild
nkjanna að ESB og fyrirheit um
fulla aðild síðar, þótt tímasetning
hennar sé ekki ákveðin.
Undirritunin fer fram í tengslum
við utanríkisráðherrafund ESB.
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkj-
anna og hugsanlega forsætisráð-
herrar einhverra þeirra munu verða
viðstaddir athöfnina.
Evrópusamningamir fela í sér
aðild að innri markaði Evrópusam-
bandsins á sumum sviðum, þótt
aðrir geirar, til dæmis landbúnaður
og stálframleiðsla í ESB, njóti
áfram vemdar gegn innflutningi frá
Austur-Evrópu. Jafnframt eru í
samningunum ákvæði um pólitískt
samráð og víðtækt efnahagssam-
starf. Aukaaðildarríki skuldbinda
sig til að leysa landamæradeilur við
nágrannalönd og virða réttindi
minnihlutahópa.
Fá aðgang að
leiðtogafundi
Gerð aukaaðildarsamninganna
hefur það meðal annars í för með
sér að leiðtogar Eystrasaltsríkjanna
fá aðgang að leiðtogafundi ESB í
Cannes síðar í mánuðinum, ásamt
fulltrúum hinna ríkjanna sex í Aust-
ur-Evrópu, sem hafa gert Evrópu-
samninga, og Kýpur og Möltu, sem
eiga aukaaðild að sambandinu.
Vill Kohl fresta
ríkjaráðstefnunni?
Bonn. The Daily Telegraph.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, vill fresta ríkjaráðstefnu Evr-
ópusambandsins, sem á að hefjast
á næsta ári, þar til eftir að þing-
kosningar hafa verið haldnar í Bret-
landi. Ekki er líklegt að það verði
fyrr en árið 1997. Hefur breska
blaðið Daily Telegraph þetta eftir
heimildarmönnum á skrifstofu
kanslarans.
Óttast kanslarinn að afstaða
Breta verði of andevrópsk ef ráð-
stefnan verður haldin fyrir kosning-
ar. Þá er hann sagður vona að
Verkamannaflokkurinn vinni sigur
og að afstaða bresku stjórnarinnar
færist þar með nær afstöðu Þjóð-
vetja. Einnig hefur það áhrif á af-
stöðu kanslarans að Hollendingar
verða í forystu ráðherraráðsins á
árinu 1997.
Binda vonir við Blair
Tony Blair, formaður Verka-
mannaflokksins, flutti ræðu um
Evrópumál í Bonn í síðustu viku,
sem var mjög vel tekið af þýskum
ráðamönnum. Blair átti einnig ítar-
legar viðræður við Kohl. Virtust
þeir ná mun betur saman en Kohl
og John Major gerðu á fundi sínum
fyrir tveimur vikum.
En jafnvel þó að ráðstefnan hæf-
ist á réttum tíma virðist vera að
myndast um það samstaða meðal
Evrópusambandsþjóða að henni
ljúki ekki fyrr en að loknum bresku
þingkosningunum.
Ef breyta á stofnsáttmála ESB
á ráðstefnunni verður það að ger-
ast með samhljóða samþykki aðild-
arþjóðanna. Helsta markmið breyt-
inganna er að aðlaga ESB að fjölg-
un aðildarríkja. Þau eru í dag
fímmtán en gætu orðið hátt á þriðja
tug á næstu árum. Vilja stærri ríki
sambandsins draga úr rétti aðildar-
ríkja til að beita neitunarvaldi.
Mjög ólíklegt er hins vegar að
núverandi stjórn Bretlands, hvað
þá þing, samþykki slíkar breyting-
ar. Hafa háttsettir þýskir embættis-
menn í Brussel varað við því allt
undanfarið ár að litlar líkur séu á
að ljúka ráðstefnunni meðan stjórn
Íhaldsflokksins sé enn við völd.
Verður að hefjast 1996
Samkvæmt ákvæðum Maast-
richt-
stefnan að hefjast á næsta ári. Það
er því ekki hægt að taka formlega
ákvörðun um að fresta henni. Hins
vegar væri hægt að hefja ráðstefn-
una og draga hana á langinn þar
til að Þjóðveijar telja hið pólitíska
andrúmsloft í Bretlandi vera við
hæfí.
Flugmaðurinn Q’Grady þjóðhetja í Bandaríkjunum eftir afrek sitt
Slapp naumlega við
handtöku í Bosníu
Aviano á ÍtaUu. Reuter.
BANDARÍSKI herflugmaðurinn
Scott O’Grady, sem bjargað var
aðfaranótt fimmtudags í Bosníu
með ævintýralegum hætti, var
tekið með kostum og kynjum í
Aviano-flugstöðinni á Norðaustur-
Ítalíu í gær en þar hefur flugsveit
hans bækistöð. Á annað þúsund
manns voru á staðnum og félagar
hans flugu heiðursflug yfír vellin-
um. O’Grady var svo hrærður að
hann tárfelldi. Hann sagði menn-
ina sem fundu hann vera sannar
hetjur en sagðist þakka Guði
björgun sína.
„Ef þið viljið leita að hetjum
þá skuluð þið fínna þá [björgunar-
mennina í úrvalssveitum land-
gönguliða flotans] því að þeir eru
fremstir allra í heiminum. Þeir
segjast bara hafa verið að sinna
störfum sínum en þeir komu og
hættu lífí sínu.“
O’Grady, sem er 29 ára gamall
höfuðsmaður frá borginni Spokane
í Washington-ríki, var hraustlegur
að sjá í gær en hann er nú þjóð-
hetja vestanhafs. „Hann er prýði-
lega á sig kominn," sagði talsmað-
ur herstjómar Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, í Suður-Evrópu.
Er flugmaðurinn fannst hafði
hann verið sex daga einn síns liðs
á svæði Bosníu-Serba sem skutu
F-16 orrustuþotu hans niður með
SAM-flugskeyti. Hann var mjög
kaldur og hrakinn en mun hafa
jafnað sig fljótt eftir að hafa hvílst
um nóttina borð í herskipinu USS
Kearsarge á Adríahafí. Ætlunin
er að hann heilsi upp á Bill Clint-
on forseta í Hvíta húsinu innan
tíðar en ekki er ljóst hvenær það
verður.
Hlutverk flugmannsins var að
framfylgja flugbanni Sameinuðu
þjóðanna yfír Bosníu. Yfírmaður
flughers NATO í Suður-Evrópu
sagði að ýmislegt benti til þess
að Bosníu-Serbar hefðu lagt gildru
fyrir Bandaríkjamenn. Yfírstjóm
flughersins hefði fyrir löngu kort-
lagt þá staði þar sem Serbamir
hefðu komið sér upp skotpöllum
fyrir SAM-loftvamaflaugar, eins
og þá sem notuð var til að skjóta
þotu O’Gradys niður en hánn var
í 20.000 feta hæð. SAM-skeyti
hafí ekki fyrr verið notuð á þessum
slóðum.
Slapp naumlega
við handtöku
Clinton forseti var að vonum
ánægður með frammistöðu
O’Gradys og björgunarmanna
hans. Forsetinn ræddi við O’Grady
í síma en sjálfur hefur flugmaður-
inn ekki tjáð sig opinberlega um
vistina í landi Bosníu-Serba. For-
setinn sagði að litlu hefði munað
Sjálfsbjargarviðleitni efld
London, Aviano á Ítalíu. The Daily Telegraph, Reuter.
BANDARÍSKI flugmaðurínn O’Grady hefur haft ýmiss
Scott O’Grady fagnar því á her-
flugvelli Bandaríkjamanna í
Aviano að hafa komist lffs af í
Bosniu. Hann mun hafa notið
sérstakrar þjálfunar í að komast
af við erfiðar aðstæður. Flug-
herinn nýtur m.a. reynslunnar
frá Víetnam þar sem margir
herflugmenn voru skotnir niður.
Vitað er einn þeirra hélt lífi í
sex vikur í frumskógum þar í
landi áður en honum var bjarg-
að.
Umrætt þjálfunarnámskeið
flughersins bandaríska varir
tæpan mánuð og er mönnum
kennt að komast lífs af með því
að lifa á landinu, t.d. nýta sér
regnvatn, snáka og skordýr til
að seðja hungur og slökkva
þorstann. Einnig eru þeim
kenndar aðferðir við að flýja.
leitarmenn, verjast ef þeir te[ja
það kleift og forðast að óvina-
hermenn verði varir við þá.
Strangt til tekið eru flug-
mennimir, sem eiga að fylgjast
með því að bann SÞ við ferðum
herflugvéla sé virt, ekki óvinir
Bosníu-Serba. Séu þeir hand-
samaðir eiga Bandaríkjamenn-
irnir því alls ekki að reyna að
veijast með vopnum nema til
að veija lif sitt enda aðeins með
9 mm skammbyssu í beltinu.
konar búnað í vösum herklæða
sinna. Þar hafa veríð súkkulaði-
bitar og önnur næríngarrík
fæða, fjórar dósir af vatni, hnif-
ur, lína og öngull til að geta
veitt sér físk, áburður til að
fæla burt skordýr, eldspýtur og
töfíur sem eyða óhreinindum í
vatni.
Var á ferli
á nóttunni
O’Grady faldi sig í skóglendi
og var aðeins á ferli á nóttunni.
Hann reyndi ekkert að ná fjar-
skiptasambandi fyrstu dagana
til að Serbar gætu ekki miðað
hann út. Hann mun hafa haft
meðferðis fjarskiptabúnað sem
jafnframt sendi frá sér liljóð-
merki er björgunarmenn nota
til að finna staðinn. Leitarvélar
námu þessi merki þegar daginn
eftir að O’Grady var skotinn
niður en þau voru óregluleg,
sennilega vegna truflana frá
hæðum og fjöllum en einnig mun
flugmaðurinn hafa beitt þeim
af mikilli varkárni.
Er hann loks náði talsambandi
skömmu eftir miðnætti að
staðartíma aðfaranótt fímmtu-
dags var það einn af félögum
hans í flugsveitinni sem nam þau
fyrstur.
að Serbar handsömuðu O’Grady.
„Þrem til fímm mínútum eftir
að hann lenti voru vopnaðir menn
komnir að fallhlífínni," sagði Clint-
on. „Hann hafði þijár til fimm
mínútur til að fínna sér felustað
og hefja ótrúlega afreksferð sem
ég er viss um að einhvern tíma
verður gerð stórkostleg kvikmynd
um.“
Hægrisveifla í Kanada
onto. Reuter.
ÍHALDSMENN unnu sigur í
fylkiskosningum sem fóru fram í
Ontariofylki í Kanada á fimmtu-
dag. Stefnuskrá þeirra hljóðar upp
á íhaldsbyltingu, ekki ósvipaða
þeirri sem bepúblikanar í Banda-
ríkjunum hafa boðað. Samkvæmt
spám tveggja helstu sjónvarps-
stöðvanna í Kanada fær íhalds-
flokkurinn um 80 af 130 sætum
á fylkisþinginu
Leiðtogi Ihaldsflokksins, Micha-
el Harris, fyrrum atvinnumaður í
golfí og skólakennari, boðaði
„byltingu að hætti almennrar
skynsemi.“ í því felst veruleg
skattalækkun og samdráttur í út-
gjöldum, endurbætur á heilbrigðis-
kerfínu, breyting á vinnumála-
löggjöf og einkavæðing ríkisrek-
inna áfengisverslana og Vatnsafls-
virkjana Ontario, sem er stærsta
almenningsfyrirtæki í Norður-
Ameríku.
Rétta úr kútnum
Að mati fréttaskýrenda er sigur
íhaldsmanna til marks um al-
menna hægrisveiflu í kanadískum
stjómmálum og að íhaldsflokkur-
inn kanadíski sé að rétta úr kútn-
um eftir stórfellt tap í landskosn-
ingunum fyrir tveim árum. Þá fékk
flokkurinn einungis tvö sæti af
295 á þinginu í Ottawa. Flokkur-
inn heldur nú um stjórnartaumana
í þrem af 10 fylkjum landsins;
Ontario, Alberta og Manitoba.
Fráfarandi fylkisstjóri, Bob
Rae, leiðtogi Nýja Demókrata-
flokksins, lagði í kosningabarátt-
unni áherslu á að hann vildi standa
vörð um verlferðarkerfið í fylkinu,
gegn íhaldssemi að amerískum
hætti.