Morgunblaðið - 10.06.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 27 .
ívöldin.
Eiríkur
EIRÍKUR á ekki í vandræðum með að vinna öll verk á bátnum.
Kristján
KRISTJÁN segist gjaman taka upp simann ef honum leiðist úti á sjó.
egar vorar
i skakaramir
hreyfinmi
Smábátaútgerð heldur 340 manna byggðarlagi
við Tálknafjörð uppi yfír sumartímann. Lífíð
snýst um veiðar, brælu og banndaga. Anna
1 5
G. Olafsdóttir og Þorkell Þorkelsson fylgd-
ust með því þegar skakaramir af staðnum og
aðkomumenn komu í höfn fyrr í vikunni.
Þau eru nýkomin úr þriggja mánaða
reisu um Afríku og næst er förinni
heitið til Indlands.
Aflaklóin
Skakarnamir eru sammála um að
heldur færri krókaleyfisbátar séu
komnir til Tálknafjarðar en í fyrra.
Aðeins séu komnir um 30 bátar mið-
að við hátt í 50 þegar best lét í fyrra-
sumar. Þeir telja ástæðuna felast í
því að enn veiðist töluvert á grunn-
rDenise
a hans Denise Beccard láta
, Tálknafirði.
Fiskverkun
FISKVERKAFÓLK vinnur hröðum og öruggum liandtökum að
flökun, snyrtingu og pakkningu í hraðfrystihúsinu.
slóð annars staðar á landinu. En
kappið í skökurunum á Tálknafirði
er mikið og þó einhveijum þyki nóg
komið og undirbúi sig undir að fara
í koju, hafa aðrir ákveðið að nýta
hveija stund og halda áfram að físka
um nóttina. Einn af þeim er aflakló-
in Theodór Erlingsson á Hönnu
Kristínu HF og háseti hans Andrés
Þorsteinsson. Þó tvímenningarnir
þyki með þeim hörðustu í skakinu
er nokkuð af þeim dregið þegar þeir
hafa landað í annað sinn á rúmum
sólarhring næsta morgun. „Við fór-
um út um kl. 3 síðustu nótt,“ segir
Theodór sem hefur orð fyrir þeim
Andrési. „Ég held að við höfum ver-
ið tvo tíma út. Við lönduðum 2,8
tonnum á milli kl. 5 og 6 og fórum
svo beint út aftur enda spáði illa.
Við höfðum skilið eftir 6 línur af 14
og drógum þær inn í seinni túrnum.
Þeim afla, 1,8 tonnum, lönduðum við
núna,“ segir Theodór.
Theodór er tuttugu og fjögurra
ára og fluttist með fjölskyldu sinni
frá Tálknafirði til borgarinnar fyrir
8 til 9 árum. Hann segir lítið við að
vera á Tálknafírði á veturna enda
oft snjóþungt. Hins vegar hefur hann
verið á bát frá Tálknafirði á hverju
sumri frá 13 ára aldri. Ekki segist
hann trúa því að hægt sé að fá á
tilfinninguna hvar helst sé fisk að
fá. „Ég fer þangað sem fiskurinn
er og fer eftir veðri og öðrum aðstæð-
um. Menn fá ekkert í hausinn hérna,“
segir hann.
Handflattur saltfiskur
Samanlagður afli dragnótabát-
anna reyndist tæp 40 tonn á fimmtu-
daginn. Aflinn fer ýmist á fiskmark-
að, í Hraðfrystihús Tálknafjarðar eða
í saltfisk S fiskverkunarhúsinu Þórs-
bergi hf. Sérstaða saltfiskverkunar-
innar miðað við jafn stór hús felst í
því að allur fiskur er handflattur.
Vinnslan tekur meiri tíma en ella,
en fiskurinn er fyrir bragðið afar
eftirsóttur og eru dæmi um að er-
lendir aðilar hafi ásælst merki fé-
lagsins OTM. O stendur fyrir Vest-
firði, T fyrir Tálknafjörð og M fyrir
Magnús, stofnanda fyrirtækisins.
Kristín, verkstjóri og dóttir Magn-
úsar, verður fyrir svörum í Þórs-
bergi. Hún segir nýlegt gjaldþrot
Þórslax í eigu sömu eigenda stóran
bagga á fyrirtækinu. Ef ekki væri
fyrir gjaldþrotið ætti reksturinn að
geta gengið vel. Hvað umfangið
vat'ðar nefnir hún að 900 tonn af
saltfiski hafi verið verkuð í húsinu í
fyrra. Fiskurinn fer aðallega á mark-
að á Spáni. Minna fer til Ítalíu en
Kristín átti einmitt von á ítölsku
kaupendunum seinna um daginn.
Hún segir að vinnslan sé smám
saman að fara í gang. Starfsmenn
séu núna um 15 og verði allt að 30,
með skólakrökkum og útlendingum,
þegar allt verði komið á fullt. Þegar
spurst er fyrir um hvort leitað hafi
verið eftir innlendu vinnuafli segir
hún að auglýst hafí verið eftir vönu
flatningsfólki án árangurs.
Fyrirtækið gerir út tvo dragnóta-
báta og fjóra krókabáta, Gylli, Gyðu,
Góa og Otur, og þar að auki eru tíu
aðrir handfæra- og línubátar í við-
skiptum við Þórsberg. Kristín segir
að afli bátanna sé meiri og fiskurinn
stærri en síðasta sumar. Hlutur
skakaranna á krókabátunum er 60%
af 76% aflaverðmæti. Ef tveir eru á
bát koma 30% í hlut hvors.
Hráefnisskortur .
Þó starfsmenn saltfískvinnslunnar
séu af ýmsum þjóðernum, frá Lithá-
en, Bretlandi og Portúgal, verða
þjóðernin enn fleiri þegar komið er
í næsta hús. Að frátöldum á þriðja
tug heimamanna starfar einn Port-
úgali, fjórir Suður-Afríkubúar og
tveir Pólveijar, hjá Hraðfrystihúsi
Tálknafjarðar.
Þórður Reimarsson, verkstjóri,
segist eiga von á að starfsmenn verði
allt að 40 þegar nægilega mikið hrá-
efni fáist til að setja vinnsluna í full-
an gang. Hann nefnir sem dæmi um
erfiðleika i hráefnisöflun, að eftir sjö
daga brælu hafí tekið við þrír
banndagar ekki alls fyrir löngu. Nú
hafi viku bræla komið á undan einum
veiðidegi og um helgina taki við þrír
banndagar. Af 31 degi í maí hafi
löndunardagar aðeins verið 10. Tutt-
ugu og einn dagur detti út og sé
launalaus hjá sjómönnunum. Hráefn-
isskorturinn hafi þær afleiðingar að
ekki sé hægt að veita skólafólkinu
atvinnu strax. Svona staðreyndir
virðist þeir ekki skilja við skrifborðin
fyrir sunnan.
Þegar Þórður er spurður hvort til
greina komi að kaupa fisk til vinnslu
í gegnum fiskmarkaði segir hann
erfiðleikum bundið að keppa við
kaupendur fyrir sunnan. Þeir virðist
alltaf hafa næg fjárráð og hann viti
eiginlega ekki hvað þeir geri við fisk-
inn. Hraðfrystihúsið gerir út tíu
handfærabáta og segir Þórður að
fiskurinn hefði verið vel í meðallagi
stór. Alls fóru 450 tonn af hráefni
í gegnum frystihúsið yfir sumarmán-
uðina í fyrra.