Morgunblaðið - 05.08.1995, Side 26

Morgunblaðið - 05.08.1995, Side 26
26 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ný íslensk gamanmynd Þráins Bertelssonar, Einkalíf, verður frumsýnd þann 9. ágúst næstkomandi. Myndin segir frá ís- lenskri gölskyldu sem ekki er eins venjuleg og í fyrstu má ætla. Arna Schram bað nokkra leikara um að lýsa hlutverkum sínum í myndinni. Á MYNDINNI má sjá helstu persónur stórfjölskyldunnar. Talið frá vinstri, efstu röð: Steinunn (Ragn- heiður Elfa Arnardóttir), Sigurður yngri (Þórhallur Sigurðsson), Sunneva (Helga Braga Jónsdóttir), Tómas (Sigurður Sigurjónsson), Skúli (Steinn Ármann Magnússon), Viktor (Hreinn Hafliðason) , Bóbó (Karl Ágúst Ulfsson), Laufey (Saga Jónsdóttir), Hólmlaug (Kristbjörg Kjeld), Sesselja (Guð- munda Elíasdóttir), Sigurður eldri (Jón Sigurbjörnsson), Sísí (Sigrún Edda Björnsdóttir), Margrét (Dóra Takefusa), Alexander (Gottskálk Dagur Sigurðarson) og vinur hans Nói (Ólafur Egilsson). AÐALPERSÓNA myndarinnar er Alexander, tvítug- ur piltur, sem haldinn er kvikmyndadellu. Hann ákveður í félagi við kærustu sína, Margréti, og besta vin, Nóa, að gera heimildarmynd með myndbands- tökuvél um býsna fjölbreytt fjölskyldulíf sitt. Við það komast þau að því að hið ofur venjulega hversdags- líf er undir niðri hlaðið dramatískri spennu, ástum og afbrýði. Unga þrenningin er leikin af Gottskálk Degi Sig- urðarsyni, Dóru Takefusa og Ólafí Egilssyni. Auk þeirra kemur fram í myndinni fjöldi þekktustu leik- ara íslendinga. Handritshöfundur og leikstjóri er Þráinn Bertelsson og er þetta sjöunda bíómynd hans. Tónlistin er samin af Margréti Ömólfsdóttur, fyrrum Sykurmola, og er m.a flutt af hljómsveitinni Unun. Lögin eru væntanleg á geisladiski hjá Smekkleysu hf. ALEXANDER á í vandræðum í ástalífinu. Mikinn áhuga á kvikmyndagerð AÐALPERSÓNA myndarinnar heitir Alexander og er tvítugur nemi í Menntaskólanum við Sund. Gottskálk Dagur Sigurð- arson fer með hlutverk hans. „Þetta er ósköp hversdags- legur ungur maður sem hefur áhuga á að gera kvikmynd um fjölskyldulíf sitt,“ segir Gott- skálk Dagur um persónuna Alexander. „Hann á þó í vand- ræðum í ástalífinu, því hann veit aldrei hvar hann hefur kærustu sína, Margréti. Það er sennilega þetta venjulega stress sem fólk verður fyrir þegar það er ástfangið. Það verður af- brýðisamt án þess að vita af hverju," segir Gottskálk Dagur. MARGRÉT er mun þroskaðri en vinir hennar. Þroskuð og ákveðin DÓRA Takefusa fer með hlut- verk Margrétar, sem er tvítug menntaskólamær og kærasta Alexanders. Margrét er af ótil- teknum asískum uppruna og var ættleidd af Hafdísi og Pétri þeg- ar þau bjuggu í Bandaríkjunum. „Ég upplifi Margréti sem mjög ákveðna stúlku. Hún er ekki frek, heldur hógvær í ákveðninni," segir Dóra um hlutverk sitt. „Hún er mun þroskaðri en þeir félagar Alex- ander og Nói og það er kannski þess vegna sem hún dregur sig í hlé þegar drengirnir eru að planleggja og láta sig dreyma. Hún þekkir þá og leyf ir þeim að leika sér. Þegar hún finnur hins vegar að hennar tími er kominn lætur hún í sér heyra,“ segir Dóra. NÓI á ekki upp á pallborðið hjá eldri kynslóðinni. Slugsar í skóla ÓLAFUR Egilsson fer með hlut- verk Nóa, besta vinar Alexand- ers. Nói er tvítugur mennta- skólanemi, en á eftir að ná prófi í mun fleiri einingum en for- eldra hans grunar. „Hann er sennilega flestum unglingum að góðu kunnur,“ segir Olafur um persónuna Nóa. „Hann slugsar dálítið í skóla, en tekur virkan þátt í félagslífi. Hann er skemmtileg- ur strákur en á ekki alveg upp á pallborðið hjá eldri kynslóð- um þjóðfélagsins. Þar á meðal foreldrum sínum og öðrum ætt- mennum. Hann er sáttur við sjálfan sig og að því leyti full- komlega heilbrigður einstakl- ingur,“ segir Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.