Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 1
76 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 236. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SættirHam- as og PLÖ íhöfn LEIÐTOGI Hamas-hreyfingar- innar, Ahmed Bahar, var í gær látinn laus úr fahgelsi á Gaza- svæðinu þar sem hann hafði verið fjóra mánuði í haldi stjórnar Frelsissamtaka Paiestínumanna (PLO). Á myndinni fagnar móðir Bahars honum er hann kom út úr fangelsinu. Nánir samverka- menn Yassers Arafats, leiðtoga PLO, fullyrtu í gær, að samkomu- lag um friðsamlega sambúð PLO og Hamas væri í höfn. Hamas hefur beitt sér gegn friðarsamn- ingum PLO við Israela sem leiddi til heimastjórnar Palestínumanna á Gaza og Jeríkó í fyrra og hryðjuverkamenn samtakanna hafa myrt fjölda ísraela í sprengjutilræðum. í gær var frá því skýrt, að talsverður árangur hefði orðið af viðræðum Arafats og Shimons Peres, utanríkisráð- herra ísraels, á sunnudag um brottflutning israelskra hersveita frá Vesturbakkanum og frekari völdPLOþar. Serbar deila inn- byrðis Sar^jevo, Banja Luka. Reuter. ^ TALSMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að svo virtist sem vopna- hléð í Bosníu héldi að mestu leyti. Hörð valdabarátta geisar í forystu Bosníu-Serba I Pale. Dusan Kozic, forsætisráðherra svo- nefndrar ríkisstjórnar Bosníu-Serba, sagði af sér í gær eftir maraþonfund á þingi þar sem stjórn hans sætti harðri gagnrýni vegna ósigra á víg- vellinum. Fulltrúar stjórnarflokksins kröfðust þess að fjórir af helstu hers- höfðingjum Bosníu-Serba yrðu reknir en Ratko Mladic yfirhershöfðingi var þó ekki meðal þeirra. Fulltrúar fimmveldanna í tengsla- hópnum hófu tveggja daga fund í Moskvu í gær. Er markmiðið að reyna að samræma viðhorfin áður en friðar- viðræður deiluaðila í Bosníu hefjast í Bandaríkjunum í lok mánaðarins. Reuter Erfiðir samningar við japanska viðskiptafulltrúa í Genf Tókýó. The DaUy Telegraph. JAPANSKIR ráðamenn brugðust sumir ókvæða við fréttum í gær £if því að bandaríska leyniþjónust- an, CIA, hefði hlerað einkasamtöl japanskra fulltrúa í viðskiptavið- ræðum við Bandaríkjamenn í Genf fyrr á árinu. Tomiichi Murayama forsætisráðherra benti þó á að hleranirnar virtust ekki hafa breytt miklu, Japanar hefðu haft sitt fram. Blaðið The New York Times sagði að njósnararnir hefðu látið viðskiptafulltrúa Bandarflqanna, Mickey Kantor, upplýsingarnar í té, ni.a. hefði honum á ákveðnu stigi viðræðnanna verið sagt að Toyota og fleiri stórfyrirtæki vildu nú óðfús sættast á málamiðl- un. Ein helsta krafa BandarUqa- manna va.r að Japanar keyptu meira af bandarískum bílum en að lokum var ekki samið um ákveðið hlutfall eða magn. Hleranir CIA litlar Blaðið hafði eftir heimildar- manni í viðskiptaráðuneytinu í Washington að oft hefði verið lít- ið gagn að upplýsingum CIA vegna fákunnáttu njósnaranna í viðskiptum. CIA fær um 18 miUj- arða dollara á ári og reynir stofn- iiiiin ákaft að sanna gagnsemi sína nú, þegar kalda stríðinu er lokið, og hefur lagt áherslu á iðn- aðar- og viðskiptanjósnir. Japönsk fyrirtæki þurfa að sögn heimildarmanna lítið á upp- lýsinganjósnum að halda í Banda- ríkjunum vegna þess hve allt sam- félagið vestra er galopið, oft næg- ir þeim að fylgjast með fréttum fjölmiðla. Japönsk blöð eru á hinn bóginn talin vafasamar heimildir; s^jórnmálafréttamenn þeirra eru sagðir hafa samráð við stjórnvöld áður en skýrt sé frá mikilvægum málum. I tæknimálum eiga Japanar einnig hægt um vik, þeir geta sent sína menn til náms við banda- riska háskóla, sem eru miðstöðvar flestra rannsókna. í Japan eru það hins vegar stórfyrirtæki sem annast slikt og þau hleypa ekki væntanlegum keppinautum inn í sín helgustu vé. Nær milljón tók þátt í göngu íslamskra blökkumanna í Washington BLÖKKUMENN hópast saman í Washington í gær, í baksýn er minnismerki George Washingtons, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Mennirnir komu hvaðanæva að frá landinu. Bandaríkjaforseti varar við stefnu Farrakhans Washington. Reuter. TALIÐ er að allt að ein milljón svartra karla hafí í gær tekið þátt í mikilli kröfugöngu í Washington sem samtök múslima höfðu skipulagt til að efla samheldni og styrk svartra. Er þetta talin vera fjöl- mennasta kröfuganga sem efnt hefur verið til í borginni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti flutti ræðu í Texas og hrósaði markmiðum göngunnar en var- aði jafnframt við „illgirni og sundrungu í boðskap eins manns". Er talið ljóst að hann hafi átt við aðalhvatamanninn að göngunni, hinn umdeilda múslimaleiðtoga, Louis Farrakhan. Clinton sagði ljóst að enn væri kynþáttamisrétti í landinu en hver og einn yrði að leggja fram sinn skerf til að brúa gjána milli kynþáttanna. „Við skulum vona að þeir sem boðað hafa hatur og )- sundrungu láti af því," sagði Bandaríkjaforseti í ræðu sem hann hélt í Texasháskóla. Colin Powell, sem margir telja að geti orðið fyrsti svarti forsetinn í sögu landsins, harmaði að það skyldi vera Farrakhan sem fékk hugmyndina að göngunni. Hann gagnrýndi afstöðu Farrakhans til gyðinga og sagðist ekki hafa viljað sýna honum stuðning með því að taka þátt I göngunni. Hins vegar ættu menn frekar að beina sjónum að því sem jákvætt væri við framtakið en að einblína á deilurnar um skoðanir sjálfra frumkvöðlanna. Farrakhan hefur kallað gönguna „Milljón manna fund" og lagt til að dagurinn 16. október verði „dagur friðþægingar", þegar blökkumenn samein- ist, heiti því að treysta á sjálfa sig, og ítreki þær skyldur er þeir hafí að gegna við fjölskyldur sínar og í baráttunni gegn glæpum og atvinnuleysi. Andstæðingar Farrakhans, þeirra á meðal hópar gyðinga, mótmæltu ýmsum ummælum hans er þeir sögðu bera vott um kynþáttahatur, og blökku- konur sögðu alla áherslu lagða á karlmenn í göngunni. Múslimaleiðtoginn hélt því fram í sjónvarpsvið- tali sem birt var á föstudag að gyðingar, arabar og asískir kaupsýslumenn væru „blóðsugur". Einn af aðstoðannönnum hans, Quanell X, sagði í ræðu að gyðingar ættu að „fara til fjandans" og þeir ættu að búa sig undir stríð. ¦ Sakaður um kynþáttahatur/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.