Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ STUTT Claes vill ávarpa Belgíuþing WILLY Claes, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins, NATO, fór fram á það í gær að fá að ávarpa Belgíu- þing en það mun ákveða hvort hann verður sviptur þinghelgi svo unnt verði að ákæra hann fyrir spillingu. Er búist við, að málið verði tekið fyrir á þingi á fimmtudag og verði samþykkt að leiða Claes fyrir rétt mun hann ekki eiga ann- arra kosta völ en segja af sér framkvæmdastjórastöðunni. í dönsku blöðunum í gær sagði, að Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, stæði vel að vígi sem arftaki Claes. Handtökur í A-Tímor INDÓNESÍSKIR hermenn fóru hús úr húsi í Dili, höfuð- borg Austur-Tímor, í gær og handtóku alla, sem grunaðir voru um þátttöku í-óeirðum í borginni í síðustu viku. Hafa að minnsta kosti 150 manns verið handteknir og hefur lög- reglan verið sökuð um pynt- ingar. Laglegir lög- reglumenn LÖGREGLUMENN í Teheran, höfuðborg írans, ráðleggja ökumönnum að borga ekki í stöðumælana, sem nýlega hafa verið settir upp. Kom þetta fram í írönsku dagblaði í gær, sem sagði, að lögreglu- mennirnir væru óánægðir með að hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar mælamir vom settir upp. Segja þeir, að mælarnir standist ekki ákvæði í lögreglusamþykkt, séu ekki allir eins og oft þar sem engin þörf er fyrir þá. Leyniskjöl ekki afhent SPÆNSKA stjómin ætlar ekki að fara eftir skipun dóm- stóls um að láta af hendi öll skjöl leyniþjónustu hersins um hemaðinn gegn skæruliðum ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, á síðasta áratug. í til- kynningu frá stjóminni sagði, að það bryti í bága við lög um ríkisleyndarmál og yrði þessu máli skotið til æðri dómstóls. Hitt er svo annað mál, að flest- um skjalanna, sem dómstóllinn krafðist, hefur þegar verið komið til fjölmiðla, sem hafa skýrt frá innihaldi þeirra. Einkavæðing í Nepal NÝ stjóm í Nepal hefur varpað fyrir róða sósíalisma fyrri stjórnar kommúnistaflokksins og ætlar að einkavæða ýmsa mikilvæga þætti, til dæmis vegi, vatnsveitur og ijarskipti. Meginatriðið í efnahagsstefnu kommúnistaflokksins, sem var við völd í níu mánuði, var það, sem hann kallaði „Byggjum bæinn sjálf“. Samkvæmt því var öllum 4.000 þorpunum í Nepal veittur ákveðinn styrk- ur, nærri 650.000 ísl. kr., sem þau áttu síðan að vinna úr sjálf. íslamskir blökkumenn standa fyrir kröfugöngu í Washington Leiðtogi múslima sagður „svartur kynþáttahatari“ FARRAKHAN, t.h., ásamt öðrum blökkumannaleiðtoga og músl- ima, Malcolm X, árið 1963. Farrakhan er grunaður um að hafa lagt á ráðin um morðið á Malcolm X tveimur árum síðar. Washington. Reuter. HINN 62 ára gamli Farrakhan, sem stóð fyrir kröfugöngu blökku- manna í Washington í gær, er klerkur múslima en hann var eitt sinn þekktur dægurlagasöngvari. Það markmið hans að hvetja svert- ingja til sjálfshjálpar og baráttu gegn glæpum hefur mælst vel fyr- ir en margir eru ósáttir við Farrak- han sjálfan og vilja ekkert eiga saman við hann að sælda. Hann er þekktur fyrir að standa að ýmiss konar mótmælum á liðnum árum og hafa fjölmörg samtök blökkumanna, t.d. Framfarasam- tök blökkumanna (NAACP) neitað að taka þátt í kröfugöngunni. Um 200 samtök blökkumanna taka hins vegar þátt í henni. Ætlun Farrakhans var að kröfugangan yrði sú fjölmennasta sem farin hefur verið í Bandaríkj- unum og að um ein milljón manna tæki þátt í henni. Um 250.000 manns hlýddu kalli Martins Lut- hers King árið 1963 og um 600.000 fóru í göngu til að mót- mæla Víetnamstríðinu, nokkrum árum síðar. Farrakhan er kraftmikill ræðu- maður og hefur ekki hikað við að ráðast gegn hópum á borð við gyðinga, kaþólikka, konum og samkynhneigðum. Hann hefur kallað bvíta menn „djöfla", sagt þá „barnalega vanheila á geði“ og lýst því yfir að páfínn sé „andkrist- ur“. Þá hefur Farrakhan sagt að nýliðin réttarhöld yfir O.J. Simp- son, sem ákærður var fyrir morð á eiginkonu sinni og vini hennar, hafi haft slæm áhrif á samskipti svarta og hvítra. „Þetta land er að nýju farið að líta á svertingja sem óvini og sagan segir okkur hvemig fer fyrir óvinum Banda- ríkjahna," sagði Farrakhan í sam- tali við Der Spiegel og vísaði m.a. til árása Bandaríkjamanna á Líbýu. Sjálfur sakaður um kynþáttahatur Farrakhan heitir réttu nafni Louis Eugene Wolcott, móðir hans var frá Bahama-eyjum en faðir hans frá Jamaíka. Er Farrakhan var bam að aldri fluttist fyölskyld- an til Boston þar sem að hann kynntist kynþáttafordómum í skólum þar sem nemendum var skipt niður efir litarhætti. Segir hann það hafa verið „afar sárs- aukafullt". Hann rak sig hvað eft- ir annað á aðskilnaðarstefnu í verki; hann gat ekki keypt sér bíómiða vegna þess að hann var svartur og hann fékk ekki að stunda fiðlunám vegna litarháttar síns. „Ljótleiki kynþáttahaturs gerði mig staðráðinn í því að helga líf mitt því að draga úr þeim sárs- auka sem kynþáttahatur veldur," sagði hann í sjónvarpsviðtali fyrir helgi. Svo kaldhæðnislega vill til að fjöldi fólks hefur nú orðið til þess að saka hann um að vera „svartan kynþáttahatara". Farrakhan hugðist verða kenn- ari en varð að hætta námi er kona hans varð bamshafandi. Gerðist hann dægurlagasöngvari og það var á tónleikaferð í Chicago árið 1955 sem hann kynntist leiðtoga svartra múslima í Bandaríkjunum, Elijah Muhammed. Gekk Farrak- han til liðs við samtök hans, Þjóð íslams, og hóf að kalla sig Louis X. Þegar Muhammed lést starfaði Farrakan um tíma með syni hans en klauf sig svo út úr samtökun- um, stofnaði ný með sama nafni, og tók upp nafnið Farrakhan. Annar þekktur fylgismaður Þjóðar íslams var Malcolm X en hann var myrtur árið 1965. Telja margir að þar hafi fylgismenn Farrakhans verið að verki að skip- un hans. í upphafi þessa árs var dóttir dóttir Malcolms X, Qubilah Bahiyah Shabazz, sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Farrakhan. Þjóðaratkvæðagreiðsla um forseta Iraks 99,96% greiða atkvæði með Saddam Hussein Reuter RÚSSNESKI þjóðemissinninn, Vladímír Zhírínovskíj, færir Saddam Hussein íraksforseta gjöf í Bagdad á sunnudag. Zhír- ínovkíj var boðið til landsins til að fylgjast með atkvæðagreiðsl- unni um forsetaembættið. Bagdad. Reuter. SADDAM Hussein, leiðtogi íraks, fékk 99,96% gildra atkvæða í þjóð- aratkvæðagreiðslu á sunnudag um hvort hann ætti að gegna forseta- embættinu næstu sjö árin. Izzat Ibrahim, varaformaður Byltingarráðsins, æðstu valda- stofnunar íraks, sagði að rúmar átta milljónir manna hefðu neytt atkvæðisréttar síns og kjörsóknin hefði verið 99,47%. Saddam hefði fengið 99,89% allra atkvæða, þ.e. þegar ógildu atkvæðin eru meðtal- in. Ibrahim greindi ekki frá skipt- ingu 8.860 atkvæða, sem voru ógild eða greidd gegn forsetanum. Samkvæmt fyrstu tölum, sem skýrt var frá á sunnudag, voru nífalt fleiri ógild atkvæði en „nei“- atkvæði. Ibrahim lýsti þjóðaratkvæða- greiðslunni sem „ógleymanlegum degi í sögu araba og íslam“. „Ur- slitin eru áfall fyrir þau ríki sem hafa sýnt írökum fjandskap og látið í ljós óréttmætar efasemdir um lögmæti stjómar þeirra eða rétt þjóðarinnar til að velja það stjómskipulag sem henni líkar.“ í gær var frídagur í írak til að fagna úrslitunum og gefín voru út sérstök frímerki. Al-Iraq, mál- gagn stjórnarinnar, gaf út auka- blað með forsíðu þar sem vígorðið „Já, já við Saddam Hussein" var prentað hundrað sinnum. Sjónarvottar sögðu að eftirlits- menn á kjörstað hefðu fylgst með því hvemig kjósendur neyttu at- kvæðisréttar síns. Þeir sem greiddu atkvæði gegn Saddam urðu að setja kjörseðlana í sér- stakan kjörkassa og nokkrir kjós- endur sögðu að eftirlitsmennir'nir hefðu ráðið þeim frá því að skila auðu. „Viðbjóðslegur skrípaleikur“ Saddam hefur verið forseti án kosninga frá árinu 1979. Stjómin vonast til þess að þjóðaratkvæða- greiðslan sannfæri leiðtoga Vesturlanda um að ógjörningur sé að koma Saddam frá völdum. Viðskiptabannið á írak, sem sett var eftir innrásina í Kúveit, sé því gagnslaust. Stjórnin vonast einnig til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan bæti skaðann sem landflótti tveggja dætra og tengdasona Saddams olli í ágúst. Dagblaðið Al-Madina í Saudi- Arabíu lýsti þjóðaratkvæðagreiðsl- unni sem „viðbjóðslegum skrípa- leik“, harðstjórinn Saddam hefði neytt írösku þjóðina til að styðja sig og tryggt sér sigur fyrirfram. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Kúveit sagði að þjóðarat- kvæðagreiðslan ætti ekkert skylt við lýðræði en Muammar Gaddafí, leiðtogi Líbýu, lýsti því sem „kjaftshöggi fyrir Vesturlönd“. Sahlin bíð- ur niður- stöðu rann- sóknar Stokkhólmi. Reuter. MONA Sahlin, aðstoðarforsætis- ráðherra Svíþjóðar, ætlar ekki að ákveða hvort að hún gefi kost á sér sem formaður Jafnaðarmanna- flokksins fyrr en að lokinni rann- sókn á misnotkun hennar á opin- bera greiðslukorti. Lýsti hún þessu yfir á blaðamannafundi í gær. „Til að verða flokksformaður verð ég að njóta trausts og ég veit ekki hvort ég nýt þess. Ég veit ekki enn hvort að ég vilji verða flokksformaður,“ sagði Sahlin. Sahlin var til skamms tíma talin líklegasti eftirmaður Ingvars Carlssons, sem hyggst láta af embætti sem flokksformaður og forsætisráðherra á næsta ári. í síð- ustu viku kom hins vegar í ljós að hún hafði notað opinbert greiðslu- kort í einkaþágu um árabil, m.a. til að greiða ferðakostnað og bíla- leigubíla. Þrátt fyrir að hún hafi endur- greitt allan kostnað sagðist Klaus Bergendal ríkissaksóknari Svíþjóð- ar í gær íhuga málsókn á hendur Sahlin. Hún sagðist fagna því að málið yrði rannsakað opinberlega. Sten Andersson, fyrram utan- ríkisráðherra og flokkformaður, ritaði í gær opið bréf til Sahlin í Aftonbladet, þar sem hann hvetur hana til að gefa kost á sér og verða fyrsta konan í embætti forsætis- ráðherra, þrátt fyrir greiðslukorta- málið. „í þeirri erfiðu aðstöðu sem flokkur og þjóð eru í í dag ert það þú Mona, sem er hæfust til að leiða flokkinn," sagði Andersson. Þá hafa aðrir háttsettir jafn- aðarmenn á borð við Mats Hells- tröm utanríkisviðskiptaráðherra og Ingela Thalen félagsmálaráð- herra, lýst yfir stuðningi við Sahlin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.