Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 37 ég ykkur innilegustu samúðarkveðj- ur fyrir hönd allra starfsmanna deildarinnar. Róbert Arnason. í dag kveðjum við_ hinsta sinni vinnufélaga okkar, Ósvald Gunn- arsson. Á yndislegum haustdegi, sem freistar hvers manns til að njóta útivistar, barst okkur sú harma- fregn að Ósvald félagi okkar hefði látist í hörmulegu slysi. Ósvald var mikill útivistarmaður og kunni að meta það sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða og var hann á heim- leið úr einni slíkri ferð. Mann setur hljóðan og fínnst hlutirnir óraunverulegir og vill helst vakna upp af vondum draumi. Menn spyija: Af hveiju þarf svona að gerast? Hvers vegna eru menn kvaddir burt löngu áður en þeir hafa lokið ævistarfi sínu? Svör við slíku fást víst ekki hér. Ossi, eins og við kölluðum hann okkar á milli, hóf störf hjá rafeinda- deild Varnarliðsins í september 1965. Hafði hann því starfað hér í 30 ár. Margs er að minnast frá liðnum árum því jiað var engin lognmolla þar sem Osvald var. Lífsgleði, bjartsýni, hjálpsemi og einlæg trú á eigið frumkvæði og framtak. Þetta voru þau manngildi sem einkenndu hann helst. Segja má að við höfum notið ákveðinna forréttinda að kynnast og starfa með Ósvald, sem hverjum manni vildi vel. Að leysa verk af hendi vafðist aldrei fyrir honum því hann var hvorki verkkvíðinn né sérhlífínn og af miklum eldmóð dreif hann menn með sér til allra verka. Hans háttur var að láta hlutina ganga og var ekki spáð í hvernig veður eða að- stæður væru. Það var stutt í glettni og spaug hjá Ossa og gaman var að rökræða ýmis mál við hann því hann hafði skoðanir á hlutunum og lá ekki á þeim. Var tíminn því fljótur að líða á slíkum stundum. En það var ekki síður í leik en starfi sem hans naut við, því í hvert sinn er hópurinn okkar, eða hluti hans, kom saman var það ekki hvað síst fyrir tilstuðlan hans hversu ljúf- ar þær minningar eru í huga okk- ar. Einnig fundum við fyrir þeim góða eiginleika hans, að þegar eitt- hvað var að hjá einhveijum þá var hann fyrstur manna til að bjóða fram hjálp eða góð ráð. Var því gott að ræða hverskyns vandamál við hann. Ósvald skilur nú eftir skarð í okkar hóp sem ekki verður fyllt. En hversu sárt sem það er fyrir okkur að sjá á bak þessum vini okkar þá eru það smámunir miðað við þá sorg sem fjölskylda hans hefur orðið fyrir. Elsku Svanhildur, missir þinn og fjölskyldu þinnar er mikill. Megi góður Guð varðveita ykkur og styrkja. Kæri Ósvald, að leiðarlokum vilj- um við þakka fyrir þær samveru- stundir sem við höfum átt og allt það sem þú hefur gefið okkur. Góð- ur Guð blessi minningu þína. Vinnufélagar. Erfitt er að lýsa því hve þung- bært var að fregna að Ósvald Gunn- arsson, mágur minn, eða Óssi frændi, eins og börnin mín kölluðu hann jafnan, hefði látist í umferðar- slysi. Ég finn á mér að það muni taka langan tíma að átta sig á því og venjast þeirri hugsun að hann sé ekki lengur á meðal okkar. En þannig er lífíð, duttlungar tilverunnar. Við sem þekktum Os- vald verðum að sætta okkur við þá staðreynd, að hann er horfinn á braut. Nú býr hann með okkur í minningunni einni og lifir aðeins áfram á vissan hátt í afkomendum sínum, föngulegum hópi barna og barnabarna. Þau voru hans yndi. Við fráfall sitt var hann ennþá á besta aldri, fullur af atorku, sístarf- andi í frístundum sínum. Hann hef- ur líklega verið einn af þeim mönn- um sem um er sagt, að þeim falli sjaldan verk úr hendi. Þannig er þeim reyndar vel lýst hjónunum eins og þau voru saman, Svanhildur og hann, enda einstaklega samrýnd. Ósvald var lífsglaður mjög og jákvæður gagnvart tilverunni og umhverfí sínu. Hann var ávallt með eitthvað áhugavert á pijónunum, sífellt að hlakka til að gera eitthvað gagnlegt eða skemmtilegt með Svanhildi, börnunum, vinum og kunningjum. Dugnaðurinn var hans aðalsmerki. Húsið, sem þau hjónin keyptu hálffrágengið fyrir nokkrum árum, heimilið og garðurinn í kring bera glöggt vitni um smekk og hagleik hans og þeirra hjóna. Og alltaf var eitthvað sem mátti bæta þótt allt virtist frágengið. Um Óssa er óhætt að segja að hann var vinmargur, enda naut hann þess að gleðja aðra, ekki síst börnin, og þá með góðum gjöfum þegar tilefni gafst. Oft hefur okkur systur hans þótt þau Svanhildur vera stórtæk í meira lagi. Ein af hans miklu dyggðum var greiðviknin og hjálpsemin, sem sér- staklega sagði til sín ef þeir sem stóðu honum nærri áttu í einhveij- um erfiðleikum. Fyrir móður sinni, tengdamóður minni, bar hann mikla umhyggju og heimsótti hana yfir- leitt oft í viku hverri í Álfheimana, þar sem hún ennþá vill búa ein og njóta þess að fá börn sín og bama- börn í heimsókn. Fyrir utan söknuðinn er mikill missir í slíkum manni sem Óssi var, ekki einungis fýrir hans nán- ustu heldur einnig fyrir alla þá vini og kunningja sem vissu hve gott var að eiga hann að. Eins og oft á við um lífsglaða menn, þá var Óssi mjög spaugsam- ur og glettinn og stundum brá fyr- ir góðlátlegri stríðní eða prakkara- skap. Hann naut þess að vera í góðra vina hópi, einkum fjölskyldu sinnar, enda skemmtilegur félagi, næmur á tónlist og hafði góða söng- rödd, sem hann fór vel með. Unun var að hlusta á þegar hann greip gítarinn og sönglaði hljómþýða og létta slagara með flóknum hljóma- skiptingum. En héðan í frá verðum við sem eftir lifum að láta okkur nægja að sjá hann og heyra hið innra með okkur. Ég hef hér rakið nokkuð af því góða og skemmtilega sem mér hef- ur fundist einkenna Ósvald mág minn. Fyrst svo er komið verð ég að huga að því að oft virðist mér sem minningargreinar séu aðallega upptalning á einvörðungu því já- kvæða í fari hins látna. Þegar þann- ig háttar til vaknar gjarnan sú spurning, hvort ekkert neikvætt eigi við eða hvort ákveðið hafi ver- ið að sleppa öllu þvílíku. En sem betur fer er það svo með marga menn, að um þá verður ekk- ert nema gott eitt sagt af þeirri einföldu ástæðu, að ekki er af öðru að taka. Ósvald var vissulega einn úr hópi slíkra manna. Þótt hann ætti það til að láta ýmislegt flakka á réttum augnablikum, og jafnvel ganga fram af sumum, þá fór ekki fram hjá neinum að undir niðri bjó hjartahlýja og manngæska. Dugleysi og það að lifa á öðrum og að geta kinnroðalaust látið aðra hafa fyrir sér eða borga fyrir sig, voru mannlegir eiginleikar sem hann kunni ekki að meta. Láir hon- um það enginn, trúi ég. En af lítil- magnanum og þeim sem ekki átti sök á sinni eymd bar hann ávallt blak og fann til með. Enda þótt svo kunni að vera að ég teljist ekki hlutlaus, ætla ég samt að fella einfaldan dóm um Ósvald mág minn nú að honum látn- um. Sá dómur er að við hann eigi það sem jafnt í dag sem á tímum fornsagna okkar var eitt af því besta sem sagt var um mann, að hann var drengur góður. Megi sá ljómi er umlykur minn- inguna um hann verða hans nánustu og hjartfólgnustu ekki aðeins styrk- ur í djúpum söknuði, heldur einnig stuðningur við að halda á loft þeim fallegu hugsunum og góðu verkum sem endurspegluðust í sífelldri um- hyggju hans og hjálpsemi við aðra. Rögnvaldur S. Gíslason. GUNNAR THORBERG ÞORSTEINSSON ERFIDRYKKJUR + Gunnar Thor- berg Þorsteins- son fæddist á Narf- eyri á Skógar-. strönd 23. sept. 1915. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. sept. síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn J. Jó- hannsson frá Ólafs- ey í Hvammsfirði, f. 19. ágúst 1875, d. 10. apríl 1958, og Katrín Guð- mundsdóttir frá Hellissandi, f. 22. febrúar 1885, d. 17. júlí 1969. Systkini Gunnars eru Guðrún sem dó í frumbernsku, Unn- ur, f. 11.3. 1912, d. 15.5 1984, Helga, f. 26.8. 1913, og Ingimundur f. 24.9. 1924. Hinn 30.4. 1966 giftist Gunnar Sigríði Haralds- dóttur frá Háeyri á Eyrarbakka, f. 16.8. 1913, d. 23.7. 1987. Gunnar og Sigríður eignuðust ekki börn en dætur Sigríðar af fyrra hjónabandi eru Nína Lárusdóttir og Elísabet Lárusdóttir. Útför Gunnars fór fram í kyrr- þey að hans eigin ósk. GUNNAR bróðir fluttist barn að aldri með foreldum sínum til Reykja- víkur og ól þar sinn aldur síðan. Hann var níu árum eldri en ég. Fyrstu minningar mínar af Gunn- ari sem þá var í verslunarskóla eru af glaðlyndum pilti sem hafði gaman af að gantast við litla bróður. Eftir að hann útskrifaðist úr Verslunar- skólanum setti hann upp litla mat- vöruverslun sem hann kallaði Gunn- arsbúð og var ég mikið þar og fékk að hjálpa til og fara í sendiferðir. Þótti mér það mikil upphefð. Þegar ég fermdist gaf Gunnar mér nýtt reiðhjól í fermingargjöf og var það ekki algengt á þeim kreppuárum. Gunnar hafði gaman af útivist og var ásamt systrum sínum í skíða- deild Ármanns og margar ferðir voru farnar í skíðaskálann í Jósefsd- al. Fékk ég þá alltaf að fljóta með, það voru skemmtilegar ferðir sem aldrei gleymast. Eftir margra ára verslunarrekst- ur seldi Gunnar búðina og réðst til Flugfélags íslands sem lagerstjóri og sá um innkaup og pantanir fyrir véladeildina. Hann starfaði hjá Flugfélagi íslands og síðan Flugleið- um eftir sameininguna þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Eftir lát Sigríðar, eiginkonu Gunnars, bjó hann einn það sem hann átti eftir ólifað. Ég og ijölskylda mín þökkum Gunnari og Distu, eins og Sigríður var alltaf kölluð, fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur og bömin okkar. Guð blessi þau. Ingimundur Þorsteinsson. Okkur systurnar langar til að kveðja hann með nokkrum þakklæt- isorðum. Það er margs að minnast, en á þessari stundu er okkur efst í huga hversu vel hann hugsaði um hana móður okkar síðustu þrjú æviár hennar, en þá var hún orðin rúmliggjandi. Hann létti henni stundirnar eins og hann mögulega gat með því að lesa fyrir hana og leiða hana um íbúðina þeirra, svo að hún fengi daglega einhveija hreyfingu. Énn fremur' viljum við og fjöl- skyldur okkar þakka Gunnari fyrir þá umhyggju sem hann sýndi okk- ur. Hann var ólatur við að spyija hvernig börnunum gengi og fylgdist áhugasamur með hvernig þeim vegnaði í lífsbaráttunni. Gunnar var að eðlisfari hlédrægur maður og var þakklátur fyrir að fá að dvelja síðustu árin í ró og næði í íbúðinni sinni í Hraunbæ 24. Blessuð sé minning hans. Nína og Elísabet Lárusdætur. „Því að hvað er það að deyja ann- að en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?“ Svo mæl- ir Kahlil Gibran í bók sinni Spámann- inum, og nú er okkar ástkæri móður- bróðir Gunnar kominn í hið eilífa sólskin. Gunnar varð bráðkvaddur á heimili sínu tæpri viku fyrir áttug- asta afmælisdag sinn, og þótt hár aldur gefí til kynna að dauðinn nálg- ist, er það samt alltaf jafn sárt þeg- ar ástvinir ljúka þessari jarðvist. P E R L A N sími 562 0200 ErfUbykk Safnaðarheimili r Háteigskirkju I , h c. ]\Si Siwíí: / V 551 13W | £. | i Gunnar var einn af klettunum í okkar lífi, vinur, sem alltaf var hægt að leita til, þegar eitthvað bjátaði á og eins þegar gleðin var við völd. Hann, sem var svo yfirhlað- inn vinnu, að hann fékk jafnvel ekki frið þegar hann lá á sjúkra- húsi, hafði alltaf tíma til að hlusta á tvo spurula stelpukrakka og gefa þeim góð ráð úr viskubrunni sínum. Ljúflega hlustaði hann á okkur alla tíð, því segja má að hann hafi verið okkur einskonar faðir, eftir að faðir okkar veiktist, þegar við vorum fimm og tíu ára. Orlæti hans var mikið, ekki síst á tímann sinn, og greiðvikni mikil. Ekki minnumst við þess heldur, að hafa nokkru sinni heyrt hann reiðast og skammast, sama hvað við vorum vitlausar stundum. Alltaf átti hann nóg af skilningi og fræðslu til handa okk- ur, því hann var mjög vel gáfum gæddur. Bóklestur og góð tónlist, ferðalög og knattspyrna voru meðal áhugamála hans, og var þá eins gott að trufla hann ekki með nauði og kvabbi þegar sýnt var frá knatt- spymu í sjónvarpinu. Eftir að Gunnar varð ekkjumað- ur 1987 hélt hann áfram að búa í fallegu íbúðinni sinni einn og sá alfarið um sig sjálfur, en hvenær sem við komum í heimsókn var allt- af allt tandurhreint og í röð og reglu. Kannski var það best fyrir hann sjálfan að andlát hans bar að með þessum hætti, sennilega hefði hann ekki litið það hýru auga að þurfa að eyða löngum tíma á dvalarheimili eða sjúkrahúsi. Síð- ustu árin vildi hann fá að vera einn með bókum sínum og minningum og heimsóknum fækkaði, en ekki símhringingum. Og nú svarar hann ekki lengur í símann þegar okkur langar að ræða við hann, við verð- um bara að reyna að nota huglæg sambönd í staðinn og vita hvort hann svarar þannig. Það voru for- réttindi að fá að þekkja öðlinginn hann Gunnar frænda og njóta hlýju hans og visku og fyrir það verðum við ævinlega þakklátar. Far þú í friði, elsku frændi, og vonandi ertu nú búinn að hitta hana Distu þína. Minningin um þig mun lýsa okkur um ókomna framtíð. Takk fyrir allt og allt. Katrín Sigríður og Björg. ICGSTCINAR . “j™ Guðmundur 1 Jónsson F. 14.11.1807 D. 21.3.1865 'r'\ * 4' i ^ SÍMI: Gronít s/f 1 j HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR 565 2707 FAX: 565 2629 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIDIR -M- MflHflBERG LLJJ ERFISDRYKKAN WnJpliiealiir I Aíimnln A Pimi RðR.Rfl/ifl Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 + Þökkum innilega auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, SIGURKARLS STEFÁNSSONAR stærðfræðings. Börn og tengdabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.