Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 -T.....-.... .......... MINNINGAR Faðir minn, afi og bróðir, HILMAR SIGURJÓN PETERSEN, er látinn. Jón Grétar Laufdal, fris Laufdal, Guðriður Helgadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNG. K.JÓNSSON, Fífuseli 8, lést á heimili sínu laugardaginn 14. október. Halldóra Guðmundsdóttir, Atli Gunnar Jónsson, Anna María Jónsdóttir, Guðlaugur Sigurðsson, Kristjón Jónsson, Anna María Gunnarsdóttir, Valgeir Örn Kristjónsson, Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Guðrún Helga Guðlaugsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI VALMUNDSSON fyrrv. umdæmisstjóri, Espilundi 5, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 18. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Anna Pétursdóttir, Árni Árnason, . Margrét Þorvarðardóttir, Valmundur P. Árnason, Ingibjörg Ringsted og afabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir, FINNBOGI JÓN RÖGNVALDSSON húsasmíðameistari, Hlíðarbyggð 19, Garðabæ, lést 14. október sl. Hann verður jarðsunginn frá Vídalíns- kirkju laugardaginn 21. október kl. 13.00. Kolbrún Sigfúsdóttir, Elfa Dögg Finnbogadóttir, Linda Bára Finnbogadóttir, Hulda Guðný Finnbogadóttir, Helgi Hólmar Ófeigsson, Rögnvaldur Finnbogason, Hulda Ingvarsdóttir, Ingvar Rögnvaldsson, Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okk- ar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, GI'SLA V. GUÐLAUGSSONAR fyrrv. yfirverkstjóra ívélsm. Héðni, Laugarnesvegi 57. Snorri Gíslason, Guðlaugur Gíslason, Anna Lárusdóttir, Þorieifur Gfslason, Una Gísladóttir, Sjöfn Sigurgeirsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Þorbjörg Finnsdóttir, Eyjólfur Reynisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BENEDIKTS HARALDSSONAR bónda, Vestri-Reyni, Innri-Akraneshreppi. Ágústa Þorsteinsdóttir, Elfsabet Unnur Benediktsdóttir, Benóný Halldórsson, Frfða Benediktsdóttir, Eymar Einarsson, Valný Benediktsdóttir, Ingibergur Jónsson, Haraldur Benediktsson, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, Jón Eirfkur Einarsson, Þórunn Valdfs Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Anna Guðrún Frímannsdóttir var fædd á Hamri á Þelamörk i Hörg- árdal 20. apríl 1912. Hún lést í Reykjavik 9. október 1995. Foreldrar hennar voru Frímann Guð- mundsson, bóndi á Efstalandi í Öxna- dal, f. 12. október 1878, d. 20. mars 1926. Móðir hennar var Margrét Egedia Jónsdóttir, f. 1. september 1876, d. 2. maí 1956. Anna var næst- yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Elst var Sigurbjörg, f. 1906, d. 1991, Guðmundur, f. 1910, d. 1986, Anna, og Ásta f. 1921. Anna stundaði nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi veturinn 1932-1933. Hún vann ýmis störf, í vist og kaupavinnu, auk þess sem hún starfaði sem saumakona í fjölmörg ár. Anna giftist Sigfúsi Sigmundssyni, kennara, frá Gunnhildargerði, 13. janúar 1938. Sigfús var LÁTIN er Anna Guðrún Frímanns- dóttir eftir nokkuð langt sjúkdóms- stríð. Hin jarðnesku starfstæki henn- ar voru orðin illa starfhæf og þó að nánustu ættingjar og vinir séu harmi slegnir þá held ég að við getum álykt- að líkt og Einar Benediktsson gerði í eftirfarandi versi: Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? Þegar ég við andlát Önnu lít tii baka, þá er samleið okkar orðin nokkuð löng eða nálægt 46 árum. Hugurinn nemur þá staðar við horfn- ar stundir mér dýrmætar og ógleym- anlegar. Vorið 1948 kom ég ásamt Margréti heitinni systur minni í fyrsta sinni til Reykjavíkur í atvinnu- leit. Sigfús, föðurbróðir okkar, tók á móti okkur og fyrstu dagana í höfuð- borginni dvöldum við á heimili þeirra Önnu í góðu yfirlæti þó svo að húsa- kynnin væru varla nema fyrir fjöl- skylduna. Tveir elstu synir þeirra, Baldur og Sigmundur, voru þá á barnsaldri en yngsta soninn, Rúnar, bar Anna þá undir belti. Allt frá þessari fyrstu dvöl okkar systra á heimili Önnu og Sigfúsar áttum við athvarf ef með þurfti og nutum fyrir- greiðslu og gestrisni þeirra hjóna. Ég minnist allra jólanna sem ég dvaldi með fjölskyldunni, allt til þess tíma að ég stofnaði eigið heimili. Jólahaldið á aðfangadagskvöld er mér sérstaklega minnisstætt sökum þeirrar reglufestu sem einkenndi það og myndarskapar húsfreyjunnar í matargerð og öllu húshaldi. Yfir jóla- hátíðinni í Blönduhlíðinni hvíldi frið- ur og kyrrð þó að þrír drengir á ólík- um aldri væru í ijölskyldunni. Á jóla- dag var okkur systrum einnig boðið í hádegismat ásamt heimilisvini þeirra hjóna, Einari Loftssyni, mikl- um guðspekingi og hugsuði. Það var ákaflega fróðlegt og uppbyggjandi að hlusta á samræður Einars og hjón- anna. Ég minnist stóru fjöiskylduboð- anna þegar fagnað var merkisat- burðum í fjölskyldunni. Má þar nefna fermingarveislur, stúdentaveisiur, fæddur 11. apríl 1905 og lést 15. jan- úar 1990. Þau eign- uðust þrjá syni: 1) Baldur Frímann, f. 4. maí 1939, læknir í Reykjavík. Kona hans er Halldóra Þorbjörg Halldórs- dóttir. Börn þeirra eru Örn, f. 1967, Sigfús, f. 1969, og Anna Helga Eydís, f. 1976. 2) Sig- mundur, læknir á Akureyri, f. 26. júlí 1945. Kona hans er Ingibjörg Benediktsdóttir. Syn- ir þeirra eru Marion Pétur, f. 1969, Sigfús Þór, f. 1973, Bene- dikt, f. 1980 og Haraldur, f. 1980. 3) Rúnar Ingimar, raf- magnsverkfræðingur í Reykja- vík, f. 10. janúar 1949. Kona hans er Björg Östrup Hauks- dóttir. Þeirra börn eru Einar Þorbjörn, f. 1976, Marta Mar- grét, f. 1982, og Sigrún Birna, f. 1991. Útför Önnu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. afmælisveislur og fleira mætti telja. Sigfúsi og ekki síður Önnu ásamt Guðlaugu, systur Sigfúsar, eigum við systkinabörn Sigfúsar og okkar af- komendur það að þakka að við kynnt- umst á heimilum þeirra og treystum fjölskylduböndin sem varð hvati að því að við gáfum út ættarbók, Niðja- tal Gunnhildargerðisættar. Ég minnist fallegu sparikjólanna sem Anna saumaði fyrir mig á þeim tímum sem ekki var til siðs að kaupa tilbúin föt sökum verðlags og lítils úrvals. Að síðustu minnist ég heim- sókna minna til Önnu eftir að hún var orðin ekkja, þá kynntist ég nýrri hlið á henni. Hún sagði mér frá upp- vaxtarárum sínum og þeim tíma í lífi hennar sem liðinn var áður en við kynntumst. í þessu notalega spjalli okkar kynntist ég áhuga henn- ar á dulspeki og menningu horfinna kynslóða. Nú tilheyra þessi minning- arbrot horfnum stundum sem gott er að ylja sér við. Anna var Eyfirðingur að ætt og ólst hún upp í foreldrahúsum til 17 ára aldurs. Á þeim tímum var lífsbar- áttan hörð og ungar stúlkur áttu ekki margar kost á skólagöngu í framhaldsskólum. Anna var góðum gáfum gædd bæði til munns og handa og til þess að geta farið í skóla réð hún sig í vist og kaupa- vinnu yfir sumartímann sem gerði henni fært að stunda nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1932-1933 og óhætt er að segja að henni nýttist nám þetta vel á lífsleið- inni þó að stutt væri. Anna fluttist til Reykjavíkur árið 1935 og þar kynntist hún manni sín- um, Sigfúsi Sigmundssyni kennara. Þau gengu í hjónaband 13. janúar 1938, en snemma á hjúskaparárum þeirra eða árið 1941 veiktist Sigfús af berklum í baki og lá í nærri þrjú ár á Landspítalanum. Forsjá heimilis- ins þessi ár hvíldi mest á herðum Önnu. Elsti sonur þeirra var aðeins tveggja ára þegar Sigfús veiktist. Á þeim tímum voru engin barnaheimili til að hjálpa upp á sakirnar. Anna valdi þá þann kost að taka að sér heimavinnu og með saumaskap sem hún var mjög fær í sá hún fyrir heim- ilinu að mestu leyti þessi ár. Eftir að Sigfús komst til nokkurrar heilsu hélt Anna áfram að taka sauma heim og var því vinnudagurinn oft langur. Nokkuð annasamt var á heimilinu. Þar dvöldu oft ættingjar Sigfúsar utan af landi sem voru að leita lækn- ishjálpar eða atvinnu í lengri eða skemmri tíma._ Tekjuöflun Önnu í sambandi við saumaskapinn var mikil hjálp við framfærslu heimilisins og ekki síst kom hún sér vel þegar þau byggðu ásamt Magnúsi Árnasyni múrara fjórbýlishúsið Blönduhlíð 31, en þar var heimili þeirra til dauðadags. Sig- fús lést 15. janúar 1990. Anna var ákaflega myndarleg húsmóðir, ég minnist ekki að hafa komið á heimili sem jafnast á við heimilið í Blönduhlíðinni í þrifnaði, umgengni og reglusemi. Hjónin voru bæði miklir uppalendur, þau báru hag og menntun sonanna og einnig barnabarnanna fyrir bijósti. Þau studdu syni sína til framhaldsnáms og uppskáru þau laun að allir eru þeir vel menntaðir, tveir eru læknar og einn verkfræðingur og það sem mikilvægast er þó, að þeir eru allir góðir menn og nýtir þjóðfélagsþegn- ar. Anna var mörgum góðum hæfi- leikum gædd samfara miklum mann- kostum. Hún var fríð kona ásýndum, tiginmannleg í allri framkomu, vel greind, hún var vinaföst, stórlynd höfðingskona. Anna sóttist aldrei eftir neinu fyrir sjálfa sig og ætlað- ist ekki til neins og ekkert var ijær henni en að láta á sér bera eða líta upp til sín. Hún vann sitt lífsstarf með þögulli þjónustulund fyrir fjöl- skylduna og aðra samferðamenn. Nú er löngum farsælum vinnudegi lokið og margs er að minnast bæði gleði og sorga sem mættu henni á lífsveginum. Ég vil þakka Önnu fyrir allt sem hún var mér og systkinum mínum og bið henni blessunar Guðs á nýjum leiðum handan grafar og dauða. Öllum ástvinum hennar votta ég dýpstu samúð. Guðrún I. Jónsdóttir. Anna Guðrún Frímannsdóttir, tengdamóðir mín, hefur fengið hvíld- ina eftir langvarandi veikindi. Það verður tómlegt án hennar - minning- amar streyma fram. - Fyrsta heimsókn mín til hjónanna, Sigfúsar og Önnu, - hlýjar mótttök- ur og mér var strax tekið eins og einni úr fjölskyldunni. - Sláturgerð - tengdaforeldrarnir vinna samhent - Sigfús sker mörinn og við sitjum og saumum - allt þvottahúsið er undirlagt - hin rétta hauststemmn- ing er komin í Blönduhlíðina. - Jólin nálgast - laufabrauðgerð í eldhúsinu - allir skera eins listrænt og þeir framast geta - en með misjöfnum árangri! Brauðin þó alltaf næfurþunn og fín eins og húsmóðurinnar er von og vísa. Afgangur deigsins verður að pörtum sem borðaðir eru strax með ijúkandi kaffinu. Barnabörnin koma eitt af öðru - leitað er í fataskápnum eftir stóru Macintoshdósinni með dótinu - í bíla- og boltaleik með ömmu. Ótal minningar frá glæsilegum kaffihlaðborðum með fjölskyldunni, á jólum, afmælum, stórhátíðum. Síðar, eftir lát Sigfúsar, oft í heim- sókn til okkar - alltaf jafn huggu- leg, vel til höfð, brosandi þrátt fyrir erfið veikindi hin síðari ár. Ég þakka samfylgdina og sendi sonum hennar og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Björg. Mig langar til að minnast Önnu Frímannsdóttur með örfáum orðum. Anna var einstök dugnaðarkona. í veikindum eiginmanns síns, Sigfúsar Sigmundssonar, vann hún fyrir heim- ilinu með saumaskap og kom sonum sínum þremur til mennta, læknunum Baldri og Sigmundi, og verkfræð- ingnum Rúnari. Hjá Önnu var allt til fyrirmyndar, t. d. heimilið, og hún var af þeirri kynslóð sem lét sig útlit og klæða- burð miklu varða. 1 stuttu máli sagt var hún einstaklega myndarleg kona og dæmigerð fyrir sína kynslóð. Anna Frímannsdóttir lét sig aldrei vanta þegar fjölskyldan kom saman. Þar verður hennar sárt saknað. Jytte Lis Östrup. t Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu samúð og vinarhug við andlót og jarðarför bróður okkar, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR, Laugateigi 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Félagi heyrnarlausra og Kristjönu Mjöll. Guð blessi ykkur öll, Systkini og aðrir aðstandendur. ANNA GUÐRUN FRÍMANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.