Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Mannréttindi eldri kvenna MÁLEFNI kvenna hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðustu áratugi. í kjöl- far þessara umræðna hafa mannréttindi kvenna orðið umræðu- efni. Á íslandi er laga- legur réttur kvenna vel tryggður, a.m.k. ef miðað er við réttleysi kvenna í hinum ýmsu samfélögum. Eigi að síður hafa íslenskar konur orðið að viður- kenna þá staðreynd að mannréttindi þeim til handa eru önnur í orði en á borði. Þetta á ekki hvað síst við um eldri konur. Hvað eru mannréttindi? Þeir þættir sem helst koma inn í umræðuna þegar rætt er um mannréttindi eru félagsleg réttindi, efnahagsleg réttindi og menningar- leg réttindi. Þannig er almennt álit- ið að almenn velsæld og viðunandi lífsgæði grundvallist á að stjórnvöld fullnægi þessum þáttum. Auk þess er einnig talið að allir eigi að njóta borgaralegra og stjórn- málalegra réttinda án afskipta stjórnvalda. Allavega er viðurkennt að norræn velferðarsamfélög eiga rætur að rekja til slíkra hugmynda. Efnahagsleg réttindi eldri kvenna Ætli við getum ekki öll verið sammála um að á íslandi er almenn velsæld. í fljótu bragði finnst okkur að ekki séu framin mannrétt- indabrot hér. Eða hvað? Ef við berum saman efnahagslegt öryggi eldri karla og kvenna kemur í Ijós að eldri konur hafa al- mennt mun rýrari ráð- stöfunartekjur en karl- ar. Samt sem áður tryggir samfélagið kynjunum sömu eftir- launagreiðslur og ekki hefur kynferði áhrif hvenær á lífsferlinum þessar greiðslur hefj- ast. Þessi mismunun kemur hins- vegar til, vegna þess að þorri þeirra kvenna sem nú er á eftirlaunaaldri hefur ekki rétt á greiðslum úr lífeyr- issjóðum. Lífsstarf þeirra var á heimilun- um, að fæða og ala önn fyrir okkur sem nú erum máttarstólpar samfé- lagsins. Þessi störf voru ólaunuð og þeim fylgdu ekki þau réttindi að vinnuveitandinn greiddi ákveðna prósentu, sem tæki mið af launum þeirra, í lífeyrissjóð. Þær eldri konur sem voru á hin- um almenna vinnumarkaði hafa fram til þessa dags borið mun minna úr bítum en jafnaldrar þeirra, karlkyns, og hafa því mun lægri lífeyrisgreiðslur þegar starfsævinni lýkur. Ráðstöfunartekjur margra eldri kvenna eru því afar rýrar og vart Sigurbjörg Björgvinsdóttir Við framsóknarkonur trúum því, segir Sigur- björg Björgvinsdóttir, að með samvinnu kynj- anna sé helst að vænta árangurs í þessu mann- réttindamáli. hægt að segja, kinnroðalaust, að þessi hópur þjóðfélagsins njóti efna- hagslegra réttinda og þeirra mann- réttinda sem þeim fylgja. Samvinna kynjanna Nú dettur mér ekki í hug að ætla að karlar vilji konum sínum, mæðrum og dætrum svo illt að þeirra mannvirðingu sé misboðið á efri árum. Þvert á móti held ég að karlar vilji að konur fái sömu laun fýrir „jafnverðmæt og sambærileg störf“, eins og segir í jafnréttislög- unum. í jafnréttisáætlun ríkisstjórnar- innar segir að „kerfisbundið mat eigi að fara fram á störfum ríkis- starfsmanna" þannig að mögulegt verði að framfylgja þessu ákvæði jafnréttislaganna. Við framsóknar- konur trúum því að með samvinnu kynjanna sé helst að vænta árang- urs í þessu manréttindamáli. Aðeins með því að launajafnrétti kynjanna verði að veruleika er hægt að tryggja efnahagsleg rétt- indi eldri kvenna. Um þetta og margt fleira verður fjallað á Lands- þingi okkar framsóknarkvenna, sem haldið verður í Kópavogi dag- ana 20.-22. október. Höfundur er formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópa- vogi. Grófgun til missis mennsku MIÐVIKUDAGINN 6. sept. 1995 klukkan að ganga 10 að morgni lagði ég leið mína inn á hárklippingarstofu í þeirri höfuðborg sem heitir í Mjódd. A með- an ung stúlka starfaði að höfðinu á mér fór ég að taka eftir því sem heyrðist úr út- varpsviðtæki sem hún hafði í sambandi álengdar. Þetta virtist vera spilun hljómlistar með tali á milli. Karl- maður einhver, fremur ungur, var þarna að látast vera ekki vitund Davíð Erlingsson fyndinn, heldur settlega og alvarlega talandi BRETTALYFTUR HVERGI BETRA VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 stgr. Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. um þá feiknlegu sprengingu sem borizt hefði úr suðurhöfum og hrist alla heims- byggðina og heims- menninguna, þegar" stórmerkur fatameist- ari eða fleiri fóru þangað til þess að baða sig í skírgrænum sjó og kynna þaðan ver- öldinni nýtt snið bað- klæða, æskilega smárra, handa ítur- drósum. Fyrirbærinu fann síðan einn frábær snillingur það ráð að nefna það eftir úthafs- eyjunum þessum: Bikini. - Ekkert af þessari ræðu man ég orðrétt, veit ég vel, en hún var um þessa „sprengingu", vitandi það og leik- andi á það (án þess að nefna það) að fréttin um aðra sprengingu ný- orðna í suðurhöfum á öðrum svip- uðum eyjum var nýkomin inn í vit- und áheyrenda útvarps þennan morgun: kjarnorkusprenging Frakka neðan sjávarbotns í gíg Mururoa-eyjarinnar. Og svo spilaði maðurinn raul stelpu um . . „teeny weeny / yellow polka-dot bikini“- . . -flíkina og, að ég ætla, kitlandi unaðsemd hálfnektarinnar fyrir siðmenntaðan vesturlandabúa; en ég man ekki textann. Ekki bar á tilfinningu fyrir því, að fólki mætti hér þykja helzti ólíku saman jafnað, eða að um of skelfi- lega og alvarlega hluti væri að fást til þess að hafa mætti þá að leik í tilfinningalausu gaspri, fara með hvað sem er yfír hvern sem er og láta sem ekkert sé, vita ekki af því að svona skynleysi gæti komið illa við þá sem ekki eru orðnir að .búfé Að mínu viti var hér um að ræða stórkarlalegt dæmi þeirrar grófgunar í almennri skynjun, seg- ir Davíð Erlingsson. sem reka mætti til slátrunar án þess að því fyndist sá rekstur eigin- lega koma sér við. Eða eru þessi orð mín aðeins forneskjutaut manns sem ekki skildi hve þetta var fyndið og snjallt? Það geri lesandi 'þessara orða upp við sjálfan sig. En að mínu viti var hér um að ræða stór- karlalegt dæmi þeirrar grófgunar í almennri skynjun sem virðist vera að gerbreyta öllu mannlífi. I fjöl- miðlunum og þeim heimi sem tekur mótun sinni af þeim ágerist upp- blástur þess greinarmunar í merk- ingum sem æ virðist hafa verið meginatriði menningarinnar. Það greinarleysi eða greinarmun- arleysi, sem þannig verður, er í ver- unni andlegt straumleysi, af því að ekki er lengur spenna milli plús og mínus á rafhlöðu hugarins. Þegar svo er komið, verður maðurinn til- finningalaus, og vitanlega á end- anum bæði menningarlaus og mál- laus, hættur að vera til sem mann- eskja með heimkynni í mannheimi sem einkennist af „siðmenningu“. Af hverju gæti slíkt stafað? Ein veruleg ástæða, samfara allri ann- arri grófgun sem á gengur, er vitanlega ofáreitingin á nútíma- manninn, sem neyðir hann í varnar- stöðu, til að útiloka frá sér eins mikið og hann getur, og það getur leitt hann áleiðis til þess búfénaðar- lífs greinarmunarleysisins, sem er í raun og veru lífleysi hans sem manns, dauði. Höfundur er háakólakennari. Greinin er endurbirt vegna mistaka við fyrri birtingu. Að skynja tækifærin NÝ ÍSLENSK vara er að hasla sér völl á heimsmarkaðnum. Hér er um að ræða skynjarakerfi fyrir frystiiðnaðinn sem framleidd eru af fyrirtækinu RKS-skynjara- tækni á Sauðárkróki. Margir hafa hvatt mig til að segja sögu þessar- ar nýju íslensku hátæknivöru með það fyrir augum að sýna dæmi um vel heppnaða rannsóknarsam- vinnu og hvetja til dáða. Á stúdentsárum mínum vann ég á sumrin í frystihúsum í Vest- mannaeyjum. Morgun einn í júlí þegar fólk kom til vinnu hafði vinnslusölum verið lokað vegna ammón- íaksmengunar. Sprungið hafði leiðsla um nóttina og starfs- maður brennst illa við að reyna að loka kerf- inu. Hann hafði verið fluttur til Reykjavíkur í sjúkraflugvél. Atvik- ið festist mér í minni. Tuttugu árum síðar voru nokkrir starfs- menn Háskólans og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins að vinna að athugun á beitingu svokallaðrar hálfleiðaratækni til að greina gæði í ferskum fiski. Minn- ugur reynslunnar úr frystihúsinu tók ég hliðarspor meðfram verk- efninu og hannaði einfalt skynj- arakerfi sem gat mælt ammóníak og freon í lofti. Skynjarinn var prófaður í frystihúsi og reyndist vel. Hugmyndin var að hann gæti numið leka t.d. að næturlagi, sett viðvörunarkerfí í gang og hringt sjálfvirkt til verkstjóra eða vakt- manns. Ég kostaði þetta sjálfur vegna þess að heppnin var ekki með mér í styrkumsókn til rann- sóknasjóðs. Veðjað á landsbyggðina Þegar frumgerð tækis lá fyrir var ljóst að þarna blasti líklega við ágætt viðskiptatækifæri á sviði hátækni. Æskilegt var að þró- unarumhverfið innihéldi fisk-, kjöt- og mjólkuriðnað. Á þessu stigi tók ég ákvörðun sem engin hefð var fyrir og margir viðmæ- lendur töldu full djarfa. Fremur en að stuðla að þróun vörunnar í hlýju Reykjavíkur hafði ég sam- band við iðnráðgjafa á lands- byggðinni. Fyrir valinu varð Norð- urland vestra, þar sem matvæla- framleiðsla er töluverð en engin reynsla var af hátækniframleiðslu. Iðnráðgjafinn stefndi fulltrúum rafmagnsverkstæðis Kaupfélags Skagfirðinga suður á fund um málið. Við verkstæðið' unnu á annan tug manna og fengust við viðgerð- ir og uppsetningarvekefni á breiðu bili, allt frá kælitækjum til sjón- varpskerfa. I fyrirtækinu var mik- ill áhugi á þróunarverkefnum með framleiðslu og markaðssetningu í huga. I stuttu máli urðu viðbrögð KS undraverð. Skipuð var stjórn verk- efnisins. Kerfin hlutu vörumerkið RKS. Strax var ráðist í ítarlega markaðskönnun og vöruþróun og fyrstu kerfin sköpuð á innan við einu ári. Með aðstoð Utflutnings- ráðs var unnið að erlendum sam- skiptum og náðist samband við , fulltrúa danska kælitæknifyrir- tækisins SABROE á alþjóðlegri kælitækjasýningu í Niirnberg. SABROE ákvað að velja íslensku RKS-kerfin og óskaði eftir að setja þau inn í kælikerfi sín, sem eiga tugmilljarða hlutdeild í heims- • markaði. Búist er við nýjum reglu- gerðum í Evrópu sem skylda notk- un viðvörunarkerfa í kæliiðnaði. Málið hefur verið í stöðugri sókn og notið aðstoðar ýmissa aðila hérlendis sem styðja slíkar fram- kvæmdir. Byggðastofnun aðstoð- aði t.d. við verkefnið. Kostnaður sem nú nemur um tveimur tugum milljóna hefur verið borinn að langstærstum hluta af KS. Hið nýja Rannsóknaráð studdi hluta- stöðu rafmagnsverkfræðings í fyr-' irtækið. Því starfi gegnir nú ný- menntaður rafmagnsverkfræðing- ur frá HÍ. Verkfræðifyirtækið RT í Reykjavík vann að örtölvumálum kerfis- ins. Á Sauðárkróki flutti RKS í nýtt og veglegt húsnæði. KS kom á fót sérstakri stöðu gæðastjóra sem m.a. skyldi undirbúa ferli skynjaranna í gegn um nálaraugu ISO 9000-gæðavott- unarkerfisins. Þetta er einn af höfuðlyklum eriends markaðar. Allt stjórnunarumhverfi fyrir norðan hefur ein- kennst af fag- mennsku. Heimamenn ganga ótrauðir til verks og ekki vottar fyrir vanmætti hins smáa byggðarlags. Smugur fullar af tækifærum Þrotlaust starf er framundan og aldrei laust við boðaföll; slíkt er eðli metnaðarfullra vekefna á í þessum smugum þekkingariðnaðarins, segir Þorsteinn I. Sigfússon, hygg ég að liggi framtíðartækifæri þjóðfélags með mennt- unar- og þróunarstig okkar íslendinga. sviði hátækni. Viðtökur vörunnar eru góðar. Búist er við að RKS- skynjaratækni verði hlutafélag frá áramótum. Þá verða liðin þrjú ár frá upphafi þessarar samvinnu. Ýmislegt bendir til að fyrirtækið geti talist til stærri rafeindafyrir- tækja landsins áður en langt um líður. Blessun þessa verkefnis hefur 'verið öguð samvinna margra aðila undir háleitu markmiði. Rann- sóknarverkefni sem skírskotaði til markaðsreynslu reyndist far- sælt. Rótgróið fyrirtæki var til- búið að hasla sér völl á nýju sviði þekkingariðnaðar og lagði í þá langtímafjárfestingu. Stoðaðilar þróunar í landinu lögðu verkefn- inu lið. Nokkurn lærdóm rríá draga af verkefninu. í þekkingariðnaði sem þessum búa menn sér til eigin „smugur“. Þetta eru smugurnar sem enskan kallar „niche“. Þar er auðlindin ekki takmörkuð og menn ráða sjálfír möskvastærð og veiði- aðferðum. í þessum smugum þekkingariðnaðarins hygg ég að liggi framtíðartækifæri þjóðfélags með menntunar- og þróunarstig okkar íslendinga. Höfundur er prófcssor við Há- skóla Islands og framkvæmda- stjóri Vcrkfræðistofnunar HI. Þorsteinn I. Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.