Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Iðandi undiralda BJÖRG Þorsteinsdóttir: Rek. MYNDLIST Norræna húsiö MÁLVERK Björg Þorsteinsdóttir. Opið alla daga kl. 14-19 til 22. október. Aðgangur kr. 200. BJÖRG Þorsteinsdóttir hélt síð- ast stóra einkasýningu í Hafnar- borg fyrir rúmum tveimur árum og sýningin að þessu sinni er í rök- réttu framhaldi af því sem þar gat að líta; verkin sem hún sýnir nú eru unnin á síðustu tveimur árum og hér er bæði að finna stór olíu- og akrýlmálverk sem og minni myndir unnar í gvass og vatnsliti á pappír. Sem fyrr eru það einkum úr- vinnsla litanna, frjálst línuspil og samvinna formanna í óhlutbundum fletinum, sem eru helstu viðfangs- efni listakonunnar. Þeir sem hafa fylgst með verkum hennar í gegn- um tíðina munu þó eflaust taka eftir nokkrum breytingum sem eru teknar að gerjast í myndlist henn- ar. Er einkum fróðlegt að bera sam- an gvass- og einkum vatnslita- myndirnar annars vegar og stærri málverkin í því sambandi, þar sem finna má nokkra vísun á milli þess- ara ólíku vinnuaðferða. í vatnslitamyndunum (sem oft munu vera fyrsta skrefið í vinnu listakonunnar) blandast litfletirnir stundum nokkuð vel (nr. 23 og 26), en þó er það línuspilið, sem heillar áhorfandann mest í þessum litlu flötum; þessir fjörlegu taumar á mismunandi litgrunni (t.d. nr. 25, 30) eiga sér einnig samsvörun í gvassmyndunum (t.d. 19, 17), sem eru enn minni þannig að línurnar þekja flötinn nær algjörlega og grunnlitirnir verða aukaatriði. í stóru málverkunum breytast þessi áhersluatriði nokkuð þó mynd- byggingin sé á stundum hin sama. Þær breytingar sem helst má nefna í þessum verkum Bjargar snúa að notkun hennar á formum og línum, en hún er nú að breytast frá því að vera að mestu bundin við lóð- rétta og lárétta ása flatarins í að nota ekki síður skáliggjandi form og óreglulega afstöðu þeirra ofan á þeirri iðandi undiröldu litanna, sem enn er mikilvægasti grunnur þessa formspils í málverkum. Sem fyrr eru það hin mildu blæ- brigði sem mestu ráða í málverkun- um. Litirnir eru síkvikir undir yfir- borðinu, hvort sem meginblærinn byggir á bláum, gulum eða appel- sínugulum grunni, sem aðrir litir skjótast fram úr eða leita undir. Björg vinnur þessi málverk að lík- indum í pörum, og er athyglisvert að bera saman verk eins og „Svif 1“ (nr. 3) og „Svif 11“ (nr. 10), „Teikn“ (nr. 5) og „Gult rek“ (nr. 9) og loks „Slóðir" (nr. 1) og „Yfir sjó og land 11“ (nr. 8), þar sem lit- irnir sindra í fletinum. „Rek“ (nr. 2) sýnir svo vel hinn staðfasta grunn sem iistakonan vinnur út frá, þar sem litbrigðin mætast meðal ríkulegra formþátta, sem hafa lengi verið svo áberandi þáttur í verkum hennar. Hér er á ferðinni vönduð sýning þroskaðrar listakonu sem listunn- endur eru hvattir til að láta ekki fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson Olíkleg samsetning Í SÍÐSUMARHEFTI bandaríska tímaritsins Living Blues er dómur um geisladisk sem tekinn var upp hér á landi í heimsókn L. McGraw- Beuchamp, sem kallast Chicago Beau, og Jimmy Dawkins til ís- lands 1991, en undir leikur hljóm- sveitin Vinir Dóra. Diskurinn er endurútgefinn, en kom út hér á landi frá útgáfunni Platonic Rec- ords á sínum tíma. Dóminn skrifar Steven Sharp og hann hefur orð á því að ólík- legri samsetning sé vandfundin, en þegar gestirnir og heimamenn nái saman sé niðurstaðan ánægju- leg. Sharp segir að bassa- og trommuleikur sé ekki í anda blús- hefðarinnar, en samt sem áður ánægjulegur. í dómnum segir að Dawkins, sem er einn þekktasti blúsgítar- leikari heims, hafi upp frá þessari heimsókn iðulega sagt Guðmund Pétursson vera sinn uppáhalds gít- arleikara og á disknum sannist að Dawkins geti verið stoltur af þess- um skjólstæðingi sínum. Hryn- sveitin fær ekki eins lofsamlega dóma, en Sharp finnur það henni til málsbóta að undirleikararnir hafí verið unglingar þegar platan var tekin upp. Breskir dómar um Blás- arakvintett Reykjavíkur Hilmar Jensson og Dofínn BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur. BRESKA útgáfan Chandos gaf út fyrr í sumar geisladisk með leik Blásarakvintetts Reykjavíkur, þar sem kvintettinn leikur/ranska tónlist. Undanfarið hafa birst dómar um diskinn í breskum tón- listarblöðum og dagblöðum. í októberhefti tónlistartímarits- ins Grammophone skrifar Chri- stopher Headington um diskinn og segir meðal annars að hann hafi haft gaman af að hlýða á diskinn, en hafi ekki pláss til að gera hverju verki skil fyrir sig. Hann ber lof á verkin sem létta og skemmtilega tónlist, en segir að þótt hann eigi eflaust ekki -eft- ir að leika diskinn oft sé það vegna þess að verkunum svipi svo sam- an. Smekkmenn á blásturstónlist muni þó kunna að meta hann, enda séu meðlimir Blásarakvint- ettsins afbragðs hljóðfæraleikarar og upptakan góð. í októberhefti BBC Music Magazine skrifar Christopher Dingle um diskinn og hefur mál sitt á að hann hafi valdið sé dálitl- um vonbrigðum. „Meistaraverk geta falið miðlungsspilamennsku en efnisskrá minniháttar verka þarf innblásnari leik en Blásara- kvintett Reykjavíkur býður uppá.“ í lok dómsins segir Dingle að disk- urinn sé til þess fallinn að grípa sjajdan til hans. í The Times 23. september sl. skrifar Hilary Finch um diskinn og gefur honum þijár stjörnur. Hún segir að því miður heyri Eng- lendingar of sjaldan til blásara- kvintettsins, en heyra megi fágað- an og hugmyndaríkan leik hans á Chandos-disknum. Finch ræðir um efnisskrána, sem henni finnst af- skaplega skemmtileg og kvintett- inn flytji firna skemmtilega. NÝLEGA kom út geisladiskurinn Dofinn með tónlist gítarleikarans Hilmars Jenssonar á vegum Jazzís, sem er útgáfusamlag jazzdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Tónlistina samdi Hilmar á síðastliðnum þremur árum og hefur flutt hlutá hennar við ýmis tækifæri inn- anlands og utan og þá oftast með þeim lista- mönnum sem við sögu koma á disknum. Þeir eru saxófónleikararnir Chris Speed, Tim Berne og Andrew D’Angelo, sem eins og Speed leikur einnig á klarinettur. Trommuleikar- inn Jim Black er fjórði Bandaríkja- maðurinn sem leikur með Hilmari en þeir eru taldir í fremstu röð tón- listarmanna í New York sem kann- að hafa samband skrifaðrar og spunninnar tónlistar. Einnig leikur bassaleikarinn Skúli Sverrisson í nokkrum lögum á diskinum.en hann hefur verið búsettur í New York undanfarin ár. Á diskinum eru sjö verk, öll eftir Hilmar utan eitt verk sem er spuni Hiimars og Skúla. Hilmar lýsir verkum sínum svo í kynningu: „Tónlistin einkennist af þeim hljóð- heimi sem mín kynslóð hefur alist upp við. í henni má heyra áhrif frá dægurlögum, jazzmúsík og annarri 20. aldar tónlist. Höfuðáhersla er lögð á spuna en leitað nýrra leiða í tengslum hans við hina skrifuðu tónlist. Þrátt fyrir mikil- vægi þess að semja tón- listina fyrirfram er vægi þeirra sem hana flytja jafnmikið og því ákaf- lega mikið atriði að hafa með sér tónlistarmenn sem geta unnið úr skilaboðum nótn- anna og komið þannig jafnvel höf- undinum á óvart. Þó svo að tónlist- in hafi verið samin með þessa hljóð- færaleikara í huga þá fer flutningur þeirra alltaf fram úr mínum björt- ustu vonum og ég er á eftir DOF- INN.“ Upptaka og hljóðblöndun fór fram í Systems II í Brooklyn í New York í júní 1995. Upptökumaður var Joe Marciano, upptökum stjórn- aði Tim Berne og Þorsteinn Jónsson annaðist stafræna úrvinnslu. Myndasmiðja Austurbæjar sá um hönnun umslags. MYNDLIST Gallcrí Birgir Andrcsson INNSETNING Margrét Magnúsdóttir og Frank Reitenspiess. Gallerí Birgir Andrésson: Opið var til 15. okt. GALLERÍ Birgir Andrésson hefur að jafnaði aðeins verið opið einn dag í viku, og sýningar staðið í langan tíma í senn, en nú bregður öðru vísi við; sýningin stendur stutt og er opin daglega, en hér er um að ræða innsetningu frá hendi tveggja listamanna. Frank Reitenspiess átti þátt í tvöfaldri sýn- ingu hér í borginni í sumar, þar sem annars vegar voru settir upp kofar undir nokkrar umferðarbrýr og hins vegar símtól í Nýlista- safninu; þar mátti heyra dularfullan umferðar- þungann á viðkomandi stað úr fjarlægð. Frank vinnur á svipaðan hátt með dulúðina í einföldu verki hér; hann hefur fest pott við gólf með hengilásum, svo ekki sést hvað er Dulúð og munúð undir honum - en þó er ljóst að þar er eitt- hvað persónulegt að finna. Þessi hugmynd - um hinn ósýnilega kjarna verksins - er auðvitað ekki ný, heldur m.a. sótt til Marcel Duchamp sem þannig heldur áfram að vera einn mesti áhrifavaldur mynd- listar á þessari öld; hér er hin vegar farið ágætlega með hugmyndina og lagt að áhorf- endum að reyna sitt besta. Margrét Magnúsdóttir vakti talsverða at- hygli fyrir nokkrum misserum með innsetningu í Gerðubergi, þar sem m.a. var að finna íburðar- mikið borðstofuborð þakið hvítþvegnum svið- akjömmum í einföldum röðum. Hér er um- fangsmesti hluti framlags hennar gamalt rúm, sem fyllt hefur verið vínberum; tilvísanir til vaxtar, þroska, fyllingar og rotnunar stökkva á móti áhorfandanum frá mislitum beijaklösun- um. Ávextir hafa löngum verið notaðir sem tákn munúðar í myndlistinni og staðsetning þeirra hér í rúmi fylgir þessu augljóslega eftir; hin mannlega ímynd ásta og losta verður skemmti- lega ögrandi með þessum hætti. Auk þessa hefur Margrét lagt fram nokkurn fjölda af litlum öskjum sem allar eiga sína fyrri sögu sem skartgripaskrín, vindlakassar, sælgætisdósir o.s.frv. Innihaldið sem hún hefur valið þeim er hins vegar af allt öðrum toga, sem kemur sífellt á óvart, og fylgir með vissum hætti eftir þeirri ímynd, sem fæst af rúminu góða. Hér eru á ferðinni skemmtilegar hugmyndir fijórrar listakonu, sem er vert að hvetja fólk til að kynna sér nánar. Eiríkur Þorláksson Sinfóníu- hljómsveit æskunnar MÖRG verkefni eru á döfinni á næstu misserum hjá Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. í desember hefst námskeið þar sem flutt verða Petruska eftir Shos- takovich og Myndir á sýningu eftir Mussorgsky (Funtek, 1911). Stjórn- andi á námskeiðinu verður Petri Sakari, fyrrum aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Islands. I nóvem- ber og mars verða auk þess haldin helgarnámskeið sem lýkur með tón- leikum eins og venjan er. Stjórn- andi á nóvembernámskeiðinu er Gunnsteinn Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.