Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 25
_____________AÐSEMPAR GEINAR_
Félagshyggja á nýrri öld
ÞAÐ ER fastur liður stjómmála-
umræðna hérlendis að menn vilja
„sameina vinstrimenn" og hafa
miklar áhyggjur af „sundrungu
félagshyggjuaflanna". Að mati
höfundar þessarar greinar hafa
menn ekki gefið nokkrum atriðum
nægilegan gaum í þessum umræð-
um, eða ekki metið þau réttilega,
og greinin er rituð til að bæta úr
þessu að einhveiju leyti.
Mikilvæg undirstaða þefðbund-
innar vinstristefnu og félagshyggju
var andstaða gegn fijálsum mark-
aði og fijálsum markaðsöflum.
Menn mátu það svo að fijáls mark-
aður væri algerlega háður vilja,
valdi og duttlungum fámennrar
yfirstéttar eignamanna, framleið-
enda og seljenda. Menn voru í sjálfu
sér ekki andvígir markaðinum út
af fyrir sig heldur töldu að hags-
munir alþýðunnar væru algerlega
fyrir borð bornir eins og alit var í
pottinn búið, og menn skilgreindu
alþýðuna ýmist sem launafólkið eða
sem smáframleiðendur til sjávar,
sveita og bæja eða allt þetta í senn.
Menn kölluðu sig félagshyggju-
menn, jafnaðarmenn, samvinnu-
menn og sósíalista vegna þess að
þeir vildu beijast fyrir réttindum
og hagsmunum þessa fjölda þar
sem hver og einn var lítill og mátt-
vana og menn töldu sig því þurfa
á samstöðu, félögum og samtökum
að halda.
Nú er vandi vinstrimanna og
félagshyggjumanna ekki síst sá að
þeir virðast ekki átta sig á því að
sjálfur markaðurinn, markaðshag-
kerfið, hefur gerbreyst.
Nú er fijáls markaður í heims-
hluta okkar undir yfírráðum fy'öld-
ans, alþýðunnar, að
verulegu leyti. Mark-
aðshagkerfið hefur
breyst þannig að nú
má tala um kaupenda-
vald á markaði vöru
og þjónustu, og á
vinnumarkaði ráða
seljendur, launafólkið,
a.m.k. jafnmiklu og
fyrirtækin sem kaupa
vinnuna. Á stjóm-
málavettvangi mætti
einnig tala um fijálsan
kosningamarkað og
honum er ráðið með
almennu lýðræði. Lýð-
ræðinu era vissulega
ýmisleg takmörk sett, en byltingin
sem það táknar frá einveldi fyrri
tíma er öllum augljós.
Glæsilegur árangur
Saga þessarar miklu umbylting-
ar er í raun meginþáttur í hagsögu
Vesturlanda á 20. öld. Þetta hefur
gerst með því að magn lífsgæða
hefur margfaldast, ný tækni, þekk-
ing og vitneskja hefur aukist og
gerbreyst og gerbreytt öllum lífs-
háttum. Þekking og upplýsinga-
miðlun er nú að verða drifkraftur
efnahagslífsins en ekki launavinna
og auðmagn með þeim hætti sem
áður var. Um þetta hafa fjölmarg-
ir áhrifamiklir höfundar fjallar og
nægir að minna á rit Alvins Toffl-
ers, og einnig á nýlega bók Peters
Druckers um „Post-Capitalist Soci-
ety“.
Þessa miklu breytingu markaðs-
hagkerfísins má ekki hvað síst
þakka einmitt áhrifum vinstri-
manna og félagshyggjumanna á
umliðnum áratugum í
heimshluta okkar.
Staða vinstrimanna og
fél agshyggj umanna
við upphaf 21. aldar-
innar mótast af því að
þeir þurfa að vega og
meta þennan . glæsi-
lega árangur, einkum
í Norðvestur-Evrópu.
Fylgjendur og varð-
stöðumenn auðmagns-
ins hafa ekki einir sigr-
að, heldur hafa þessi
samfélags- og stjórn-
málaöfl mæst, ekki á
miðri leið heldur á
áfangastöðum sem
enginn sá fyrir.
Hefðbundin vinstristefna og fé-
lagshyggja hafa skilað miklum
árangri engu síður en hefðbundin
hægristefna og auðvaldshyggja.
Allar þessar stefnur hafa runnið
sitt skeið, tapað og sigrað hver
með sínum hætti, og skilað arfi
til framtíðarinnar.
Við upphaf nýrrar aldar er
nauðsynlegt að vinstrimenn og
félagshyggjumenn líti á árangur
starfsins og meti hann skynsam-
lega. Það er t.d. nýr leiðtogi breska
Verkamannaflokksins, Tony Blair,
að gera um þessar mundir. Þetta
hafa t.d. miðflokkarnir á Norður-
löndum gert, og allmargir forystu-
menn norrænna jafnaðarmanna.
Minna má á að John K. Galbraith
benti t.d. á það fyrir nokkrum
árum að breytingarnar í Austur-
Evrópu væru alls ekki í átt til
hefðbundins kapítalisma heldur
þvert á móti miðaðar við að nýta
sér árangur stjórnmála- og stétta-
Hreyfing vinstri- og fé-
lagshyggjumanna vesl-
ast upp, segir Jón Sig-
urðsson í þessari fyrri
grein af tveimur um fé-
lagshyggju á nýrri öld,
ef þeir meta ekki um-
byltingu markaðshag-
kerfisins rétt.
baráttu í Vestur-Evrópu á umliðn-
um tíma til að móta nýtt framfara-
skeið í löndum Mið- og Austur-
Evrópu.
Vinstristefna og félagshyggja á
21. öldinni hljóta að verða öflug
markaðshyggja, miðuð við þennan
nýja og gerbreytta fijálsa markað,
miðuð við að hindra að hann breyt-
ist aftur í fyrra horf eða annað
verra og með því markmiði að
hann þróist áfram öllum almenn-
ingi, lítilmagnanum sérstaklega,
til hágsbóta og til aukins jafnaðar
og réttlætis í samfélaginu. En
hreyfing vinstrimanna og félags-
hyggjumanna mun veslast upp ef
þeir geta ekki metið umbyltingu
markaðshagkerfisins rétt og geta
ekki viðurkennt árangur eigin bar-
áttu.
Ný viðhorf
Ástæða er til að taka nokkur
efnisatriði saman til yfírlits:
Markaðurinn, markaðshagkerf-
ið, hefur gerbreyst; neytendur,
Jón Sigurðsson
fíöldinn, launþegar, smáaðilar o.fl.
hafa náð verulegum völdum og
jafnvel forræði.
Fyrri viðhorf vinstrimanna og
félagshyggjumanna, samvinnu-
manna, jafnaðarmanna, verka-
iýðssinna, lýðræðissinnaðra sósíal-
ista o.fl., hafa ekki brugðist, held-
ur náðu þeir ótrúlega glæsilegum
árangri.
Ný vitneskja og aðferðir í
samfélagsmálum koma í stað rík-
isafskipta og ríkisforræðis sem
áður virtist eina tiltæka úrræðið
til að hrinda umbótum í fram-
kvæmd.
Eftir sem áður þarf að veita
virkt aðhald á fijálsum markaði;
fijáls markaðsöfl geta líka orðið
„villt“; einkahagsmunir geta þok-
að heildarhagsmunum, sjónarmið
skammtíma þokað langtímavið-
horfum; - halda þarf aftur af
„fijáisri" öfgaþróun til ójafnaðar
og misréttis í skjóli aðstöðu og
aflsmunar á fijálsum markaði;
markaðurinn er ekki sjálfvirkur
heldur felur hann í sér samskipti
ólíkra og misviturra manna.
í samfélaginu þarf jafnan að
tryggja að mótvægisöfl geti mynd-
ast og látið til sín taka; John K.
Galbraith fjallaði í riti sínu um
„American Capitalism" um nauð-
syn mótvægisafla, og mótvægis-
kennir.gar hans hafa haldið gildi
sínu t.d. í starfsemi almannasam-
taka hvort sem eru samtök laun-
þega eða neytenda, samvinnufé-
lög, aðild starfsmanna að stjórnum
eða arði, atvinnulýðræði o.fl.
Öll stjórnmálaöfl verða að taka
afstöðu til þeirrar staðreyndar að
þekking og upplýsingamiðlun eru
að taka við af launavinnu og auð-
magni sem helsti orkugjafí efna-
hagslífsins.
Höfundur er lektor við samvinnu■
háskólann á Bifröst.
More 486 66 MHz tiilvur
Frákr. 96.175,-
More Pentínm tölvnr
Frákr. 123.478,-
Frakr. 127.044,
Windows
_______________Upgratle
VViiidows 95 ki‘. 8.500,- Geisladrif frá kr. 12.900,- Afritunarstöðvar 800 MB kr. 22.900,-
Með 2x geisladril’i kr.19.900,- Hljóðkort, 10 hita vfðóma kr. 8.000,-
Við erum f Mörkinni 0 - Sfmi 588 2001 - Fax 588 2062 BOÐEIND