Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Þrennt lést í mjög hörðum árekstri á Suðurlandsvegi vestan Kögunarhóls í Ölfusi Á slysstað á Suðurlandsvegi, vestan Kögunarhóls í Ölfusi. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Arekstur í kjölfar tilraunar til að stöðva ökumann Selfoss. Morgunblaðið. ÞRENNT lést í mjög hörðum árekstri tveggja fólksbifreiða á Suðurlandsvegi skammt vestan Kögunarhóls í Ölfusi um klukkan 18.00 á laugardag. Annarri bif- reiðinni, stórri Chevrolet fólksbif- reið, var ekið á ofsahraða vestur Suðurlandsveg í Ölfusi, þar sem hún fór yfir á öfugan vegarhelm- ing og lenti framan á lítilli Fiat Uno bifreið á austurleið. Árekst- urinn, sem var geysiöflugur, varð í kjölfar aðgerða lögreglu við að stöðva ökumann Chevrolet bif- reiðarinnar sem hún grunaði um ölvunarakstur. Fiat bifreiðin kast- aðist við áreksturinn eina fimmtíu metra til baka og hafnaði utan vegar á móts við Chevrolet bif- reiðina sem staðnæmdist á réttum vegarhelmingi. Hemlaför Chevr- olet bifreiðarinnar mældust 100 metrar. Fullorðið sambýlisfólk, sem var í Fiat bifreiðinni og ungur maður, ökumaður Chevrolet bifreiðarinn- ar, eru talin hafa látist samstund- is. Sambýlisfólkið hét Kristín «Jþna Guðmundsdóttir og Óskar Eiríks- son, en ökumaðurinn ungi hét Þröstur Daníelsson. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkr- alið var kallað út, svo og lögreglu- aðstoð frá Reykjavík og loka þurfti Suðurlandsvegi um Ölfus í tvær klukkustundir með tilheyr- andi umferðartöfum. Báðar bif- reiðamar eru gjörónýtar eftir áreksturinn. Grunur Ieikur á að ökumaður Chevrolet-bifreiðarinnar hafi ver- ið ölvaður. Um kl. 17.30 á laugar- dag barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um óeðlilegt aksturslag bifreiðar á leið austur Hellisheiði. Sjónarvottar sögðu bifreiðina aka glannalega sitt á hvað milli ak- Engin greiðsla frá Emerald reina. Tveir lögreglumenn fóru frá Selfossi á lögreglubíl og einnig voru sendir lögreglumenn á bif- hjólum úr Reykjavík áleiðis austur til þess að stöðva ökumanninn. Sinnti ekki stöðvunarmerkjum Við Hveragerði mættu lög- reglumennimir frá Selfossi Chev- rolet bflnum, en umferð var mikil og er þeir náðu að snúa við var bíllinn horfinn sjónum þeirra. í útjaðri Selfoss óku lögreglumenn- irnir fram á Chevrolettinn þar sem hann fylgdi umferðarhraða. Þeir gáfu stöðvunarmerki með viðvör- unarljósum en þegar því var ekki sinnt óku þeir fram fyrir bílinn og hugðust stöðva ferðir hans með því móti. Þá jók ökumaður bflsins ferðina og ók á ofsahraða fram úr lögreglubifreiðinni og yfir Ölfusárbrú og lögreglubifreiðin fylgdi á eftir. Chevrolettinum var ekið einn hring á hringtorginu við suðurenda brúarinnar þar sem honum var ekið á bifreið um leið og hann fór út af hringtorginu og inn á Ölfusárbrú aftur. Síðan var honum ekið á ofsahraða vest- ur Suðurlandsveg. Hægt á eftirför vegna slysahættu Lögreglumennimir óku á eftir með tendruð viðvörunarljós og sírenu, en þegar stöðugt dró í sundur slökktu þeir viðvörunar- ljósin við Biskupstungnabraut og fylgdu bifreiðinni eftir. Þá voru nokkrir bílar á milli lögreglubíls- ins og Chevrolettsins, sem fór fram úr hverri bifreiðinni eftir aðra. Að sögn lögreglunnar var þetta gert til þess að auka ekki á ótta ökumannsins og gefa hon- um færi á að draga úr hraðanum, því lögreglumönnunum var ljóst að hraðakstur bifreiðarinnar var stórhættulegur i þeirri miklu um- ferð sem var á þessum tíma um Suðurlandsveg í Ólfusinu. Á þess- um tíma voru lögreglubifreiðar á leið austur frá Reykjavík og fyrir- hugað var að reyna að stöðva bif- reiðina þar sem minni umferð var. Þá var lögreglan í Reykjavík búin að loka fyrir umferð yfir Hellisheiði. Árekstur vestan Kögunarhóls Við Kögunarhól sáu lögreglu- mennirnir hvítan blossa og reykj- arbólstur í um 800 metra fjarlægð þegar Chevrolettinn og Fiatinn skullu saman af miklu afli. Þá var allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið kallað út. Fólkið í bifreiðunum var látið þegar að var komið. EMERALD AIR hefur enn ekki greitt neitt upp í skuld fyrirtækis- ins við Lífeyrissjóð bænda. Annar gjalddagi af 95 milljón króna láni sem fyrirtækið fékk hjá sjóðnum fyrr á þessu ári var um helgina, en þá gjaldféllu 45 milljónir króna. Fyrrverandi framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs bænda lánaði Emerald Air tæpar 95 milljónir króna án þess að hafa neinar tryggingar fyrir greiðslum. Lánið var veitt án vitneskju stjórnar sjóðsins. Fyrsti gjalddagi lánsins var 15. september, en þá gjaldféllu 22,3 milljónir. Annar gjalddagi var 15. október, en þá gjaldféllu 45 millj- ónir. Lokagreiðslan á að berast 15. nóvember, en þá gjaldfalla um 27 milljónir. Guðríður Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bænda, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um það hvort krafist yrði gjaldþrots Emerald Air. Stjórnendur fyrirtækisins hefðu lýst því yfir í viðræðum við sig að unnið væri að því að út- vega fjármagn til að greiða lánið, en að þeir myndu ekki geta greitt á gjalddaga. Hún sagði að látið yrði reyna á þessar yfirlýsingar. Stjórn lífeyrissjóðsins vísaði máli framkvæmdastjórans til Rannsóknarlögreglu ríkisins og er málið þar enn. Enginn fundur í Kjaradómi ENGINN fundur hefur enn verið boðaður í Kjaradómi til að fjalla um kröfur um að dómurinn birti forsendur fyrir úrskurði sínum um laun ráðherra, alþingismanna og annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar. Þorsteinn Júlíusson, fomaður Kjaradóms, sagði í gær að dómur- inn myndi koma saman til fundar á næstunni til að ræða þessar kröf- ur og hvort dómurinn gæti á ein- hvern hátt skýrt betur forsendur fyrir úrskurði sínum. Hann sagði ekki ljóst hvort fundurinn yrði hald- inn í þessari viku. Kveikt í brettum ELDUR kom upp í bílakjallara Mið- bæjar Hafnarfjarðar á sunnudag. Lögreglunni var tilkynnt um kl. 17 að reyk legði upp í verslunarmið- stöðina. í ljós kom, að kveikt hafði verið i vörubrettum, sem var staflað upp í kjallaranum. Ekki er vitað hver var þar að verki og reykurinn olli ekki skemmdum í verslunum. Andlát SVEINN MÁR GUÐ- MUNDSSON SVEINN Már Guðmundsson, fyrrv. forstjóri söltunarstöðvarinnar Strandarinnar hf. á Seyðisfirði er látinn, 72 ára að aldri. Sveinn fæddist á Hvanná á Jök- uldal 25. nóvember 1922. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð og Arn- björg Sveinsdóttir frá Borgarfirði Eystra. Sveinn var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri. Eftir að skólagöngu lauk stundaði hann ýmis landbúnaðarstörf og al- menna verkamannavinnu í Eyjar- firði og á Akureyri. Hann var í vinnu hjá breska hernum á Akur- eyri til ársins 1944 en það haust fór hann í siglingar á birgðaflutn- ingaskipum bandaríska hersins. Sveinn var póstur á Seyðisfirði árið 1949 en árið 1955 hóf hann síldarsöltun á Seyðisfirði og varð forstjóri og einn af eigendum sölt- unarstöðvarinnar Strandarinnar hf. Hann var um margra ára skeið umsjónarmaður birgðastöðvar Síldarútvegsnefndar á Seyðisfirði pg umboðsmaður Eimskipafélags Islands hf. Hann sá einnig um af- greiðslu fyrir færeysku farþega- og bílafeijuna Smyril til ársins 1980. Hann var um margra ára skeið fréttaritari Morgunblaðsins á Seyð- isfirði. Sveinn sat í bæjarstjórn Seyðis- fjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1954 til ársins 1974. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Seyðisfjarðar og var heiðursfélagi síðustu árin. Sveinn var mikill spila- maður og starfaði um margra ára- tuga skeið í Bridgefélagi Seyðis- fjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.