Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Nozeril' (oxymetazolin) or lyf sem losar nefstíflur af völdurq kvefs. Verkun kemur fljótt og varir í 6-8 klst. Aukavorkanír: Staöbundin erting kemur fyrir. Varúö: Ekkí er róótagt aö taka lyfiö oftar en 3svar á dag né lengur en 10 daga f senn Aö öðrum kosti er hætta á myndun lyfjatengdrar nefslímhimnubólgu. Nezeril á ekki aö nota viö ofnæmísbóigum f nefi eöa langvarandi nefstiflu af öörum toga nema í samráði víö læknl, Leltið til læknis ef tfkamshiti er hærri en 38,5° C lerigur en 3 daga. Ef mikill verkur er til staöar. t.d eyrnavorkur, bereínnig að leita læknis. Skömmtun: Skömmtun eínstaklingsbundin, Leslö lelðbefningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins UmboÖ og dreífíng: Pharmaco hf. ASTKA Eddume ibiad neb? Busavígslur í Seyðisfj arðarskóla Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson YNGRI nemendur þurftu að fara í súrmjólkursnyrtingu. Seyðisfirði - Þrátt fyrir tilvistar- leysi menntaskóla á Seyðisfirði eru busavígslur þar árlegur viðburð- ur. Þær koma til af því að starf- semi Seyðisfjarðarskóla fer fram á tveimur stöðum. Yngri bekkir skólans stunda nám sitt í húsi frá 1905 meðan eldri nemendur eru í hluta nýja skólahússins sem hefur verið í byggingu síðan 1984. Einn árgangur nemenda þarf því að venjast nýjum aðstæðum og sætta sig við þau viðbrigði að vera ekki lengur elstir heldur yngstir nemenda í húsinu. í vígsluathöfninni felst m.a. þjálfun í að borða þykkar lauksneiðar með kavíar, drekka chilisósuhrist- ing, gera líkamsæfingar og fara síðan í súrmjólkursnyrtingu. Nærfatnaður fyrir sjúkrahús Húsavík - Saumastofan Prýði á Húsavík hefur hafið framleiðslu fyrir sjúkrahús á sérhæfðum nær- fatnaði sem hingað til hefur verið innfluttur. Þennan innflutta fatnað telur Prýði sig geta framleitt á sam- bærilegu verði og með sambæri- legum gæðum við þann innflutta. Efni í þennan fatnað er keypt frá ^aðila sem framleiðir og selur slíkan sjúkrahúsnærfatnað í Bretlandi. Með þessu er verið að skapa fleiri störf hér heima og einnig telja framleiðendur að hagkvæmara sé fyrir sjúkrahúsið að geta fengið afgreiddar minni pantanir en hægt er þegar flutt er inn frá útlöndum. A nýlokinni ráðstefnu sem hald- in var á Húsavík um framtíð lands- byggðasjúkrahúsa var þessi fram- leiðsla kynnt og leist mönnum vel á hana. Morgunblaðid/Silli NÆRFATNAÐUR saumastofunnar Prýði var kynntur á ráð- stefnu sem haldin var á Húsavík fyrir skömmu. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SIGURÐUR Þorsteinsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, Einar Mathiesen, bæjarstjóri, Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri Ass/Asbyrgis, og Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar. Vegleg gjöf til sundlaug- arinnar í Laugaskarði STJÓRN Elli- og hjúkrunarheim- ilisins Grundar tilkynnti nýverið að stofnunin hefði ákveðið að færa sundlauginni í Laugaskarði eftir- litsmyndavélar að gjöf, en verð- mæti gjafarinnar er um 400.000 krónur. Tækjunum hefur nú verið komið fyrir þannig að þau nýtist til fulln- ustu. Einar Mathiesen, bæjarstjóri, sagði ljóst að með tilkomu þessa búnaðar myndi öryggi sundlaugar- gesta aukast til muna. Öryggismál sundlauga hafa talsvert verið til umræðu að undanförnu, en gera má ráð fyrir að kröfur á sviði örygg- ismála verði hertar til muna og því kemur gjöfín sér afar vel. Vonsku- veður í Jökuldal Vaðbrekku, Jökuldal - Vonsku- veður gerði á Jökudal sl. laugardag. Smalamennskur stóðu yfír þennan dag en veðrið versnaði það seint um daginn að flestir sluppu heim áður en hann skall saman. Um kvöldið snjóaði mikið og er leið á nóttina hvessti mikið svo úr varð blindbylur. Snjóinn skóf saman í skafla og reif á milli svo autt mátti heita, grafningar hálffylltust af snjþ og dæmi voru um að fé fennti. Á Ei- ríksstöðum voru lógunarlömbin í girðingu og þar fundust níu af lömbunum í fönn á sunnudags- morgni í girðingunni. Ekki hefur enn frést af fleira fé en smalamennskum er lokið og fé að mestu heimavið svo hættan er minni á að fé fenni sem ekki er þó algilt eins og að framan er sagt. -----» ♦ ♦-- Ekkert at- vinnuleysi í Stykkishólmi Stykkishólmi - Að sögn Einars Karlssonar, formanns Verkalýðsfé- lags Stykkishólms, er nú ekkert atvinnuleysi í Stykkishólmi. Starfs- fólk vantar í ýmis störf og hafa t.d. bæði Sig. Ágústsson hf. og ís- hákarl hf. auglýst eftir fólki til starfa. Nezerirfæst iapolehinu A • NezeriT losar um nefstíflur Nezeril” er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu í nefslímhúö, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezeril* notaö sem stuðningsmeðferð viö miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezeril’ verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Míkilvægt er aö lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli meö lyfínu. Blátt Nezeril® ffyrir fulloröna fitoadT- Grœnt Nezeril® ffyrir ung börn Bleikt Nezeril® ffyrir börn Morgunblaðið/Silli JÓN Stefán Einarsson, verslunarstjóri í herrafataversluninni. Ný herrafata- verslun á Húsavík Húsavík - Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík hefur opnað sérverslun með herrafatnað í tengslum við vefnaðarvöruverslun félagsins, Miðbæ. Herradeildin er í húsi því sem áður var nefnt Garðar á Garð- arsbraut 5. Allur ytri fatnaður er innfluttur beint frá þekktum dönskum fram- leiðendum, en kaupfélagið hefur undanfarið stefnt að því að flytja inn sem flestar vörur milliliðalaust til þess að ná hagstæðara vöru- verði. Verslunarstjóri herradeildarinnar er Jón Stefán Einarsson. Rosenthal -pegarpúveU‘rý°f • Brúökaupsgjafir (7) y • Tímamótagjafir • Verc) við allra liæfi f\Oú€rt/x<^xL~ Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.