Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR OSVALD GUNNARSSON + Ósvald Gunn- arsson var fæddur á Seyðis- firði 7. júní 1936. Hann lést af slys- förum 8. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét Péturs- dóttir, f. 29. nóv. 1917, frá Hákonar- stöðum á Jökuldal, og Gunnar Krist- ■ ■ jánsson, f. li. jan. 1909, d. 20. des. 1977, en hann bjó á Seyðisfirði. Ósvald ólst upp hjá móður sinni á Seyðisfirði, Siglufirði og í Reykjavík. Sljúpfaðir hans var Einar Sigurðsson, f. 19. nóv. 1902, d. 7. ágúst 1984, skip- stjóri. Hinn 18. júní 1961 kvæntist Ósvald eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanhildi Traustadóttur, f. 27. des. 1942, húsmóður og verslunarmanni, frá Patreks- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Olgeirsdóttir, f. 23. sept. 1917, d. 27. sept. ''r' 1978, og Trausti Árnason, f. 13. okt. 1913, d. 19. maí 1981, skrifstofumaður á Patreks- firði. Börn Ósvalds og Svan- hildar eru: Trausti Þór, f. 7. feb. 1961, vélstjóri og stjórn- málafræðingur, kvæntur Sif Kristjánsdóttur, BA í frönsku og ensku; Margrét Árdís, f. 1. júní 1962, hjúkrun- arfræðingur, gift Vésteini Marínós- syni, vélstjóra, og eiga þau þrjú börn, Dagmar Ósp, írisi Ösp og Birki Stein; Árni Þór, f. 21. okt. 1963, húsasmíða- verktaki í Los Angeles, kvæntur Ástu Hreiðarsdótt- ur Ósvaldsson, og eiga þau tvö börn, Alexander Ósa og Önnu; Silja Dögg, f. 26. júní 1969, nemi í læknisfræði, maki Val- geir Magnússon, viðskipta- fræðingur, og eiga þau tvö börn, Hildi Evu og Gunnar Inga. Osvald lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugar- . vatni og loftskeytamannsprófi og ratsjárviðgerðaprófi í So- uthampton á Englandi. Auk þess sótti hann síðar vegna starfs síns skóla í Bandaríkjun- um í tengslum við blindflugs- ratsjár. Hann starfaði fyrst sem loftskeytamaður á togurum og hjá Landhelgisgæslunni, en síð- astliðin 30 ár á Keflavíkurflug- velli og var hann þar verkstjóri í flugturni við umsjá aðflugs- tækja hersins. Útför Ósvalds fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. KYNNI okkar af mági okkar og svila, Ósvald Gunnarssyni, hófust Ý'r hann réðst loftskeytamaður á bv. Ólaf Jóhannesson frá Patreks- firði 1956. Þá leigði hann herbergi hjá foreldrum og tengdaforeldrum okkar til að búa í þegar hann var í landi og hófust þá kynni sem áttu eftir að efiast og styrkjast með ár- unum. Þegar sest er niður og litið yfir farinn veg hrannast minningarnar upp. Minningar um sameiginlegar ferðir innanlands sem utan, minn- ingar þegar við glöddumst saman, minningar um erfiðu stundirnar okkar. Á öllum þessum stundum í lífi íjölskyldna okkar, var hann allt- af hrókur alls fagnaðar eða klettur- inn_ sem allir treystu á. f. Ósvald, eða Ósi eins og við köll- uðum hann, var mjög umhyggju- samur og traustur maður. Um- hyggja hans fyrir móður sinni og fjölskyldu fór ekki framhjá okkur. Ríkur þáttur í fari hans var hjálp- semi og greiðvikni við samferða- mennina. Ætíð var gott að leita til hans og þangað fór enginn bónleið- ur til búðar. Hann hafi ákveðnar skoðanir á hlutunum og setti þær fram um- búðalaust hvort sem fólki líkaði það betur eða verr. Hann hafði það fyr- ir reglu, að það em hægt væri að gera í dag skyldi ekki geyma til morguns. Áhugamál Ósá var skotveiði og margar ferðirnar fór hann til ijúpna- og gæsaveiða, ýmist einn eða með öðrum. Síðustu árin höfðu þeir Trausti sonur hans fundið sér sameiginlegt áhugamál í skotveið- inni. Hann var einmitt að koma úr einni slíkri ferð er hann lést. Ákveð- in var veiðiferð austur á Jökuldal til æskustöðvanna, í upphafi rjúpnaveiðitímabilsins og hlakkaði hann mikið til þeirrar ferðar. Kæri vinur, að leiðarlokum þökk- um við fyrir allar samverustundirn- ar og minninguna um góðan dreng geymum við í hjörtum okkar. Elsku Svanhildur, Trausti, Maggý, Árni, Silja og Margrét, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, við biðjum algóðan guð að styðja ykkur og styrkja. Af eilifðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.) Una, Fríða, Borghildur, Árni, María, Charlotta, Unnar og makar þeirra. Sunnudagurinn 8. október líður seint úr minnum. Hann pabbi er dáinn. Þessi orð eiga eftir að óma í huga mér um ókomin ár. Svo snöggt og svo alltof fljótt. t Kveðjuathöfn um föður okkar, tengda- föður og afa, SVEIN GUÐMUNDSSON, fyrrv. framkvæmdastjóra, Austurvegi 30, Seyðisfirði, sem lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar föstudaginn 13. október, fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju á morgun, miðviku- daginn 18. október, kl. 14.00. Útför verðurfrá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. október kl. 14.00. Björn Sveinsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Árný Sveinsdóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Almar Gauti Guðmundsson, Stigur Már Karlsson. Jóna Kristín Sigurðardóttir, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Guðmundur Þorsteinsson, Einar Guðlaugsson, Guðrún Eir Björnsdóttir, Brynhildur Berth Garðarsdóttir, Lífið beið framundan með nýjum barnabömum og ferðalögum. Mínar elstu minningar af pabba eru frá því að ég beið eftir honum að lokn- um vinnudegi og bað hann að spila á gítarinn og syngja, sem hann gerði svo vel. Og barnabörnin tóku svo við og báðu afa að spila, sem hann var alltaf tilbúinn að gera. Pabbi var afskaplega duglegur og gat aldrei setið auðum höndum. Það þurfi að laga eða breyta og bæta og allt lék í höndunum á hon- um. Hann var sannkallaður þúsund- þjalasmiður. Ef eitthvert okkar systkinanna vantaði hjálp var hann óðara mættur á staðinn. Pabbi og mamma áttu yndislegt heimili, sem við systkinin sækjum mikið og líður varla sá dagur að eitthvert okkar líti ekki við. En missir okkar allra er mikill, en mestur hlýtur hann þó að vera hjá mömmu sem horfir á eftir sínum lífsförunaut. Elsku mamma. Megi Guð gefa þér styrk á þessari þrautagöngu sem framundan er, en saman stönd- um við öll. Bið ég góðan Guð að blessa minn- ingu þessa yndislega manns, pabba. Minningin um þig er ljós í lífi mínu. Silja. Sunnudagurinn var að kvöldi kominn. Einn af þeim fegurri í haust. Við hjónin fórum til Þing- valla með litlu barnabörnin. Þegar heim kom fengum við skellinn. Litlu barnabörnin okkar höfðu misst afa sinn í einu vetfangi. Afinn sem var svo vinsæll. Afi sem spilaði alltaf á gítarinn fyrir þau og kenndi þeim falleg lög. Það ríkir mikil sorg í hjarta okkar allra á þessari stundu. Við hjónin kynntumst Ósvald og Svanhildi fyrir mörgum árum. Son- ur okkar Valgeir og dóttir þeirra Silja Dögg felldu hugi saman. Strax við fyrstu kynni var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Ósvald var einstaklega lifandi maður. Mikill húsbóndi eins og sagt var hér áður fyrr. Þegar við minnumst hans munum við atorkuna og umhyggj- una sem hann ávallt sýndi. Hann hafði unun af því að gefa. Þau eru orðin mörg jólin sem við nutum gjafmildi Osvalds þegar hann færði okkur ijúpur á jólaborðið. Hann mátti ekki til þess vita að hefðbund- inn hátíðamat vantaði á aðfanga- dagskvöld._ Með þessu má segja að gjafmildi Ósvalds sé best lýst. Svanhildur, börn, barnabörn _og tengdabörn, og Margrét móðir Ós- valds hafa misst mikið. Við biðjum Guð almáttugan að standa við hlið þeirra allra og styrkja þau til að komast yfir þá erfiðleika sem sálar- lega knýja á á skilnaðarstund. Við biðjum öll að blessun fylgi góðum- dreng. Þórhildur og Magnús. Þinn aðall var ættargróður, það allt, sem best var um þig. Svo vinfastur, glaður og góður hér gekkstu þitt ævinnar stig. _ (Kjartan Ólafsson) í dag kveðjum við kæran frænda, vin og félaga okkar hjónanna, Ós- vald Gunnarsson eða Ósa eins og hann var jafnan kallaður af ættingj- um og vinum. Það var um hádegisbil 8. októ- ber að okkur hjónunum barst sú harmafregn að Ósi hefði látist í umferðarslysi. Það var eins og tíminn næmi staðar um stund, þá fer hugurinn að reika til liðinna ára, allt frá æsku okkar frændanna á Seyðisfirði og síðan í sveitinni er okkur var mjög kær, að Hákonar- stöðum á Jökuldal, þar sem við átt- um ánægjulegar stundir við leik og störf meðal góðra ættingja. Síðan tekur alvara lífsins við, Osi fer til náms í loftskeytaskóla í Englandi og varð það hans starf í mörg ár en ég í netagerðarnám hér heima. Stofnuðum við heimili með okkar ágætu lífsförunautum, hann með Svanhildi Traustadóttur. Fyrstu búskaparár Svanhildar og Ósvalds er hann á sjónum, og kemur þá í hlut Svanhildar að sjá um heimilið og fjögur mannvænleg börn þeirra. Eftir að Ósi kemur í land og fer að starfa á Keflavíkur- flugvelli taka við húsbyggingar með öllu sem því fylgir. Ávallt sat í fyrir- rúmi ijölskyldan og heimilið sem bar snyrtimennsku þeirra fagurt vitni. Ósi og Svanhildur voru samstiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Þegar börnin stækka og um fer að hægjast fara þau að gefa sér meiri tírna til ferðalaga innanlands og utan. Ógleymanlegar eru margar útileguferðirnar um landið okkar með þeim hjónum og einnig ferða- lög erlendis. Það var markvisst hin síðari ár að fara í sveitina góðu að Hákonarstöðum, rifja upp og minn- ast liðinna ára á Jökuldalsheiðinni, ávallt var gleðin og glettnin í fyrir- rúmi. Það er erfitt að hugsa til þess að Ósi sem ávallt var sterkur, kraft- mikill og úrræðagóður skuli vera allur. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þeim hjón- um og fjölskyldu. Elsku Svanhildur, börn og eftir- lifandi móðir, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykkur og græða sárin á þessum erfiðu tíma- mótum. Blessuð sé minning Ósvalds. Þórður og Stella. í dag er borinn til grafar vinur okkar Ösvald Gunnarsson. Ekki er það ætlun okkar að skrifa um ævi hans heldur viljum við minnast góðs drengs, sem við höfurn þekkt frá barnæsku jafnframt því að votta hans nánustu okkar innilegustu samúð. Við eigum ótal hlýjar minn- ingar um Ósvald allt frá því að hann var lítill drengur. Hann og Daddi voru óaðskiljanlegir vinir á uppvaxtarárunum í Norðurmýrinni og sú vinátta hélst þar til dauðinn aðskildi þá fyrir um 13 árum. Á þeim erfiða tíma veitti Ósvald ijöl- skyldu vinar síns ómetanlegan stuðning. Nú hefur Ósvald einnig verið kallaður á brott langt fyrir aldur fram og við hugsum með söknuði til góðs drengs. En minn- ingar okkar um Ósvald sýna það betur en flest annað að líf hans hér á þessari jörð hefur haft sinn til- gang. Það var ógleymanleg stund þegar við komum í heimsókn til Ósvalds og Margrét, móðir hans, bað hann um að syngja fyrir okkur. Þá var hann ekki fermdur og hljómfögur tær barnsröddin breytti stofunni í tónlistarhöll þegar hann söng Inn á milli fjallanna og Fijálst er í fjalla- sal. Þær voru ótaldar stundirnar á Ljósvallagötunni þegar við hlustuð- um á Ósvald syngja nýjustu dægur- lögin og spila undir á gítar. Þjóðsagan segir að Bakkabræður hafi án árangurs reynt að bera ljós- ið inn í _gluggalaust hús í fötum en þegar Osvald kom inn í húsið til okkar þá fyllti hann það gleði. Þegar slíkur maður hverfur á brott þá verður sorgin enn meiri en jafnframt getum við þakkað fyr- ir minninguna um góðan dreng sem veitti okkur gleði í lífi og starfi meðan hann var hjá okkur. Sesselja, Lísa, Sigrún, Sigurður og Margrét. í dag verður jarðsettur Ósvald Gunnarsson, vinur minn og vinnufé- lagi í yfir 30 ár. Hann hefði orðið sextugur á næsta ári, ef hann hefði lifað. Það kom sem köld vatnsgusa yfir mig, fjölskyldu mína og vinnu- félaga, þegar það fréttist, að Ós- vald hefði látið lífið í bílslysi sunnu- daginn 8. október. Ósvald hafði farið á gæsaveiðar snemma um morguninn og var á leið heim þegar þessi skelfilegi atburður varð. Ég kynntist Ósvald fyrir rúmum 30 árum þegar hann hóf störf hjá rafeindadeild bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli. Við höfðum þó kynnst áður á „öldum ljósvakans", nokkrum árum fyrr, þegar við störf- uðum sem loftskeytamenn á togur- um. Ósvald vann sem rafeindavirki og síðar sem verkstjóri yfir viðhaldi á einni af ratsjám flugvallarins. Þetta er vandasamt og oft mjög kreíjandi starf, en Ósvald leysti öll sín verk af hendi með alúð og vand- virkni. Það var alltaf gott að leita til Ósvalds um nánast hvað sem var, hvort sem það var í eða utan vinnu. Yfirleitt var ekki beðið með að framkvæma hlutina, heldur farið með krafti í að ljúka þeim verkefn- um sem honum voru falin. Það var oft viðkvæðið hjá okkur vinnufélög- um Ósvalds, þegar losa þurfti um eitthvað eins og bolta eða rær, sem erfitt var að losa: „Hvað - hefur Ósvald verið hér?“ Þetta var sagt vegna þess að Ósvald gekk vel frá hlutunum og gaf gjarnan einn hersluhnykk í viðbót, þegar boltar eða rær voru hertar. Þetta hefur sjálfsagt verið vegna þess að þegat' Ósvald var sjómaður gerði hann sér grein fyrir að siglingahæfni skipa fór mikið eftir því, hversu vel sjó- klárt skipið hafði verið gert fyrir siglingu. Ósvald var mikili skotveiðimaður. Hann stundaði fugla- og hreindýra- veiðar á hveiju hausti og varð vel ágengt. Fleiri áhugamál átti Ós- vald. Hann spilaði á gítar og hann kastaði gjarnan fram vísubroti eða kryddaði mál sitt með vísum, þegar þannig lá á honum. Líklega hefur þó ijölskylda hans og velferð henn- ar verið hans mesta áhugamál, en Ósvald var frábær fjölskyldufaðir. Ósvald kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Svanhildi Traustadótt- ur, þegar hann var loftskeytamaður á togaranum Ólafi Jóhannessyni frá Patreksfirði,_ en Svanhildur er upp- alin þar. Ösvald og Svanhildur bjuggu í raðhúsi sínu við Vestur- berg í Reykjavík í yfir tuttugu ár, eh keyptu sér einbýlishús við Fannafold 46 í Grafarvogi fyrir fá- einum árum. Sitthvað var eftir við frágang hússins og gekk Ósvald fljótt og vel frá því á sinn smekk- lega hátt. Við brotthvarf Ósvalds er skarð fyrir skildi, sem vandasamt verður að fylla. Ég og vinnufélagar hans munum ávallt minnast hans sem góðs drengs, sem alltaf var reiðubú- inn til að hjálpa, hvernig sem á stóð. Svanhildur, við Magga og börn okkar vottum þér, börnum, barna- börnum og aldraðri móður Ósvalds okkar dýpstu samúð. Einnig flyt + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN SÆMUNDSSON vólstjóri, Holtsgötu 33, lést þann 14. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elínrós Hermannsdóttir, Hrönn Helgadóttir, Áslaug Guðrún Aðalsteinsdóttir, Benedikt Aðalsteinsson, Heimir Aðalsteinsson, Sæmundur Aðalsteinsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Gyða Kristín Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Erlingur Tómasson, Herdís Snorradóttir, Halldóra S. Valgarðsdóttir, Örn Hilmarsson, Ragnar Bjarnason,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.