Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIIMS ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 45 I framhaldi af þjóðarsál Frá Brynjólfi Brynjólfssyni: OPIÐ bréf til Benedikts Dav- íðssonar forseta ASÍ. Komdu sæll Benedikt. Þegar þú sat fyrir svörum í Þjóðarsál þann 5. október átti ég tal við þig um eftirlaunamál þing- manna og embættismanna. Þar sem mál mitt virtist rúmast illa innan sálarinnar, að minnsta kosti tímalega, langar mig að eiga við þig orðastað á ritvellinum. Þegar ég innti þig eftir því hvort laun- þegahreyfingin hefði aðhafst eitt- hvað í málinu, voru svör þín á þá leið að þú og aðrir hefðu bent á þessa óhæfu í ræðum og ritum. Þessi óhæfa kom til með laga- breytingu árið 1982 og finnst mér óhóflega langur umliðunartími hjá ASÍ að hafa ekki gert annað í málinu en það sem þú taldir fram í svari þínu. Samtök launþega búa ein yfir því afli sem þarf til að fá þessum lögum breytt til fyrra horfs. Það er mjög mikið og brýnt hagsmunamál fyrir launþega í landinu að svo verði. Þessi mikla og vaxandi skuldbinding á ríkis- sjóð hlýtur að skerða möguleika hans til þess að verða við sann- gjörnum óskum okkar launþega og eftirlaunaþega í landinu. Óréttlætið sem felst í þessum lagabreytingum gagnvart okkur er slíkt að bregðast hefði átt við því strax. Betra er seint en aldrei og því vil ég hvetja alla lands- menn til að láta í sér heyra og ykkur sem hefur verið trúað fyrir þessu afli að nota það nú þó seint sé. ASÍ hefur í þjónustu sinni menntaða reiknimeistara og vil ég færa þá ósk í tal við þig að þú látir þá reikna út hvað um- rædd óhæfa er búin að kosta ríkis- sjóð frá því lögunum var breytt og hver er munurinn á því sem varð og því sem hefði í raun átt að vera ef lögmál réttlætis hefði gilt. Þessa niðurstöðu þarf að birta almenningi svo öllum megi ljóst verða hvernig þingmenn hafa notað í eigin þágu það lagasetn- ingarvald sem þjóðin trúði þeim fyrir. Aðgerð af því tagi sem ég hvet til hér gæti komið tii þegar og ef sest verður á sanngirnisráð- stefnu þá sem Halldór Ásgríms- son nefndi í þingræðu sinni þegar útvarpað var frá Alþingi síðast. Aðgerð í þessa átt gæti líka orðið til þess að sanna tilverurétt ASÍ. Ósk mín til þín er að þú svarir mér hvers vegna ekkert var á sín- um tíma gert í málinu. Með góð- um óskum þér til handa enda ég svo þetta bréf. BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, Þórunnarstræti 108, Akureyri. Bönnum hunda- hald Frá Kristni Snæland: FYRIR nokkrum árum var fram- kvæmd hér skoðanakönnun meðal Reykvíkinga um hvort leyfa ætti | hundahald í borginni eða ekki. Afar mikill meirihluti borgarbúa greiddi atkvæði gegn því. Davíð Oddsson og Albert Guðmundsson voru meðal þeirra borgarbúa sem þá héldu ólöglega hunda, báðir virtir og góðir sjálfstæðismenn, en þeir réðu meirihluta í borgar- stjórn um þessar mundir. í sam- | ræmi við þroskaða lýðræðisást I blessaðra sjálfstæðismannanna, var svo hundahald áfram bannað l - en þó Ieyft - með leyfi og pen- ingagreiðslum. Nú er komin önn- ur stjórn í borginni og ekki kunn- ug hundaeign í röðum hennar. Þá mætti láta reyna á hversu lýð- ræðisást R-listans er sveigjanleg. Best væri vitanlega að fram færi ný skoðanakönnun á því hvort leyfa á hundahald í borg- inni - láta þá meirihlutann ráða. I Nú er víst ein reglan sú að hund- j ur á ávallt að vera í bandi, sé hann úti við. Þessi regla er nán- ast að engu virt. Hins vegar ganga hundaeigendur á eftir hundi sínum gjarnan með ól í hendi. Hvaða tilgangur sem það nú er. Sá dýravinur er ég þó, að auðvitað eiga hundarnir að ganga lausir ef þeir eru á annað borð l leyfðir. Vel taminn hundur í ól er y í mínum augum aðeins ömurlegt dæmi um að sjálfstæður vilji og eðli sé barið úr viðkomandi dýri. „Best“ tamdi hundurinn er í mín- um augum dæmi um versta yfir- gang mannsins. Að lokum tek ég fram, til að fyrirbyggja misskiln- ing, að ég er hundavinur og þess vegna er ég á móti hundahaldi í borginni. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Fyigstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! ö sem þú heyrir er ekki alltaf það sem þú vilt heyra. Þess vegna er nauðsynlegt aö geta valið áhuga- verða og áreiðanlega umfjöllun hvenær sem þér hentar. Skriflegt samband við stærstu fréttastofu landsins tryggir þér upp- lýsingar um allt sem skiptir þig máli - þegar þú vilt - þar sem þú vilt, hvort sem þú færð Morgunblaðið inn um bréfalúguna eða um Alnetið. /Cjsimi PuAlstns!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.