Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 27 AÐSENDAR GEIIMAR Háskóli íslands, rann- sóknir og framtíðin HÁSKÓLI íslands er stærsti vinnustaður landsins. Þar starfa rúmlega 5.700 nem- endur, um 700 fastr- áðnir kennarar og aðr- ir starfsmenn, auk um 1.200 stundakennara. Þótt Háskólinn njóti almennt velvildar og skilnings í samfélag- inu, er stundum ýjað að því að hann sé „bákn“, einskonar ríki í ríkinu. Sú hugmynd er skiljanleg sé litið til sérstöðu skólans og hlutfallslegra umsvifa hans hér á landi. En þessi hugmynd byggist á misskiln- ingi. í fyrsta lagi er Háskóli íslands fremur lítill háskóli á alþjóðamæli- kvarða, jafnvel hættulega lítill, sé haft í huga að hann er í algeru forystuhlutverki sem æðsta menntastofnun sjálfstæðs þjóðfé- lags. í öðru lagi byggist hugtakið „bákn“ á því að illmögulegt sé að hafa yfirsýn yfir rekstur viðkom- andi fyrirbæris. Það er engin hætta á að sú sé raunin með Háskólann, svo naumt er það fjármagn sem til hans fellur. Rekstur og uppbygging í rauninni er það í senn aðdáun- arvert og skammarlegt hvað þessi skóli er rekinn með litlum tilkostn- aði, hlutfallslega langt fyrir neðan þau mörk sem þekkjast í þeim lönd- um sem okkur standa næst. Að- dáunarvert vegna þess að maður undrast hvað íslenskum háskóla- mönnum hefur tekist að halda í horfinu á undanförnum árum og jafnvel sækja fram á stöku sviðum. Skammarlegt sökum þess að fram- lagið til Háskólans ber vott um skort á metnaði og framsýni fyrir hönd þjóðarinnar. í hinu alþjóðlega háskólasamfé- lagi eru gerðar æ meiri kröfur og jafnframt eykst samkeppnin um hæfa kennara og rannsóknamenn. Þeir kjarasamningar sem Félag háskólakennara fann sig nýlega Ekki er hægt að efla æðri menntun og rann- -------------31------- sóknir, segir Astráður Eysteinsson, meðan ---------------------- Háskóli Islands sveltur. lenda sem erlenda aðila. Allt þetta starf verður að grundvallast á sam- stilltri uppbyggingu fræða- og rannsóknasviða. Ég hygg að skiln- ingur fari nú vaxandi á þeirri sam- vinnu sem vera þarf milli Háskóla Islands, annarra skóla á háskóla- stigi og rannsóknastofnana at- vinnuveganna. En ef efla á rann- sóknir í landinu - og stjórnvöld segjast vilja beita sér fyrir því - má ekki svelta Háskóla íslands, sem er langstærsta rannsóknastofnun þjóðarinnar og óvefengjanlegur „kjarni vísindasamfélagsins“, svo ég noti orðalag Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra í Morgun- blaðsgrein hans 4. október sl. Um hlutverk rannsókna Björn ræðir nauðsyn þess að „endurmeta hlutverk háskóla, sem myndi kjarna vísindasamfélaga í flestum löndum," með tilliti til vax- andi hagnýtingar þeirrar þekkingar sem sýslað er með í háskólum. Hann hefur þó fullan skilning á því að háskóla má ekki binda á neinn hagnýtingarklafa: „Við þetta end- urmat má ekki skerða hið mikil- væga hlutverk háskóla, að stunda rannsóknir án þess að þær hafi augljóst hagnýtt gildi, spyrja gagn- rýninna og forvitnilegra spurninga og leiða í ljós hið óvænta. [...] í þessum efnum þarf að leita skyn- samlegs jafnvægis." Til að tryggja jafnvægi þarf, eins og Björn bendir réttilega á, annars vegar að gæta þess að háskólar einangrist ekki, en hins vegar að beita rúmum mælikvarða á rannsóknir, „því að enginn getur sagt fyrir um hagnýtt gildi vísinda- og rannsóknastarfs." Þessum viðhorfum ráðherra er knúið til að gera við ríkið (aðeins örfáum dögum áður en hinir „æðri“ embættismenn fengu kjör sín „leið- rétt“ svo um munaði) sýna að íslensk stjórn- völd ætla að sniðganga hina sögulegu þróun. Öfugþróunin í launum háskólakennara hefur raunar verið slík að prófessorar eru nú vart hálfdrættingar á við vissa embættismenn sem voru á sama stað og þeir í launakerfinu fyrir aldaríjórðungi eða svo. Skyldum við eiga von á leiðréttingu sem tekur mið af misgengi á þessu tímabili? Hyggjast stjórnvöld reka Háskól- ann með ættjarðarástinni, t.reyst- andi því að hæfir menn muni skila sér til skólans vegna þess að þeir vilji hvort eð er snúa heim eftir nám og störf erlendis? Einnig hér er söguleg þróun okkur mótdræg. Ekki má treysta því að ættjörðin sé enn sú launauppbót sem hún hefur löngum verið. Menntamenn eru orðnir „alþjóðlegri" í viðmiðum sínum en áður, auk þess sem sam- göngur hafa orðið auðveldari og færri víla fyrir sér að búa erlendis og rækta þjóðar- og Ijölskyldu- tengsl með reglulegum heimsókn- um. Þeir sem njóta góðs af hinu „íslenska ástandi" eru því erlendar ■menntastofnanir og Flugleiðir! Háskóli íslands er sem fyrr segir lítill háskóli á alþjóðamælikvarða, einkum þar seny hann er í hlutverki þjóðarháskóla. Ákjósanlegt væri að tveir eða fleiri veglegir háskólar gætu þrifist hér á landi og átt í innbyrðis samkeppni. Engin von er til að slíkt gerist í náinni framtíð. Ef íslendingar ætla að standa sig í hinni alþjóðlegu samkeppni, verða þeir að samhæfa háskóla- og rann- sóknastarf sitt. Við höfum dreift kröftunum um of. Nútímaháskólar þurfa að gegna fjölþættu starfi sem tekur til kennslu, rannsókna og margbreytilegra samskipta við inn- iður isson hiklaust hægt að vera sammála. En hvernig á að tryggja hvort tveggja í senn, rannsóknafrelsi há- skólamanna og nauðsynlegt sam- starf við aðra aðila í þjóðfélaginu? Björn vísar til greinar sem Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf., skrifaði um þessi mál í Morgun- blaðið 28. sept. sl. Baldur harmar að íslenskt atvinnulíf sé „almennt of veikburða til að geta stutt við uppbyggingu nýrra tækni- og þekk- ingargreina og nýtt sér þá þekkingu sem er til staðar t.d. innan veggja Háskóla íslands og hinna ýmsu opinberu stofnana." Hann segir Háskólann og aðrar opinberar stofnanir sækja fastast í sjóði, verk- efnin séu oftast unnin hjá þeim og nýsköpunin rati ekki að gagni út í þjóðfélagið. „Ein meginástæða fyrir þessu fyrirkomulagi er hin mikla þörf Háskólans og annarra opin- berra stofnana á sértekjum vegna takmarkaðs opinbers framlags.“ Aðþrengdur háskóli Björn Bjarnason kveðst efast um að þessi skýring dugi. Ekki setur hann þó beinlínis fram aðra skýr- ingu, en skilja má málflutning hans svo að það sé eðlileg og nauðsynleg „útleitni" háskólanna sem valdi sókn þeirra á hin almennu sjóða- mið. Eftir situr tvennt. Annars veg- ar áhyggjur Baldurs af því að ekki myndist raunveruleg tengsl milli hinna opinberu stofnana og fram- sækinna fyrirtækja sem vilja nýta sér rannsóknir eða taka þátt í þeim. Slíka samvinnu þarf að efla, í þágu nýsköpunar í atvinnulífi og menn- ingarmálum. Hins vegar nefnir Baldur „tak- markað opinbert framlag" og þar hefur hann því miður lög að mæla. Hér komum við aftur að sultaról Háskóla íslands og rannsóknafrels- inu. Þótt stjórnvöld viðurkenni brýnt hlutverk æðri menntunar og rannsókna á komandi árum, hafa þau undanfarið skammtað Háskóla Islands naumu ijármagni og má sérstaklega nefna að af þeirri upp- hæð hafa um 50 milljónir runnið árlega til Rannsóknasjóðs Háskól- ans. Með því að skattleggja sértekj- ur skólans hefur tekist að koma sjóðnum í 60-65 milljónir. Ef aukið fé ætti að renna í sjóðinn, yrði að skera niður kennslu enn frekar en gert hefur verið á umliðnum árum, miðað við vaxandi fjölda stúdenta. Rannsóknasjóðurinn á að gera vís- indamönnum Háskólans kleift að stunda lykilrannsóknir á eigin for- sendum. Meginhluti sjóðsins fjár- magnar vinnu aðstoðarfólks við rannsóknir. Umsóknir kennara og sérfræðinga skólans hafa á liðnum árum numið vel á þriðja hundrað milljón króna. Flestar eru umsókn- irnar vel rökstuddar og raunhæfar. Sjóðurinn getur því ekki veitt nema í fjórðung verkefna sem ráðgerð eru. Hér er þörf á miklum úrbótum, rétt eins og í launamálum háskóla- kennara. Að frumkvæði stúdenta eru nú í vinnslu tillögur um aðstoð- armannakerfi í skólanum, sem gera myndi kennurum fært að ráða stúd- enta í margskonar hlutastörf. Von- andi bregðast stjórnvöld vel við þeim hugmyndum. Það hefur vakið nokkra athygli að Háskólanum munu á næstunni áskotnast Ijórar eða fimm stöður rannsóknaprófessora til fimm ára. Slíku framtaki stjórnvalda í menntamálum ber auðvitað að fagna, það er ljöður í hatt Háskól- ans. En slíkar fjaðrir má ekki nota til að draga yfir nauðsyn þess heild- arframtaks og þeirrar framtíðar- sýnar sem á þarf að halda þegar hugað er að hlutverki Háskóla ís- lands á komandi áratugum. Höfundur er prófessor og formað- ur vísindanefndar Háskóla ís- lands. ÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ISVAi-BORGA i-l/F HÖFÐABAKKA 9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 / f ^ l. í [ í í h-J rA - i fí'l&r. \: I f | . | | | | | jf ; í :J -Jii 4Í itJ -mc ri' -ntjí ■»» rm I ÍTÖISK HÖNNUN IjtlTOLSK GÆÐJ Heill sturtuklefi með botni, 80x80, blöndunartæki, sturtubúnaði og vatnslási. Horn- opnun meö sequllæsingu. Dropa mynstur. ... i j j;‘ i i ■ Sturtuhorn | ’ ’ Í II- Wj.VaSj ' II $$$ ; Sturtuhorn 70 til 80 cm eöa 75 til 90 cm. Örycjgisglei 4mm með segullæsingu. Matt eða röndótl gler. 70 til 80 cm eða 75 til 90 cm á kant. Dropamynstur. Styrol plast. Segullæsingar, ‘TWtnf ,w,‘wsnsí9í I á' i ~ ~ i * m í *t: m . i ná ■ OPIÐ; MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 LAUGARDAG 10-16. Eitt hagstæðasta verðið á hreinlætistækjum á íslandi í dag - og eitt fjðlbreyttasta úrvalið! yKantad bogahorn Stærð 87,5 til 89,0 Baðkarssturtuhlifar cnl- öryggisgler --------------—... 4mm með rondum. Heilar hliðar eða harmonikur Segullæsing. Botn 2 til 5 fleka. Dropamynstur. ou vatnslas fylgir, Styrol plast. Hvítir rammar. Bogahorn Sturtuhorn Sturtuhurðir Oryggisgler 4 mm eða Styiol plast. Ségúllæsingar. Heíiopnun Þrískiptar oða innopnun. Bretddír 70 til 90 cm. Sveigt öryggisglor með röndum 6mm. Sogullæsing. Stærð 80 ttl 90 cm a kant. I f w m-É trz m Heil hiið með heilli opnun. Röndótt öryggisglet 4mm Hui A með segullæsingu. Slærðir 80 til 90 cm a kant, SiÐUMULA 34 (R*il smulamegin) SÍMi 588 7332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.