Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 23 Morgunblaðið/Þorkell Ö, frægu feður, hve fánýt er ykkar háa tign! LEIKLIST IIvunndagslcikhúsiA TRJÓJUDÆTUR EFTIR EVRÍPÍDES íslensk þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leiksljóri: Inga Bjamason. Tónlist Leifur Þórarinsson. Dans- og sviðs- hreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Um- gjörð og búningar: Asdís Guðjóns- dóttir og G. Erla. Lýsing: Alíreð Sturla Böðvarsson. Leikendur: Bríet Héðinsdóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Helga Jónsdóttir, Halla Margrét Jó- hannesdóttir, Anna Elisabet Borg, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Þórðardóttir, Lilja Þórisdóttir, Mar- grét Pétursdóttir, María EUingsen, Olöf Ingólfsdóttir, Ingibjörg Bjöms- dóttir, Kolbrún Ema Pétursdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Hinrik Ólafs- son, Jón Hjalti Sveinsson, Geir Magn- ússon, Guðleifur Rafn Einarsson, Gunnur Erikson og Auður Anna Kristjánsdóttir. Söngkór: Björk Jóns- dóttir, Jóhanna ÞórhaUsdóttir, Jó- hanna Linnet, Ragnheiður Linnet og Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir. Hljóm- sveit: Amþór Jónsson, Hörður Ýmir Einarsson, Leifur Þórarinsson, Ósk- ar Ingólfsson og Una Björg Hjartar- dóttir. Sunnudagur 15. október. ÞAÐ ER ekki á hveijum degi sem leikhúsgestum gefst kostur á að sjá eins stóran hóp kvenlista- manna sameina krafta sína með eins glæsilegum hætti og í sýningu Hvunndagsleikhússins á Tróju- dætrum Evripídísar. (Ég vona að karlmennirnir sem taka þátt í sýn- ingunni fyrirgefi mér að ég taki konurnar þannig út í byrjun, þetta er bara svo óvenjulegt.) Það er staðreynd að leikhúsbókmenntir heimsins hafa upp á meira að bjóða fyrir karlkynsleikara og ástæðan kannski augljós þar sem skortur hefur verið á leikskáldum af kven- kyni gegnum tíðina. Evripídes er eitt fárra karlleikskálda sem hafði konur í aðalhlutverki í flestum verkum sínum (a.m.k. þeim sem þekkt eru) og fjallaði um þær af djúpum listrænum skilningi og samúð. Slíkt má sannarlega fullyrða um þetta verk. Tijóudætur segir af hinum hernumdu konum Trjóu eft- ir að borgin er fallin í hendur óvina- hersins og eiginmenn kvennanna, unnustar, synir og bræður allir drepnir; liggjandi limlestir eins og hráviði um vígvöllinn. Hekúba (Brí- et Héðinsdóttir), hin aldna drottn- ing Príams, er á meðal kvennanna og hefst leikurinn á harmtölum hennar. Leiknum vindur fram á frásögnum hennar, Kassöndru dóttur hennar (Sigrún Sól Olafs- dóttir) og Andrómökku tengdadótt- ur hennar (Helga Jónsdóttir), með stöðugum undirtektum og við- brögðum kvennahópsins sem sam- an mynda kórinn. Talþíbos (Gunnar Gunnsteinsson), kallari fjéndahers- ins, kemur tii að færa konunum fregnir af örlögum þeirra (hverra ambáttir þær verða) og ástvina þeirra, og jafnvel hann kiknar und- an þeim ógnarboðum sem honum er gert að framfylgja. Menelás (Hinrik Ólafsson) kemur til að sækja og refsa konu sinni Helenu (Halla Margrét Jóhannesdóttir); þeirri er kennt er um stríðsrekstur- inn allan og hörmungarnar. Það er fljótsagt að allir leikar- arnir standa sig með prýði og margir sýndu stórleik. Tijóukon- urnar í aðalhlutverkunum; Bríet, Sigrún Sól og Helga voru frábærar allar þijár. Mikið mæddi á Bríeti í burðarhlutverki leikritsins og hún sýndi að hún var vandanum vaxin; var drottningarleg og stolt þrátt fyrir mikinn harm og niðurlægingu. Sigrún Sól lék af krafti og var stór- kostleg sem hin viti skerta Kass- andra, bæði fögur og ógnvekjandi. Helga Jónsdóttir hrærði djúpa strengi samúðar með túlkun sinni á Andrómökku, ekkju Hektors. Halla Margrét túlkaði Helenu sem slóttuga fram í rauðan dauðann, sönn „femme fatale“-týpa. Hún hefði þó mátt skerpa betur óttann og örvæntinguna sem persónan hlýtur að upplifa. Karlleikararnir standa sig ágætlega þótt þeir falli óhjákvæmilega í skuggann af hin- um fríða kvennafiokki. Kórinn, sem skipaður er níu leik- konum, og söngkórinn, sem í voru fimm söngkonur (getið er þeirra sjöttu í leikskrá, kannski til að skipta út?), mynda saman hinn hernumda kvennahóp og „bak- grunn“ sýningarinnar, með söng, dansi og hreyfingum um sviðið, auk þess sem þær flestar hafa eitthvern texta að flytja. Hópurinn leysti hlutverk sitt vel, var sannfærandi og leikið var af innlifun. Tónlist Leifs Þórarinssonar var mjög falleg og féll að sýningunni eins og óaðskiljanlegur þáttur. Söngur kvennanna var magnaður og raddsetningar fagrar. Það var virkilega gaman að upplifa öll möguleg blæbrigði og mismunandi kvenraddir í þessum færa „kvint- ett“. Umgjörð sýningarinnar: „Iðnó í rústum" var viðeigandi og látlaus- ir búningarnir einnig. Ekki síðri nautn var að hlusta á magnaðan texta Helga Hálfdanar- sonar, þýðing hans er af hæsta gæðaflokki. Eg sat mjög framar- lega og textinn fór aldrei fram hjá mér. Hins vegar heyrði ég þá sem aftast sátu kvarta yfir bergmáli í salnum, sem hefði valdið því að textinn skilaði sér illa efst upp (þetta sel ég ekki dýrar en ég keypti þaðj. Ahersla hefur verið lögð á sam- tímaskírskotanir verksins og ætti að vera óþarfi að ítreka þær hér. Satt að segja liggja þær svo í aug- um uppi að virkaði næstum banalt að hafa hermenn í búningum frá mismunandi stríðum sem samtíma- menn þekkja. Tijóukonur Evrípíd- esar er mögnuð stríðsádeila, eins og svo mörg af hinum forngrísku leikritum (og Illíonskviða Hómers) og sýnir okkur með því að leggja áherslu á þjáningar hinna saklausu fórnarlamba hversu fánýtt og yfir- máta heimskt allt vopnaskak er. Orð Hekúbu drottningar í upphafi leiksins sagja allt sem þarf: „Eigin- mann, börn mín, og fósturland, / allt hef ég misst. 0, frægu feður, / hve fánýt er ykkar háa tign!“ Ef „karþarsis" eða útrás tilfinning- anna er tilgangur harmleiksins, þá var þeim tilgangi náð (a.m.k. hvað undirritaða varðar og gildir það um fleiri sem sátu mér næij og eflaust hefði verið gott að fá að sjá stuttan gamanleik á eftir (svona til að hug- hreysta aðeins mannskapinn). Ég get þess hér í upphafí að ekki væri neitt hvunndagslegt við að sjá svo stóran hóp af listakonum sameina krafta sína á eins glæsi- legan hátt og í þessari sýningu. Stærsti heiðurinn af þessu vel heppnaða samstarfi hlýtur að fara til leikstjórans Ingu Bjarnason. Hún sýnir mikla djörfung að takast slíkt stórverkefni á hendur og halda utan um það með slíkum árangri. Ég gat ekki stillt mig um að minnast á það í lokin að það sé kannski nokkuð dæmigert fyrir stöðu kynjanna í okkar annars ágæta samfélagi að þessar konur þurfa allar að gefa vinnu sína og hljóta ekki annað að launum en þann afrakstur sem listræn vinna gefur af sér (og skal að sjálfsögðu ekki vanmeta). Ég skora á ríki og borg og aðra þá sem fjárráð hafa að styrkja. þessa sýningu myndar- lega þannig að hópurinn geti hald- ið áfram að vinna hana og sýnt hana á Listahátíð í vor og farið með hana utan, hróður íslensks leikhúss myndi sannarlega vaxa við það. Soffía Auður Birgisdóttir Upphafning sársaukans TONLIST I ð n ó LEIKHÚSTÓNLIST Hvunndagsleikhúsið Trójudætur eft- ir Evrípides í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Leikstjórn: Inga Bjarna- son. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Söngvarar: Björk Jónsdóttir, Esther Helga Guðmundsd., Jóhanna Þór- hallsd., Jóhanna Linnet, Ragnheiður Linnet og Sigurbjörg Hv. Magnúsd. Hljómsveit: Arnþór Jónsson, Hörður Ýmir Einarsson, Leifur Þórarinsson, Óskar Ingólfsson og Una Björg Hjartardóttir. Iðnó, sunnudaginn 15. október. KÝPRIS, staðnefndi Afródítar hinnar margetnu, olli öllu bölvi í harmleik Evrípídesar um valekkj- urnar í rústum Trójuborgar, eins og Helena fagra bendir á í varnar- ræðu sinni til hins kokkálaða fyrr- um bónda síns, Menelásar frá Spörtu. Því ást Helenu var sú mútu- gjöf sem dugði París Príamssyni frá Tróju til að veita ástargyðju Forngrikkja þrætueplið fræga í fegurðarsamkeppni þeirra Afródít- ar, mærinnar Aþenu og hinnar kvígeygu Heru. Eða svo hermir goðsögnin. En þó að harmleikjaskáldið afhjúpi - um munn Hekúbu Trójudrottningar - allt aðrar og frumstæðari hvatir að baki fyrirslætti Helenu (og um leið stjórnmálamanna Aþeninga í Pelopsskagastríðinu, er frömdu þjóðarmorð á Meloseyingum fyrir litlar sakir ári áður en leikritið var frumflutt, en það oflæti (hybris) varð Evrípídesi tilefni ádeilu um forheimsku stríðs), þá var augljóst, að dvöl Leifs Þórarinssonar á Kýp- ur í fyrravetur og návistin við forn- klassískan menningarheim hefur mótað tónlist hans við uppfærslu Hvunndagsleikhússins á hinu 2.400 ára gamla meistaraverki í Iðnó á sunnudagskvöldið var. Yfir vötnunum sveif appollínskt jafn- vægi sígildrar heiðríkju, sem gerði þunga undiröldu harmleiksins enn áhrifameiri og eftirminnilegri en ella. Mörg framsækin tónskáld nú- tímans hefðu eflaust kosið að grípa til ágengnara tónamáls til að kreista fram viðbrögð við kvöl Trójudætra í hugarfylgsnum áheyrenda, því fátt virðist í fljótu bragði betur til þess fallið en ,óm- stríðni módernisma 20. aldar. Ekki Svo að skilja, að blíðan legði ávallt byrinn yfir björgunum hjá Leifi; álospípur fornaldar, ímynd kvala- ópsins, kváðu t.a.m. við sem leiði- stef á þáttaskilum í gervi klarín- ettsins (ljómandi vel leikið af Ósk- ari Ingólfssyni), svo nísti í hvetju beini. En í heild lagði leikhústónlist- in áherzlu á tímaleysi viðfangsefn- isins. Sársaukinn var vissulega til staðar, en hann var upphafinn, og þannig mun áleitnari en sú písl sem stað- og tímabundnir tóneffektar hefðu áorkað einir sér. Af þessu ætti að koma fram, að Leifi Þórarinssyni hefur hér tekizt að rata þá vandrötuðu braut að samlaga hið ævaforna leikhúsverk nútímanum í tónum, svo úr verður sannfærandi, heillandi og óijúfan- leg heild. Nákvæmlega hvernig hann fór að því, er hins vegar ann- að mál og torlýsanlegra. Benda mætti á, að sumar söngstrófur gátu minnt á lagferli íslenzkra þjóðlaga, sem ásamt votti af fimm- undarsöng brúaði íjarlægð ólíkra menningarheima í rúmi, meðan ígrip úr tóntaki miðalda og endur- reisnar (fauxbourdon- satz, keðju- tækni o. fl.), auk hljóðfærakólor- isma 20. aldar, mynduðu samband yfir ginnungarhaf tímans. En ekk- ert eitt útskýrir galdur hins að virð- ist samskeytalausa samruna, sem er aðalsmerki tónlistarinnar í Trójudætrum. Kórinn þjónaði sínu forna hlut- verki sem miðill athugasemda við framvindu leikritsins á aðdáunar- verðan hátt, og var söngur þeirra sexmenninga hnitmiðaður og hríf- andi. Hljómsveitin var meira í bak- grunni, og hljómaði ýmist sem kór undir kórnum eða sem sjálfstæður stemmningsgjafi með látlausum en engu að síður áhrifamiklum leik. Minna mætti á marga eftirminni- lega staði eins og útfararóð litla drengsins, estampie-dans Tróju- kvenna, vitfirringarmúsík Kass- öndru eða stuttan einsöngskafla Jóhönnu Þórhallsdóttur strax eftir hlé; af nógu væri að taka, en hér nægir að óska aðstandendum til hamingju með leikhústónlist og sjónleik - hvorugt verður skilið frá öðru - sem óhætt er að kalla mikið afrek. Ríkarður Ö. Pálsson Enn betri í annað sinn MYND Friðriks Þórs Friðriksson- ar,„Á köldum klaka“, hefur fengið mjög góða dóma í Bretlandi, þar sem hún hefur verið sýnd að undan- förnu. Dómur í The Observer er þar engin undantekning. „Forget Paris“ og „Funny Bo- nes. „Ég hrósaði Friðriki Þór Frið- rikssyni í hástert fyrir „Á köldum klaka“ þegar ég sagði frá Edin- borgarhátíðinni. Myndin er jafnvel enn betri í annað sinn,“ segir í upphafi dómsins. „Þegar flugvél hans [aðalsögu- hetjunnar] lækkar flugið við kom- una til landsins, breytist myndin úr hinu hefðbundna formi og yfir í breiðtjaldsformið til að ná hinum ótrúlegu víðmyndum sem hafa heillað eins ólíka gesti og William Morris, Ludwig Wittgenstein og W.H. Auden. Don Burgess, og Edward Serra, franski kvikmynda- leikstjórinn sem ábyrgur er fyrir flestum mynda Patrice Lecomte, tekur „Funny Bones“. Hvorugur stenst Ara Kristinssyni snúning og þeim myndskeiðum sem hann tók upp í „Á köldum klaka“. 9 ETIENNE AIGNER STATEMENT STATEMENT sneNSie a«5N6« NÝR HERRAILMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.