Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Helstu þættir ályktunar aðalfundar Landssambands smábátaeigenda UR VERIIMU Kre fj ast eins heild- stæðs fiskveiðikerfís NIÐURSTAÐA Alþingis sl. vor varðandi veiðikerfí krókabáta er hörmuð í ályktun aðalfundar Lands- sambands smábátaeigenda: „í hug- um smábátaeigenda er samþykkt Alþingis í fullkomnu ósamræmi bæði við málflutninginn í kosninga- baráttunni í vor og ekki síður við verkefnaskrá ríkisstjómarinnar." Þar segir að smábátaeigendur hafí átt von á að friður gæti skap- ast um veiðistýringu krókabáta, en nú stæðu þeir frammi fyrir meiri óvissu en nokkum tíma áður. Þá segir að allt frá stofnun sam- bandsins hafí þau bent á mikilvægi þess að viðhalda hinum hefðbundnu strandveiðum smábátaflotans sem beinlínis hefðu haldið lífínu í fjöl- mörgum byggðalögum á lands- byggðinni. Verðugt verkefni „Það væri verðugt verkefni fyrir hagfræðinga og reiknimeistara þjóðarinnar að reikna það út hvaða fjárhæðir hafa sparast hinu opin- bera og þar með þjóðinni allri vegna þeirrar staðreyndar að smábáta- úgerðin hefur komið í veg fyrir stór- fellt atvinnuleysi, byggðaröskun og sóun mannvirkja um land allt,“ seg- ir í ályktuninni. „Atvinnusköpun, verðmæta- myndun og hófleg fjárfesting eru nokkur af aðalsmerkjum smábáta- úgerðarinnar. Það ætti því að vera eitt af forgangsverkefnum stjóm- valda að efla og styrkja smábátaút- gerðina í stað þess að sníða henni sífellt þrengri stakk. í dag blasir sú ótrúlega staðreynd við að verði lögum ekki breytt verður 700 smá- bátum bannað að 327 daga á físk- veiðiárinu sem hefst 1. september 1996. Dapurlegur dómur Þar með yrði útgerðarform, sem byggir á vistvænum veiðum og skil- ar að landi hágæða hráefni, úr sög- unni. Það yrði dapurlegur dómur yfír fískveiðistjórnunarkerfinu; kerfí sem á að byggja upp físki- stofna, efla atvinnu og treysta byggð.“ Að lokum segir að óskir smábáta- eigenda felist í því að eitt heild- stætt kerfi stjórni veiðum smábáta og samtökin lýsa því yfír að það mun hvergi kvika frá því markmiði sínu. Flæmski hatturinn „Ekkert liggoir á“ „MÍN skoðun er alveg eindregið sú að við eigum að mótmæla þeim vinnubrögðum að samþykkja sókn- ardagakerfi 'á Flæmska hattinum,“ segir Ottó Jakobsson. Hann segist fylgjandi óheftum veiðum þangað til annað komi í ljós. Á meðan eigi ís- lensk stjórnvöld að vinna hugmynd- inni um aflamarkskerfi fylgi innan NAFO. „Engin vísindaleg rök eru fyrir því að um ofveiði sé að ræða. Við eigum enga samleið með þeim klúbbi sem þessu réði. Við vorum ekki látn- ir vita, enda vildu þeir ekki hafa okkur með. Þá á ég við Norðmenn, Dani, Eista, Letta og Litháa.“ Hann segir að eflaust þurfí að koma á veiðistjórnun á þessu haf- svæði í framtíðinni, en ekkert liggi fyrir um þörfina á því núna og því liggi ekkert á því að koma slíkri stjónun á: „Hafrannsóknastofnunin er að fara yfír þau gögn sem komu frá vísindadeild NAFO og við ætlum að þar komi í ljós að vísindadeildin hafí ekkert við að styðjast." Hann segir að sóknarmark á Flæmska hattinum sé aðeins til þess fallið að auka veiðar. Mönnum sé þá frjálst að gera út helmingi öflugri skip með tveimur trollum. „Við ótt- umst að þær þjóðir sem standa að þessari ákvörðun vilji einfaldlega ekki hleypa öðrum að. Þær ætli svo að byggja upp sinn skipastól með það fyrir augum að hafa sem mest upp úr þeim sóknardögum sem falla þeim í skaut. Það myndi óhjákvæmi- lega hafa í för með sé ofveiði." • ---------»■■♦■«--- Fáskrúðsíjörður Byrjað að bræða eftir áramótin FRAMKVÆMDUM við nýja físki- mjölsverksmiðju á Fáskrúðsfirði verður væntanlega lokið í janúar. Búist er við að 11 starfsmenn verði fastráðnir við verksmiðjuna á meðan hún er í fullri framleiðslu, en hún kemur til með að geta afkastað 1000 tonnum á sólarhring. Gísli Jónatansson framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar hf. segir að verksmiðjan muni hafa góð áhrif á atvinnlífið á suðurfjörðunum. „Hún mun ekki aðeins framleiða mjöl og lýsi heldur verður hún líka undir- staða þess að frystihúsin geti fryst loðnu, loðnuhrogn og síld.“ Við verksmiðjuna verður starf- rækt flokkunarstöð fyrir síld og loðnu og einnig tæki til hrognatöku. Áætlað er að fastir starfsmenn verði um 11 þegar vinnsla verður í fullum gangi. Þegar er búið að ráða Magn- ús Asgrímsson iðnaðartæknifræðing verksmiðjustjóra. Canon gæði í hverri prentun Ef þú vilt ná þessum fínu prentgæðum sem þú hefur verið að leita eftir er Canon með svarið. Canon tölvuprentararnir eru ætíð skrefi á undan með stöðugar nýjungar sem henta þér, hvar sem þú starfar, með hágæðaprentun, litagleði, hraða og sveigjanleika. Canon býður litla og hljóðláta prentara sem komast í skólatöskuna og stóra og öfluga prentara sem svara ólíkum þörfum. Canon Canon tölvuprentarar fást í öllum helstu tölvuverslunum. Þú þekkir Canon - þú þekkir Nýherja NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 569 7700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.