Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Innrás í einka- líf plantna Sir David Attenborough hefur sennilega kveikt áhuga hjá mörgum náttúrufræðingnum hér á landi með kunnum sjónvarpsþáttum sínum. Hann er nú staddur hér á landi vegna útkomu nýrrar bókar sinnar um einkalíf plantna. Þröstur Helgason hitti hann að máli og ræddi meðal annars við hann um nýju bókina og umhverfisvandamál. Sir David Attenborough Morgunblaðið/Rax EINS OG aðrir fékk ég áhuga á náttúrunni og vísindum hennar þegar ég var tveggja ára. Öll börn eru í eðli sínu náttúrufræð- ingar.“ Þetta eru orð eins kunnasta sjón- varpsmanns Bretlands, Sir Davids Atten- boroughs, sem gert hefur náttúrulífsþætti fyrir breska sjónvarpið, BBC, í rúm fjörutíu ár. Þykja þeir með bestu þáttum af því tagi og hafa notið geysilegra vinsælda allt frá upphafi. íslendingar þekkja þættina vel og kæmi ekki á óvart þótt Sir David væri einn áhrifaríkasti náttúrufræðikennari hér á landi síðan sjónvarpið hóf sýningar þátt- anna á áttunda áratugnum. Hann er stadd- ur hér á landi vegna útkomu nýrrar bókar sinnar á íslensku. Bókin heitir Einkalíf plantna og um hana sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins, Eyþór Einarsson grasa- fræðingur, í ritdómi síðastliðinn sunnudag: „Þessi bók er í stuttu máli frábær og verð- skuldar að ná til og verða lesin af sem flest- um.“ Sir David er fæddur í London árið 1926 en varði mestum hluta æsku sinnar í Leic- ester-borg á Mið-Englandi. Faðir hans var rektor við háskóla borgarinnar. Sjálfur stundaði hann háskólanám sitt í náttúruvís- indum í Cambridge. Hann lauk þó aldrei prófí. Þetta var undir lok seinni heimstytj- aldarinnar og hann hafði gegnt herskyldu í sjóhemum í tvö ár. „Þegar ég kom heim eftir stríð tók ég því miður þá óskynsam- legu ákvörðun að halda ekki áfram námi heldur fara að vinna. Ég vildi fara að þéna peninga og eignast hluti. Ég hóf starfsferil- inn sem útgefandi, vann við að gefa út vís- indarit en það ævintýri stóð ekki lengi og árið 1954 réð ég mig til BBC sem þá var að hefja sjónvarpsútsendingar að nýju eftir nokkurra ára hlé vegna stríðsins. 0g þar hef ég verið allar götur síðan með stuttu hléi um miðjan sjöunda áratuginn er ég tók lokapróf í mannfræði. Fyrst í stað gerði ég þætti um alla skapaða hluti en smátt og smátt sérhæfði ég mig í náttúrunni, um- hverfinu okkar.“ Eiga plöntur sér einkalíf? Bók Sir Davids er eins konar innrás í einkalíf plantna. Hún fjallar um það hvern- ig þær haga sér, verjast uppáþrengjandi nágrönnum, ná í fæðu, þroskast og upplifa sig í heiminum. Aðspurður um titil hennar segir Sir David það eðlilegt að menn velti honum eilítið fyrir sér. „Vafalaust er hluti ástæðunnar fyrir því að ég valdi hann sá að hann mun örugglega vekja athygli og örva sölu. Meginástæðan er hins vegar sú að ýmislegt í lífi plöntunnar er hulið mann- inum, plöntur eiga sér einkalíf? Við vitum ekki hvemig planta ratar á sinn stað, hvern- ig hún ratar rétta leið upp í loftið eða eftir jörðinni. Eða hvers vegna hún beinir laufum sínum í eina átt frekar en aðra. Við verðum ekki vör við það hvemig hún breytist eftir því hvort það er morgunn, miður dagur eða nótt eða þegar hún dreifir fræjum sínum vítt og breitt um umhverfið, jafnvel í óra- fjarlægð frá sjálfri sér. Við vitum svo lítið um atferli plantna, stór hluti lífs þeirra er okkur hulinn, sennilega vegna þess að tíma- kvarði þeirra er annar en okkar. Nú gerir nýjasta kvikmynda- og myndbandatækni okkur hins vegar kleift að hraða eða hægja á hreyfingum svo við getum fylgst náið með athöfnum plantna. Það hefur orðið gríðarleg breyting á þessari tækni síðan ég byijaði í þessu fagi. Tæknin var svo afleit að mér finnst myndirnar hörmulegar frá fyrstu árum mínum í starfinu.“ Fólksfjölgnnin mesta vandamálið Við vinnu að gerð þátta sinna hefur Sir David komið í flest horn heimsins. Hann hefur skoðað ólíka Iifnaðarhætti manna, hann hefur séð náttúruna í sínum fegursta skrúða en hann hefur líka upplifað hana niðumídda. Hvert er helsta vandamálið á þessari kringlu? „Fólksíjölgunin er mesta vandamál mannsins og eina leiðin til að ráða bót á því er að ná tökum á því, stjórna fólksíjölg- uninni. Sú hugmynd að maðurinn geti bara fjölgað sér óhindrað er barnaleg og kjána- leg. Tíu ára krakki getur séð að ef við höldum áfram að ganga á forðabúr jarðar endar með því að við tæmum það. Það er hins vegar engu líkara en maðurinn neiti að trúa þessu, a.m.k. hinn vestræni maður. Ef þú spyrð Eþíópíubúa hvert sé mesta umhverfisvandamálið í hans landi svarar hann því til að á sumum svæðum Afríku sé svo mikið af fólki að landið þoli ekki lengur áganginn. Það er því náttúran sjálf sem stjórnar fjölgun mannkynsins en ekki maðurinn eins og hann ætti að gera. Af þessum sökum deyja þúsundir manna á degi hveijum. Það eru til betri leiðir til að hafa stjórn á mannfjölguninni en maðurinn hefur bara ekki enn náð þeim þroska að nýta sér þær. Þangað til hann nær þessum þroska verður heimurinn, umhverfi manns- ins, að líða fyrir heimsku hans.“ En hver er þá tilgangur mannsins? Hann getur ekki lengur verið sá að fjölga sér þegar fjölgunin er orðin að meginvanda- máli mannkynsins? „Nei, en ef við skoðum mannveruna á hlutlægan hátt eins og hún kemur fyrir í náttúrunni þá getur tilgangur hennar ekki verið annar en að fjölga sér, að viðhalda stofninum. Náttúran býr yfir ákveðnu kerfi sem takmarkar fjölda lífvera en við höfum hins vegar verið að krukka í það, við höfum valdið ákveðinni truflun og ójafnvægi í líf- kerfinu. Einn þessara truflunarvalda er aukin þekking okkar á læknisfræði. Fólk lifir lengur, minna er um ungbarnadauða o.s.frv. Við höfum hins vegar ekki gert nægilega mikið til að taka afleiðingum þess- ara truflana í lífríkinu.“ Má kannski segja að þekkingarleit mannsins sé að ganga af honum dauðum? „Já, það mætti segja sem svo. Ég held hins vegar að lífið á jörðinni muni seint þurrkast út að fullu. Það mun alltaf verða eitthvert líf hér, plöntur og skordýr. Fjöl- breytni lífrikisins mun hins vegar minnka með tímanum, tegundunum á eftir að fækka.“ Nýjar áherslur Ævisaga Maríu Guðmundsdóttur fyrirsætu Vægðarlaust upp- gjör við fortíðina TONLIST Bústaóakirkja TRÍÓ REYKJAVÍKUR Flytjendur Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló, Peter Maté píanó og Guðmundur Krist- mundsson lágfiðla. Sunnudagur 15. október. í SVO til þéttsetinni kirkjunni byijuðu þau á Tríói í Es-dúr op. 70 eftir L.v. Beethoven, sem hann skrifaði þá tæplega fertugur. Við píanóið sat að þessu sinni Peter Maté. í píanótríóum er það píanó- leikarinn sem mestan þáttinn á í mótun verksins, hann ræður yfir- leitt hraða, jafnvægi hljómsins og getur ráðið miklu um hversu veikt og sterkt er spilað. Svo var og í kvöld og auðheyrt var munur á flutningnum nú og áður. Ekki segi ég að betur hafi verið gert nú en stundum áður, en öðruvísi. T.d. var munurinn á sterku spili og veiku mjög afgerandi nú, ýmis „smáatriði" voru nostursamlegar unnin, sem vitanlega er, eins og sagt er nú til dags, af því góða, andstæðurnar eru einnig skrifaðar í hljóðfæraskrána og öllum þessum boðum skal fylgja vilji maður vera samviskusamur og „notentreu“. Þessum Iögmálum var fylgt í tríó- inu og raunar var það allt vel spil- að, ef undan er skilið að fiðlan var örlítið of há í tóninum í vissri tón- hæð og kannski hefði Finalinn mátt vera örlítið hraðari, a.m.k. vantaði einhvern spíritus í hann. Ekki er það hljóðfæraleikurunum að kenna að kirkjan er ekki æski- legast húsa fyrir kammermúsík og því oft erfitt að koma þar því til skila sem búið er að vinna að á ótal æfingum og í þetta sinn blönduðust hljóðfærin ekki vel þangað sem ég sat og bitnaði það helst á fiðlunni sem varð of veik, eftir því sem á tónleikana ieið vandist þó eyrað þessu. Þrátt fyrir þetta nákvæma spil þremenning- anna, sem vitanlega er 100% já- kvætt, er ég ekki frá því að ein- mitt nákvæmnin hafi heft tilfinn- ingar flytjendanna að línan og heildin hafði liðið við. Já, nákvæm- ur er sá línudans sem tónlistar- flutningurinn krefst og stundum finnst manni afleitt að mega ekki hlusta án þess alltaf að vera að hugsa um hvað betur mætti fara. Tríó fyrir píanó, fiðlu og selló op. 15 í g-moll eftir F. Smetana er feikifögur tónlist, stundum þannig skrifuð að minnir á hljóm- sveitarskrá, meira en þá venjulegu kammer-músík. Hér var allt á sín- um stað jafnvel þótt maður sakn- aði nokkurrar breiddar og hljóm- gæða frá píanóinu og gaman hefði verið ef kominn hefði verið góður Steinway. En hér voru allir þætt- irnir mjög vel spiiaðir, svo að manni fannst maður kominn til Tékkó, föðurlands Smetana og Dvoraks. Nú var það fiðlan sem byijaði hið angurværa motif, ann- ar þátturinn með þó nokkuð óvenjulegu yfirskrift „Allegro ma non agitato" og norsk-ættuðu byijun var sérlega áhrifaríkur og í Presto-þættinum voru augnablik sem voru með því besta sem undir- ritaður hefur heyrt frá Tríói Reykjavíkur. Lokaverk tónleikanna var Kvartett fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu og selló op. 60 eftir J. Brahms. Hér bættist við Guðmundur Krist- mundsson og féll hann vel inn í hópinn, enda oi’ðinn mjög góður lágfiðluleikari. Á sama hátt og hjá Smetana saknaði maður hér hins breiða og mjúka hljóms píanósins í sterku spili og litríks og glitrandi tóns í fingraspili. Hvernig Brahms byggir upp þættina úr andvörpun- um í byijun fyrsta þáttarins er efni í langa ritgerð, jafnvel dokt- orsritgerð, en verður þó látið öðr- um eftir en er meistaralega gert og kannski Brahms einum ætl- andi. Ógleymanlegur verður leikur fjórmenninganna í Andante-þætt- inum, í síðasta þættinum finnst mér alltaf eins og höfundurinn hafi misst hugmyndaflugið. Ragnar Björnsson ÆVISAGA Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningar og ljósmyndafyrirsætu, er væntanleg frá Vöku-Helgafelli um næstu mán- aðamót. Ingólfur Margeirsson skráir en bókin nefnist María — konan bak við goðsögnina. Ingólfur segir að María hafi lifað viðburðaríku lífi en hún komst á hátind tískuheimsins beggja vegna Atlantsála í byijun sjöunda áratugar- ins — var óvænt uppgötvuð í París og varð á skömmum tíma ein eftir- sóttasta fyrirsæta heims. „Ég var búinn að þekkja Maríu í mörg ár, þegar ég ákvað að taka þetta verkefni að mér, en vissi engu að síður frekar lítið um hana, eins og raunar flestir íslendingar," segir Ingólfur. „Hún hefur upplifað marg- ar hliðar á tískuheiminum og ég held að hin hliðin á þeim heimi — baktjöldin — eigi eftir að koma les- endum sérstaklega á óvart.“ Ingólfur segir að það hafi komið sér á óvart hvað frásögn Maríu hafi verið hispurslaus. „Þetta er uppgjörs- bók, enda talar María þarna um hluti sem hún hefur aldrei talað um áður, meðal annars æsku sína en atburðir úr henni mótuðu hana ævilangt. Ekki síst þess vegna er bókin sál- fræðileg ævisaga. María tekur María Ingólfur vægðarlaust á sínu einkalífi, sigrum og ósigrum og dregur ekkert und- an. Það þarf mikið hugrekki til að gera upp við fortíðina með þessum hætti og ég held að ímynd hennar eigi eftir að breytast í kjölfarið. Fyrir mér er María stærri, dýpri og áhugaverðari manneskja en áður.“ Ingólfur segir að það hafi jafn- framt komið sér á óvart hvað María hafi átt mikið af gögnum í fórum sínum. Hann hafi því haft úr nægu efni að moða, meðal annars tæplega tíu þúsund þéttskrifuðum blaðsíðum úr dagbókum og ríflega þrettán hundruð bréfum. Þá mun María hafa skráð draumfarir sínar um árabil. „Ég hef aldrei lent í annarri eins heimildavinnu," segir Ingólfur en bætir við að María hafi samt haft heilmiklu við að bæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.