Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fræknir fjallgöngugarpar komnir heim Ferðin niður var erfiðust Keflavík. Morgunblaðið. „ÞETTA var nokkuð erfítt og þá sérstaklega ferðin niður sem var erfiðasti hluti leiðarinnar. Því við áttum ekki mikið eftir af orku eftir að hafa komist á toppinn, en það var þess virði og rúmlega það,“ sagði Hallgrím- ur Magnússon fjallgöngukappi þegar hann kom til landsins í gær eftir frækilega ferð til Tíbet. Þar kleif hann fjallið Cho Oyu sem er 8.201 metir á hæð ásamt tyeim félögum sínum, þeim Birni Ólafssyni og Einari Stefánssyni. Þetta var mikil þrekraun sem sést best á því að af 20 manna hópi sem var í leiðangrinum komust aðeins 6 á tindinn, hinir höfðu ekki orku til að fara síð- asta áfangann. Þeir félagar eru úr Hjápar- sveit skáta í Kópavogi og Hjálp- arsveit skáta í Reylqavík og sagði Hallgrímur að góður und- irbúningur hefði haft allt að segja og eins hversu góðan skjólbúnað þeir hefðu haft. Ferðin á fjallið tók 4 vikur og síðasta áfangann fóru þeir á 4 dögum. „Það er viss tilfinning sem fylgir því að klífa fjöll og hluti af þeirri ánægju er útsýn- ið. Það var líka svolítið skrítin tilfínning að vera kominn þetta hátt og horfa síðan upp til Mont Everest sem var þarna í um 30 km fjarlægð," sagði Hallgrímur Magnússon ennfremur. MorgunDlaoið/tíjom ölondal FÉLAGARNIR þrír, Björn, Einar og Hallgrímur, við komuna til landsins í gær, en þar voru fjölskyldur og félagar þeirra í hjálparsveitum skáta komnir til að taka á móti þeim. Morgunblaðið/Júlíus ALLIR vakthafandi slökkviliðsmenn í Reykjavík tóku þátt í slökkvistarfinu í Víðidal á sunnudagskvöld. Kveikt í hlöðu í Víðidal Morgunblaðið/Ingvar ÞEIR sem fyrstir komu að eldinum hleyptu 10-15 hrossum út úr reykfylltu hesthúsinu. TALIÐ er víst að kveikt hafí verið í hlöðu fullri af heyi í Víðidal laust fyrir kvöldmat á sunnudag. Sam- byggt hlöðunni er hesthús þar sem í voru 10-15 hestar þegar eldsins varð vart. Hesthúsið og hlaðan eru í eigu hestamannafélagsins Fáks og standa við Faxaból 1-2 í Víðidal. Hlaðan var tvískipt. Þeim megin sem eldurinn logaði var geymt hey en handan brandveggs var geymt sag. Annað hesthúsið í sambyggingunni var autt en í hinu voru 10-15 hross. Fólk, sem statt var í félagsheimili Fáks, varð eldsins vart og rak hross- in út úr reykfylltu hesthúsinu í þann mund sem slökkvilið kom á staðinn. Mikinn reyk lagði um hlöðuna og hesthúsið. Að sögn slökkviliðs tók slökkvistarfið fimm klukkutíma. Hlaðan var nær full af gömlu heyi. Auk þess að slökkva þann eld sem logaði í heyinu þurfti slökkviliðið að tæma hlöðuna og láta aka heyinu á öskuhaugana í Gufunesi. Að sögn rannsóknarlögreglu þykir ljóst að kveikt hafí verið í heyinu. Eldurinn var efst í heyinu og er sjálfíkveikja talin útilokið. Raf- magnsbúnaður í húsinu var í full- komnu lagi. Ekki er vitað hver bar eld að heyinu. Auk þess sem heyið í hlöðinni spilltist þurfti m.a. að ijúfa þak o.fl. meðan á slökkvistarfi stóð. Ljóst er talið að tjónið nemi milljónum. > Verkalýðsfélagið Baldur á Isafirði segir kjarasamningi sínum upp í dag Alítamál hvort for- sendur séu brostnar VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á ísafirði mun í dag senda Vinnuveit- endafélagi VestQarða bréf, þar sem kjarasamningi félagsins verður með formlegum hætti sagt upp frá og með áramótum, en eins og aðrir samningar á almennum vinnumark- aði á samningur Baldurs að gilda út næsta ár. Jafnframt verður ósk- að eftir nýjum viðræðum við vinnu- veitendur. Formaður Baldurs telur forsend- ur samningsins brostnar, en vinnu- veitendur telja að ekki hafí verið hróflað við þeim forsendum, sem getið er í samningum, og hann sé því áfram í gildi burtséð frá gjörð Baldurs. Lára V. Júlíusdóttir lög- fræðingur, sem hefur sérhæft sig í vinnurétti, telur hins vegar aðrar forsendur koma til greina en þær, sem skráðar eru í samninginn. Ein svikamylla „Allar forsendur eru brostnar. Þetta er ein svikamylla, sem við voru leiddir í þegar samningar voru gerðir í fyrravetur. Allt, sem þeir byggðust á — fyrst og fremst trún- aðartraust — er brostið," segir Pét- ur Sigurðsson, formaður Baldurs, aðspurður á hvaða for- sendum samningnum sé sagt upp. Hann segir að við samningsgerðina hafí verkalýðshreyfingunni verið talin trú um að ef hún færi fram á nokkur hundruð krónur í viðbót á mánuði, myndi óðaverð- bólga bresta á. Því hefði jafnframt verið lofað að með batnandi hag yrði kaupmáttur aukinn. „Síðan hefur það gerzt að helmingurinn af þjóðinni, þ.e. sá helmingur, sem ekki var festur í samninga þama, ekki bara ráðherrar og embættis- menn, er búinn að taka miklu meiri hækkanir. Ef það hefur engin áhrif í sambandi við verðbólgu, þá var mönnum ekki sagt rétt frá í vor,“ segir Pétur. Ekki á valdi einstakra félaga Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að samningurinn gildi til ársloka 1996 og fyrr verði honum ekki sagt upp nema samn- ingsforsendur, sem séu sérstaklega tilgreindar, séu taldar hafa brostið. Aðeins fulltrúarnir í hinni sameigin- legu launanefnd ASÍ og VSÍ hafí vald til að meta það og uppsögn samninga sé því ekki á valdi einstakra verka- lýðsfélaga. Telji hins vegar fulltrúar ASÍ í launanefndinni forsend- ur brostnar, megi segja samningum upp. Slíkt geti gerzt ef ríkið standi ekki við fyrirheit, sem það gaf í yfírlýsingu sinni 21. febr- úar síðastliðinn eða ef verðbólgan verði meiri en gerist í nágranna- löndunum á samningstímanum í heild. „Menn gerðu með sér frjálsa samninga og það er með þá eins og hvaða aðra kaupsamninga sem er, menn verða auðvitað að standa við þá,“ segir Þórarinn. Hann segir að VSÍ líti því svo á að samningur- inn við Baldur sé áfram i gildi og engar forsendur séu til að fara í nýjar viðræður við félagið um ein- hveijar launaviðbætur, enda séu launabreytingar samkvæmt samn- ingunum svipaðar og í nágranna- löndunum. Stefna hugsanleg til að hreinsa andrúmsloftið Aðspurður hvort tii greina komi að stefna Baldri fyrir félagsdóm vegna samningsrofs, segir Þórarinn að slíkt geti reynzt nauðsynlegt til að hreinsa andrúmsloftið. „Það get- ur þurft að fá það á hreint hvaða þýðingu slík yfirlýsing hefur, en við skynjum þetta fyrst og fremst sem pólitíska yfirlýsingu um óánægju með hluti, sem fólk hefur talið hafa farið miður. Ekkert hefur hins veg- ar gerzt í samskiptum okkar og verkalýðshreyfingarinnar, sem gef- ur færi á að brjóta samningana," segir Þórarinn. Hann segir að verkalýðshreyf- ingin sjálf, þar á meðal Alþýðusam- band Vestfjarða, hafí í stað þess að gera heildarsamning valið að semja á vettvangi landssambanda, svæðasambanda og einstakra fé- laga, til þess að taka mætti tillit til mismunandi aðstæðna. „í þess- ari afstöðu fólst auðvitað að niður- staðan hlyti að verða eitthvað breytileg og að því er Baldur sjálfan varðar, kusu þeir ekki meiri sam- fylgd með öðrum en svo að þeir luku ekki sinni samningsgerð fyrr en í byijun aprílmánaðar. Þá höfðu margir af þessum samningum, sem þeir eru að vísa til, verið gerðir," segir Þórarinn. Forsendur fleira en það sem er sérstaklega getið Lára V. Júlíusdóttir, sem áður var lögfræðingur ASÍ og síðar framkvæmdastjóri, segir að ógildingarreglur um brostnar forsendur í almennum samninga- rétti geti líka gilt í kjara- samningum. „Forsendur eru ekki endilega það, sem getið er um í kjarasamningi, heldur geta brostn- ar forsendur verið „þær hvatir eða ástæður, sem liggja að baki samn- ingsgerð og hafa ekki verið gerðar að skilyrði við samningsgerðina," eins og Bjöm Þ. Guðmundsson pró- fessor skilgreinir það,“ segir Lára. Hún segir annarra að meta hvort þær aðstæður séu til staðar að ástæða sé til að.víkja frá kjara- samningnum í heild sinni. „Þetta hlýtur að byggjast á mjög huglægu mati, einhvers konar mælistiku á reiði almennings," segir Lára. Hún segist ekki viss um að Fé- lagsdómur myndi fallast á að brostnar forsendur væru til staðar. „Til þess þyrfti mikið að gerast,“ segir hún. „En ef öll verkalýðs- hreyfingin er þeirrar skoðunar, að hún hafí verið snuðuð í vor, er lítið sem getur stöðvað uppsögn.“ Gildra, sem væri einsdæmi Pétur Sigurðsson segir að fari svo að Félagsdómur úrskurði upp- sögn samninganna ólögmæta, muni koma í ljós að verkalýðshreyfingin hafí látið plata sig í samningunum síðastliðinn vetur, .Aað við höfum þá raunverulega, með því að hafa þessa skilmála til uppsagnar, afhent Vinnuveitendasambandinu algjört vald til að meta forsendurnar. Þá höfum við fest okkur í gildru, sem væri algert einsdæmi, ekki aðeins hér á landi. En ef allt um þrýtur, er ekkert nema þessi neyðarréttur sem verka- fólk hefur, allsheijar- verkfall um allt land. Við unum ekki við þetta eins og það er.“ Pétur segist ekki trúa öðru en því að fulltrúar Alþýðusambandsins í launanefnd komist að þeirri niður- stöðu að forsendur samninganna séu brostnar. „Annars eru þeir að vinna gegn hugmyndum og sam- þykktum flestra félaga innan Al- þýðusambandsins," segir hann. Trúnaöar- traustið brostið Pólitísk yfir lýsing um óánægju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.