Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 3^ GÍSLIV. GUÐLA UGSSON + Gísli V. Guð- laugsson fæddist á Stokkseyri 16. jan- úar 1905. Hann lést í Reykjavík 19. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugames- kirkju 3. október. ÞEGAR ég kveð þig, Gísli, og minnist þeirra stunda er við unnum hlið við hlið að mörgum verkefnum sem smiðjur þær er við störfuðum hjá, Héðinn og Stál- smiðjan, voru með, fer ekki hjá því að margt komi í hugann. Þegar ég kom til starfa hér hjá Stálsmiðjunni hf. 1958 var mikið umleikis hjá Héðni hf. Sveinn Guðmundsson for- stjóri sá um það og við í Stálsmiðj- unni nutum góðs af því,_ enda voru þeir bræður Sveinn og Astmundur. Þegar þú yfírgefur þessa jarðvist þína sem er að verða jafngömul öldinni sem er að líða, ert þú kominn á æðra stig í tilverunni, hefur sagt skilið við lífsstarf- ið, sem var orðið nokk- uð langt í jámiðnaðin- um í vesturbænum hjá Sveini í Héðni. En hans verður að minnast um leið og ævistarf þitt er tíundað. Hann var ofurhugi í starfínu, og veldi Héðins hefir aldr- ei verið meira en í tíð ykkar Sveins, Gísli. Þú varst orðinn yfír- verkstjóri fyrir mörg- um árum, þegar ég fór að vinna hjá vesturbæjaraðlinum, _sem nú er að hverfa. Þeir bræður Ástmundur og Sveinn voru báðir harðduglegir menn hvor á sinn hátt og lögðu jámiðnaðinum lið sem munaði um og hann býr að enn þann dag í dag. Um þetta leyti í kringum 1960 vom 60 nemar í Héðni og um 600 starfsmenn á launaskrá. í Stál- smiðjunni vom 26 nemar og á ann- að hundrað starfsmenn. Þú fórst fyrir þessum her járniðnaðarmanna og aldrei heyrði ég kvartanir eða nöldur frá mönnum þínum um þig, því að ég þekkti marga Héðins- menn. Þú hafðir þetta ljúfa skap og sveigjanleika og geðslag til að umgangast háa sem lága. Þið stóð- uð fyrir smíði og uppsetningu margra síldarverkmsiðja og frysti- húsa úti um allt land. Þá var gull- öld á íslandi, nóg af síld og físki í sjónum. Þessir tímar koma ekki aftur. Við vomm báðir hættir um það Ieyti sem fór að halla undan fæti hjá þessum fyrirtælqum. Ég vann hlutastarf hjá Tryggingastofnun ríkisins í nokkur ár. Þá kom beiðni um skábraut á Laugamesveg 57. Ég fór á staðinn til að taka mál. Húsráðandi var enginn annar en þú, Gísli, konan þín komin í hjóla- stól og þú annaðist hana og auðsjá- anlega var hún þér ekki síður kær en Héðinn var þér í gamla daga. Hef þessi orð ekki fleiri, aðrir munu bæta um betur sem kunna betri skil á ætt og störfum. Ég sendi samúðarkveðjur til bama og ann- arra ættmanna. Hvíl þú í friði, Gísli V. Guðlaugs- son. Jóhann Indriðason. Þröstur er óstöðvandi SKAK Félagsheimili TR, Faxafeni 12 HAUSTMÓT TAFL- FÉLAGS REYKJAVÍKUR ÞAÐ getur nú fátt komið í veg fyr- ir sigur Þrastar Þórhallssonar á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann sigraði Sævar Bjamason al- þjóðlegan meistara og hefur vinn- ings forskot á Sigurbjöm Bjöms- son, ungan og efnilegan Hafnfírð- ing, sem er óvænt í öðm sæti. Eft- ir góða byrjun hefur allt farið úr- skeiðis hjá yngstu keppendunum. Staðan í A flokki að loknum átta umferðum er þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 7 v. 2. Sigurbjöm Bjömsson 6 v. 3. Sævar Bjamason 5‘A v. 4. Jón Garðar Viðarsson 5 v. 5. -6. Magnús Öm Úlfarsson og Sigurður Daði Sigfússon 4 'A v. 7. Hrafn Loftsson 4 v. 8. -9. Jón Viktor Gunnarsson og Arnar Gunnarsson 3 'h v. 10. Krisfján Eðvarðsson 3 v. Tveir keppenda í A-flokki hafa hætt í mótinu, svo aðeins era tíu eftir. Raðað er niður í flokka eftir stigum. í A-flokki er keppt um pen- ingaverðlaun og meistaratitil Tafl- félags Reykjavíkur. Teflt er sunnu- daga kl. 14, miðvikudaga og föstu- daga kl. 19.30. Mótinu lýkur 25. október næstkomandi Úrslit í unglingaflokki Keppni í unglingaflokki lauk á laugardaginn var. Bergsteinn Ein- arsson vann allar sínar skákir og er unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 1995. Röð efstu manna: 1. Bergsteinn Einarsson 7 v. 2. Þórir Júlíusson 6 v. 3. Sigurður P. Steindórsson 4 'h v. 4. Ingibjörg E. Birgisdóttir 4 'A v. 5. Sveinn Wilhclmsson 4 v. 6. Atli Jóhann Leósson 4 v. 7. Guðjón Heiðar Valgarðsson 4 v. 8. Egill Guðmundsson 4 v. 9. Harpa Ingólfsdóttir 4 v. Góður árangur stúlknanna vekur athygli. Helgarmót á Húsavík í tilefni af 70 ára afmæli Taflfé- lags Húsavíkur og áttræðisafmæli Hjálmars Theódórssonar, skák- meistara, verður haldið atskákmót á Húsavík dagana 27.-29. október næstkomandi. Sérstaklega er boðið til mótsins 17 skákmönnum, flest- um af yngri kynslóðinni og hafa þeir allt að 2.135 atskákstig. Þar á meðal er sigursveitin á Olympíu- móti 16 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Við þá etja kappi ungir og efnilegir skákmenn víðs vegar að af landinu, bæði drengir og stúlk- ur. Mótið hefst föstudagskvöldið 27. október kl. 20.30 og lýkur sunnu- daginn 29. október kl. 16. í verð- laun era eignarbikarar. Styrktarað- ilar eru Húsavíkurbær, Landsbanki íslands, Kaupfélag Þingeyinga og Mjólkursamlag KÞ. í fréttatiikynn- ingu frá Taflfélagi Húsavíkur segir að tilgangur mótsins sé að vekja athygli á skák sem valkosti í tóm- stundastarfi allra aldurshópa af báðum kynjum. „Áttræður skák- meistari Húsvíkinga mun fá harða keppni frá þrettán ára skákdrottn- ingu að sunnan," segir þar jafn- framt. Að mati skákþáttarins verður örugglega um stórskemmtilegt mót að ræða. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku geta fengið upplýsingar í símum 464- 1504 á kvöldin og um helgar og 464-1245 virka daga, eða á faxi nr. 464- 2125. Karpov og Kamsky á kreik Það er enn allt á huldu um það hvenær þeir Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistari og Gata Kamsky, áskorandi hans, heyja einvígi sitt um FIDE heimsmeistaratitilinn. Þeir hafa báðir lítið teflt að undan- fomu, sérstaklega Kamsky. En nú hafa þeir báðir þegið boð um að tefla á jólamóti í Groningen í Hol- landi frá 18.—30. desember næst- komandi. Aðrir keppendur verða Hollendingamir Piket og Van Wely, ungu Rússamir Tivjakov og Svidl- er, Daninn Curt Hansen, Frakkinn Joel Lautier, Englendingurinn Ad- ams, Ivan Sokolov frá Bosníu, og Ungveijinn Almasi, sem sigraði óvænt á mótinu í fyrra. Skáksíðan fær viðurkenningu Islenska skáksíðan sem Daði Öm Jónsson hefur sett upp á Intemetinu eða Alnetinu hefur vakið athygli erlendra skákáhugamanna sem era tengdir við netið. Reyndar er um miklu meira en eina síðu að ræða, þar er að fínna mjög miklar og al- hliða upplýsingar um skák á ís- landi. Síðan er afar vönduð og er komin á lista yfír bestu síður í „Chess Space“ eða skákgeimnum sem er miðstöð skákáhugamanna á netinu. Þess má geta að frá Chess Space eru slóðir inn á meira en 1.100 skákstaði víðs vegar um heim, sem hafa að geyma ótrúlegan fjölda síðna. Síða Daða er í hópi 22ja sem mælt er sérstaklega með. Besta leiðin til að kynnast skák á netinu er að fara inn á síðu Daða eftir slóðinni: http://www.vks.is./skak/ . Þar er margt að sjá og leiðin greið inn í skákgeiminn og áfram. Margeir Pétursson t Föðurbróðir minn, ÓLAFUR BENEDIKTSSON frá Háafelli, síðar skósmiður, Bergþórugötu 11a, lést á vistheimilinu Seljahlíð að morgni mánudagsins 16. október. Anna Finnsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNUR HILMAR INGIMUNDARSON, Teigaseli 1, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Bergljót Karlsdóttir, María Guðrún Finnsdóttir, Bragi Ólafsson, Ingibjörg Auður Finnsdóttir, Skúli Sigurvaldason, Sigurlaug Björk Finnsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Finnur Sverrir Magnússon, Helga Guðrún Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t AAGOT VILHJÁLMSSON, Miðleiti 5, andaðist að kvöldi 15. október. Fjölskyldan. t Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNU PÁLSDÓTTUR. Sérstkar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki lyfjadeildar FSA og starfsfólki dvalarheimilisins Hlíðar. Guð blessi ykkur öll. Oddur Helgason, Stefán Einarsson, Stefanfa Einarsdóttir, Mattý Einarsdóttir, Hólmfrfður Einarsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Birna Gunnlaugsdóttir, Héðinn Þorsteinsson, Örn Þórsson, Gfsli Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar og tengdamóður, ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR, Grenilundi 2, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-G, Landspítalanum. Guðmundur Einarsson, Sigurður Guðmundsson, Hrafnhildur Sævarsdóttir, Einar G. Guðmundsson, Nicola I. Gerber, Margrét B. Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR OLGU STEFÁNSDÓTTUR frá Hjarðartúni, Suðurgötu 76, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild 21 a á Landspítalanum og hjá heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Guðni Þór Ólafsson, Herbjört Pétursdóttir, Stefán Ólafsson, Ólaffa Þórdfs Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Olafsson, Mjöll Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Kleppsvegi 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans, sem annaðist hana síðustu árin. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes G. Þórðarson, Hulda M. Þórðardóttir, Þorvaldur Þórðarson, Jóna G. Þórðardóttir, Þorsteinn Eyjólfsson, Una Jóhannesdóttir Antrim, William Antrim, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ÓLINU STEINUNNAR _ ÞÓRÐARDÓTTUR, Bauganesi 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlíðabæjar, heimahjúkrun og Samúel J. Samúelssyni, lækni, kærleiksríka hjúkrun og umönnun. Sunneva Þrándardóttir, Sunneva B. Hafsteinsdóttir, Hansína Bjarnadóttir, Kristinn Oddsson, Rut Kristinsdóttir, Jóhann Björgvinsson, Hrefna E. Jónsdóttir, Sæbjörn Jónsson, Valgerður Valtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.