Morgunblaðið - 17.10.1995, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fijálsi lífeyríssjóðurínn býður sjóðfélögum sínum lífeyrissjóðslán
Sambærileg kjör og
hjá sameignarsjóðunum
Morgunblaðið/Sverrir
SIGVALDI Kristjánsson rafvirki lagði síðustu hönd á stjórnskáp-
ana áður en þeir fóru um borð í skip í gær áleiðis til Kína.
Rafkóp-Samvirki hf.
Selur þijá sijóm-
skápa til Kína
FRJÁLSI lífeyrissjóðurinn hefur
ákveðið, fyrstur íslenskra séreign-
arsjóða, að bjóða sjóðfélögum sínum
upp á lífeyrissjóðslán. Að sögn Elv-
ars Guðjónssonar, markaðsstjóra
hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, er þetta
gert til þess að auka þjónustu við
sjóðfélaga auk þess að auka ávöxt-
unarmöguleika og fjölbreytni í verð-
bréfasafni sjóðsins.
Elvar segir að lánveiting sé háð
því skilyrði að sjóðfélagi eigi að
lágmarki 500 þúsund króna inneign
í sjóðnum auk þess sem að um virk-
an sjóðfélaga sé að ræða. Til þess
að teljast virkur, verður sjóðfélagi
að greiða að meðaltali um 10 þús
krónur á mánuði í sjóðinn. Lánsupp-
hæð getur aldrei orðið hærri en 3
mílljónir króna, þó ekki hærri en
íjórföld inneign viðkomandi sjóðfé-
laga. Lánstíminn er 25 ár hið mesta,
en hægt er að velja styttri lánstíma.
Lífeyrissjóðslánin bera fasta 7%
vexti. Þessi vaxtaprósenta getur
breyst eftir markaðsaðstæðum að
sögn Elvars, en þó aldrei á þeim
lánum sem þegar hafa verið veitt.
Hann segir þetta vera býsna góð
vaxtakjör og fyllilega sambærileg
við það sem í boði er hjá almennu
lífeyrissjóðunum.
Það vekur athygli að nokkuð
ströng veðskilyrði eru sett fyrir lán-
veitingu. Hámarksveðsetning er
40% af brunabótamati eða mark-
aðsvirði, eftir því hvort er lægra,
og einungis kemur til greina auð-
seljanlegt íbúðarhúsnæði sem stað-
sett er á þéttbýlissvæðum með yfir
5.000 íbúa. Að sögn Elvars er þetta
gert til þess að reyna að draga úr
þeim áhættum sem fylgja sveiflum
í fasteignaverði, þegar um svo löng
lán er að ræða. Þá sé það ekki
góður kostur fyrir sjóðinn að sitja
uppi með illseljanlegt húsnæði enda
skerði slíkt kjör sjóðfélaga.
*
Islenskt-
Kínverskt
viðskipta-
ráð stofnað
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna
gengst fýrir stofnun íslensks-kín-
versks viðskiptaráðs 27. október nk.
Tilgangur ráðsins verður sá að
reyna að glæða viðskipti milli þjóð-
anna, bæði í þágu inn- og útflytj-
enda.
Stefán Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra stór-
kaupmanna, segir að m.a. sé ætlun-
in að gefa út viðskiptaskrár yfir
viðskiptatækifæri í löndunum,
koma á framfæri upplýsingum um
vörusýningar og skipuleggja heim-
sóknir til Kína. „Það hafa margir
félagsmenn okkar viðskipti við
Kína, bæði inn- og útflytjendur,“
sagði Stefán. „Viðskiptaráðið verð-
ur öllum opið og við ætlum að reyna
láta það starfa á sem breiðustum
grundvelli. Meðal annarra mála sem
verða til umíjöllunar verða innflutn-
ingskvótar á vefnaðarvöru, fatnaði
og rafmagnstæki í ríkjum ESB.
Þeirra verður nú þegar óbeint vart
hér á landi.“
í undirbúningsnefnd ráðsins sitja
þeir Sigtryggur Eyþórsson, Jón
Ásbjörnsson og Kristján Einarsson.
RAFKÓP-Samvirki hf. í Kópavogi
hefur selt þijá stjórnskápa fyrir
hitaveitukerfi til Kína. Skáparnir
verða settir upp í nýrri hitaveitu í
Tanggú í Tíanjín-héraði þar sem
Virkir Orkint og Rafhönnun hafa
séð um framkvæmdir.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rafkóp-
Samvirki flytur út búnað af þessu
tagi en salan skilar um tveggja
milljóna króna tekjum. Fyrirtækið
hefur undanfarin 20 ár framleitt
allskyns háspennubúnað fyrir
Landsvirkjun og rafveiturnar. Þau
verkefni hafa í mörgum tilvikum
verið unnin í samstarfi við erlenda
aðila sem framleiða einstaka hluta
búnaðarins, að sögn Ásgeirs Ey-
BRIMBORG hf. hefur fest kaup á
tveimur nýjum IBM AS/400 vélum
frá Nýheija. Vélamar koma í stað
einnar eldri vélar af gerðinni IBM
AS/36.
Egill Jóhannsson, markaðsstjóri
hjá Brimborg segir að með þessu
móti muni fyrirtækið geta sparað sér
talsverða Ijármuni í samskiptum á
milli deilda fyrirtækisins, en það er
nú staðsett á tveim stöðum í bænum.
jólfssonar, framkvæmdastjóra Raf-
kóps-Samvirkis hf. Hann sagði von-
ir bundnar við að framhald yrði á
útflutningi en ekkert lægi þó fyrir
um það ennþá.
Eins og fram hefur komið nær
hitaveitan í Tanggú til 8 þúsund
fermetra húsnæðis, sundlaugar,
gróðurhúss o.fl.
Nýlega gerði Virkir Orkint samn-
ing við jarðhitaþróunarfyrirtæki á
vegum kínverskra stjórnvalda um
stofnun sameiginlegs fyrirtækis
sem ætlað er að standa að jarðhita-
framkvæmdum. Samningur þessi
hefur það í för með sér að Virki
Orkint heldur áfram starfsemi í
Kína.
Hann segir að áður hafi fyrirtækið
aðeins haft eina móðurtölvu og því
þurft að halda sex símalínum opnum
fyrir samskipti við hana. Nú séu
móðurtölvumar hins vegar tvær og
því þurfi aðeins eina línu til sam-
skipta þeirra á milli.
Egill segir að fyrirtækið hafi talið
þessi kaup góðan kost, þar sem allur
hugbúnaður geti gengið óbreyttur í
nýju vélarnar.
Háskóli íslands
Endurmenntunarstofnun
Innkaup og útboð innan EES
Tæknibyltingin opnar nýja möguleika fyrir
íslenskan byggingariðnað
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja kynna sér þá
möguleika sem aðild íslands að EES, samhliða nýrri tækni
í tölvusamskiptum, hefur opnaó íslendingum möguleika til
markaðssóknar á sviði bygginga og mannvirkjagerðar.
Tími: 19. októberkl. 9.00-16.30. Verð: 7.800 kr.
Dagskrá:
• Tilskipanir um opinber innkaup á EES.
- Ásgeir Jóhannesson, Stjórn opinberra innkaupa.
• Tilskipunin um byggingarvörur. Staðlar og tæknisamþykki.
- Hafsteinn Pálsson, Rannsóknar.st. Byggingariðn.
• Reynsla Ríkiskaupa af útboðum/innkaupum á EES.
- Júlíus S. Ólafsson, Ríkiskaup.
• Kynning á Útboða og TED.
- Sveinbjörn Högnason, Skýrr.
• Útflutningsmöguleikar vegna opinberra innkaupa á EES.
- Vilhjálmur Guðmundsson, útflutningsráð ísl.
• Reynsla Reykjavíkurborgar af útboðum/innkaupum á EES.
- Hafsteinn Pálsson.
• Aðstoð Samtaka iðnaðarins vió félaga sína vegna EES-
reglna. - Guðmundur Guðmundsson Samtökum iðnaðarins
Upplýsingar og skráning í síma 525 4923.
Fax 525 4080. Tölvupóstur endurm@rhi.hi.is
Brimborg semur við Nýheija
Endumýja tölvukost
Reynir Gíslason
Samskip USA
Sfmi: 00 1 804 627 6285
Fax: 00 1 804 622 6556
illlÍÍiliiÉfÍflpp iiiilifii
HÍ
mimw
Harbour
austir
á báðum endum
íie
Samskip bjóða nú öfluga flutningaþjónustu milli íslands
og Norður-Ameríku. Áætlunarsiglingar félagsins eru á þriggja
vikna fresti og er siglt á Sheet Harbour í Kanada, Gloucester
í Massachusetts og til Norfolk í Virginia, en einnig er vöru-
móttaka í New York. Virk samkeppni í flutningaþjónustu er íslenskum inn- og
útflytjendum til hagsbóta. Ef þú hyggur á flutninga frá Norður-Ameríku eru Samskip
rétti flutningsaðilinn. Hafðu samband við okkar menn.
'690541" 0037B6
SIGLINGARÁÆTLUN SAMSKIPA TIL BANDARÍKJANNA OG KANADA
Ferðanúmer 5N41 5N44 5N48 5N51 5N55 6N07
Til Reykjavíkur 09/10 02/11 27/11 21/12 16/01 09/02
Frá Reykjavlk 10/10 03/11 28/11 22/12 17/01 10/02
New York 14/10 07/11 02/12 26/12 21/01 14/02
Sheet Harbour 17/10 10/11 05/12 29/12 24/01 17/02
Gioucester 19/10 12/11 07/12 31/12 26/01 19/02
Norfolk 22/10 15/11 10/12 03/01 29/01 22/02
SAMSKIP
Aksel Jansen
Innflutningsdeild
Samskip Reykjavík
Stmi: 569 8304
Fax: 569 8327
Jón Ólafsson
Útfiutningsdeild
Samskip Reykjavlk
Sími: 569 8306
Fax: 569 8349
Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík, slmi 569 8300, fax 569 8327