Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tóbak fyrir 5 milljarða ÍSLENDINGAR eyða tæpum fímm milljörðum króna í tóbak á ári hverju. Af þeirri upphæð má reikna með að tæpir þrír milljarðar renni í ríkissjóð. Pakki af algengustu sígarettum kostar 267 krónur. Innkaupsverðið er rúm 71 króna og inni í þeirri upphæð er þóknun til umboðsaðila, sem ekki vilja gefa upp hve stór hlutur þeirra er. Tóbaksskattur, heildsöluálagn- ing ÁTVR, virðisaukaskattur og 0|másöluálagning nema alls um 165 Krónum, eða 62% af verði hvers pakka. Ef árleg sala á tóbaki er fram- reiknuð miðað við lánskjaravísitölu kemur í ljós að árið 1989 nam hún tæpum 4,8 milljörðum á núgildandi verðlagi, en tekjurnar drógust lítil- lega saman árin 1990-1992. Árið 1993 komu nær 4,7 milljarðar í kassann og í fyrra rúmlega 4,8 milljarðar. ■ Kíkið fær 62%/28 Þrennt lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi á laugardag Umferðin í ár hefur kostað 21 mannslíf Kristín Jóna Óskar Þröstur Guðmundsdóttir Eiríksson Daníelsson Á ÞESSU ári hefur 21 látist í yfj. umferðinni hér á landi, þar af 8 á tæpum mánuði. Á öllu síðasta ári létust 12 í umferðinni. Á laugardag varð enn eitt bana- slysið, þegar 22 ára karlmaður, 52 ára kona og 62 ára karlmað- ur létust í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi, skammt frá Selfossi. Áreksturinn varð eftir að lög- regla hafði reynt að stöðva ofsa- akstur unga mannsins. Hann ók Chevrolet-bíl sínum yfir Ölfusár- brú, sneri við þegar inn í Selfoss var komið, ók aftur yfir brúna og vestur Suðurlandsveg. Lög-* reglan slökkti þá viðvörunarljós og fylgdi í humátt á eftir. Skömmu síðar skall Chevrolet- bifreiðin framan á Fiat Uno-bíl á austurleið og lést fólkið, sem í bílunum var, samstundis. í Fiat Uno-bílnum var sam- býlisfólkið Kristín Jóna Guð- mundsdóttir og Óskar Eiríksson, til heimilis að Holtsgötu 9 í Hafnarfirði. Kristín Jóna var fædd 14. janúar árið 1943. Hún lætur eftir sig fjögur börn, það yngsta 14 _ára. --- Óskar var fæddur 4. nóvem- ber árið 1933. Hann lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Ökumaður Chevrolet-bílsins hét Þröstúr Daníelsson. Þröstur var 22 ára, fæddur 14. júní árið 1973. Hann hafði verið búsettur á Flateyri undanfarin ár, en var nýfluttur aftur til Hafnarfjarðár. Þröstur lætur eftir sig unnustu. Fjöldi banaslysa Mun fleiri hafa látist í bana- slysum hér á landi í ár en undan- farin ár, eða 21 á tæpum 10 mánuðum. Árið 1991 lést 21 í banaslysi, árið 1993 létust 17 og í fyrra létust 12. Örn Þorvarð- arson, deildarsérfræðingur hjá Umferðarráði, segir að menn hafi vonað að ástandið færi batnandi. „Undanfarinn mánuð hefur hins vegar hvert banaslys- ið rekið annað. Frá 24. septem- ber hafa átta látist.“ Örn segir að á undanförnum 10 árum hafi 56 látist í árekstr- um, sem urðu þegar bílar mætt- ust á vegi. „I ár hafa átta látist í slíkum slysum. Við hjá Umferð- arráði munum íhuga vel, hvernig unnt er að bregðast við þessu og ræða við lögregluna, okkar helsta samstarfsaðila." Engar reglur um eftirför í kjölfar banaslyssins á laug- ardag hefur lögreglan á Selfossi sagt, að engar ákveðnar reglur gildi um eftirför, heldur sé það í valdi lögreglumanna hverju sinni að meta aðstæður. Símon Sigvaldason, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, staðfestir þetta. „Lögreglumenn hafa almenn starfsfyrirmæli til hliðsjónar, þegar þeir meta hvernig haga ber eftirför. Eftir þennan atburð á laugardag hljóta menn að velta fyrir sér hvort setja þurfi skýrar reglur. Ég vil þó taka fram að enginn efast um að lögreglan á Selfossi brást rétt við miðað við aðstæður.11 ■ Árekstur í kjölfar/6 Á tindi Cho Oyu ÞEIR voru stoltir íslenzku fjall- göngugarpamir þegar takmark- inu var náð. Hér em félagarnir þrír, Hallgrímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar Stefáns- son, á toppi fjallsins Cho Oyu í Tíbet. Þeir standa þarna í 8,201 metra hæð yfir sjávarmáli, ofar en nokkrir Islendingar hafa áður komist. Félagarnir komu heim í gær úr ævintýraferðinni og var þeim vel fagnað í Leifsstöð . ■ Ferðin niður/4 Óðinn heim úr Smugunni VARÐSKIPIÐ Óðinn er vænt- anlegt heim úr Smugunni fyrir hádegi í dag. Leggst skipið að bryggju í Reykjavík. Oðinn hefur verið þar til aðstoðar íslenzka flotanum í tæpa tvo mánuði. Nú eru sára- fáir íslenzkir togarar eftir í Smugunni og því ekki lengur þörf á þjónustu varðskipsins. Nokkrir úr áhöfn Óðins hafa verið um borð allan tímann. Laun ríkisstarfsmanna y'' -------------- Tveir með yfir sex milljónir HÆST launaðasti ríkisstarfsmaður- inn var með rúmar 6,2 milljónir króna í árslaun 1994, samkvæmt upplýs- ingum fjármálaráðuneytisins og einn var með rétt rúmar 6 milljónir króna. 221 starfsmaður var með yfir fjórar miljjónir í árstekjur það ár. I hópi þeirra, sem voru með árs- laun um og yfir fjórar milljónir, er forseti íslands, þrír starfsmenn sem heyra undir Alþingi auk annarra þriggja. Fjórir ráðherrar og fyrrver- andi ráðherrar eru í þessum hópi ásamt tólf starfsmönnum Háskóia íslands, þar með taldir prófessorar sem eru jafnframt yfirlæknar. Starfsmenn flugmála þar með taldir flugmenn, flugvirkjar eru 16, ráðuneytisstjórar og aðrir starfs- menn stjórnarráðs eru 21, forstjórar og forstöðumenn eru 32, og dómarar og sýslumenn eru 41. Læknar, það er forstöðlæknar og yfirlæknar sem ekki eru jafnframt prófessorar og sérfræðingar eru 43 og flugumferð- arstjórar eru fjölmennastir eða 45. Tekið er fram að einungis eru til- teknir þeir sem fá greidd laun hjá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra bendir á að ekki séu allir ríkisstarfsmenn á listanum. Friðrik sagði að fjórir ráðherrar og íyrrv. ráðherrar væru í hópnum, Davíð Oddsson, Jón Baldvin Hannib- alsson, Ólafur G. Einarsson og Jó- hanna Sigurðardóttir. Benti hann á að Jóhanna hafi hætt sem ráðherra á miðju ári 1994 og fengið biðlaun í sex mánuði en auk þess hafí hún sennilega fengið uppgert orlof. Margir starfsmenn bankastofn- ana, Landsvirkjunar, lánastofnana ríkisins og fleiri opinberra stofnana og fyrirtækja eru utan við ijárlög og ekki taldir með. ■ Starfskostnaður skattlagður /2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.