Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NÝTT og gamalt fyllti hugi manna síðla sumars. Örtröð var þrjá daga samfleytt á tölvusýningu í Laug- ardalshöll, ungir sem aldnir kynntu sér nýj- ungar í þróun hugbún- aðar og nettenginga, sýndarveruleika og „fróðþreyingar" frá Námsgagnastofnun. Hins vegar vakti fundur fornleifa í Skriðdal mikla athygli, enda fylgdust áhuga- samir fréttamenn vel með og fornleifafræð- ingar greiddu greið- lega úr spurningum þeirra í sjón- varpi. Var þá flett upp í Landnáma- bók og töldu sumir líklegt að kom- inn væri í ljós Ævar hinn gamli Þorgeirsson á Arnaldsstöðum í Skriðudal. Minnt á fortíð Það mun ekki að skapi nýrrar kynslóðar fornleifafræðinga að rígbinda allan fund við frásagnir í bókum. En hvort sem hinn ný- fundni kumlbúi hefur verið Ævar landnámsmaður eða óþekktur samtímamaður, er heillandi að vita til þess að skráðar heimildir geri mönnum altént kleift að giska á nafn mannsins með þessum hætti. Hinn 27. september sl. var svo flogið með jarðneskar leifar forn- mannsins til höfuðstaðarins í rann- sókn á Þjóðminjasafni. Án annars samhengis við landshornaflakk Ævars heitins þann dag má minn- ast þess, að 27. september árið 1264 var veginn Þórður Andrés- son, hinn ungi og efnilegi Odda- veiji, sem bauð byrginn Gissuri jarli Þorvaldssyni. Um það leyti er komið að lokum vígaferla Sturl- ungaaldar. Jafnframt hverfur mótþrói við hið erlenda vald, sem róið hafði undir og lagði _nú landið undir sig. íslendinga sögu Sturlungu lýkur á dap- urlegri lýsingu á vígi „síðasta Oddaverj- ans“, bóndans á Stóru-Völlum á Landi, en daginn fyrir hand- töku og líflát sitt kvað hann: „Mínar eru sorgir þungar sem blý.“ Snorri skáld í Reykholti Um sama leyti og nánari fregn- ir bárust af fornleifafundi í Skriðd- al bar til tíðinda í Borgarfirði. Undirrituð var stofnskrá Snorra- stofu í Reykholti. Snorrastofa mun halda á loft minningu Snorra Stur- lusonar og stuðla að frekari kynn- ingu og rannsóknum á ritverkum hans og öðrum bókmenntum að fornu. Fulltíða bjó Snorri í Reykholti og þar vann hann afrek sín, en æska hans var sem kunnugt er í Odda á Rangárvöllum, þar sem hann sleit barnsskónum og mennt- aðist, á einu mesta mennta- og valdasetri landsins, fóstursonur höfðingjans Jóns Loftssonar, djákna, sonarsonar Sæmundar prests hins fróða. Oddafélagið, fé- lag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs i Odda á Rangárvöll- um, minnir á þessa þijá merkis- menn í sögu þjóðarinnar, og sögu heimkynna þeirra allt frá dögum Oddaveija. Við erum lánsöm, nútímamenn, að eiga afrit af bókum þessara manna og samtímamanna þeirra - og geta notið þeirra enn þann dag í dag. Það glittir betur í fortíðina en hjá þjóðum sem eiga fátæklegt samneyti við forfeður sína, forn- leifar og engar bækur, enn síður bækur á máli sem enn er við lýði. Og við höfum meira að lesa en ella á hinni lífseigu tungu okkar. Óvíða - ef nokkurs staðar - er völ á slíkum forréttindum. En skyldan bergmálar í ijöllum for- réttinda: geymið því málið! Land, haf og saga Þótt langt sé gengið að telja ísland með forvitnilegri blettum á jörðinni, má með sanni segja að landið og umhverfi þess sé óvenju fjölbreytilegt frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. Hér er gósenland rann- sókna á sviði margvíslegra nátt- úrufræðilegra rannsókna, jarð- eðlisfræði, jarðfræði, haffræði, veður-, hafís- og jöklafræða, há- loftafræði, líffræði norðlægra svæða, fugla og grasa, og sVo mætti lengi telja. Á hinn bóginn er einstæð vitn- eskja um sögu þjóðarinnar frá fyrstu tíð fólgin í bókmenntum, annálum, manntölum, ættfræði og fornleifum. Allt er þetta ríkur efni- viður í frekari rannsóknir og fjörugar menningarumræður. Hér er verk að vinna enn um sinn. Framtíð á geimöld Nú er geimöld á næsta leiti. Eftir nokkur ár hefst nýtt árþús- und í tímatali okkar, miðað við fæðingu Krists. Á því árþúsundi mun mannkynið hefja ferðir fram og aftur um sólkerfið. Stríð eins og Persastríð á tímum Forngrikkja og Júgóslavíustríðið núna mun Landið og umhverfi þess, segir Þór Jakobs- son, er óvenju fjölbreytt frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. þykja skringilegt athæfi frum- manna í árdaga menningar. Menn sitja á Mars stjörnubjarta nótt og virða fyrir sér skæra reikistjörnu sem nefnist Jörð. Hvað verður um ísland og íslendinga? Stefnuskrá pínulítillar þjóðar í litlu landi byggist á því tvennu að hafa gaman af að fylgjast með og hafa gaman af að koma á fram- færi sérstæðum verðmætum sem hún á í fórum sínum. Á íslandi mætti hugsa sér hana í fjórum lið- um sem hér segir: 1. Heyja þarf lífsbaráttu eins og í öðrum löndum. Það þarf skjól, fæði og klæði. Huga þarf að heilsufari, almennri mennt- un og andlegri velferð. 2. Forvitni landans verður að njóta sín, tækni-, tölvu- og tækjagleði, og beina þarf henni á braut vísinda og æðri mennt- unar. Háskólar og rannsóknir standist alþjóðlegar kröfur. Slík viðmiðun fæst með alþjóðlegri samvinnu, sbr. evrópska vís- indasamvinnu um þessar mund- ir. Einlægur áhugi á fræðileg- um vísindum, bæði hugvísind- um og náttúruvísindum, njóti einnig uppörvunar, svo og listir. 3. Landið liggur vel við rann- sóknum af ýmsu tagi eins og áður gat. Hér gæti verið mið- stöð alþjóðlegra umhverfis- fræða. Ýmsir hafa bent á þetta, m.a. Oddafélagið. Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri mun efla norðurslóðaþekkingu og rannsóknir hér á landi og auka straum vísindamanna hér um hlaðið. Ferðamennska og ráðstefnuhald mun aukast á íslandi næstu áratugi. 4. Það er gott að unnt verður að hafa í sig og á hér á Fróni, og njóta lífsins. En skemmtilegt verður auk þess að hafa sér- stæðri og heillandi skyldu að gegna og vanda að glíma við næstu þúsund árin, nefnilega að halda við íslensku og halda við áhuga á einstæðum bók- menntum á því máli, okkar eig- in máli, - bókmenntum sem við nú þegar köllum fornbókmennt- ir. Árið 3000 Ærna einurð þarf til að halda í horfinu. En látum ekki þar við sitja. Allt vilja menn selja nú á dögum. Því ekki að „selja“ ís- lensku! Í gamni og alvöru er hér lagt til að íslendingar láti fljóta með í viðræðum um viðskipta- samninga vinsamleg tilmæli til ríkja að kenna slatta af börnum sínum íslensku, svo að upp gæti lokist fyrir nokkrum þeirra víðar gáttir fornsagna okkar. Úr þeim flokki kæmu vinir íslands, ferða- menn og fræðimenn. Breiðum út það besta sem við eigum. Þegar dregur að árinu 3000 verður ísland á sínum stað, ósköp svipað á að líta og nú nema viði vaxið milli ijalls og fjöru, íslensk þjóð fjölmennari og menning og blóð blönduð vítamínríkum áhrif- um alls staðar að úr heiminum, kristni hér bráðum 2000 ára. Á íslandi verða enn heimkynni ís- lendinga, samastaður, milli þess að þeir bregða sér með geimskutl- um umhverfis jörðina, eða til tunglsins, ogjafnvel til Mars. Hér heima tala þeir, lesa og skrifa ís- lensku og skemmta sér m.a. við lestur Landnámu, Brennu-Njáls sögu og Heimskringlu. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins. íslands næstu 1000 ár Fornöld - tölvuöld - geimöld Dr. Þór Jakobsson Tónlist fyrir alla REYNSLA í æsku mótar gjarn- an viðhorf manna á fullorðinsá- rum. Freistandi er að segja að jákvæð reynsla á uppvaxtarárum reynist gott veganesti síðar á lífs- leiðinni eins og gott atlæti í æsku stuðlar að góðri heilsu síðar á ævinni. Foreldrar bera hag barna sinna fyrir bijósti og gæta þess að þau fái holla og næringarríka fæðu í föðurhúsum en ekki þarf síður að hyggja að því sem stend- ur þeim til boða á sviði mennta, heima og í skóla. Á afmæli íslenska lýðveldisins í fyrrasumar færðu Norðmenn Is- lendingum fjárhæð að gjöf. Þessi fjármunir skyldu notaðir til að efia menningarstarf í skólum. Norsku ríkiskonsertarnir, Rikskonsertene, sem í aldarfjórðung hafa m.a. sinnt tónleikahaldi í skólum í Nor- egi, fengu það hlutverk að vera íslendingum til halds og trausts við að byggja upp tónleikahald í íslenskum skólum. Menntamálaráðuneytið hefur sett á laggirnar verkefnisstjórn til að móta stefnu og bera ábyrgð á framkvæmd þessa verkefnis. í henni eiga sæti Ásta Hrönn Maack framkvæmdastjóri Islenskrar tón- verkamiðstöðvar, Björn Árnason formaður Félags íslenskra hljóm- listarmanna, Halldór Haraldsson skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Ólafur H. Jóhannsson endurmenntunarstjóri Kennarahá- skóla Islands, sem gegnir for- mennsku í stjórninni, og Runólfur Birgir Leifsson fram- kvæmdastjóri Sinfó- níuhljómsveitar ís- lands. Verkefnisstjórnin telur meginviðfangs- efni sitt að stuðla að því að gjöf Norð- manna verði vísir öflugs, fjölbreytts tónlistarhalds í skól- um og hefur leitað til ríkis, sveitarfélaga og samtaka þeirra um að veita málinu brautar- gengi með því að leggja verkefninu til fé á móti hinni höfð- inglegu norsku gjöf. Verði hún ekki send bónleið til búðar má vænta þess að koma megi á skipu- legu og hvetjandi samstarfi tón- listarmanna, skóla og sveitarfé- laga svo gefa megi nemendum kost á lifandi og milliliðalausum samskiptum við tónlistarfólk og auka þekkingu allra landsmanna og skilning á tónlist og iðkun hennar. Nú er ekki svo að skilja að þessi akur sé alveg óplægður, efnt hefur verið til skólatónleika í Reykjavík mörg undanfarin ár, Sinfóníu- hljómsveit íslands heldur skóla- tónleika ár hvert, bæði í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum víða um land og síðast en ekki síst hefur orðið til vísir að fyrirhuguðu starfi í þeim sveitarfélögum sem Jónas Ingimundarson hefur starfað með undanfarin ár. Og nú skulu stilltir saman strengir, ís- lenskir og norskir. Eins og vænta má er margt til fyrirmyndar í þessu efni hjá Norð- mönnum eftir aldar- fjórðungsstarf Riks- konsertene i Noregi, m.a. hvernig nemend- ur skulu undirbúnir fyrir tónleika með því að fjalla um efni, sem tengjast þeim, ýmist í tónmenntakennslu eða öðru skólastarfi. Á þetta verður nú lögð sérstök áhersla hér og jafnframt kostað kapps um að fjölga þeim nemend- um sem fá að njóta tónlistar með þessum hætti. Stefnt er að því að sérhver nemandi á landinu eigi kost á fernum tónleikum á hveiju skólaári innan fárra ára. Ríkur áhugi er einnig á því að virkja góða nemendur tónlistarskóla til þátttöku á skólatónleikum og gefa tónlistarskólanemum færi á nánari kynnum af tónlistarfólki en kostur er á stuttum grunnskólatónleikum. Norðmenn bjóða í þessu skyni faglega aðstoð en leggja jafnframt sitt af mörkum með heimsóknum af áþekku tagi og íslenskir skóla- nemendur fengu að kynnast sl. vetur. I nóvember dunaði djass í grunnskólum á Austurlandi og í Reykjavík undir kjörorðinu Vi improviserer, og voru þar jafngjald- geng stef kunnra meistara og ungra íslenskra skólanema til .að Trausti Þór Sverrisson Fimmtíu tónlistarmenn flytja tólf þúsund nem- endum tónlist á 250 tón- leikum í vetur, segir Trausti Þór Sverris- son, sem hér íjallar um tónlist fyrir alla. spinna við tilbrigði af fíngrum fram. Það sem norsku slagverks- leikararnir frá Fílabeinsströndinni höfðu svo fram að færa á tónleikum sínum með börnum í grunnskólum í Reykjavík, á Vestfjörðum og í Eyjafírði er til marks um þá alúð sem lögð er við þetta starf i' Nor- egi þar sem þess er gætt að sníða efnið að þörfum barnanna sem njóta þess og halda athygli þeirra vakandi sérhveija andrá dagskrár- innar. Viðtökur nemenda urðu enda eins og efni stóðu til, og fullorðnir tóku þátt í leiknum sem böni væru. Undanfarin misseri hafa ís- lenskir tónlistarmenn haft vaxandi áhuga á að kynna og miðla tónlist til ungra Islendinga, m.a. í skólum landsins. Gleggsta dæmið um þennan áhuga er fyrrnefnt starf Jónasar Ingimundarsonar og þeirra tónlistarmanna sem flutt hafa list sína skólanemendum og almenningi fyrir atbeina hans og áhugasamra sveitarstjórnar- og skólarmanna á Selfossi og Akra- nesi, í Kópavogi, Reykjanesbæ og Grindavík undir kjörorðinu Tónlist fyrir alla. Sama kjörorð hafa Norð- menn haft að leiðarljósi undanfar- in aldarfjórðung í árangursríku starfi Rikskonsertene með inn- lendum og erlendum tónlist- armönnum. Það er því fagnaðar- efni að þeir sem þar ráða för séu nú fúsir að vera íslendingum til halds og trausts við að byggja upp tónleikahald í íslenskum skólum svo að það fé sem Norðmenn færðu Islendingum að gjöf á lýð- veldisafmælinu komi að sem best- um notum við að efla menningar- starf í skólum. Nú er Tónlist fyrir alla byijuð að hljóma á ný fjórða veturinn í röð og fyrstu þrír tónlistarhóparnir komnir á kreik. Þeir voru valdir ásamt átta öðrum úr stórum hópi umsækjenda sl. vor. Enn bætast nú við fleiri skólar til að taka þátt í Tónlist fyrir alla, fleiri nemendur og fleiri flytjendur. Alls munu 50 tónlistarmenn flytja um tólf þúsund nemendum tónlist á 250_ tónleikum í vetur, í Kópavogi og Árnessýslu, á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, auk tónleika Sinfó- níuhljómsveitar Islands í mars á næsta ári. Veigamikill þáttur í þessu starfí hefur verið opinbert tónleikahald í tengslum við skóla- tónleika, þar sem m.a. foreldrum gefst færi á að njóta tónlistar með börnum sínum og verður svo áfram. Skólinn er heppilegur vettvang- ur verkefna og viðburða sem stuðl- að geta að jákvæðu viðhorfi barna til menningar heima og heiman. Árangursrík kynning á tónlist í skólum undanfarin misseri, ánægjuleg kynni íslenskra skóla- barna af tónlistargestum frá Nor- egj sl. vetur og áhugi íslenskra tóniistarmanna gefa fyrirheit um að Tónlist fyrir alla skjóti rótum í íslensku menningarlífi. Höfundur er verkefnisstjóri Tón- listar fyrir alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.