Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995
MINIMING
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORHALLUR
HÖSKULDSSON
+ Sr. Þórhallur
Höskuldsson
fæddist í Skriðu í
Hörgárdal 16. nóv-
ember 1942. Hann
lést á Akureyri 7.
október síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akur-
eyrarkirkju 16.
október.
SKAMMT er stórra
-iiögga á milli í kirkj-
unni okkar.
Fyrir fáeinum vikum
lést einn af mætustu
mönnum hennar, sr. Jón Einarsson
prófastur, eftir stutta en harða bar-
áttu við ólæknandi sjúkdóm.
í skugga þess er andlát öðlings-
ins sr. Þórhalls Höskuldssonar nán-
ast óbærilegt. Andlátsfregn hans
kemur eins og köld vatnsgusa fram-
an í mig og ég get ekki annað en
spurt Guð: Af hveiju hann? Af
hveiju þurfa þeir bestu að deyja
svona ungir? Hefði hann ekki ein-
mitt enn um sinn getað komið svo
miklu góðu í verk?
Sr. Þórhallur var tvímælalaust
einna fremstur í því að standa vörð
um hagsmuni kirkjunnar og vel
vakandi fyrir að styrkja stöðu henn-
ar gagnvart ríkisvaldi og stofnunum
samfélagsins.
Hans verður minnst sem hins
skeiegga og málefnalega í ýmsum
umræðum á vettvangi kirkjunnar
og í hópi presta. A hann var hlust-
að og til hans leitað þegar um
vandasöm verkefni var að ræða.
Ég dáðist t.d. mikið að lempni hans
-^þegar viðkvæm máiefni voru til
umfjöllunar í allsheijarnefnd
prestastefnu og að myndugleika
hans sem fundarstjóra á aðalfundi
Prestafélags íslands.
Persónulegar minningar ná aftur
til sumarsins 1981 er ég fékk sem
guðfræðinemi að kynnast starfi
prestanna á Akureyri og í ná-
grenni. Þá sat sr. Þórhallur á
Möðruvöllum og mér gleymast seint
tveir sólarhringar með fjölskyldunni
þar. Ég var settur upp á dráttarvél
og drifinn með í heyskapinn. Unnið
var af kappi við að ná inn heyinu
en hvenær sem næði gafst fyrir
vélarhljóðinu hélt umræðan áfram
um kirkjuna og guðfræðina.
§»„ Eftir þetta upphaf kunnings-
skapar voru heimsóknir til fjöl-
skyldunnar að Hamarsstíg 24 sjálf-
sagður hluti Akureyrarferða minna.
Þar minnist ég notalegra samræðna
og alúðlegs viðmóts þótt alltaf væri
nóg að starfa og vinnudagurinn
langur í prestsstarfinu og ýmsum
trúnaðarstörfum. Sr. Þórhallur
hlífði sér á engan hátt og fór alls
ekki vel með sig. Hann var iðulega
að frá morgni til miðnættis.
í fyrrasumar var ég í sumarleyfi
á Akureyri og hlýddi á ágæta préd-
ikun sr. Þórhalls í Akureyrarkirkju.
Er við kvöddumst við kirkjudyr bað
hann mig eins og oft áður um að
láta sig vita næst þegar ég yrði á
ferðinni því hann ætlaði að bjóða
mér stólinn. Vissulega hugsaði ég
þá sem áður að nóg yrði af tækifær-
um til þess síðar meir og lægi ekki
á að verða við þessari ósk.
Nú hefur rækilega verið minnt á
að ekki þýðir að hugsa seinna,
seinna. Við höfum ekki ráð á fram-
tíðinni, eigum enga tryggingu fyrir
henni. Mennirnir áforma en Guð
ræður.
Eina huggunin í nístandi harmi
og sárum söknuði felst í orðum
Jesú í Jóh. 11:25: Ég er upprisan
íag lífið. Sá sem trúir á mig mun
lifa þótt hann deyi.
Því verðum við að treysta. Aðeins
í því trausti getum við lifað við
missinn og borið þjáninguna. Erfiðu
spumingunum er ósvarað - en þær
eru einnig faldar Drottni í bæn um
styrk hans og leiðsögn.
í minningunni er sr. Þórhallur
Höskuldsson hinn djarfi baráttu-
maður er sífellt leitað-
ist við að vera trúr
Kristi og kirkju hans.
Eiginkonu og böm-
um votta ég innilega
samúð og bið fyrir
kveðju mína og fjöl-
skyldu minnar. Guð
blessi minningu sr.
Þórhalls Höskuldsson-
ar.
Ólafur
Jóhannsson.
Hann hafði brýnt
fyrir okkur að taka
áskoran Páls postula
um að bera hver annars byrðar.
Með þau orð í huga stýrði hann
þeirri viðleitni kirkjunnar að vekja
skilning á þeim mikla vanda sem
atvinnuleysinu fylgir. Þetta gerði
hann sem formaður þjóðmálanefnd-
ar kirkjunnar. Hann kom víða við
á starfsferli sínum og er fullsæmd-
ur af ævistarfi sínu þótt hann næði
ekki háum aldri.
Nú er hann allur, en eftir stend-
ur björt minning og áminning um
að bera hver annars byrðar. Sr.
Þórhallur þekkti þann lifandi Drott-
inn sem býður öllum að koma til
sín sem erfiði hafa og þungar byrð-
ar og hann vildi að kirkjan starfaði
í þeim anda.
Það væri ekki rétt að segja að
sr. Þórhallur hafi átt sér draum um
kirkjuna, því frá fyrstu tíð var hann
svo vel vakandi innan hennar að
hann vakti aðra af dagdraumum
sínum, hreif menn með sér. Þegar
á prestastefnu fyrir 20 áram varp-
aði hann fram áleitnum spurningum
um kirkju og þjóðlíf:
Hveijar eru skyldur kirkjunnar
og kristinna manna á stjórnmála-
sviðinu? Hver er staða kirkjunnar
í stjórnmálaumræðu líðandi stund-
ar? Hver er staða kirkjunnar gagn-
vart fjárveitingar- og löggjafarvaldi
og hveijar skyldu þeirra við hana?
Hvað er til ráða? Hvernig fær kirkj-
an gegnt skyldum sínum og náð
rétti sínum sem þjóðkirkja? Hvernig
fær kirkjan best varist og gegnt
hlutverki sínu sem kirkja Kirsts er
býr við þær tilteknu og þá áður
greindu aðstæður?
Þannig var séra Þórhallur Hösk-
uldsson. Samviska hans var vekj-
andi og spyrjandi og hann vann
allt vel og skipulega sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann kunni hvorki
að hlífa sér né láta hrósa sér. En
hann átti hlýtt hjarta og gat bragð-
ið á leik þegar því var að skipta.
Að hans mati var siðfræðin hluti
stjórnspekinnar, eins og kemur
fram í spurningum hans hér að
ofan, og vitrænar og siðrænar
dyggðir voru samofnar í fari hans.
En sr. Þórhallur varpaði ekki
aðeins fram spurningum. Hann leit-
aði einnig svara. Hann lagði áherslu
á gagnkvæmar skyldur kirkjunnar
og yfirvalda og vildi að kristin sam-
viska veitti stjórnmálunum meira
aðhald en nú er. Hann minnti á að
í hjónabandi ríkis og kirkju gilda
gagnkvæmar skyldur (mutua obl-
igatio) og sé þess ekki gætt geta
risið kröfur um skilnað.
Á vettvangi þjóðmála lagði hann
áherslu á kennivald kirkjunnar en
ekki pólitískt vald hennar. Hann
taldi að kristnir menn ættu að virða
rétt og raunar skyldu Alþingis að
bera fulla ábyrgð á lokaafgreiðslu
mála. í lýðsræðisþjóðfélag eigi
þingið einnig að hlusta eftir þörfum
þegnanna og röddum þeirra stofn-
ana er gegna hinum margvíslegu
verkefnum.
Kirkjan á þannig að minna á að
Guð lætur sig varða manninn allan,
líkama, sál og anda. í þessum efn-
um tók hann í sama streng og nafni
hans séra Þórhallur Bjarnason bisk-
up, sem lagði áherslu á kristinn
mannskilning þegar hann kallaði
séra Friðrik Friðriksson heim frá
Danmörku í þeim tilgangi að stofna
KFUM & K. Hann talaði fyrir því
að það væri æsku íslands fyrir bestu
að hugað yrði að þörfum líkama,
sálar og anda.
Nýrétttrúnaðurinn átti sín ítök í
séra Þórhalli, en líf hans og hugsun
snerist ekki síður um rétta breytni
(orthopraxis) en rétta trú (orth-
odoxíu), hvort tveggja var samofið
í hans trúarlífi. Honum var ljóst að
frammi fyrir altari Drottins samein-
ast allir sem ein hjörð sem lýtur
einum hirði. Það munum við gera
þegar við fylgjuin honum til grafar
frá Akureyrarkirkju, þar sem hann
þjónaði síðustu starfsárin. „Og þótt
misjafnlega gangi fyrir fjöldann að
ná fótfestu á þeirri undirstöðu",
eins og hann komst að orði, „verður
enginn annar grundvöllur lagður
en sá sem lagður er, sem er Jesús
Kristur". - Hann gefur sigurinn í
lífi og í dauða.
Nú þegar leiðir skilja er ljóst að
Akureyringar hafa ekki aðeins
misst góðan kennimann og sálu-
sorgara. Það er á engan hátt of-
mælt að þjóðin hefur misst einn af
sínum bestu sonum, sem vildi að
kirkja Krists væri kirkja fyrir aðra,
- ekki síst þeirra sem minnst mega
sín. Séra Þórhalls er sárt saknað
og sárastur er missir ástvina hans,
en við biðjum góðan Guð að leggja
nú sem ávallt líkn með þraut.
Olafur Oddur Jónsson.
Þórhallur Höskuldsson, vinur og
bekkjarbróðir er látinn langt um
aldur fram. Ég sá hann fyrst haust-
ið 1958 í þriðja bekk Menntaskól-
ans á Akureyri. Hann var bráð-
þroska og hærri en flestir bekkjar-
bræðurnir og prúðmannleg fram-
ganga hans vakti athygli. Leiðir
okkar lágu saman þegar við fórum
að stíga í vænginn við verðandi eig-
inkonur okkar og bekkjarsystur
sem báðar era frá Siglufirði. Við
nánari kynni skildist fljótt hvílíkur
mannkostamaður bjó í þessum
bekkjarbróður okkar. Undir alvöru-
gefnu og hlédrægu yfirborðinu
leyndist, gamansamur, glettinn og
góður félagi. Hann var unnandi
fagurra lista, og var sjálfur mjög
liðtækur á því sviði. Engum hef ég
kynnst sem hafði list samræðunnar
í jafnríkum mæli á valdi sínu. Þar
kom margt til. Hann hafði innsýn
í ljölda málaflokka á sviði þjóðmála-
umræðunnar og næman skilning á
öllu er laut að mannlegum gildum
og velferð. Oft tókst Þórhalli að sjá
spaugilegar hliðar á hinum alvar-
legustu málum og alltaf tók hann
að sér að veija málstað þess sem á
einhvern hátt stóð höllum fæti eða
átti undir högg að sækja.
Þegar okkar gamli skólameistari
kvaddi okkur á sínum tíma þá tal-
aði hann um hina mörgu möguleika
æskunnar og vanda valsins. Öll
stóðum við á vissum vegamótum
og vegir lágu til ýmissa átta um
óræða stigu. Ég held að Þórhallur
hafi átt tiltölulega létt með valið.
Hann hóf nám í guðfræði í Háskóla
íslands haustið eftir stúdentspróf
og undi sér þar vel. Hann sat um
tíma í stúdentaráði og tók virkan
þátt í félagsstarfi innan Háskólans.
Að námi loknu vígðist hann til
Möðruvallarsóknar, haustið 1968.
Samhliða fjölþættum embættis-
störfum stundaði hann kennslu og
búskap. Hann hafði sérstakt yndi
af bústörfunum og deildi á sinn
hátt í gegnum þau kjörum sóknar-
barna sinna. Hann var skipaður
sóknarprestur á Akureyri 1982.
Á umliðnum árum hefur hann
sinnt fjölda trúnaðarstarfa innan
Þjóðkirkjunnar og meðal annars
setið í starfskjaranefnd presta,
kirkjueignarnefnd og í stjórn
Prestafélags Islands svo að fátt eitt
sé talið. Sérstaklega voru honum
hugleikin eignarréttarmál Þjóð-
kirkjunnar og tengsl ríkis og kirkju.
Þó að þessi störf væru fyrirferðar-
mikil sinnti hann þó sóknarbörnum
sínum af sérstakri alúð. Sóknar-
börnin leituðu til hans með ótrúleg-
ustu mál og hann greiddi götu
þeirra eins og hann best gat. Þegar
við hjónin heimsóttum Steinu og
Þórhall urðum við áþreifanlega vör
við þann mikla eril sem fylgdi störf-
um hans. Síminn þagnaði ekki fyrr
en um miðnætti og hann fór á fæt-
ur eldsnemma til þess að vinna að
ræðum sínum.
Enda ímynda ég mér að friður
til slíkra starfa hafi ekki gefist í
annan tíma. Þó að friður samveru-
stundanna væri ekki mikill voru þau
Þórhallur og Þóra Steinunn miklir
höfðingjar heim að sækja og höfðu
einstakt lag á að láta viðmælendum
sínum líða vel í návist sinni. Við
settumst að hvor í sínum landsíjórð-
ungi en nýttum þau færi sem gáf-
ust til heimsókna. Samverustund-
irnar voru samt of fáar og of stutt-
ar.
Þegar við útskrifuðumst úr
Menntaskólanum á Akureyri 1962
fannst okkur sem allir vegir væru
opnir og greiðfærir. Nú er vegurinn
aðeins einn, en hann hlýtur að vera
greiðfær fyrir þjón Drottins sem
þjónað hefur herra sínum af trú-
mennsku. Söknuðurinn er sár. Það
verður niðurlútur og hnípinn hópur
sem fylgir bekkjarbróður, vini og
félaga til grafar á mánudaginn,
Kæra Þóra Steinunn og börn.
Við hjónin flytjum ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur. Þið hafið
misst mest. Megi góður Guð styrkja
ykkur.
Sveinn Þórarinsson.
Það tók nokkurn tíma að skilja
orðin, þegar vinkona mín hringdi
að morgni laugardagsins 7. október
sl. og sagði: „Ertu búin að frétta
að Þórhallur dó í nótt?“ Eftir smá-
tíma áttaði ég mig og þá skildi ég
Ioks að vinur okkar, frændi, ná-
granni og samstarfsmaður var dá-
inn. Hann sem enn var ungur og
átti svo margt ógert, fullur af eld-
móði, áhuga og eljusemi, hvort sem
kirkjan eða náunginn átti í hlut.
Hann hafði farið tiltölulega hress
til Reykjavíkur til að takst á hendur
ábyrðarmikið starf fyrir kirkjuna,
en innan hennar gegndi hann mörg-
um trúnaðarstörfum. Missir kirkj-
unnar er því mjög mikill, það er
söknuður að sjá á bak svo traustum
og gefandi starfsmanni.
Síðustu mánuði höfum við starf-
að saman, sem starfsmenn kirkj-
unnar og sakna ég þess nú að fá
ekki að njóta þeirrar samfyldar
lengur, en vil þakka fyrir það sam-
starf, sjúkrahúsið á Akureyri hefur
í mörg ár notið þjónustu hans og
þakkar af alhug störf hans þar.
Við sem störfuðum með honum
höfðum tekið eftir að hann gekk
ekki heill til skógar, og vissum
reyndar að hann fékk aðvörðun
fyrir nokkrum vikum, en þegar
rætt var við hann um að hvíla sig
eða fara heldur hægar, brosti hann
aðeins og sagði: „Elskurnar mínar,
það eru svo mörg verk sem á mér
hvíla, ég bara get það ekki. Hafið
ekki áhyggjur af mér.“
Ósérhlífni harm var alkunn.
Hugsanirnar hvörfluðu aftur í
tímann til þeirra daga, sem við
höfum átt samleið. Árin eru orðin
mörg.
Við erum alin upp á Brekkunni
og höfum gengið í sömu skóla. En
fyrstu alvörukynnin mynduðust
þegar hann gegndi prestsskap í
sveitinni okkar, á Möðruvöllum í
Hörgárdal, þangað var gott að leita
styrks og hlýju á erfiðum tímum.
Þá fundum við hve það er mikils
virði, að geta treyst þeim, sem leit-
að er til, þegar sorgin ber að dyrum.
Síðan flögraði hugurinn að
prestskosningunum árið 1982 en í
kjölfar þeirra flutti sr. Þórhallur
með ijölskyldu sína til Akureyrar,
og hefur gegnt þar prestsþjónustu
síðan. Hann hefur átt þátt í að efla
safnaðaruppbyggingu í Akureyrar-
prestakalli, og oftar en ekki var það
hann sem átti frumkvæðið að auknu
starfi þar.
Fyrir nokkrum árum atvikaðist
það svo að við urðum nágrannar,
við það efldist vinátta fjölskyldn-
anna og umgengni varð meiri og
nánari.
Við vissum að starfsdagur hans
var oft langur, það var ekki til í
honum að segja nei, hvort heldur
sem fjölskyldan, náunginn eða
kirkjan átti í hlut. Hann eyddi
dijúgum tíma í garðinum sínum,
sem honum og fjölskyldunni er
sómi að.
Einnig var honum umhugað um
skepnurnar og ræddi um að ómann-
úðlega væri staðið að slátrun sauð-
fjár, en til búskapar og garðvinnu
sagðist hann einna helst sækja auk-
inn þrótt. Hann var í eðli sínu víð-
sýnn sveitamaður og bóndi.
Það er mikils virði að eiga góða
granna, og ósjaldan hefur verið leit-
að yfir í 24 þegar þurft hefur ráð,
það var sama hvort þau lutu að
málrækt, garðrækt eða mannrækt,
Þórhallur átti ráð við hvers kyns
vanda.
Það verður erfitt að hugsa sér
Hamarsstíginn án hans.
Með þessum kveðjuorðum viljum
við þakka samfylgdina, allar
ánægjustundirnar, hvatningu og
styrk sem hann hefur gefið.
Við erum ríkari að hafa átt hann
sem vin.
Góður guð blessa þú minningu
sr. Þórhalls Höskuldssonar, lát þitt
eilífa ljós lýsa honum. Styrk þú
Þóru Steinu, Björgu, Hössa, Önnu
Kristínu, móður, systur og alla aðra
ástvini hans í þeirra miklu sorg.
Þeir sem átt hafa mikið, missa
mikið, þeirra er sorgin mest.
Valgerður, Gísli og börn.
Ekki er alltaf auðvelt að skilja
hvers vegna við bindumst einum
samferðamanni á lífsgöngunni
sterkari böndum en öðrum. Ég held
þó að ég viti hvers vegna ég bast
séra Þórhalli sterkari böndum en
flestum öðrum vandalausum, sem
ég hef átt samneyti við. Þegar við
kynntumst fyrir um 20 árum kom-
umst við að því, hvor í sínu lagi,
að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn þá
höfum við báðir sest við fætur Jesú,
kynnst boðskap hans og þegið náð-
arboð hans. Við ræddum þetta aldr-
ei til botns, þurftum þess ekki, því
við fundum samkenndina, og
kannski varð vinátta okkar enn
dýpri vegna þess að við þurftum
ekki að ræða þetta til botns. Þann-
ig minnist ég séra Þórhalls sem
bróður í Kristi.
Við vorum nágrannar hér á
Möðruvöllum í nokkur ár og mér
þótti heldur verra þegar hann var
kvaddur til starfa á Akureyri 1982.
En ég sætti mig við það að Guð
ætlaði að nota þennan hæfileika-
mann á viðameiri starfsakri. Auð-
vitað var það gott að sem flestir
fengju að heyra kröftugan boðskap
þessa verkamanns í víngarði Drott-
ins „sem fer rétt með orð sannleik-
ans“. Séra Þórhallur var brátt sett-
ur til ýmissa ábyrgðarstarfa fyrir
kirkjuna, enda var hann betur _að
sér um margt en flestir aðrir. Ég
held að ég hafí ekki verið einn um
það að eiga miklar væntingar til
starfa hans á seinni hluta starfsæv-
innar. En vegir Guðs eru órannsak-
anlegir og nú skil ég ekki til fulls
hvers vegna Guð notaði séra Þór-
hall ekki lengur á Akureyri eða
annars staðar í starfi kirkjunnar
hér á jörðu eða hvers vegna hann
tók hann frá ástvinum sínum. Ef
til vill hefur Guð kallað hann til enn
mikilvægari starfa í ríki sínu. Ég
mun ætíð minnast séra Þórhalls sem
mannsins sem Drottinn notaði og
gat treyst.
Séra Þórhallur var mjög önnum
kafinn, hafði ætíð mikið að gera.
Hann tók vel öllum sem til hans
leituðu, fékkst við margt í einu og
var kallaður til sífellt fleiri starfa.
Og vandasöm verk sín leysti hann
sérlega vel af hendi. Oft gátum við
dáðst að því hve vel honum fórst
allt sem hann gerði þrátt fyrir mik-
inn eril. Enda þótt starfsævi hans
væri ekki sérlega löng, þá hefur
hann áreiðanlega afkastað meiru
en mörgum öðrum tekst á mun fleiri
árum. Þannig minnist ég séra Þór-
halls einnig sem afkastamanns í
víngarði Drottins.
Séra Þórhallur var myndarlegur
á velli, hávaxinn og bar hempuna
vel, eins og sagt var í gamla daga.
Og þó hann tónaði ekki manna
best þá varð prédikunin um frelsar-
ann Jesúm Krist svo skýr að hver
athöfn hans varð áhrifamikil,
ánægjuleg og eftirminnileg. Hann