Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUÐ RÚM í D-ÁLMU? HART var deilt um byggingu D-álmu Sjúkrahúss Suður- nesja á fundi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra og sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum á fundi í Grindavík síðastliðinn föstudag. Þessar hörðu deilur og þær stórorðu yfirlýsingar, sem forsvarsmenn Suðurnesja- manna höfðu uppi, eru eflaust aðeins forsmekkurinn af því, sem heilbrigðisráðherra og samráðherrar hennar geta búizt við á næstunni er þeir fara að veija ýmsar sparnaðar- aðgerðir í ríkisfjármálunum í héraði eða gagnvart hags- munasamtökum, sem telja sig missa spón úr aski sínum. Fram hefur komið að samningurinn um D-álmuna, sem var undirritaður rétt fyrir seinustu kosningar, gerir ráð fyrir framkvæmdum upp á 130 milljónir króna. Öll bygging- in er hins vegar talin kosta um 400 milljónir króna og fé til að ljúka henni er ekki til í ríkissjóði. Eins og heilbrigðisráðherra hefur bent á, eru ekki til fjármunir til að reka þær stofnanir heilbrigðiskerfisins, sem þegar hafa verið byggðar. „Það eru ekki sjúkrarúm sem okkur vantar hér á íslandi heldur rekstrarfjármagn,“ seg- ir heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag. Þetta er vandamál, sem flestir landsmenn þekkja. Árlega er fleiri eða færri sjúkradeildum á hinum glæsilegu sjúkrahúsum, sem byggð hafa verið, lokað vegna fjárskorts. í þessu Ijósi má spyija hvað fyrrverandi heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra hafi verið að hugsa þegar þeir skrifuðu undir samninginn við Suðurnesjamenn fyrir kosn- ingarnar og hvaða áætlanir hafi legið fyrir um fjármögnun byggingarframkvæmdanna og rekstur álmunnar í framtíð- inni. Heilbrigðisráðherra hefur lagt til að D-álmunni verði breytt og umfangsminni bygging reist. Hún segir hins vegar í Morgunblaðinu á sunnudag að ekki verði byggt á Suðurnesjum í trássi við vilja heimamanna. Suðurnesja- menn hljóta nú að velja þann kostinn, sem líklegur er að gagnist þeim bezt, miðað við ástandið í ríkisfjármálum. Það er afar óskynsamlegur málflutningur að heimta, í krafti byggðasjónarmiða, byggingu sem gæti orðið í stöð- ugu fjársvelti. Tæplega vilja Suðurnesjamenn D-álmu, þar sem sjúkrarúmin standa auð. AÐHALD AÐ FRAM- KVÆMDAVALDINU UMBOÐSMADUR Alþingis hefur gert athugasemdir við gjaldtöku Einangrunarstöðvar ríkisins í Hrísey fyrir vörzlu gæludýra, sem fólki er skylt að setja í sóttkví er það flytur þau til landsins. Umboðsmaður segir að heimild fyrir gjaldtökunni sé ekki til í lögum. Af tölum um kostnað ríkisins við að halda gæludýr í Hrísey annars vegar og um tekjur Einangrunarstöðvarinn- ar af gjaldtöku fyrir gæludýr hins vegar verður ekki betur séð en að fullyrðing gæludýraeigandans, sem leitaði álits umboðsmanns, um að gjaldið sé óeðlilega hátt og notað til að niðurgreiða aðra starfsemi stöðvarinnar, sé rétt- mæt. Kostnaðurinn af gæludýrum er um 30% af gjöldum stöðvarinnar, en tekjurnar yfir 50% af heildartekjunum. Engu að síður lítur landbúnaðarráðuneytið svo á, að gjaldið sé þjónustugjald en ekki skattur. Markmið stjórn- valda með innheimtu þjónustugjalda er hins vegar að með þeim sé borgað fyrir það, sem opinber þjónusta kostar í raun og veru, eða þá hluta af raunverulegum kostnaði eins og gerist víða í heilbr-igðiskerfinu. Þegar gjaldið er komið umfram kostnaðinn, er í raun verið að leggja skatt á almenning. Samkvæmt stjórnarskránni má ekki leggja á skatta nema með lögum frá Alþingi. Umboðsmaður þingsins vakti athygli á því í skýrslu sinni fyrir árið 1992, að stjórnvöld settu oft reglugerðir um gjaldtöku og skattheimtu án laga- heimildar. Þá var hvatt til þess, meðal annars í forystu- grein Morgunblaðsins, að Alþingi tæki á þessu máli, veitti framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald og rétti hlut greiðenda hinna ýmsu opinberu gjalda, sem eru skattar í raun og algerlega úr samræmi við raunverulegan kostnað við þá þjónustu, sem veitt er á móti. Dæmið frá Hrísey sýnir að enn er pottur brotinn í þessum málum. Nítján milljón sígarettupakkar á ári •Aukin sala í munn- og neftóbaki #Bandaríkjamenn skilgreina nikótín sem fíkniefni • Hækkun aldurstakmarks til tóbakskaupa •Hertari löggjöf um reykingar •Óbeinar reykingar frá fæðingu Ríkið fær 62% af - verði vindlingapakka Reykingar hafa lengi veríð fylgifískur mann- anna, þrátt fyrir að ótví- rætt hafi verið sýnt fram á skaðsemi þeirra. Ung- lingar byija stundum „að fikta“, en verða háðir nikótíninu. í greina- flokki, sem birtist í dag og næstu daga, fjallar Ragnhildur Sverris- dóttir um tóbak og skaðsemi þess. Sala tóbaks 1989-94 á verðlagi 1994 milljónir kr. 5000 4000 3000 2000 Hlutur ríkis í hverjum sígarettupakka er 62%. Þá er reiknað saman 1000 tóbaksskattur, heildsoluálagning ÁTVR og virðisaukaskattur. LLtl LJ___I Ll__ILLJ LLJlU 1990 1991 1992 1993 1994 algengum sígarettum, Winston King Size Filter, kostar 267 krónur í verslun. Til innflytjanda, Áfengis- og tóbaksverslunarinnar, kostar hver pakki 71,39 krónu. Inni í þeirri tölu er þóknun framleiðenda til umboðsaðila hér á landi, en að sögn umboðsfyrirtækjanna er afar mis- jafnt hve há sú upphæð er og hún fékkst ekki gefin upp, enda sögð „viðskiptaleyndarmál". Ofan á innkaupsverðið leggst tóbaksskatturinn, sem lagður er á hvert mille tóbaks, eða tæpar 96 krónur. Mille er fímmtíu pakkar, hver með 20 stykkjum, eða 1.000 sígarettur. Næst leggst 10% heild- söluálagning ÁTVR á verðið og loks 24,5% virðisaukaskattur. Þá er heildsöluverðið orðið 229 krónur, smásöluálagning nemur 30,38 krónum og virðisaukaskattur þar á 7,44 krónum. Vert er að taka fram að ÁTVR veitir 3,6% staðgreiðslu- afslátt af heildsöluverði, kaupi verslanir fyrir minnst 51.600 krón- ur og sæki vöruna, eða fyrir 84.750 krónur og fá hana senda. Verðmyndum á vindlapakkanum er með nokkuð öðrum hætti. í pakk- anum eru 10 vindlar og tóbaks- skatturinn er nú mun lægri en inn- kaupaverðið, vegna reglna um út- reikninga skattsins miðað við mille. Hlutur ríkisins í verði 10 stykkja vindlapakka er 52%. Þóknun umboðsaðila ekki gefin upp Ómögulegt er að áætla hve háar Ú'árhæðir umboðsaðilar tóbaks- framleiðenda hér á landi fá á ári hveiju. Umboðsaðili algengustu sígar- ettutegundanna, s.s. Winston, Ca- mel og Salem, auk More og Gold Coast, er Rolf Johansen og Comp- any. Þar varð Friðrik Theódórsson fyrir svörum. Hann sagði að ÁTVR hefði áður pantað tóbak í gegnum umboðsaðila, en nú væri það pantað beint frá framleiðanda. Umboðsað- ilar fylgdu hins vegar pöntunum eftir, eins og hann orðaði það og þóknun til umboðsaðila væri innifal- in í kostnaðarverðinu til ÁTVR. „Það er mjög misjafnt hvað um- boðsaðilar fá margar krónur af hveijum pakka og við gefum ekki upp hvernig samningar okkar eru.“ I sama streng tók Börkur Árna- son hjá Globus, sem er umboðsaðili Viceroy, Lucky Strike, Capri og Pall Mall. „Við gefum þetta ekki PAKKI af algengustu vindl- ingum eða sígarettum kostar 267 krónur í versl- unum. Þar af er inn- kaupaverð rúm 71 króna og smá- söluálagningin rúmar 30 krónur. Ríflega 165 krónur, eða 62% verðs- ins, renna hins vegar í ríkissjóð í formi „tóbaksskatts", 10% heild- söluálagningar Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins og virðisauka- skatts. Á undanförnum árum hefur dregið lítillega úr sölu á vindlingum, vindlum og reyktóbaki, en sala nef- og munntóbaks hefur aukist. Sala á tóbaki hjá ÁTVR nam á síðasta ári rúmum 4,8 milljörðum króna, framreiknað til núgildandi verðlags miðað við lánskjaravísi- tölu. Alls seldust rúmlega 19 milljón sígarettupakkar, eða tæpléga 381 milljón stykki. Sala á vindium í fyrra nam 11,409 milljónum, heild- arsala reyktóbaks var 12.852 kíló og heildarsala munn- og neftóbaks 12.600 kíló. Verðmyndun á sígarettupakka Frá 1993 til 1994 dróst sala á sígarettum saman um 0,95%, sala á vindlum minnkaði um 1,96% og á reyktóbaki um 2,17%. Hins vegar jókst sala á munn- og neftóbaki milli þessara ára um 1,47%. Á meðfylgjandi skýringarmynd sést verðmyndun tóbaks. Pakki af REYKINGAR unglinga í Bandaríkjunum minnka um helming á næstu sjö árum, náist takmark Clintons Bandaríkjafor- seta, en hann hefur kynnt áætlun sína um hvern- ig eigi að beijast gegn' sölu tóbaks til ung- menna. Hér á landi sýna kannanir Krabbameins- félagsins að reykingar unglinga hafa aukist. Stúlkur byijuðu lengi vel að reykja fyrr en drengir, en í síðustu könnun, sem gerð var árið 1994 kom fram veruleg aukning hjá 14-16 ára drengjum. Þessi aukning hélst í hendur við aukna áfengisneyslu þeirra. Erfitt er þó að segja til um hvort áfengis- og tóbaksneyslan á sér sameig- inlega rót, eða hvort áfengisneyslan dregur úr varkárni unglinganna gagnvart reykingum. Tillögur Clintons byggjast á því, að hið vana- bindandi nikótín sé fíkniefni og takmarkið er greinilega að koma í veg fyrir að unglingarnir ánetjist, svo nikótínið sleppi smám saman taki sínu á þjóðinni. Ráðist verður í áróðursherferð, til að upplýsa unglinga um skaðgemi reykinga og eiga tóbaksframleiðendur að bera kostnaðinn af herferðinni, um 20 milljarða íslenskra króna. Þá verða tóbaksauglýsingar í sambandi við íþróttaviðburði bannaðar og tóbaksauglýsingar á vörum, sem eru alls óskyldar tóbaksframleiðslu, Koma þarf í veg fyrir aðungt fólk ánetjist upp frekar en aðra heildsöluálagn- ingu.“ Tóbak fyrir 4,8 milljarða í annarri meðfylgjandi töflu sést heildarsala tóbaks hér á landi, í krónum talið. Allar tölur eru fram- reiknaðar miðað við lánskjaravísi- tölu. Af töflunni sést, að tæpir 4,8 milljarðar komu í kassann árið 1989, en það er mjög svipuð tala og á síðasta ári. Árið eftir var upp- hæðin 5% lægri, árið 1991 var lækkun frá fyrra ári 0,4% og lækk- unin nam 0,9% frá 1991 til 1992. Árið 1993 hækkar talan hins vegar á ný, eða um 3,8% frá árinu áður og í fyrra hækkaði talan um 3,1%. Tóbakssalan undanfarin sex ár hef- ur því numið frá 4,5-4,8 milljörðum króna og hlutur ríkisins hefur num- ið frá 2,8-3,0 milljörðum króna. Þegar hlutur ríkisins í heildarsölu á tóbaki er metinn, er hér miðað við verð á sígarettupakka. Ríkið fær 62% af verði hvers pakka og miðað við það hafa tæpir þrír milljarðar króna runnið til ríkisins í fyrra. Miðað er við sígarettupakka, þar sem sala á sígarettum er lang stærsti hluti tóbakssölunnar og sala á vindlum, neftóbaki, munntóbaki og reyktóbaki hverfandi í heildar- sölunni. Sem dæmi um slíkt má nefna, að vindlasala í fyrra náði ekki 3% af sölu á sígarettum. verða bannaðar. Tillögur Bandaríkjaforseta fela einnig í sér, að tóbaksauglýsingar verða takmark- aðar við svart/hvítan myndarlausan texta ef þær birtast í tímaritum sem lesin eru af unglingum, tóbaksauglýsingar utandyra verða bannaðar inn- an 300 metra frá skólum og leikvöllum, þess verður krafíst að allir tóbakskaupendur sanni aldur sinn, en aldurstakmark til kaupa á tóbaki verður 18 ár og loks verða ýmis markaðssetning- arbrögð bönnuð, s.s. ókeypis sýnishorn eða sala á stökum sígarettum, sem og sala í póstkröfu og í sjálfsölum. Annar bragur hér á landi Af tillögum Bandaríkjaforseta má ráða, að margt er með öðrum brag í Bandaríkjunum en hér á landi. Tóbaksauglýsingar eru til dæmis bannaðar hér, sem og óbeinar tóbaksauglýsing- ar. Skemmst er að minnast athugasemda sem gerðar voru við útstillingu verslunar í Hafnar- firði, sem selur úr með vörumerkinu Camel. Markaðssetningarbrögðin, sem tillögurnar tí- unda, falla einnig undir íslensk tóbaksvarnarlög og hafa ekki skotið upp kollinum hér á landi. Þá er bannað hér að selja tóbak úr sjálfsölum. Enn er of snemmt að segja til um afdrif til- Morgunblaðið/Emilía UNGLINGAR í 10. bekk Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fóru á námskeið í fyrra, til að hætta að reykja. Örfáir hættu, en aðrir ætla sér að hætta. Á myndinni eru strákarnir Sindri, Davíð og Guðmundur og stelpurnar Þórdís, Helga, Unnur, Rakel og Hafdís. .: V., .á';1 .,-S*},^ Fyrst töff en núna ógeðslegt „ÞAÐ eru svona tvö til þrjú ár siðan við byrjuðum að fikta við reykingar. Fyrst fengum við smók þjá öðrum, en svo keyptum við sígarettur sjálf. Okkur fannst töff að reykja og við spáðum ekk- ert í hvað það var ógeðslegt." Þetta segja nokkrir unglingar í 10. bekk Hvaleyrarskóla í Hafn- arfirði. Um 15 unglingar í skólan- um fóru á námskeið til að hætta að reykja í fyrra, þegar þeir voru 14 ára. I þeirra tilfelli bar nám- skeiðið lítinn árangur, því aðeins örfáir hættu að reykja. Hinir segja, að þeir ætli sér svo sannar- lega að hætta, bara einhvern tím- ann seinna. Byijuðu að fikta 12-13 ára Blaðamaður Morgunblaðsins hitti tíu þessara unglinga að máli. Flestir sögðust hafa byijað með fikti fyrir tveimur til þremur árum, tólf til þrettán ára, og byij- að svo að reykja að staðaldri sum- arið fyrir 9. bekk, fjórtán ára. „Skólastjórinn stakk upp á því að við færum á námskeið til að hætta að reykja. Flestir hættu á meðan á námskeiðinu stóð, en byijuðu svo aftur.“ Ástæða þess að þau hættu segja þau þá, að þeim hefði verið sýnt fram á hve ógeðslegar reykingar væru. „Á námskeiðinu voru okkur sýnd lungu úr manni, alvöru lungu í kassa með vökva. Þau voru svört af tjöru og hryllilega ógeðsleg," segir ein stúlkan. En hvers vegna hélt bindindið ekki lengur en þá 1-2 daga sem námskeiðið stóð? „Þegar allir reykja í kringum mann langar mann ekkert að hætta," segir einn strákanna og annar bætir við „allir vinir manns reykja.“ Þegar þessi hópur unglinga fór á námskeið til að hætta að reykja voru það ekki fyrstu kynnin af áróðri gegn reykingum. Meðal annars höfðu allir séð myndbönd með slíkum áróðri þegar þeir voru í yngri bekkjum grunnskól- ans. „Þá ætlaði maður sko aldrei að byija á þessu ógeði.“ Flestir eru unglingarnir af reykinga- heimilum. Þeir fóru heim fullir vandlætingar og sýndu foreldrun- um fram á hættur reykinganna. En foreldrarnir hættu ekki. En hvers vegna byijuðu þau þrátt fyrir sannfæringuna í bernsku? Höfðu reykingar for- eldranna áhrif á þau? „Já, ég hef til dæmis verið í óbeinum reykingum frá fæð- ingu,“ segir ein stúlkan. Hin vilja ekki viðurkenna að reykingar foreldra hafi haft úrslitaáhrif, en auðvitað hafi þær haft sitt að segja. Fyrirmyndirnar eru þó aðrar: „Eldri krakkar voru að reykja og okkur fannst það full- orðinslegt." Mörg þeirra eiga yngri systk- ini. „Við viljum ekki vera svona slæm fyrirmynd og við viljum ekki að litlu systkinin reyki. En það þýðir kannski ekki að segja það við þau, ef við reykjum svo sjálf.“ Aldrei stoppuð úti í sjoppu En hvar fá þau sígaretturnar? „Við kaupum þær bara úti i sjoppu," segja þau og eru greini- lega dálítið undrandi á spurning- unni. Aðspurð kannst þau þó öll við að bannað sé að selja ungling- um undir 16 ára aldri sígarettur. „Við erum aidrei stoppuð úti í sjoppu. Og ef við erum spurð, þá segjum við bara að við séum 16 ára. Það er aidrei tékkað á því.“ Mjög misjafnt er hve mikið unglingarnir reykja. Ein stelpa reykir sýnu minnst, aðeins um helgar. Hinir segjast reykja allt frá einum pakka á viku upp í einn og hálfan pakka á dag. „Já, ég veit að það kostar hundrað þús- und kall á ári að reykja pakka á dag,“ segir einn strákanna, sem reykir svo mikið sjálfur. Og hvaðan fá þau peningana? „Vasapeninga frá foreldrum og svo eiga sumir pening eftir sum- arvinnuna.“ Viyi er allt sem þarf Þau eru öll ákveðin í að hætta. „Núna finnst öllum frekar haljær- islegt að reykja," segja þau. „Ég er búinn að reyna að hætta þrisv- ar, en hef alltaf sprungið," segir einn strákanna. Ánnar hætti eitt sinn í 2-3 mánuði, en gafst upp „af því að allir voru að reykja í kringum mig.“ Stelpa í hópnum segir að hún ætli að minnka reyk- ingarnar smám saman og þrátt fyrir misheppnaðar tilraunir eru þau öll sammála um að það sé í rauninni ekkert mál að hætta. „Vilji er allt sem þarf. Við vor- um ekki tilbúin til að hætta þegar námskeiðið var haldið í fyrra, en við fórum að hugsa mikið um hvað reykingarnar eru ógeðsleg- ar. Við höfum samt aldrei prófað nikótínplástur, tyggjó eða nál- arstungu eða neitt slíkt. En við verðum að gera þetta sjálf, það þýðir ekkert að hætta fyrir ein- hvem annan.“ Ein stelpan segir að mamma hennar hafi viljað fá hana til að hætta. „Ég ætla fyrst að sjá hvað mamma gerir. Hún reykir ennþá,“ segir hún. Þau sem bragða áfengi segja að reykingarnar aukist mjög þeg- ar drukkið er. „Sumir reykja bara þegar þeir drekka," segja þau og einn strákanna bætir við, að þótt hann reyki yfirleitt mikið, þá margfaldist það þegar hann bragði áfengi. „Það á bara að banna sígarett- ur,“ segir strákur í hópnum, sem hætti eftir námskeiðið. „Ég hætti af því að reykingar eru dýrar og hættulegar og það er alltaf ógeðs- leg lykt af manni. Núna líður mér miklu betur, ég hef til dæmis miklu betra úthald. Auðvitað á að banna þetta.“ Getum alveg eins brennt peningum Þegar blaðamaður kveður ítreka unglingarnir að þeir ætli allir að hætta að reykja. „Við getum alveg eins brennt pening- um og við vitum alveg að þetta er óhollt." Krakkarnir fylgja ljósmyndara út fyrir skólann, en ætlunin er að mynda hópinn rétt fyrir utan skólalóðina, þar sem reykinga- menn safnast saman í frímínút- um. Napur vindur og köld rigning hrekja hópinn þó á annan og skjólsælli stað. Tveir viðmælend- anna eru ekki með á myndinni, annar reykir og vill ekki vera með, hinn hætti að reykja „og ég ætla ekki að láta bendla mig við reykingar núna!“ lagna Clintons, því tóbaksframleiðendur brugðust ókvæða við, eins og vænta mátti og höfða nú hvert dómsmálið á fætur öðru til að koma í veg fyrir að vilji forsetans verði. Vert er að staldra við þá tillögu Clintons, að allir tóbakskaupendur sanni aldur sinn, en þeir verði að hafa náð 18 ára aldri til að kaupa tóbak. í íslenskum lögum um tóbaksvarnir er sérstak- lega kveðið á um að tóbak megi ekki selja ein- staklingum yngri en 16 ára. Brot gegn ákvæðinu varða sektum, en „fella má refsingu niður ef málsbætur eru miklar“, eins og segir í viðurlaga- kafla laganna. Embætti ríkissaksóknara gefur út leiðbeining- ar um sektarupphæðir vegna algengra brota, s.s. brota á umferðarlögum eða lögum um ávana- og fíkniefni. Hjá embættinu er hins vegar ekki að finna neinar leiðbeiningar um sektaruþphæð, selji einhver barni eða unglingi, undir 16 ára aldri, tóbaksvörur. Ástæða þess er sú, að litið er á brot gegn 8. grein sem „sjaldgæft brot“ á sérlögum. Sú skilgreining er eðlileg þai>sem hún byggir á því, hve sjaldan mál sem þessi koma til kasta yfirvalda, en fjölmargir viðmælendur Morgunblaðsins eru hins vegar sammála um að brotið sjálft sé algengt. Lagagreininni sé hins vegar einfaldlega ekki framfylgt. Clinton ætlar að gera framleiðendur og dreif- ingaraðila ábyrga fyrir sölu tóbaks til ungmenna undir lögaldri og færa þannig ábyrgðina af herð- um kaupandans og smásölukaupmannsins. Að vísu er vandséð hvernig því verður komið við, enda hlýtur að mega ætla að smásölukaupmaður- inn eigi að ganga eftir því að skilríkjum sé fram- vísað. Selji hann ungmenni tóbak gegn betri vit- und hlýtur hann að axla þá ábyrgð. Tillögur Clintons Bandaríkjaforseta um hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fleiri ánetjist nikótíní eru skýrt dæmi um þá hugarfarsbreyt- ingu, sem víða verður vart. Eins og við mátti búast fögnuðu heilbrigðisstofnanir um allan heim frumkvæði Clitons. Á meginlandi Evrópu undirbúa mörg ríki hertari löggjöf um reyking- ar. I bjórstofum og kaffihúsum hafa víða verið mörkuð reyklaus svæði og slík svæði þekkja íslendingar einnig. Flugleiðir hafa bannað reykingar í öllu áætlunarflugi félagsins og flugfé- lögin British Airways, KLM og Luft- hansa hafa hafnað reykingum um borð í vélum sínum. Víða eru reykingar bannaðar á opinberum stöðum, til dæmis hér á landi og fram hefur komið að innan Evrópusambandsins eru uppi kröfur um að tóbaksauglýsingar verði bannaðar í öllum aðildarríkjunum fimmtán. Sinnaskipti áróðursmanns „Nokkrir af slyngustu mönnum Bandaríkjanna helga alla sína starfskrafta aðeins einu verkefni, -að finna leiðir til að fá ykkur til að reykja,“ sagði Victor Crawford, lögmaður og beindi orðum sínum til bandarískrar æsku, um leið og hann tók undir tillögur Bandaríkjaforseta til að stemma stigu við reykingum. Crawford starfaði áður í þágu tóbaksframleið- enda með því að beijast gegn tilraunum heil- brigðisyfirvalda til að setja reykingum skorður. Sinnaskipti Crawfords má rekja til þess, að krabbamein í hálsi af völdum áratuga reykinga er að draga hann til dauða. Lýsingar hans á áróðursstarfi tóbaksframleið- enda eru vatn á myllu Bandaríkjaforseta og ann- arra, sem beijast gegn reykingum. Unglingar upplýstir um skaðsemina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.