Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
f
Morgunblaðið/Kristján
Laxaslátrun stenduryfir
HJÁ Víkurlaxi hf. verður slátrað um 20 tonnum af laxi á þessu
hausti. Fiskurinn, sem er um tveggja ára gamall, er á bilinu
2-5 kg. Fiskinum er slátrað við Ystuvík en gert að honum á
Akureyri. Hér lyftir Alexander Stefánsson, starfsmaður Víkur-
lax, tveimur vænum eldislöxum.
Gunnar Blöndal, eigandi Víkurlax hf.
Framtíðin er í
þorskeldinu
FYRIRTÆKIÐ Víkurlax hf. hefur
hafið tilraunaeldi á þorski í kvíum
við Ystuvík í Grýtubakkahreppi. Þar
hefur fyrirtækið verið með lax- og
silungseldi í sjókvíum til nokkurra
ára.
„Við erum að prófa okkur áfram
með nokkur hundruð þorska í sjó-
kvíum og ég get ekki annað sagt
en að byijunin lofi góðu. í mínum
huga er framtíðin í þorskeldinu.
Með minnkandi kvóta segir sig
sjálft að eitthvað þarf að gera og
ég er í raun hissa á því að stóru
sjávarútvegsfyrirtaakin skuli ekki
hafa frumkvæði í tilraunum á þor-
skeldi," segir Gunnar Blöndal hjá
Víkurlaxi hf.
Gunnar segir að þorskurinn þoli
miklu meira hnjask en laxinn, sem
oft getur farið illa í kvíum í vondu
veðri. „Ég held líka að við séum
undir í samkeppninni við Norðmenn
í þessu hefðbundna fiskeldi á laxi
og silungi og því eigum við að snúa
okkur af alvöru að þorskinum."
Silungurinn selst ekki
Þessa dagana stendur yfir
slátrun á laxi hjá Víkurlaxi en alls
verður slátrað um 20 tonnum.
Laxinn er seldur til Þormóðs ramma
hf. á Siglufirði.
„Það er í sjálfu sér ekkert
vandamál að selja laxinn en verðið
er of lágt. Hins vegar sit ég uppi
með 20 tonn af silungi sem ekki
selst og ég þori ekki að slátra
honum fyrr en hann selst,“ segir
Gunnar.
Þrír á slysadeild
eftir bílveltu
ÞRENNT var flutt á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri undir miðnætti á sunnudags-
kvöld eftir að fólksbíll sem fólkið
var í valt á Hörgárbraut skammt
norðan við verksmiðju Sjafnar.
Meiðsl voru minniháttar að sögn
varðstjóra lögreglunnar á Akur-
eyri sem taldi að bílbelti, sem allir
farþegar voru i, hafi bjargað að
ekki fór verr.
Ekið var á gangandi vegfaranda
á mótum Oddeyrargötu og Odda-
götu kl. 01.43 aðfaranótt mánu-
dags. Hann var fluttur á slysa-
deild en slapp án teljandi meiðsla.
Á sunnudagsmorgun, kl. 10.50
valt bifreið skammt frá öskuhaug-
um Akureyrarbæjar í Glerárdal.
Ökumaður, sem var einn í bílnum,
slapp ómeiddur en bíllinn skemmd-
ist nokkuð.
Lögreglumenn á Akureyri voru
í Víkurskarði á sunnudagsmorgun
að kanna ástand ijúpnaveiði-
manna fyrsta daginn sem veiði er
leyfð. Höfðu þeir tal af 15 veiði-
mönnum, sem allir höfðu orðið sér
úti um veiðikort svo sem lög gera
nú ráð fyrir.
-----*—♦—«-----
Tónleikar í
Glerárkirkju
BLANDAÐUR 35 manna kór frá
Musterisflokki Hjálpræðishersins í
Kaupmannahöfn er nú i heimsókn
hjá Hjálpræðishernum á Akureyri.
Kórinn kemur fram á tónlistarsam-
komum í Glerárkirkju í kvöld,
þriðjudagskvöldið 17. október og
annað kvöld, miðvikudagskvöldið
18. október kl. 20.30 bæði kvöldin.
Kórinn syngur létta trúartónlist,
hann myndar einnig unglingasöng-
hóp, lúðrasveit og leikhóp.
Verslunin
er til sölu
Um er að ræða sérverslun
með undirfatnað og snyrtivörur.
Verslunin er f fuilum rekstri.
Góð viðskiptasambönd.
Verslunin er staðsett í verslunar-
miðstöðinni Sunnuhlíð, Akureyri.
: Söluaðili:
Almenna lögþjónustan hf.,
sími 461-2321.
Ný skólpdælustöð
reist á Akureyri
FRAMKVÆMDIR eru að hefjast
við byggingu skólpdælustöðvar við
Glerárgötu og er verkið unnið af
Trésmíðaverkstæði Þorgils Jó-
hannessonar á Svalbarðseyri.
Fimm tilboð bárust í verkið en
kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
17,7 milljónir króna.
Samið var lægstbjóðana, sem er
tilbúinn að vinna verkið fyrir rúmar
13,7 milljónir króna, eða um 77%
af kostnaðaráætlun. Verklok ena
áætluð þann 30. apríl á næsta.
Þetta er þriðja skólpdælustöðin sem
byggð, er á Akureyri en áður hafa
verið byggðar slíkar stöðvar við
Fjórðungssjúkrahúsið og í Hafnar-
stræti og eru hluti af þeirri áætlun
að sameina allt skólp í eina skólpút-
rás og hreinsa það þar.
Morgunblaðið/Kristján
Veturinn nálgast
FYRSTI vetrardagur
nálgast óðum, er í næstu
viku og hafa Norðlending-
ar fengið að finna fyrir
því sem í vændum er.
Norðanáttin færði þeim
snjó um helgina og gripu
börnin tækifærið og
héldu út til að búa til úr
þessu forgengilega efni
snjókarla og kerlingar af
mikill list.
Gunnar Jóhannesson, hjá tæk-
nideild Akureyrarbæjar, segir að
búið sé að leggja langir að mestum
hluta að þeim dælustöðvum sem
þegar hafa verið byggðar. Næsta
sumar er svo stefnt að því að leggja
lagnir á miðbæjarsvæðinu að stöð-
inni við Glerárgötu. „Það ræðst þó
af því að fjármagn fáist til verks-
ins,“ sagði Gunnar.
Bæjarfulltrúar Abl.
Ekki nóg
að gert í
skólamálum
BÆJARFULLTRÚAR Alþýðu-
bandalagsins telja að áætlun um
rekstur og fjármál bæjarsjóðs Akur-
eyrar sýni að nauðsynleg vinna á
þessu sviði hafi ekki verið unnin
áður en áætlunin var lögð fram, en
hún var samþykkt á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag.
Fulltrúar flokksins segja í bókun
sem lögð var fram á fundinum að
þeir hafi áður lýst vilja til að fara á
gagnrýnin hátt yfir flármál og rekst-
ur bæjarins og þeir hafi lagt fram
tillögu um endurskipulagningu á lá-
namálum. „Sú áætlun sem hér ligg-
ur fyrir sýnir að slík nauðsynleg
vinna hefur ekki verið unnin. Oljós
fyrirheit um að slíkt verði gert breyt-
ir engu þar um,“ segir í bókuninni.
Málefni grunnskólans fái vissan
forgang hvað varðar framkvæmdir
og segja fulltrúar Alþýðubandalags-
ins að slíkt sé í samræmi við þeirra
vilja. „Þar er þó ekki nóg að gert
og það metnaðarleysi sem fram kem-
ur í ýmsum öðrum málaflokkum,
s.s. leikskóla- og menningarmálum
er óásættanleg að okkur mati,“ seg-
ir í bókun fulltrúa Alþýðubandalags-
ins vegna áætlunar um rekstur og
fjármál Akureyrarbæjar næstu þijú
ár.
Morgunblaöið/Kristján
Útför séra Þórhalls Höskuldssonar
ÚTFÖR séra Þórhalls Höskulds-
sonar sóknarprests í Akureyrar-
prestakalli var gerð frá Ákur-
eyrarkirkju í gær að viðstöddu
fjölmenni. Herra Pétur Sigur-
geirsson biskup flutti ritningalest-
ur, sr. Halldór Gunnarsson flutti
minningarræðu, herra Sigurbjörn
Einarsson biskup flutti bæn og
blessun, herra Ólafur Skúlason
biskup Islands flutti þakkarorð og
bæn og sr. Birgir Snæbjörnsson
annaðist moldun. Kór Akureyrar-
kirkju söng fullskipaður við at-
höfnina. Líkmenn í kirkju voru sr.
Bolli Gústavsson, sr. Arngrímur
Jónsson, sr. Jón Bjarman, sr. Geir
Waage, sr. Sigurður Sigurðarson,
sr. Sigfús J. Árnason, sr. Þorbjörn
H. Árnason og sr. Gunnlaugur
Garðarsson. Líkmenn frá kirkju
að bíl voru Bjarni Guðleifsson,
Hyeinn Pálsson, Guðríður Eiríks-
dóttir, Magnús Stefánsson, Jón
Oddgeir Guðmundsson, Páll
Skúlason, Sigfús Jóhannesson og
Jónas Karlesson. Líkmenn í
kirkjugarði voru Sverrir Haralds-
son, Magnús Skúlason, Kristján
Gestsson, Heiðar Gíslason, Gestur
Jónsson, Gísli Þór Gíslason, Jón
Ásgeir Gestsson og Þorsteinn
Gíslason.
i
D
I
l
t
I
L
í
»
l
B
I
6
•
l
i
í
í
I