Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 17 VIÐSKIPTI Þrengingar í skipaútgerð vegna lækkana á flutningsgjöldum Lækkunin nemur 25 % London. Reuter. FLUTNINGSKOSTNAÐUR í heiminum hefur lækkað um tæp- lega 18% á tveimur mánuðum vegna minnkandi eftirspurnar og offramboðs á gömlum skipum. Gert er ráð fyrir að gjöld fyrir álnavöruflutninga hækki, en dreg- ið hefur úr flutningum með hrá- efni og korn. BFI-vísitala um flutningsgjöld á helztu Atlantshafs- og Kyrrahafs- leiðum hefur lækkað nánast dag- lega síðan 25. ágúst um 17% alls. Vísitalan var 1.745 stig 13. októ- ber, um fjórðungi lægri en í maí þegar hún mældist 2.352 stig og hafði aldrei verið hærri. Flutningsgjöld hafa lækkað án tillits til þess um hvernig skip eða farm er að ræða. Gjöld fyrir farm frá suðurströnd Bandaríkjanna lækkuðu til dæmis nýlega í innan við 30 dollara tonnið í fyrsta skipti í eitt ár. Meiri lækkun spáð Kunnugir segja að gjöldin kunni að lækka fram til áramóta þegar samningar verða enddrnýjaðir. Margt bendir til minni eftir- spurnar eftir bílum og varanlegum neytendavörum í helztu Evrópu- löndum á sama tíma og flestar verksmiðjur eiga nægar birgðir. Minni þörf verður á hráefni. Stálframleiðsla í Evrópusam- bandinu minnkaði úr 14 milljónum tonna í maí — þegar hún var mest — í 11.6 milljónir tonna í ágúst og veikur dollar gerir bandarískt stál samkeppnishæfara. Samningar um flutninga á kol- um og málmgrýti eru endurnýjaðir einu sinni á ári og ekki er talið víst að flutningar muni glæðast fyrr en eftir áramót. Mörgum skipum ofaukið Mörgum stórum skipum, sem flytja málma, er ofaukið og sum taka verkefni frá minni skipum. Samkeppnin er orðin grimmari, ekki sízt í Japan, en um það bil þriðjungur álnavöruflutninga bein- ist þangað. Japanar glíma við efnahags- vanda, eiga mikið af málmum og óvíst er að stór markaður opnist í landi þeirra. Kínveijar fluttu mikið inn af kolum og járngrýti áður fyrr, en eru orðnir útflytjendur og enginn veit hvað fyrir þeim vakir. Asía og Kyrrahaf er mikið upp- gangssvæði og þar eykst þörf á Pechiney einkavætt París. Reuter. ÁLFÉLAGIÐ Pechiney verður lík- lega einkavætt áður en Renault verður selt að öllu leyti og hluta- bréfum verður ef til vill komið í sölu í nóvember að sögn Yves Galland iðnaðarráðherra í samtali við blaðið Les Echos. Galland sagði að stjórnar- formaður Pechiney hefði mótað þróttmikla stefnu og fyrirtækið stæði vel í svipinn. Um Renault sagði ráðherrann að verð hlutabréf þar ættu að hækka og færast nær því verði, sem fékkst fyrir þau þegar fyrir- tækið var einkavætt að hluta. Sanngjarnt væri að bréfín hækk- uðu, því að Renault stæði vel og rangt væri að fyrirtækið yrði einkavætt hvernig sem á stæði. Að sögn Gallands er einnig í athugun að einkavæða kjarnorku- tæknifyrirtækið Framatome. Alcatel Alsthom hefur látið í ljós áhuga á auka hlut sinn í Framá- tome og eignast meirihluta hluta- bréfa. kolum og málmgrýti, en þar er nóg af skipum. Mörg ríki Þriðja heimsins hafa ekki efni á að kaupa korn vegna stórhækkaðs verðs. í Ástralíu er að ljúka einhverjum mestu þurrk- um, sem um getur þar um slóðir, en slæmt veður veldur framleið- endum erfiðleikum í Norður-Afríku og að sumu leyti í Bandaríkjunum, sem er mikill útflytjandi. Birgðir eru takmarkaðar víðast hvar, en stórir kaupendur eins og Kínveijar og Rússar segjast ekki reiðubúnir að greiða himinhátt verð. Þrátt fyrir verðfall eru gömul skip enn gerð út með hagnaði og eigendur þeirra eru tregir til að selja þau í brotajárn. Ný skip vekja meiri áhyggjur. Talið er að á næsta ári verði til- koma nýrra flutningaskipa til þess að verkefnalítill floti þeirra stækki úr níu milljónum burðargetutonna 1994 í 16 milljónir. Hér eigum við heima. Qlan I N T©R NET q Ian@q I an. is • Grófin 1 • 101 Reykjavík • Sími 552 6220 • Fax 552 6212 með nýju lakki Sérfræðingum Káhrs hefur nú tekist að framleiða nýtt lakk sem gerir Káhrs parketið helmingi slit- sterkara. Nýja lakkið hlífir viðnum enn betur án þess að það dragi úr náttúrulegum einkennum viðarins og hlýleika. Þú getur valið á milli 40 tegunda af nýju og slitsterkara Káhrs parketi í mismunandi viðartegundum og áferð. Káhrs - helmingi slitsterkara en á sama verði! Kahrs Ármúli 8, Pósthólf 740, 108 Reykjavík, Sími: 581 2111, Fax: 568 0311 Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.