Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ |Hi»r0iin6IaMí> BRÉF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 / vei^To, \ / É/5 I/ILPl AP és \ y / ÞÚ OS þÍN PE&QNÁ) \áízeT-ni?..-J [lEVHlLSáT PEfZSOnO- ) ^ * ER LEVNDABVPU/ rÍM I f'jSz o r Ég trúi þessu ekki ... öll svörin Það er ekki nógu gott, herra. Ég er á rangri hillu í lífinu ... voru vitlaus hjá mér ... Það sannar kenningu mína ... Eilin á sína töfra Frá Filippíu Krístjánsdóttur: TILFINNINGAR eru oft vandlát- ar á orð sem bíða eftir því að verða til. Þakklætið sem býr í huga mín- um nú er aðalástæðan fyrir þessum heilabrotum í sambandi við skref mitt yfir þröskuldinn inn í tíunda áratuginn þriðja október síðastlið- inn. Eg varð að láta mér lynda að stíga þetta skref en ég var búin að margendurtaka við mína nán- ustu að ég ætti ekkert afmæli, ekkert umstang. Ég ætlaði bara að láta mig hverfa þennan dag. Ég hélt að ég mætti sjálf ráða því. Sjálfstæðið er ekki útbrunnið. Ég neitaði biaðamönnum um viðtal, bað ég þá að láta sem ég væri ekki til, vegna þess að ég hefði ákveðið að fela mig þennan dag, og datt ekki í hug annað en ég fengi því ráðið. Ég var ánægð með ákvörðun mína og lét svo málið kyrrt liggja, var þó ekki alveg ör- ugg um nema einhvert ráðabrugg væri í aðsigi, mér fannst þögn og laumuleg bros benda til þess. Von- andi var það ímyndun, því mér var full alvara. Ég taldi mér trú um að ég fengi frið, sjálfstæðið er öll- um nauðsynlegt. Dagurinn 3. október rann upp, bjartur og fagur. Snemma dags hringdi síminn, ég átti að verða til- búin á vissum tíma, og alls ekki hversdagsklædd. Bíll átti að sækja mig. Ég mætti ekki bregðast. Ég get ekki lýst tilfinningum mínum. Hvers konar yfirgangur var þetta eiginlega? Var fólkið búið að gleyma hvernig ég vildi haga deginum? Ég lagði hugsun mína í bleyti og sá að ekki þýddi að deila við dómarann. Ef til vill beið mín eitthvað spenn- andi, þótt árin væru orðin mörg var ævintýraþráin ennþá til staðar, þið trúið þessu auðvitað ekki, nema þið sem þekkið mig best. Bíllinn mætti á réttum tíma, því- líkur risi. Mér var sagt að enska nafnið á honum væri límosína. Mér flaut í hug setning sem dóttir mín sagði forðum daga, þegar hún sá einhvern stóreflis hrút „Hverslags ferlíki er nú þetta?“ Bílstjórinn fékk munnlega ferðaáætlun og ók af stað í því fegursta haustveðri sem hægt er að óska sér. Við ókum vítt um bæinn, sérstaklega var lögð áhersla á götur og hverfi, sem gamlar minn- ingar voru tengdar við. Það var eins og allar falskar nótur væru fjarlæg- ar og óskastundin væri runnin upp. Himininn var heiðblár með smáum litfögrum skýhnoðrum. Eldrauður hnöttur, sjálf sólin, var að því kom- in að hníga í skaut hafsins. Ég sá ekki betur en hún væri að doka við bara fyrir okkur, en senn hneig hún í faðm Ægis og sendi okkur kveðju- koss. Sindrandi geilsarnir brotnuðu í bláum haffletinum. Það var eins og himinn, haf og hauður féllust í faðma. Á þessari stundu fann ég hvernig minn eigin vilji og fögnuður sameinaðist hugum þeirra sem með mér voru í bílnum. Mín mikla þijóska var horfin. Ég fann vilja skaparans bak við framkvæmdir vinanna sem með mér voru. Einhver sérstakur gleðistraumur gagntók mig. Eftir þessa einstöku ökuferð stansaði bíllinn hjá Hótel Sögu. „Það biðu vinir í varpa“. Uppi á efstu hæð beið okkar veglegt veisluborð. Feg- urðin úti og inni gleymist mér ekki. Utsýni í allar áttir. Ósjálfrátt fór ég að raula fyrir munni mér setn- ingu Huldu skáldkonu „Hver á sér fegra föðurland?" Kærleikurinn rist- ir dýpst, enda æðstur náðargjaf- anna. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum bæði innanlands og utan fyrir allar gleðigjafirnar. Þegar ég var komin heim um kvöldið fannst mér þessi dagur eitthvað svo óraunveru- legur, og iðraðist hve heimskulega ég hafði ætlað að haga mér. Það þýðir ekkert fyrir neinn að ætla sér að koma mér til að trúa því að ellin eigi ekki sína töfra og þörf fyrir kærleika og umhyggju. Það sem gerðist 3. október sannfærði mig um þetta. Nú er ég orðin 90 ára naumast get ég varist tára. Hvar er allur áraQöldinn? Einhverstaðar bak við tjöldin. FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR (Hugrún). Vafasöm gamanmál Frá Friðrik Ó. Schram: MIG langar að þakka Bjarka Bjamasyni, kennara við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ, bréf hans sem birtist þriðjudaginn 10. október sl. í þessu blaði. Þar gerði hann að umtalsefni vafasöm gamanmál Radíusbræðra. Menn sem taka að sér að skemmta fólki opinberlega, ekki síst í fjölmiðlum, bera mikla ábyrgð. Það er ekki sama hvað menn láta út úr sér og hvemig hlutimir eru sagðir. Mér hefur lengi fundist Radíusbræð- ur ganga fulllangt í gárungahætti. Þeir verða að gæta þess að ofbjóða ekki velsæmi og blygðunarkennd almennings með grófu gríni. Brand- araþættir í fjölmiðlum eru sérstak- lega vinsælir meðal barna og ungl- inga. Þeir sem annst þessa þætti verða að gæta þess að móta ekki viðhorf unga fólksins í þá átt að það verði eðlilegt að nota grófyrði og klám, ætli maður að vera fyndinn. Það er hægt að skemmta fólki og vera reglulega fyndinn án þess að þurfa að nota grófyrði. Einnig verða höfundar skemmtiefnis að gæta þess að særa ekki trúarviðhorf fólks með því að gantast með hluti sem öðmm eru heilagir. Berum virðingu fyrir trú annarra, þó við sjálf séu annarr- ar trúar. Tillitssemi við tilfinningar fólks er aðalsmerki góðra skemmti- krafta. Ég tek undir með Bjarka, að Radíusbræður hafa þó nokkra leik- hæfíleika og vil ég hvetja þá til að fara vel með þessa hæfileika og nota þá sem allra flestum til ánægju, en það gera þeir með því að gæta velsæmis og vanda sig betur í efnisvali. FRIÐRIK Ó. SCHRAM, Fljótaseli 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tjl að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.