Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 11 LANDSFUNDUR ALÞÝÐU B AN D ALAGSINS Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins Samvinna vinstra fólks er forgangsmál Flokksstjórn falið að hefja viðræður um samfylkingu félagshyggjuafla Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓHANN Geirdal, nýkjörinn varaformaður, og Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalags- ins, fylgjast með landsfundarstörfum. „LANDSFUNDURINN beinir þeim tilmælum til þingflokksins að hann beiti sér fyrir náinni samvinnu þing- flokka stjómarandstöðuflokkanna fjögurra og sýni þar með þjóðinni í verki vilja til að mynda raunhæfan valkost gegn íhaldsöflunum. Lands- fundurinn felur jafnframt nýkjörn- um formanni og stjórn flokksins að hefja viðræður við forystumenn annarra stjórnarandstöðuflokka í því skyni að undirbúa sameiginlega og opna umfjöllun um samfylkingu félagshyggjuafla í stjórnmálum á íslandi," segir í stjómmálaályktun landsfundar Alþýðubandalagsins. Við lokaatkvæðagreiðslu um stjórnmálaályktunina voru felld út úr setningunni um að stjórn flokks- ins heiji viðræður við forystumenn annarra flokka orðin þegar í stað. Var það gert að tillögu Svavars Gestssonar og Steingrímur J. Sig- fússon gagnrýndi einnig þennan kafla ályktunarinnar og var mót- fallinn því að landsfundurinn setti forystu flokksins skilyrði í komandi viðræðum um vinstri samvinnu. Ólafur Ragnar Grímsson, sem stýrði vinnu við frágang ályktunar- innar, taldi að hún endurspeglaði ágætlega skoðanasviðið á lands- fundinum. Margrét vill vanda betur undirbúning landsfunda Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði í lokaræðu sinni á landsfundinum að framvegis þyrfti að vanda betur undirbúning kosninga á landsfund- um flokksins vegna þeirra vand- ræða sem upp hefðu komið. Þá sagði hún ætlun sína að gera forystu flokksins mun virkari en verið hefði. „Við skulum hvetja vinstra fólk allt, og samtök launafólks, baráttu- fólk í landinu, til að taka höndum saman því við þurfum að ná ár- angri. Við viljum meiri jöfnuð og réttlæti. Við þurfum að sameinast í verki, vegna þess að oft var þörf en nú er nauðsyn. Samvinna er ekki bara skipulagsmál, þó auðvitað væri gaman að við værum öll í stór- um og sterkum flokki jafnaðar- og vinstri manna. Samvinna er átaks- verkefni og forgangsmál vegna þess veruleika sem við erum að fást við,“ sagði Margrét. Skeyti barst inn á. landsfundinn á sunnudag frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur og stjórn Þjóðvaka þar sem ítrekuð er nauðsyn þess að félags- hyggjufólk og jafnaðarmenn taki höndum saman og vinni á skipuleg- an hátt að myndun stjórnmála- hreyfíngar á landsvísu. Herinn brott og úrsögn úrNATO í stjórnmálaályktun sem lands- fundurinn afgreiddi er vísað til stefnu flokksins í ýmsum mála- flokkum, stefnu sem nefnd hefur verið útflutningsleiðin, og ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks er gagnrýnd harðlega. Talsverðar umræður urðu í starfs- hópi um utanríkismál á landsfund- inum en í stjórnmálaályktun segir að framtíðarsýn Alþýðubandalags- ins til utanríkis- og friðarmála mót- ist af þeirri grundvallarafstöðu að friður, öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar verði best tryggt með því að Bandaríkjaher hverfi á brott, engar erlendar herstöðvar verði leyfðar í landinu og íslendingar segi sig úr NATO. „Landsfundurinn telur mikilvægt að innan flokksins fari fram á næst- unni umræða um þær breytingar, viðræður og tillögur sem fram hafa komið í alþjóðastofnunum, svo sem Atlantshafssamvinnuráðinu, Fé- lagsskap í þágu friðar og á öðrum vettvangi," segir m.a. í utanríkis- málakafla ályktunarinnar. Hvergi er vikið að Evrópusam- bandinu í ályktunum þingsins en í stjórnmálaálykrun segir að sérstaða smáþjóða á hinum opna heimsmark- aði verði í framtíðinni æ verðmæt- ari eiginleiki. Sjálfsstjórn, sérstaða ólíkra samfélaga, lýðræðiskrafa nýrra félagseininga og rekstrar- hæfni smárra þjóðríkja verði úr- slitaatriði á komandi öld. Gjörbreyta núverandi stjórnkerfi fiskveiða „LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins telur að gjörbreyta þurfi núverandi fyrirkomulagi á stjórn fiskveiða. Framkvæmd núverandi kvótakerfis hefur leitt af sér að eign- arhald fárra einstaklinga er að myndast á þessari sameiginlegu auð- lind þjóðarinnar og umgengnin um auðlindina er í engu samræmi við hugmyndir okkar um umhverfismál og sjálfbæra þróun,“ segir í ályktun landsfundarins um sjávarútvegsmál. Litlar umræður urðu um sjávar- útvegsmál á landsfundinum en til- laga stjórnmálanefndar að ályktun fundarins var samþykkt óbreytt. Þar segir ennfremur: „Þessi eignarhaldsmyndun og þróun innan greinarinnar er andstæð grundvallarhugmyndum Alþýðu- bandalagsins um að þjóðin öll eigi að njóta afraksturs af auðlindum sínum og að sameiginlegt eignarhald sé ótvírætt. Landsfundurinn ítrekar fyrri samþykktir Alþýðubandaiags- ins í þessu efni og felur fram- kvæmdastjórn að koma af stað um- ræðu í öllum flokksfélögum um mótun heildstæðrar róttækrar sjáv- arútvegsstefnu. Afrakstur þessarar vinnu verði tilbúinn til umræðu á sérstakri opinni ráðstefnu um sjáv- arútvegsmál, á vegum miðstjórnar, sem haldin verður ekki síðar en að sex til átta mánuðum Iiðnum.“ ------ ♦ ♦ ♦--- Nýr varaformaður Alþýðubandalags Bæjarfulltrúi og formaður verkalýðs- félags JÓHANN Geirdal Gíslason, nýkjör- inn varaformaður Alþýðubandalags- ins, er bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar. Jóhann var einnig bæjarfulltrúi flokksins í Keflavík á árunum 1982- 1986. Hann hefur jafnframt gegnt formennsku í Verslunarmannafélagi Suðurnesja undanfarin fjögur ár. Jóhann er 42 ára gamall, kvæntur Huldu Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn. Jóhann er kennari að mennt og er með BA-próf í uppeldis- og félagsfræðum. Hann hefur starfað innan Alþýðubandalagsins frá unga aldri. kveðst hafa setið flesta lands- fundi flokksins frá árinu 1971 og hefur átt sæti í miðstjórn. Reynt að halda valdajafnvægi í kosningum til æðstu embætta Alþýðubandalagsins Samkomulag um Jóhann Geirdal sem varaformann KOSNINGAR til æðstu embætta og stofnana Alþýðubandalagsins settu mestan svip sinn á landsfundarstörf flokksins um helgina. Þegar úrslit i kjöri formanns lágu fyrir á föstudags- kvöld var hafíst handa um við undir- búning að kjöri varaformanns, ritara og gjaldkera sem átti að fara fram á laugardag. Steingrímur J. Sigfús- son fiafnaði ósk kjörnefndar um að gefa aftur kost á sér til varafor- mennsku. Áhersla var lögð á að varaformað- ur kæmi úr stuðningsmannahópi Steingríms fyrir formannskosning- arnar, til að tryggja valdajafnvægi í flokksstjórninni. M.a. var rætt um Árna Þ. Sigurðsson, stuðningsmann Steingríms, en ekki náðist sam- komulag um hann. Var loks leitað til Jóhanns Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ og formanns Verslun- armannafélags Suðurnesja, sem færðist í fyrstu undan. Jóhann seg- ist hafa verið stuðningsmaður Stein- gríms í formannskosningunum. Þurfti að fresta kosningu flokks- stjórnarmanna og framkvæmda- stjórnar til sunnudags meðan leitað var samkomulags. Jóhann féllst að lokum á að gefa kost á sér til vara- formanns og mælti kjörnefndin þá með kjöri hans. Stefndi í kosningaslag um ritaraembætti Á tímabili leit út fyrir að kjósa þyrfti á milli Sigfúsar Ólafssonar frá Akureyri, stuðningsmanns Stein- gríms, og Flosa Eiríkssonar úr Kópa- vogi, stuðningsmanns Margrétar, í ritarastöðu flokksins. Koma þeir báðir úr hópi ungra alþýðubanda- lagsmanna. Á lista uppstillingar- nefndar fyrir kjör framkvæmda- stjórnar var stungið upp á að Flosi yrði varamaður í stjórninni. Skv. upplýsingum blaðsins tók Margrét af skarið þegar ljóst var að stefndi í átakakosningu og lagði til að Sigf- ús yrði kjörinn ritari og að Flosi tæki sæti aðalmanns á lista uppstill- ingarnefndar í framkvæmdastjórn. Skipti þar á sæti við Elínu Björgu Jónsdóttur frá Þorlákshöfn, sem færðist í sæti varamanns á listanum. Dró Flosi þá framboð sitt til ritara til baka og náði hann kjöri í fram- kvæmdastjórn flokksins. Niðurstaðan varð síðan sú að Birna G. Bjarnadóttir úr Kópavogi var kjörin gjaldkeri en hún var stuðningsmaður Margrétar í for- mannskjörinu og Sigfús Ólafsson var kjörinn ritari flokksins. Landsfundurinn kaus níu manna framkvæmdastjórn og voru miklar þreifingar í gangi til að gætt yrði jafnvægis milli fylkinga í því kjöri. Uppstillingarnefnd lagði fram tillögu fyrir fundinn en fleiri tillögur komu fram og varð því að ganga til kosn- inga. Niðurstaðan varð hins vegar í samræmi við tillögu kjörnefndar. Jó- hann Ársælsson, Vesturlandi, hlaut flest atkvæði til framkvæmdastjóm- ar, Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, næstflest atkvæði, því næst komu Heiðrún Sverrisdóttir, Kópavogi, Árni Þ. Sigurðsson, Reykjavík, Sigur- björg Gísladóttir, Reykjavík, Arthur Morthens, Reykjavík, Hilmar Ingólfs- son, Garðabæ, Valþór Hlöðversson Kópavogi og Flosi Eiríksson Kópa- vogi. Síðdegis á sunnudag voru kosnir 32 fulltrúar í miðstjórn. Kjörnefnd lagði fram tillögu með 32 nöfnum en fjölmargar aðrar tillögur bárust úr sal. Niðurstaða kosninganna varð sú að átta manns af lista kjörnefnd- ar náðu ekki kjöri sem aðalmenn. Ragnar Óskarsson, Suðurlandi, fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjörinu, Sigríður Stefánsdóttir varð önnur, Ari Skúlason, Reykjavik, þriðji og Lúðvík Geirsson, Reykjanesi, fjórði. Telur að forystan verði samhent Jóhann Geirdal sagði í samtali við Morgunblaðið að ná hefði þurft sam- komulagi um frambjóðanda sem nyti stuðnings allra hópa og þess vegna hefði dregist sem raun varð á að ljúka kosningum. Hann sagði að þess hefði verið gætt að flokksstjómin kæmi ekki öll úr stuðningsmannahópi ann- ars formannsframbjóðandans. Hann kvaðst telja að þrátt fyrir átök við kosningamar myndu niðurstöðurnar ekki skilja' sárindi eftir sig og ný forysta yrði án efa mjög samhent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.