Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________FRETTIR
Útvarpsstjóri hafnar kröfu aðalstjórnanda SÍ
Guðmundur ekkí
leystur frá störfum
Skotveiðimenn stofna
landréttarsjóð
HEIMIR Steinsson útvarpsstjóri
hefur ákveðið að Guðmundur Em-
ilsson verði ekki leystur frá þeim
verkefnum sem varða samskipti
Rlkisútvarpsins og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, en Osmo Vánská,
aðalstjórnandi SÍ, fór í seinustu viku
fram á að svo yrði gert.
Útvarpsstjóri segir ákvörðun
sína hafa verið tekna í samráði við
framkvæmdastjóra Útvarpsins,
Markús Örn Antonsson, sem er
jafnframt fulltrúi stofnunarinnar í
stjórn SÍ.
Heimir segir hins vegar að sam-
starf stofnunarinnar og hljómsveit-
arinnar verði „tekið til viðeigandi
athugunar" með það að augnamiði
að bæta samskiptin og „efla þann
málstað sem við sameiginlega ber-
um fyrir bijósti". í bréfi sem Heim-
ir sendi Osmo Vánská í gær kemur
fram að Markús Öm mun í „þessu
tilliti annast meðalgöngu af Ríkis-
útvarpsiiis hálfu.“
Hörður Sigurgestsson, formaður
stjórnar SÍ, segir að samstarfserfíð-
leikar hafi verið á milli hljómsveitar-
Samskip
kanna
kaupá
nýju skipi
SAMSKIP hf. eru að athuga með
kaup á rúmlega 500 gámaeininga
skipi til millilandasiglinga í stað
Helgafellsins sem verið hefur á sölu-
lista í tvö ár.
Að sögn Einars Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
Samskipa, hefur ekki borist fast til-
boð I Helgafellið enn sem komið er,
en fyrirspurnir hafa m.a. borist frá
Grikklandi og Kína. Auk Helgafells-
ins, sem er 426 gámaeiningar, eru
Samskip með leiguskipið Uranus í
siglingum, en það er 510 gámaein-
ingar.
Kristinn Aadnegard, skipstjóri hjá
Samskipum, er um þessar mundir
að sigla skipi frá S-Ameríku til Evr-
ópu, sem verið er að meta hvort
henti Samskipum. Það er rúmlega
500 gámaeininga skip, en hæggeng-
ara en Helgafellið.
------» ♦ ♦----
Frumvarp á
dagskrá með
afbrigðum
ALÞINGI lauk í gær með afbrigðum
frá þingsköpum 1. umræðu um
frumvarp sem Asta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka,
lagði fram á þinginu í gær og felur
í sér að þeim lífeyrisþegum sem njóta
endurhæfingalífeyris vegna sjúk-
dóms eða slyss verði tryggður réttur
til svokallaðra tengdra bóta en sá
réttur féll niður 1. þessa mánaðar.
Ásta R. Jóhannesdóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið að hún
hefði óskað afbrigða til að fá málið
tekið strax á dagskrá til að forða
því að sá um það bil 130 manna
hópur, sem þægi endurhæfingarlíf-
eyri meðan hann reyndi að ná fullri
starfsorku eftir sjúkdóm eða slys,
missti að lágmarki 15 þúsund krónur
á mánuði vegna mistaka sem gerð
hefðu verið við lagasetningu á al-
þingi árið 1993.
innar og RÚV og sé það verkefni
beggja aðila að leysa þau mál, sem
verði ekki gert með yfirlýsingum
eða í fjölmiðlum. „Það er ekkert
nýtt að upp komi vandamál af þessu
tagi þar sem að margir starfa sam-
an, og við lítum á það sem okkar
verkefni að leysa þau,“ segir Hörð-
ur.
Hörður segir ákvörðun útvarps-
stjóra um að leysa Guðmund ekki
frá störfum í tengslum við SÍ ekki
koma sér á óvart. Stjórn SÍ hefur
ekki tekið afstöðu til gagnrýni
Osmo Vánská og kveðst Hörður
ekki eiga frekar von á að hún muni
taka hana til umfjöllunar. „Stjómin
hefur ekki haft tækifæri til að ræða
gagnrýni aðalstjómanda SÍ og ég
hugsa að hún verði ekki efst á baugi
næst þegar stjómin hittist," segir
Hörður.
Kom ekki á óvart
Osmo Vánská hljómsveitarstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, þar sem hann var staddur í
Finnlandi, að ákvörðun útvarps-
FORSÆTISNEFD Alþingis og for-
menn þingflokka annarra en Þjóð-
vaka lögðu í gær fram frumvarp á
Alþingi um að afnema skattfrelsi
starfskostnaðargreiðslu til þing-
manna, sem nú er 40 þúsund krónur
á mánuði. Ekki er gert ráð fyrir að
afnema skattfrelsi ferðakostnaðar-
og húsnæðiskostnaðargreiðslna sem
þingmenn fá.
Samkvæmt frumvarpinu verður
lögum um þingfararkaup og þingfar-
arkostnað breytt þannig að umrædd
greiðsla verði skattskyld og skatta-
meðferð hennar fari eftir reglum
sem ríkisskattstjóri setji.
Frumvarpið var rætt á þinginu í
gær og þegar Ragnar Arnalds, 1.
varaforseti Alþingis, mælti fyrir því
rakti hann ýmis rök fyrir því að
undanskilj a starfskostnaðargreiðsl-
stjóra kæmi sér ekki á óvart. Af
viðtölum sínum við marga íslenska
tónlistarmenn hefði hann mátt ráða
að ekki yrði við Guðmundi Emils-
syni haggað. Hvað varðaði sam-
skipti Ríkisútvarpsins og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar sagði Vánská að
þau myndu batna strax ef Guð-
mundur Emilsson hætti afskiptum
af hljómsveitinni.
Sinfóníuhljómsveitin nýtur
ekki virðingar á Islandi
Vánská sagði ákvörðun útvarps-
stjóra engu breyta fyrir sig sem
stjómanda Sinfóníuhljómsveitar-
innar. Hann væri á förum og ætti
einungis eftir að stjórna fimm tón-
leikum. Vánská sagðist hins vegar
hafa vel getað unnt hljómsveitinni
betra starfsumhverfís í framtíðinni
en hún býr nú við. „Hljómsveitin
nýtur engrar virðingar á íslandi,"
sagði Vánská. „Þetta er góð hljóm-
sveit en ég held að allir haldi að
þeir geti umgengist hana eins og
þeim sýnist og þetta bréf sannar
það.“
una skattskyldu. En frumvarpið
væri flutt vegna þess að skattfrelsi
greiðslunnar, sem lögin gera nú ráð
fyrir, hafi vakið tortryggni í þjóðfé-
laginu.
Ekki rök
Þingmenn Þjóðvaka gagnrýndu
að kostnaðargreiðslur þingmanna
væru yfirleitt skattfijálsar og vilja
afnema alla lagagreinina sem kveður
á um skattfrelsið.
Svanfríður Jónasdóttir, þingmað-
ur Þjóðvaka, sagði að þjóðin vildi
ekki forréttindi alþingismanna og
ráðherra heldur ættu þeir að vera
undir sömu skattalög seldir og aðr-
ir. Það væri ekki réttlæting á sér-
stökum skattalögum að skattaum-
dæmi gætu litið misjafnt á málið.
„Ef fólkið í landinu þarf, vegna þess
ÓVEÐUR hamlaði rjúpnaveiði
víða um land á sunnudag en þá
hófst rjúpnaveiðitímabilið. Veiði-
menn sem haft var samband við
höfðu flestir hægt um sig um
helgina. Þó fréttist af tveimur
sem komnir voru með 40 fugla
samtals í gær. Þeir voru á Suður-
landi og að fikra sig inn á hálend-
ið. Mönnum ber saman um að
mikið sé af ijúpu til fjalla en hún
er dreifð og stygg.
Rjúpnaveiði víða
bönnuð
Nokkrir landeigendur auglýsa
að ijúpnaveiði sé bönnuð í lönd-
um þeirra. Að sögn Sigmars B.
Haukssonar, formanns Landrétt-
arsjóðs Skotveiðifélags íslands,
eru landréttarmál víða í ólestri.
Skotveiðimenn telja sig hafa rétt
til veiða á afréttum og almenn-
ingum, en bændur telja sumir að
rétturinn sé þeirra. Töluvert er
og um „grá svæði“ þar sem óljóst
er hver hefur lögsögu. Að sögn
Sigmars hafa nýlega gengið
dómsmál þar sem dómar hafa
fallið skotveiðimönnum í hag.
Skotveiðimenn hafa nú stofnað
sjóð til að standa straum af
kostnaði við málaferli vegna
landréttarmála skotveiðimanna.
„Grunnvandamálið er að ríkis-
valdið hefur ekki tekið á þessum
málum,“ sagði Sigmar. „Saman-
ber veiðar á ríkisjörðum sem eru
í eigu almennings. Bændur halda
því fram að þeir sem sitja jörðina
ráði yfir veiðum. Við erum af-
skaplega ósáttir við þetta.“
Ef gerð er athugasemd við
skotveiðar en veiðimaður telur
sig staddan á almenningi er hann
hvattur til að gera grein fyrir
sér og krefjast hins sama af þeim
sem athugasemdina gerir, að
sögn Sigmars. Ef báðir gera
grein fyrir sér er hvatt til að
tekin sé lögregluskýrsla. Einnig
er lögð áhersla á að umsjónar-
maður lands og veiðimaður séu
að löggjöf er óskýr, að búa við mis-
munandi túlkanir eftir því hvar það
býr á landinu, þá verða þingmenn
að sæta því sama,“ sagði Svanfríður.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður
Kvennalista, sagðist alls ekki vera
sátt við frumvarpið, þótt hún ætlaði
að styðja það, því með því sé í raun
verið að viðurkenna að 40 þúsund
króna greiðslan væri laun þegar hún
væri óumdeilanlega kostnaðar-
greiðsla. Kristín sagði að ef ástæða
væri til að afnema skattfrelsi starfs-
kostnaðar þá hlyti það sama að gilda
um hinar kostnaðargreiðslurnar.
Vill leggja niður
Kjaradóm
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Alþýðubandalagsins, mælti í gær
fyrir þingsályktunartillögu um að
sammála um hvar þeir eru stadd-
ir, en um það mun oft vera
ágreiningur.
Þijár ástæður helstar
Sigmar segir þijár ástæður
helstar fyrir því að landeigendur
banni veiðar.
Mikil ásókn hafi verið á tiltek-
in veiðisvæði og landeigendur
auglýst almennt bann við veiðum.
Þeir heimili svo takmarkaðar
veiðar og geti þannig stýrt álag-
inu á svæðin. Aðrir vijja engar
veiðar á sínu landi vegna friðun-
arsjónarmiða. Svo er þriðji hóp-
urinn sem hefur leigt skotveiði-
rétt á svæðinu. Að sögn Sigmars
virðist þó hafa dregið úr slíkri
leigu hin síðari ár.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins hafa verið greiddar 50 til 150
þúsund krónur fyrir slíkan veiði-
rétt yfir ijúpnaveiðitímabilið.
Leigan mun ráðast mjög af því
hversu víðfeðmt og veiðilegt
svæðið er. Algengari er óbein
leiga þegar bændur veita veiði-
leyf i gegn þvi að veiðimenn
kaupi hjá þeim gistingu.
MEÐ Morgunblaðinu í dag
fýlgir 12 síðna auglýsingablað
frá Kringlunni, „Kringlukast".
leggja niður Kjaradóm og kjara-
nefnd. Þess í stað verði laun þeirra
sem Kjaradómur fjallar nú um
ákveðin af Alþingi að fenginni tillögu
launanefndar. Þá verði laun þeirra
sem kjaranefnd fjallar um ákveðin
í kjarasamningum stéttarfélaga.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að hugsunin í þessari tillögu
væri sér geðfelld. Hins vegar gætu
þingmenn ekki fylgt strangri form-
úlu ef þeir ættu sjálfir að fjalla um
sín laun. Óhjákvæmilega fylgdi því
ákveðið mat. Slíkt hefði ávallt vakið
ólgu í þjóðfélaginu og það vekti efa-
semdir um tillöguna.
Kristín Ástgeirsdóttir efaðist um
að það stæðist ákvæði stjómarskrár
um þrískiptingu valds, að þingmenn
ákvæðu laun dómara en Kjaradómur
úrskurðar nú um laun þeirra.
Morgunblaðið/Kristinn
Attenborough áritar
HINN heimskunni sjónvarpsmaður, Sir David Attenborough, er stadd-
ur hér á landi til þess að kynna bók sína um einkalíf plantna. Náttúru-
lífsþættir hans hafa verið sýndir í sjónvarpi um gjörvalla heimsbyggð-
ina, m.a. hér á landi. Hér sést hann árita bækur í Kringlunni í gær.
■ Innrás í einkalíf/22
Þingmenn ræða launamál sín og starf skostnað á Alþingi
Starfskostnaður skattlagður