Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Yfírþyngd - offíta - þjóðarböl? María Ásgeirsdóttir ERUM við að borða okkur sjálf í hel? Erum við langt komin með að gera börnin okkar að tilvonandi sjúklingum vegna of- næringar? Fyrr á þessari öld hefði fáum dottið slík íjarstæða í hug. Hvað er að gerast? Árlega koma sérfræðingar víðsvegar að úr heim- inum saman á ráð- stefnu, þar sem rædd- ar eru niðurstöður rannsókna á vanda- málinu: Yfirþyngd og offita. Á meðan aðrar þjóðir beij- ast við vannæringu koma saman 1.000 vísindamenn, læknar, nær- ingarfræðingar og aðrir, sem þessi mál varða, til þess að leita úr- lausna vegna ofnæringar á Vest- urlöndum. Kostnaður vegna offitu í júní sl. var þessi árlega ráð- stefna haldin í Bella Center í Kaupmannahöfn. Þar kom fram að feitt fólk fær almennt lítinn stuðning við að léttast. Fólk, sem er orðið allt of þungt, fer ef til vill til heimilislæknis, sem segir viðkomandi að fara nú heim og taka sig á og léttast. Þetta getum við kallað lélega hagfræði því u.þ.b. 5-10% útgjalda heilbrigðis- mála í hinum vestræna heimi er vegna sjúkdóma, sem orsakast af offitu. Árne Astrup, prófessor við Forskningsinstitut for Human Er- næring í Kaupmannahöfn og for- maður ýmissa nefnda um málefni tengd næringu er meðal þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði í dag. Prófessor Astrup telur mjög órökrétt að ekki skuli vera kostað neinu til forvarna gegn offitu. Ný sænsk rannsókn sem gerð var við Háskólann í Gautaborg, staðfestir að umframþyngd er slæm fjárfest- ing fyrir þjóðfélagið. Þar kemur fram að kostnaður vegna veikinda- forfalla og örorku, tengdum um- framþyngd er um 6 miljarðar s.kr. (540 milljarðar ísl.kr.) á hveija milljón Svía. Ef það sama gildir um ísland væri um 135 milljarða að ræða. Sjúkradagpeningar og eftirlaunagreiðslur teljast ennþá óbein útgjöld. Hve há beinu út- gjöldin tengd offitu eru, hefur ekki enn verið reiknað út. Árið ' 1986 var áætlaður kostnaður vegna offitu í Banda- ríkjunum um 7,5% af heildarkostn- aði vegna veikinda. Á ráðstefnunni í Bella Center Iýsti prófessor Astrup eftir breyt- ingum á viðhorfi til offitu innan heilbrigðiskerfisins, bæði útfrá heilbrigðis- og fjárhagslegu sjón- armiði. Kostnaðurinn sem fer til meðhöndlunar fólks vegna sjúk- dóma sem rekja má til umfram- þyngdar, er álíka hár og það sem notað er til krabbameinsmeðferð- ar. Samt sem áður telst offita ekki löglegur sjúkdómur, sem felur Reiki - heilun Binkatímar í heilun. Kem í heimahús. Námskeið í Reiki 1. 13-15 okt. 27-29 okt. 03-05 nóv. Rciki 2-3 námsk. cftir sanikomulagi Viöurkcnndur meistarí "|L C&skisnnlök ‘S’sLmJs "tHI í sér að feitu fólki er mismunað í heilbrigð- iskerfinu. Offita barna „I fjölskyldum þar sem börnin eru of þung ættu foreldrarn- ir að athuga hvað þau bera á borð fýrir börn- in sín,“ sagði enski prófessorinn Caroline Bolton-Smith frá Há- skólanum í Dundee í Skotlandi. Hún hefur um árabil stundað rannsóknir á offitu barna. Hún og margir kollegar hennar, þar á meðal dr. Flemming Quade í Kaupmanna- höfn, halda því fram að feit börn alist oft upp í fjölskyldum, þar sem fituneysla er í óhófi. Þar sem for- eldrar barnanna hafa e.t.v. aðeins neytt feitmetis á fullorðinsárum hafa börnin verið alin á því frá fæðingu. Caroline ætlar einnig að Yfírþyngd og offita eru mikið vandamál, segir María Ásgeirs- dóttir, sem hvetur til breytts matarræðis þjóðarinnar. börn fólks í Vestur-Evrópu verði of feit vegna ofverndunar. Þau séu keyrð til og frá skóla og í alla staði hvött til kyrrsetu. Umframþyngd eykur hættuna á blóðtappa Blóðtappi er einn af þeim sjúk- dómum sem fólki í yfirþyngd er hættara á að fá umfram þá sem eru innan eðlilegra þyngdarmarka. Hættan á blóðtappamyndum minnkar um helming ef fólk léttist. Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar sem var birt á þingi 15.000 hjartalækna í Amsterdam 21. ág- úst sl. Það var dr. med. Kaj Wint- her yfirlæknir sjúkrahússins í Kold- ing í Danmörku, sem birti niður- stöður rannsóknar, sem hann gerði ásamt 2 öðrum læknum. Rannsök- uð voru áhrif megrunar á blóð- kekkjamyndun með tilliti til líkams- þjálfunar. Einnig voru rannsökuð áhrif megrunar á beinþynningu. í rannsókninni tóku þátt 75 konur sem voru komnar yfir tíða- hvörf. í 3 mánuði fengu konurnar fæði sem samanstóð af 440 hita- einingum af Nupo næringarduft- inu og 650 hitaeiningum af venju- legum mat. Umsjón með matar- æðinu hafði Ole Lander Svendsen, sem stundar fiturannsóknir við Hvidovresjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn. Nupo var valið þar sem það er læknisfræðilega kann- að til margra ára og nýtur al- mennrar viðurkenningar sem efni til megrunar. Á 3 mánaða tíma- bili léttust konurnar að meðaltali um 10 kg. Eins og að framan greinir var athugað hver áhrif lík- amsþjálfun hefði á ástand blóðs- ins. Niðurstöður voru: Með því að léttast talsvert minnkar hættan á blóðtappamyndun um 50%. Þetta er algjörlega óháð því hvort fólk stundar líkamsþjálfun eða ekki. Líkamsþjálfun eykur á almenna vellíðan en dregur ekki úr áhætt- unni á blóðtappa. Kúrinn jók ekki hættu á beinþynningu. Það sem kom læknunum sem gerðu rannsóknina mest á óvart var hve megrunin hafði mikil áhrif og ennfremur að líkamsþjálfun breytti engu hjá of þungum ein- staklingum. Erfðir t góð afsökun fyrir offitu „Þetta er í fjölskyldunni“ er afsökun sem heyrist oft hjá þeim sem eru of þungir. Oft er þetta sannleikur, en ekki í öllum tilvik- um. Hvenær þetta reynist rétt eða er bara léleg afsökun, var við- fangsefni þriggja danskra rann- sókna sem voru kynntar á ráð- stefnunni í Bella Center. Rannsókn þessi náði til rúm- lega 1.000 karla og kvenna og stóð yfir í 6 ár. Niðurstöður rann- sóknanna voru m.a. tengdar með- göngu og reykingum. Þar kom fram að ef kona, sem reykir og á til feitra að telja, verður þunguð og hættir samtímis að reykja er hún í meiri hættu að þyngjast heldur en sú sem ekki á slíka ættarsögu. Aftur á móti skiptir slík ættar- saga ekki máli í þeim tilfellum sem einstaklingur verður ófær um hreyfingar tímabundið, eða er á lyfjameðferð, sem veldur aukinni þyngd. I þessari rannsókn, sem gerð var af prófessor dr. med. Flemm- ing Quade og Lars Bjern Jensen var einnig rannsakað hvert sam- hengi væri milli ættarsögu og þess að fólk fitnaði t.d. af sálrænu álagi eins og ef dauðsföll eða mikil veik- indi yrðu í Ijölskyldunni, tíma- bundnu streituálagi og þess að fólk borðar seint á kvöldin. í þess- um tilfellum hafði ættarsaga ekk- ert að segja, en aftur á móti eiga þeir sem sækjast mikið í sætindi og borða sífellt vegna leiðinda (,,tröstespíser“) oftar en ekki til feitra að telja. Það er einnig athyglisvert að þeir sem eiga marga fjölskyldu- meðlimi, sem eru of feitir, hafa verið feitir allt frá barnsaldri. Þarna er aftur komið inn á það sem kom fram hjá prófessor Carol- ine Bolton-Smith að börnin okkar eru það sem við leggjum á borð fyrir þau. Hvað er til úrbóta? Almennt veit fólk að vandinn er rangt mataræði. Ef um yfir- þyngd eða offitu er að ræða, er nauðsynlegt fyrir einstaklinginn að breyta hugarfari sínu með til- liti til þess hvað hann borðar: Út með feitmeti, inn með kolvetni og trefjar + aukin hreyfing. Draga skal úr hitaeininganeyslu á því tímabili sem það tekur að losna við aukakílóin, neyta færri hitaein- inga en brennt er. í upphafi getur þetta reynst mörgum erfitt, en þolinmæði þrautir vinnur allar. Höfundur er lyfjafræðingur. KfitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 árn frábær reyitsla. TZ\ Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 J-CeimilisiðnaðarsíLólinn J2.aufásvegi 2., ‘Rcykjavík, sími 55J 7Noo. Námskeið í október og nóvember 1995. Kennt er mánudaga til fimmtudaga milli kl. 19.30—22.30. í I m Í í PAPPÍRSGERÐ 6. nóv.-4. des. Mánudagar, 5 skipti. Þorgerður Hlöðversdóttir. ALM. VF.FNAÐUR Byrjendur - framhald 23. okt.-29. nóv. Mánu- og miðvikudaga. Herborg Sigtryggsdóttir. DÚKAPRJÓN 31. okt,—28. nóv. Þriðjudagar, 5 skipti. Ragna Þórhallsdóttir. ÚTSKURÐUR 24. okt.-21. nóv. Þriðjudagar, 5 skipti. Bjarni Kristjánsson. BÚTASAUMIJ R skurðtækni 23. okt.-20. nóv. Mánudaga kl. 18-21. Bára Guðmundsdóttir. FATASAUMUR JÓLAFÖT - MATRÓSAFÖT 20. nóv.^1. des. Mánu- og miðvikudaga. Herdis Kristjánsdóttir. UTSAUMUR smáhlutagerð. 29. okt., 4., 5. og 11. nóv. kl. 15.30-19.00. Jóhanna Pálinadóttir. KEMISK LITUN 18. okt.-8. nóv. Miðvikudaga. Guðrún Kolbeins. SKÓGERÐ_________ Sauðskinnsskór. Laugard. 4. og 11. nóv. kl. 13.00-16.00. Helga Þórarinsdóttir. Allar upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans ■ sínia Llpplýsingar «« skráning í síma 565 2309 Rafn Sigurbj. 551 7800 mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00—15.00. 18. NÓ t, HROSSHÁRSSPUNI 6. nóv.-20. nóv. Mánu- og fimmtudaga. Sigurlaug Jóhannesdóttir. MYNDVEFNAÐUR 19. okt.-7. des. Fimmtudaga, 8 skipti. Unnur A. Jónsdóttir. LEIDBEINENDANÁMSKEIÐ ORKERING - BÚTASAUMUR - DÚKAPRJÓN - PAPPÍRSGERÐ Skráning á skrifstofu Heimilisiðnaðarskólans sími 551 7800. FYRIRLESTRAR í NORRÆNA HÚSINU 21. OKTÓBER - UM ELÐSMÍÐI. 18. NÓVEMBER - UM ÍSLENSKA ULL. Bílamarkaðurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Fjöldi bifreiða á mjög góðum lánakjörum. Bílaskipti oft möguleg. iU ktj ■'t | mm % >i j?Ét í i\ Í i: V m* í MMC Lancer GLXi 4x4 Station '92, hvít- ur, 5 g., ek. 80 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.090 þús. Sk. ód. Toyota Landcruiser Turbo diesel ,/lnt- erc. '88, grásans., 5 g., ek. 162 þ. km. V. 1.250 þús. Suzuki Swift GL ’93, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km. V. 850 þús. MMC Colt 1.3 EXE ’92, rauður, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 750 þús. Grand Cherokee Laredo '93, rauöur, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. i öllu, álfelgur o.fl. V. 3.2 millj. Einnig: Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. Fiat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. 53 þ. km., óvenju gott eintak, tveir dekkjag. V. 550 þús. Skipti. V.W Golf 1.8 CL '92, grænn, 5 g., ek. 55 þ. km., skíðagrind o.fl. V. 850 þús. MMC Colt GLXi ’92, 5 g., ek. 74 þ. km., álfelgur, spoiler, saml. stuðarar o.fl. V. 940 þús. Sk. ód. Toyota Corolla XL Station ’91, 5 g., ek. 100 þ. km. V. 680 þús. Toyota Landcruíser VX langur '93, vín- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38“ dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Peugeot 205 Junior ’92, 4 g., ek. 70 þ. km. V. 480 þús. MMC Pajero (stuttur) ’83, bensín, gott ástand. V. 450 þús. Toyota Corolla XL Hatsback '91, 5 g., ek. 87 þ. km. Gott eintak. V. 680 þús. Toyota Corolla 1600 XLi Hatsback '93, rauður, 5 g., ek. 36 þ. km. V. 1.080 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 2.0 GL '92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. V. 1.550 þús. Einnig: Subaru Legacy 1.8 GL Station ’91, 5 g., ek. 66 þ. km. V. 1.190 þús. Cadillac Deville Coupe ’85, ek. 124 þ. km. Einn m/öllu, vínrauður. V. 850 þús. Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk. ek. 98 þ .km., óvenju gott eintak. Til boðsv. 1.980 þús. MMC Pajero V-6 (3000) ’92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.850 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauöur, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, 5 g., álfelgur o.fl. 170 ha. Óvenju gott ein- tak.. V. 460 þús. stgr. Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, rauð ur, 5 g., ek. 31 þ. km., rafm. í rúðum, samlæsing, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Peugeot 405 GL '88, 5 g., ek. 110 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. MMC Lancer GLi Sedan ’93, samlitir stuðarar, hiti í sætum o.fl. V. 900 þús. MMC Lancer GLXi '91, sjálfsk., ek. aöeins 28 þ. km. V. 870 þús. Toyota Corolla GL Sedan '92, 5 g., ek. 59 þ. km V. 820 þús. Nissan Primera SLX 2.0 '91, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 1.050 þús. M. Benz 190E ’84, hvítur, 4 g., ek. 170 þ. km. (ný tímareim o.fl.), spoiler, ABS o.fl. V. 870 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl) V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.