Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 41 Heimsmeistaramótið í brids \ Svíar lögðu hollensku heimsmeistarana BRIPS Pcking, Kína HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, dagana 8. til 20. október. UNDANÚRSLITIN á heims- meistaramótinu í Peking í Kína hófust í gær og þar eigast við í opnum flokki Svíar og Kanadamenn annars vegar og Frakkar og Banda- ríkjamenn hins vegar. Bæði Svíar og Kanadamenn hafa spilað vel í Kina og undanúrslitaleik- ur þeirra verður örugglega skemmti- legur. Svíar hafa hingað til ekki náð lengra á heimsmeistaramótum en í undanúrslitin en í þetta skipti gætu þeir náð lengra; þeir urðu í 4. sæti á Evrópumótinu í sumar og á tveim- ur undanförnum heimsmeistaramót- um hefur liðið úr því sæti unnið Bermúdaskálina. í hinum leiknum telja Bandaríkja- menn sig örugglega eiga harma að hefna. Þetta eru að stofni tii sömu liðin og kepptu til úrslita á síðasta Ólympíumóti en þá unnu Frakkar auðveldlega. Og raunar er enn sami kjarni í liðunum nú og þegar Banda- ríkin og Frakkland kepptu til úrslita á Ólympíumótinu 1980 og þá unnu Frakkar einnig. Bandaríkjamennirnir með Hamman og Wolff í broddi fylk- ingar ætla því örugglega að selja sig dýrt en Chemla, Perron og Lebel verða ekki auðsigraðir. í kvennaflokki keppa saman í und- anúrslitum Kína og Bandaríkin ann- ars vegar og Frakkland og Þýskaland hins vegar. Sennilega eru þetta sterkustu kvennaliðin í keppninni og það er ekki ólíklegt að sigurvegarinn úr leik Frakka og Þjóðverja vinni heimsmeistaratitilinn. Eg veðja raun- ar á Frakka sem sýndu mikinn styrk á Evrópumótinu í sumar. En ef Dani- ela von Armin og Sabina Zenkel, sem heitir raunar Sabina Auken nú eftir að hafa gifst Dananum Jens Auken, verða í stuði gæti sigurinn lent Þjóð- veija megin. I hinum leiknum ættu bandarísku konurnar að sigra þótt kínverska kvennaliðið sé mjög gott og hafi æft stíft fyrir mótið undanfarin misseri. Til alls líklegir Fjórðungsúrslitunum lauk á sunnudag. í opna flokknum unnu Svíar fyrstu 16 spila lotuna gegn Hollendingum en þá næstu unnu Hollendingar með talsverðum mun og komust þá yfir í leiknum. En Svíar unnu næstu fimm lotur og loka- staðan eftir 96 spil var Svíþjóð 227, Holland 187. Frakkar áttu í töluverðum erfið- leikum með Kínveija og voru undir allan leikinn þar til undir lokin að þeir skriðu yfir og unnu með 3 impa mun. Lokatölur voru Frakkar 196, Kína 193. Kanadamenn áttu ekki í erfiðleik- um með Suður-Afríku og unnu 272-187. Indónesía byijaði vel gegn Bandaríkjunum og vann fyrstu þijár loturnar en Bandaríkjamenn tóku góðan endasprett og unnu 227-177. í kvennaflokki unnu Frakkar auð- veldan sigur á Suður-Afríku, 229-126. Þá gaf Venezúela leikinn gegn Kína eftir 5 lotur en þá var staðan 242-83. Þjóðveijar unnu Jap- ani 229-194 og A-lið Bandaríkjanna vann B-Iiðið 274-216. Svíar virðast vera til alls líklegir á Heimsmeistaramótinu. Sigur þeirra á heimsmeisturum Hollendinga var nokkuð öruggur þótt Svíamir næðu ekki forustunni í leiknum fyrr en í spili 43. Norður ♦ DG10983 ¥ 104 Vestur jf, jjQgj Apstur ♦ - ♦ K62 ¥ DG9865 ¥ ÁK2 ♦ G5432 ♦ Á96 + 106 Suður +K752 ♦ A754 ¥73 ♦ K1087 ♦ Á93 Vestur Norður Austur Suður Fallenius Westra Nilsland Leufkens 3 hjörtu pass 3 grönd pass 4 hjörtu// Sagnir voru (innan sviga) eðlilegar og Berry V/estra spilaði út tígul- drottningu. Björn Fallenius drap með ás og tók trompin. Síðan spilaði hann tígli úr borði og þegar Enri Leufkens fór upp með kóng var spilið unnið, 420 til Svía. Þegar spilið var sýnt á sýningar- töflunni tóku menn eftir því að vinna ' mátti 4 spaða í NS því bæði laufa- kóngur og spaðakóngur lágu fyrir svíningu. Og þangað komust Anders Morath og Sven-Ake Bjerregard í hinum salnum, fengu 10 slagi og 420 til viðbótar svo Svíar græddu 13 impa. Guðm. Sv. Hermannsson R AD AUGL YSINGAR TILKYNNINGAR Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra 1996 Stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1996. Um hlutverk sjóðsins vísast til 40. gr, laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 204/1994 um Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og Framkvæmdasjóð fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaðeigandi Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra sem veita nán- ari upplýsingar: Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Nóatúni 17, Reykjavík. Svæðisskrifstofa Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi. Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Svæðisskrifstofa Vestfjarða, Mjallargötu 1, ísafirði. Svæðisskrifstofa Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki. Svæðisskrifstofa Norðurlands eystra, Glerárgötu 26, Akureyri. Svæðisskrifstofa Austurlands, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum. Svæðisskrifstofa Suðurlands, Gagnheiði 40, Selfossi. Umsóknum skal skila til svæðisskrifstofa fyr- ir 15. nóvember 1995. Félagsmálaráðuneytið, október 1995. FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi Aðalfundur verður haldinn í félagsheimilinu, Álfabakka 14A, þriðju- daginn 24. október kl. 20.30. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf. - Kjör fulltrúa á landsfund. - Gestur fundarins verður Pétur H. Blöndal, alþingismaður. Stjórnin. Landsfundarfulitrúar Heimdallar Peir félagsmenn Heimdallar, er vilja fara á 32. Landsfund Sjálfstæðis- flokksins sem fulltrúar félagsins, eru beðnir að tilkynna það skrif- stofu félagsins hið fyrsta. Félagskjörnir landsfundarfulltrúar Heimdallar verða kjörnir á almenn- um félagsfundi föstudaginn 20. október kl. 21.00. Stjórnin. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ Fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 verður sameiginlegur fundur Sjálfstæðisfélags Mosfellinga, Viljans, félags ungra sjálfstæðis- manna og Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana i Mosfellsbæ. Fundurinn verður haldin í félagsheimili sjálfstæðismanna, Urðarholti 4. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins 2.-5. nóvem- ber næstkomandi. 2. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Róbert B. Agnarsson, Helga Richter og Valgerður Sigurðardóttir, kynna hvað er að qerast í bæjarmálunum. 3. Ónnur mál. Stjórnirnar. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags launþega ísafjarðar og nágrennis verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð, fimmtudaginn 19. október nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin. SlttQ ouglýsingor FÉLAGSLÍF □ EDDA 5995101719 III 1 Frl. □ FJÖLNIR 5995101719 I 1 FRL. ATKV. I.O.O.F. Rb. 4= 14510178-III.* §Hjálpræðis- herinn y Kirkju*tr»Ii 2 Útsala í Flóamarkaðsbúðinni, Garðastræti 6, idag og fimmtud. og föstud. kl. 13-18. Mikiö af góðum fatnaði. I.O.O.F.Ob. 1 =17710178:30 = □ HLÍN 5995101719 IV/V 1 □ HAMAR 5995101719 -1-1 Dagsferð sunnud. 22. okt. Kl. 10.30 Húshólmi á Reykja- nesi. Gengið verður niður í gömlu Krísuvik og skoðaðar sér- stæðar minjar um byggð í Ög- mundarhrauni. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Verð 1700/1500 en frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Útivist. AD KFUK, Hoitavegi Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Upphafsorð hefur Lilja Jakobsdóttir. Sveinn Rúnar Norðfjörð flytur einleik á píanó. Allar konur velkomnar. Mikael kvöld Opin Mikael samkoma í kvöld, þriðjudaginn 17. okt. kl. 20.00 í sal Carpe-diem íhúsi Hótel Lind- ar, Rauðarárstíg 18. Allir vel- komnir og nú er einmitt tæki- færi fyrir alla þá, sem áhuga hafa á Mikael, að koma saman, hitta gamla kunningja og eignast nýja. Sjá dagskrá í sunnudags- blaði. Aðgangseyrir kr. 1.000. Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Jón Bjarni Bjarnason. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. myndmennt ■ Málun - myndmótun Nýtt námskeið er aó byrja. Myndmótun og málun. Morgun- og kvöldtímar. Fámennir hópar. Upplýsingar og innritun í sfma 552-3218 og hs. 562-3218 eða í Gallery Ríkey, Hverfisgötu 59, frá kl. 13-18. tölvur ■ Öll tölvunámskeið á Macintosh og PC. Hringið og fáið upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 568-8090. ■ Internetið og NetScape 4 klst. námskeió fðstudaginn 20. októ- ber, kl. 9-13. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 568-8090. Bi Tolouskóli Reykiavíkur Borgartúni 28. simi 561 6699. ■ Tölvuskóli í fararbroddi. Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule - Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect 6.0 fyrir Windows - Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh - PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh - Access 2.0 fyrir Windows - PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh - Tðlvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel uppfærsla og framhald - Unglinganám, Windows eöa forritun - Windows forritun - Internet grunnur, frh. eða HTML skjöl Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561-6699. STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS OG NÝHERJA 569 7640 <Q) 569 7645 nýherji tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; við- skiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefur Jóna María Júiíusdóttir eftir kl. 18 f sfma 462 3625. ýmlslegt ■ Hugleiðslunámskeið verður á vegum Ljósheima laugardagin 21. október kl. 10.00 á Hverfisgöt 105, 2. hæð. Kennd verða grunnatrið hugleiðslutækni og sjálfsvernd. Nánari upplýsingar og skráning í símur 562-4464 og 567-4373. ■ Ættfræðinámskeið Lærió sjálf að leita uppruna yðar og frændgarðs. Frábær rannsóknaraðstaða. Ættfræðiþjónustan, s. 552 7100. ■ Siikimálun Gufufestir litir og innsýn í litablöndun. Farið í gegnum allar helstu aðferðir silki- málunar. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar i sfma 557-4439. ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss Iaus í nóvember og desember. Hannes Flosason, sími 554-0123. tónlist ■ Pianókennsla Einkakennsla á píanó og í tónfræöi. Anna Ingólfsdóttir sfmi 553 1507.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.