Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D *fttunHiifrife STOFNAÐ 1913 249. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Viðræðurnar um fríð í Bosníu hefjast í dag „Hugsanlega síð- asta tækifærið" Washington, Sarajevo. Reuter. VIÐRÆÐURNAR um frið í Bosníu hefjast í Dayton í Ohio í Bandaríkj- unum í dag og fóru flestir leiðtogar deiluaðila vestur um haf í gær. Fréttir eru um, að Bosníu-Serbar hafi drepið allt að 8.000 múslima við Srebrenica í júlí sl. og ef rétt reynist er um að ræða mestu fjölda- morð. í Evrópu frá því á dögum Stalíns. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær, að hugsan- lega væru viðræðurnar í Ohio síð- asta tækifærið til að binda enda á stríðshörmungarnar í Bosníu. Alija Izetbegovic, forseti Bosn- íu, og Franjo Tudjman, forseti Króatíu, fóru til Bandaríkjanna í gær og einnig Slobodan Milosevic, forseti Serbíu. Sagði hann við brottförina frá Belgrad, að hann NATO Lubbers nánast öruggur Brussel. Reuter. RUUD Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, virðist nú nánast öruggur um að verða skipaður fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eftir að Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, lýsti yfir stuðningi við hann í gær. Áður höfðu John Major, for- sætisráðherra Bretlands, Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, og ítalska ríkisstjórnin sagst mundu styðja Lubbers ef hann gæfi kost á sér í emb- ættið. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn tjáð sig um málið en ekki er vitað til þess að hún sé andvíg því að Lubbers fái embættið, enda hefur hann lagt ríka áherslu á nána samvinnu Evrópuríkja við Bandaríkin í varnarmálum. „Svo virðist sem það sé nán- ast öruggt að Lubbers verði næsti framkvæmdastjóri NATO," sagði heimildarmaður i höfuðstöðvum NATO í Bruss- el. Búist er við að sendiherrar aðildarríkjanna ákveði um miðjan nóvember hver taki við embættinu af Willy Claes, sem varð að segja af sér vegna meintrar aðildar að spillingar- máli í Belgíu. Lubbers hefur ekki enn skýrt frá því opinberlegá að hann gefi kost á sér í embættið, en ólíklegt er að Kohl, Chirac og Major hafi lýst yfir stuðningi við hann ef hann hefur ekki sýnt áhuga á embættinu. ¦ Kunnur að seiglu/23 væri bjartsýnn á að viðræðurnar leiddu til réttláts friðar í Bosníu og annars staðar í Júgóslavíu fyrr- verandi. Hvað vissi Milosevic? Muhamed Sacirbey, utanríkis- ráðherra Bosníu, sagði hins vegar í Washington í gær, að Milosevic ætti ekki að fá að taka þátt í friðar- viðræðunum þar sem hann bæri meginábyrgð á fjöldamorðunum við Srebrenica í júlí. Milosevic hef- ur neitað því en Sacirbey sagði, að daginn fyrir fjöldamorðin hefði hann verið á fundi með Ratko Mladic, yfirhershöfðingja Bosníu- Serba, í Belgrad. Hefðu þeir báðir vitað hvað um var að vera. Sacirbey sagði, að nýjustu upp- lýsingar bentu til, að allt að 8.000 múslimar hefðu verið líflátnir við Srebrenica. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í fyrrakvöld þar sem sagði, að ekki væri hægt að ganga að því sem gefnu, að banda- rískir hermenn yrðu sendir til friðargæslustarfa í Bosníu. Telja sumir, að þessi ályktun veiki stöðu Bandaríkjastjórnar í friðarviðræð- unum. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í Aþenu í gær, að Moskvustjórnin vildi efna til alþjóðlegrar ráðstefnu í Moskvu með deiluaðilum í Bosníu áður en friðargæslulið yrði sent þangað. Friðargæslan gæti því ekki hafist fyrr en á næsta ári. Lifandi fornminjar Reuter TOLVUTÆKNIN náði til hins forna mannvirkis Stonehenge á Englandi í gær þegar kynnt var nýtt forrit, sem leitt getur áhorf- endur 5.000 ár aftur í tímann og sýnt afstöðu sólar, tungls og sfjai'iia þegar björgunum var komið fyrir og hvernig hún breyttist smám saman. Geta menn skoðað þessar ininjar og aðrar í grenndinni í þrivídd á tölvunni sinni og tíl stendur jafn- vel að gefa fólki um allan heim kost á að njóta þeirra á alnetínu. Naumur sigur sambandssinna í kosningunum í Quebec Reuter STUÐNINGSMENN „Nei-fylkingarinnar", þeirra, sem voru andvígir aðskilnaði Quebec og Kanada; fögnuðu ákaflega þegar úrslitín lágu fyrir en aðskilnaðarsinnar voru að sama skapi vonsviknir. I Montreal, þar sem myndin var tekin, kom til nokkurra átaka milli fylkinganna í fyrrinótt. Aðskilnaðarsinnar boða s áframhaldandi baráttu Montreal, París. Reuter. AÐSKILNAÐARSINNAR í Quebec viðurkenndu í gær ósigur sinn í kosningunum í fylkinu en kváðust ekki myndu gefast upp. Aðeins munaði um 53.000 atkvæðum á milli fylkinga aðskilnaðarsinna og sambandssinna, 49,4% greiddu at- kvæði með aðskilnaði en 50,6% á móti. Ógild atkvæði voru um 1,82%, fleiri en þau sem skildu fylkingarn- ar að. Frakkar reyndu í gær að leyna vonbrigðum sínum með þá niður- stöðu kosninganna í Quebec að fylk- ið skyldi áfram vera hluti Kanada. Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær á franska þinginu að Frakkar myndu aðstoða Quebec-búa við að leysa úr vandamálum sínum. Viyum land Lýstu leiðtogar aðskilnaðarsinna því þegar yfir að þeir hefðu ekki gefist upp og að þeir myndu halda áfram baráttunni fyrir sjálfstæði Quebec. „Við viljum land og við munum fá það," hrópaði Jacques Parizeau, forsætisráðherra Quebec, til mannfjölda á útifundi í Montreal er hann viðurkenndi ósigur aðskiln- aðarsinna. „Við töpuðum, rétt er það. En fyrir hverju? Peningum og atkvæðum frumbyggja." Hafa þau ummæli vakið mikla reiði meðal frumbyggja. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sem er frá Quebec, sagði að stund sátta væri runnin upp en stjórnmálaskýrendur segja að þar sem litlu hafi munað á fylkingunum fari því fjarri að umræðunni um aðskilnað sé lokið. Stirt var á milli andstæðra fylkinga eftir að kjör- stöðum var lokað á mánudagskvöld og kom til átaka í Montreal. ¦ Langt þrátefli/22 Marg- miðlun á enn langt í land London. Reuter. MARGMIÐLUNARBYLTINGIN er ekki á næstu grösum í Evrópu og þróunin þar verður ekki sú sama og í Bandaríkjunum. Kemur þetta fram í skýrslu frá ranrisóknahópi í upplýsingatækni, INTECO, sem segir einnig, að eftirspurn eftir einkatölvum í Evrópu verði minni en búist hafi verið við og gagnvirkt sjónvarp muni ekki líta dagsins ljós á næstu 10 árum. Könnunin er byggð á upplýsing- um frá 16.300 heimilum í Þýska- landi, Frakklandi, Bretlandi, Italíu og Spáni og niðurstaðan er meðal annars sú, að samruni einkatölvu og sjónvarps verði enn um hríð bara goðsögnin ein. Lítil töTvueign í Évrópu Tölvur eru nú á 13% heimila í Evrópu en búist er við, að hlutfallið verði 37% um aldamótin. í Banda- ríkjunum er tölvueignin nú 34% en er áætluð 50-55% um aldamót. Miles Thistlethwaite, aðstoðar- forstjóri INTECO, sagði að inter- netið eða alnetið hefði haft lítil áhrif í Evrópu ef viðskiptalífið væri undanskilið og hann kvaðst telja, að fjölmiðlar hefðu gert of mikið úr gagnsemi beinlínutengingar af þessu tagi. Charles Stancomb, forstjóri SRI, alþjóðlegrar rannsókna- og upplýs- ingastofnunar fyrir viðskiptalífið, gagnrýnir einnig það, sem skrifað hefur verið um alnetið, og segir, að af áætluðum notendafjölda, 40 milljónum manna, séu það aðeins tvær til fjórar milljónir, sem noti það til annars en að senda tölvupóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.