Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir o g þróun 35 rannsóknir með íslenskri aðild styrktar Morgunblaðið/Kristinn VILHJÁLMUR Lúðvíksson framkvæmdasljóri Rannsóknarráðs. TÆPLEGA eitt hundrað umsóknir með íslenskri þátttöku bárust um styrki úr fjórðu rammaáætlun Evr- ópusambandsins um rannsóknir og þróun og rúmlega þriðjungur þess- ara umsókna fær styrki úr sjóðum bandalagsins að því er fram kom á blaðamannafundi sem Rannsóknar- ráð ríkisins efndi til á mánudag. Ljóst er að styrkupphæð til ís- lenskra stofnana og fyrirtækja nem- ur nú þegar um 350 milljónum króna á næstu 2-3 árum. Af þeim 98 umsóknum sem bár- ust eru 19 með aðild fyrirtækja, en síðasti umsóknarfresturinn rann út 15. september og ekki er Ijóst hvaða umsóknir fóru þá inn. Þegar hefur komið fram að Evrópusambandið mun styrkja 35 rannsóknir með ís- lenskri aðild og þar af eru níu ís- lensk fyrirtæki þátttakendur. Styrkveitingar til tiltekinna sviða skera sig nokkuð úr og má þar benda á umhverfísmál en styrkveitingar til þeirrar áætlunar nema um 90 millj- ónum króna samtals. Styrkveitingar til fjarskiptaáætlunarinnar nema einnig um 90 miiljónum króna, ha- frannsóknir fá rúmlega 60 milljónir kr. og til landbúnaðar- og fiskveiðiá- ætlunarinnar er veitt að minnsta kosti 54 milljónum króna. Af styrkveitingum til einstakra aðila má nefna að fyrirtækin Ný- heiji hf., Hugvit hf., Flaga hf., Flug- leiðir hf., Gagnalind hf., Ferðaþjón- usta bænda og Máki hf. fá styrki sem alls nema um 90 milljónum króna og Máki á að auki von á styrk að upphæð 25 milljónir króna til viðbótar. Hafrannsóknastofnun fær um 77 milljónir króna til verkefna innan hafrannsóknaáætlunarinnar og landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun- arinnar og Veðurstofan fær um 29 milljónir til fjögurra verkefna innan umhverfisáætlunarinnar og fjar- virkniáætlunarinnar. Þá er um 150 milljónum króna veitt til verkefna sem Háskóli íslands á aðild að. Búið að úthluta um þriðjungi Með aðildinni að Evrópska efna- hagssvæðinu öðluðust Islendingar rétt til að sækja um styrki sam- kvæmt rannsóknar- og þróunar- áætlunum Evrópusambandsins og að því er fram kom virðist þetta ætla að skila meira til íslenskra rannsókna en sem nemur framlagi okkar vegna samstarfsins. Fjórða rannsóknaáætlunin gildir til ársins 1988 og nú er búið að úthluta um þriðjungi þess íjármagns sem ætl- unin er að úthluta og eru því enn möguleikar fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að kynna sér þá möguleika sem áætlunin býður upp á að því er fram kom á blaðamanna- fundinum. Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs, sagði á fundinum að þótt það væri mikilvægt að við fengjum það til baka sem við legðum til þessara rannsóknaáætlana í fjárhæðum þá væri ekki síður mikilvægt sú þekk- ing og það samstarf sem íslenskum aðilum stæði til boða á aiþjóðavett- vangi vegna aðildar að þessari rann- sóknaáætlun. Hann benti einnig á að ef nokkrar af þessum styrkveit- ingum til fyrirtækja, sem væru fyrst og fremst stuðningur vegna undir- búningsvinnu, leiddu til framhalds- verkefna gæti upphæðin orðið þó nokkuð hærri en þær 350 milljónir sem þegar væri búið að úthluta. „Fyrir utan þessa peningalegu hlið skiptir kannski öllu meira máli að með þessu erum við komast inn í og getum tekið á stærri verkefnum en við hefðum getað ella. Það er verið að tengja saman þekkingu og aðila á mismunandi sviðum, bæði á fræðasviðum og nytjasviðum til þró- unarverkefna. Út úr þessu eigum við að hafa margháttað þjóðfélags- legt gagn,“ sagði Vilhjálmur. Látins þingmanns minnst á Alþingi ALÞINGISMENN minntust í gær Braga Siguijónssonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra en hann lést 29. október á 85. aldursári. Ólafur G. Einarsson forseti Al- þingis rakti æviferil Braga og kom þar fram að hann sat fyrst á AL- þingi 1957 sem varaþingmaður. Bragi sat síðan á Alþingi frá 1967 til 1978 ýmist sem þingmaður eða varaþingmaður, alls á 14 þingum. Þá var hann landbúnaðar- og iðnaðarráðherra utanþings 1979- 1980 en sat á þingi. Ólafur G. Einarsson sagði að Bragi Siguijónsson hafi verið jafn- aðarmaður. „Hugsjónir jafnaðar- stefnunnar voru honum inngrónar. Hann var um áratugi traustur málsvari hennar í ræðu og riti. Hann var mörgum sinnum í fram- boði við alþingiskosningar fyrir Alþýðuflokkinn, fyrst í Suður- Þingeyjarsýslu 1949 en oftast í Norðurlandskjördæmi eystra, síð- ast 1978. Hann var stefnufastur og harðskeyttur baráttumaður, fylginn sér og trúr stefnumálum sínum. Hann afsalaði sér forseta- starfi í efri deild 1978 vegna ágreinings um stefnumál stjórnar- flokka. Eftir langa og iðjusama starfsævi fékkst hann við ritstörf, aðallega ljóðagerð. Eftir hann liggur fjöldi ágætra ljóða,“ sagði Ólafur. Grófarsmári 18 og 26, Kópavogi Til sölu tvö parhús með bílskúr á mjög glæslilegum útsýn- isstað, hvort um 200 fm. Húsin verða afhent að utan tilbú- in til málningar, að innan fokheld, grófjöfnuð lóð. Grófarsmári 18 verður til sýnis í dag frá kl. 15-18 og síðan eftir samkomulagi. Fasteignasalan 564-1500 EIGNABORG sf. jC Hamraborg 12 - 200 Kópavogur ■■ Fjögur frábær fyrirtæki 1. Framleiðsla úr trefjaplasti. Mjög efnilegt fyrirtæki sem getur verið hvar sem er á land- inu. Leitað er eftir meðeiganda sem leggja þarf fram 3,5 millj. í peningum og tryggingum. 2. Framleiðsla á matvælum. Sérstaklega arð- bært fyrirtæki nálægt Rvík. Tilvalið fyrir bak- ara, þó ekki nauðsynlegt. Frábær fram- leiðsla. Verðhugmynd með öllum vélum og tækjum kr. 9-10 millj. 3. Trésmíðaverkstæði. Vel þekkt trésmíðaverk- stæði til Sölu með öllum vélum og tækjum í ódýru leiguhúsnæði. Framleiðir hlaðrúm, koj- ur, borð, bekki og stóla. Verðhugmynd langt undir raunvirði, aðeins kr. 5,5 millj. 4. Grillskáli á Snæfellsnesi. Til sölu reksturínn sem veltir kr. 40,0 millj. á ári og húsnæði getur einnig fylgt með. Yfirtaka að hluta á áhv. lánum. Vel staðsett fyrirtæki á vaxandi ferðamannastað. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. HEQ37?TOiHa23 T SUÐURVERI SIMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Lögreglan kemur upp um fíkniefnasala Fluttu inn 850 töflur af „alsælu“ FÍKNIEFNADEILD lögregiunnar í Reykjavík hefur upplýst stærsta ecstacy-mál, sem komið hefur upp hér á landi. Tveir menn hafa viður- kennt innflutning á 350 og 500 töfl- um af ecstacy (,,alsælu“), en fjöldi manns var yfirheyrður vegna máls- ins. 66 töflur af efninu fundust við rannsókn málsins. Björn Halldórsson, lögreglufull- trúi, segir að málið hafi byijað föstu- daginn 20. október, þegar fjórar töfl- ur af efninufundust við leit á tvítug- um manni. í framhaldi af handtöku hans hafí verið gerð húsleit hjá 25 ára manni. Sá var handtekinn í fram- haldi af leitinni og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. nóvember. Við rannsókn málsins viðurkenndi hann að hafa flutt 350 töflur til landsins í mars frá Bretlandi, í félagi við 23 ára mann. Þeir hefðu svo selt um 300 töflur af efninu. 500 töflur keyptar í Bretlandi Björn segir að lögreglan hafí einnig handtekið 24 ára mann og var hann líka úrskurðaður í gæslu- varðhald til 4. nóvember. Sá viður- kenndi að hafa fjármagnað ferð sína og 25 ára félaga til Bretlands í júlí, þar sem þeir keyptu um 500 töflur. Rúmlega 400 þeirra fóru í sölu og tók félaginn 25 ára að sér að selja 50 töflur, en lögreglan lagði hald á 26 þeirra í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þá tók maðurinn, sem sjálfur hafði smyglað töflum til landsins í mars, að sér að selja 350 töflur. Sjötti maðurinn, sem tengist mál- inu, er 23 ára íslendingur sem býr í Bretlandi. Hann var staddur hér á landi og var handtekinn við rann- sókn málsins. Hann er talinn hafa séð um að útvega kaupendunum efnið. Björn Halldórsson segir að málið sé að fullu upplýst og mönnunum hafi verið sleppt úr haldi, en dóm- stólar fjalla næst um mál þeirra. ------» ♦ ♦----- Landbúnað- arráðherra fær frest ALÞINGI setti á mánudag lög um að heimila landbúnaðarráðherra að fresta ákvörðun um heildargreiðslu-. mark sauðfjárafurða fyrir næsta verðlagsár til 1. desember. Áður hafði landbúnaðaráðherra fengið lagaheimild til að fresta ákvörðuninni til 1. nóvember, en Alþingi hefur ekki enn breytt bú- vörulögum í samræmi við nýjan búvörusamning stjórnvalda og bænda. Landbúnaðarnefnd Alþingis lagði frestunarfrumvarpið fram á Alþingi á mánudag samráði við landbúnað- arráðherra. Gekk frumvarpið gegn- um þijár umræður og var afgreitt sem lög á nokkrum mínútum. Langamýri 25, Gbæ I einkasölu er þetta glæsilega og vandaða einbhús, um 143 fm, auk bílskúrs um ^5 fm. Húsið er byggt úr timbri 1987 og er Steni-klætt að utan. Húsið er skemmtilega innréttað og innréttingar allar vandaðar. Áhv. byggingarsjóðslán um 3,5 millj. Verð 14,5 millj. FASTEIGNASALA JZ Árna Grétars Finnssonar hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 555 1500, bréfsimi 565 2644.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.