Morgunblaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Bankar uppúr
öldudalnum
Útlánaafskriftir
Á ÁRUNUM 1988-
1993 olli efnahags-
stöðnun hér á landi
slæmri afkomu ís-
lensku bankanna.
Vart var við öðru að
búast þegar viðskipta-
vinir þeirra, heimili og
fyrirtæki í landinu,
stóðu frammi fyrir
meiri samdrætti í tekj-
um og í lengri tíma
en nokkurn gat órað
fyrir. Forsendur þess-
ara aðila sem áður
virtust raunhæfar
brugðust hrapallega.
Mörgum reyndist
ómögulegt að vinna sig út úr vand-
anum. Skuldbreytingar, nauða-
samningar og gjaldþrot urðu tím-
anna tákn. Á árunum 1989-1994
lögðu bankar og sparisjóðir tæp-
lega 27 milljarða króna á verðlagi
ársins 1994 í afskriftareikning út-
lána. Tæplega 18 milljarðar króna
voru endanlega afskrifaðir á þessu
tímabili. Það er'sama fjárhæð og
fjárveitingar í fjárlagafrumvarpi
1996 til allra sjúkrastofnana á
landinu. Hér er því um mikla fjár-
muni að ræða.
Rekstrartap
Þessara miklu afskrifta hefur
gætt í afkomu bankanna. Sem
dæmi má nefna að árið 1992 var
tæplega 2,8 milljarða króna tap á
rekstri banka og sparisjóða og 1993
var tapið tæplega 170 milljónir
króna. Eins og önnur fyrirtæki
geta bankar búið við taprekstur í
einhvern tíma og gengið á eigið fé
sitt. Sá tími er hins vegar takmark-
aður vegna strangra reglna stjórn-
valda um eiginfjárhlutfall banka.
Þessar reglur eru í samræmi við
alþjóðlegar skuldbindingar okkar
íslendinga. Þá geta bankar eins og
önnur fyrirtæki leitað eftir auknu
eigin fé frá eigendum sínum eða
öðrum fjárfestum. Á tímum efna-
hagsþrenginga og slæmrar afkomu
kann sú leið hins vegar að reynast
torsótt.
Bankakreppa I útlöndum
Víða um lönd hafa bankar átt
við mikla erfiðleika að etja í kjöl-
far þeirrar efnahagslægðar sem
gekk yfir Vesturlönd í byijun
þessa áratugar. Erfiðleikar ís-
lenskra. banka eru því ekki eins-
dæmi. Annars staðar á Norður-
löndum lenti bankakerfið í svo
miklum þrengingum
að ríkisvaldið varð að
grípa inn í til að forða
hruni. Ríkið yfirtók
banka, ábyrgðist
skuldbindingar banka
og létti af þeim óarð:
bærum eignum. í
fyrra og í ár þurftu
frönsk stjórnvöld að
koma ríkisbanka þar í
landi til hjálpar og
japanskir bankar
glíma við gríðarlega
erfiðleika.
Upp úr öldudalnum
af eigin rammleik
Hér á landi var hin
pólitíska niðurstaða sú að ríkis-
valdið skyldi almennt ekki koma
bönkunum til hjálpar heldur
skyldu þeir sjálfir sigrast á erfið-
leikunum. í þessu fólst að það
voru bankarnir sjálfir og viðskipta-
í fyrra varð tæplega
750 milljóna króna
hagnaður af rekstrí
banka og sparisjóða,
segir Finnur Svein-
björnsson. Það svarar
til 3,9% arðsemi
eigin fjár.
vinir þeirra en ekki skattgreiðend-
ur sem þurftu að axla byrðarnar.
Það var því óhjákvæmilegt að af-
leiðinga þessarar stefnu gætti með
ýmsum hætti í rekstri bankanna.
Frá þessari meginreglu var þó sú
undantekning að ríkissjóður bætti
eiginfjárstöðu Landsbanka íslands
1993, enda var hún komin undir
lögbundið lágmark.
Aðgerðir bankanna
Til að sigrast á erfiðleikunum
hafa bankarnir gripið til margvís-
legra aðgerða, bæði til að draga
úr rekstrarkostnaði og auka tekjur.
Hér skulu nokkur dæmi nefnd:
Stöðugildum hjá bönkum og
sparisjóðum hefur fækkað úr tæp-
lega 3.180 1988 í 2.662 í fyrra.
Hér er um rúmlega 16% fækkun
starfsmanna að ræða.
Afgreiðslustöðum banka og
Finnur
Sveinbjörnsson
sparisjóða hefur fækkað úr 183
1988 í 177 í fyrra.
Teknar hafa verið upp ýmsar
nýjungar á sviði greiðslumiðlunar
er miða að því að draga úr kostn-
aði. Dæmi um þetta eru debetkort,
stóraukin útbreiðsla hraðbanka,
þjónustusímar og tölvutengingar
fyrirtækja og heimila við bankana.
Þjónustugjöld hafa verið tekin
upp. Þau þjóna tvíþættum tilgangi.
Annars vegar að notendur þjónustu
greiði fyrir hana í stað þess að
velta kostnaðinum yfir á alla við-
skiptavini bankanna. Hins vegar
að stuðla að því að tiltekin þjón-
usta sé ekki ofnotuð vegna þess
að hún er svo ódýr.
Útlánastýring, þ.e. undirbúning-
ur lántöku og eftirlit með lántak-
endum, hefur verið bætt í því skyni
að veita lántakendum aukið aðhald
og draga úr hættu á útlánatöpum.
Þótt verulegur árangur hafi
náðst á þessum sviðum hafa bank-
ar og sparisjóðir einnig þurft að
halda vaxtamun sínum hærri en
ella á síðustu árum. Að öðrum
kosti gætu þeir ekki unnið sig út
úr erfiðleikum efnahagsstöðnunar
af eigin rammleik. Eftir því sem
dregur úr útlánaafskriftum
minnkar hins vegár þörfin á þeim
vaxtamun sem verið hefur. Þess
sjást þegar merki.
Betri tíð
Þessar aðgerðir hafa skilað þeim
árangri að í fyrra varð tæplega 750
milljón króna hagnaður af rekstri
banka og sparisjóða. Þótt hér virð-
ist um háa fjárhæð að ræða svarar
hún aðeins til 3,9% arðsemi eigin
fjár. Slík arðsemi er auðvitað ekki
fullnægjandi tii lengdar. Góð arð-
semi er nauðsynleg til að bankarn-
ir geti haldið áfram að takast á
sífellt flóknari og umfangsmeiri
verkefni með íslenskum fyrirtækj-
um, bæði hér heima og erlendis,
og haldið áfram að bæta þjónustu
sína gagnvart öllum viðskiptavin-
um.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands íslcnskra viðskipta-
banka.
BÓKHALDSKERFi
HAGKVÆM LAUSN FYRIR
WORKGROUPS NETKERFI
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 -Sími 568 8055
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 33
- kjarni málsins!
Blab allra
landsmanna!
.5 ára tímabil
Nóvember 1995
3ja mánaða tímabil
Ágúst 1995 Nóvember 1995
... góður kostur við ávöxtun spariíjár
Verðbréfasjóðir VÍB eru einn besti kosturinn við ávöxtun
sparifjár. í verðbréfasjóðum VÍB er lögð áhersla á að
ávöxtunin sé góð og stöðug til langs tíma.
Hægt er að innleysa hvenær sem er án kostnaðar.
Sjóður Raunávöxtun sl. 3 mán? Raunávöxtun sl. 5 ár ^
Sjóður 1 | 6,3% 5,6%
Sjóður 2 4,1% 7,7%
Sjóður 5 6,1% 7,2%
1) Ráunávöxtun á ári m.v. 1. nóvember 1995.
FORYSTA í FJÁRMÁLUM!
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Simi 560-8900. Myndsendir: 560-8910.